Morgunblaðið - 18.07.1968, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 18.07.1968, Blaðsíða 21
MOBGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 1968 21 Systir Castros kallar bróður sinn ræningjn Miami, Florida, 16. júlí AP JUANITA Castro kenndi í dag bróður sinum, Fidel Castro for- sætisráðherra Kúbu, um hin tíðu flugvélarán yfir Bandaríkjunum að undanfömu og sagði, að eina ráðið til þess að binda enda á þessi flugvélarán væri að steypa stjóm bróður síns af stóli. Húm sagði í viðtali við frétta- blað kúbanskra útlaga, að Fidel Castro hefði skipað útsendurum sínuim í ýmsum löndum Ameríku, að neyða flugvélar til að fljúga til Kúbu. Hún sagði, að meðan bróðir henmar væri við völd iruundu flugvélafarþegum verða sífellt meiri hætrta búin vegna flugvélarána. - SEYÐISFJÖRÐUR Framh. af bls. 5 raunar er það aðeins eitt sem ég hef áhuga á, í stuttu máli: að reyna að bæta úr atvinnuástand inu í bænum. — Sérðu fram á, að það tak- ist? — Við vorum margir að gera okkur vonir um, að samstaða myndaðist um rekstur fiskiðju- versins hér, sem er í eigu rík- isdns. Fjármálaráðherra kaus þó að fara aðra leið en mangir bæj- arbúar töldu rétta. Úr því sem komið er vona ég, að sú ráðstöf- un beri þann áramgur, sem til er ætlazt, þó að ég hafi kosið aðra leið. Það gæti orðið bænum mikil hjálp, ef hér væri gerð að- staða til að taka á móti afla til vinmslu. Nú hefur til dæmis ver- ið ágætis fiiskirí út af Austfjörð- ■um og atvinna næg á mörgum fjörðunum, til dæmis í Neskaup- stað. — En ef þetta brygðist nú með fiskiðjuverið. Hefurðu þá aðrar tiliöigur? — Þá verðum við að halda á- fram, þar sem frá var horfið. En auðvitað verður það erfiðara eft ir því sem lengra líður. — Og ef sildin ikæmi? — Hún gæti bjargað okkur. tÞað er ekki minnsti vafi á því. Hér eru þrjár bræðslur og flest- ir saltendur hafa ágæta söltun- araðstöðu þó að það drægist eitt- hvað fram á haustið, þar sem flestir hafa byggt yfir plönin. Hins vagar vantar pláss til að lagera síldina. í fyrra voru starf ræktar hér sjö söltunarstöðvar. Kæmi sdld í ár, býst ég við að þær yrði níu í gangi. — Finnst þér menn vera með barlóm vegna atvinnuástands- ins? — Nei. Og ég hef góðar von- ir um vöxt og viðgang Seyðis- íjarðar. Ég byggi þær vonir með al annars á því, að á síðustu ár- um hefur margt ungt fólk stað- mæmzt hér og reist sér hús. Ég hef ekki trú á að fólk hlaupi frá milljón króna húsum, þótt harðni um sinn á dalnum, held- ur muni það vilja leggja eitt- hvað á sig til að skapa sér líf- vænleg skiiyrði hér að nýju. Og er ég raunar andvígur öll- um barlómi. Þessi mynd, sem ég hef dregið upp, er af ástand- inu eins og það er. Ég sé svo enga ástæðu til að Seyðisfjörð- ur þurfi að fara í hundama. Við ættum að vera menn til að byggja upp mannsæmandi líf fyrir okk- ur. Hinu er svo ebki að leyna, að það er enfitt að byggja upp atvinnulíf samhliða síldinni, þar sem hún hefur jafnan soigað til sín allt vinnuaflið. — h.k. 2Uí»r5unWaí>it> RITSTJÓRIM • PREIMTSMIÐJA AFGREIÐSLA»SKRIFSTOFA SÍMI lO.IOD BEZTU KAUPIIM ERU í MICHELIIM HJÓLBÖRÐUIMUM MICHELIN endast lengur og þér ak'ið fleiiri km. á MICHELIN X. MICHELIN spara benzín 1—13%. — Þetta er staðreynd og hiefur verið sann- prófað atf RAC í Emglamdi og ýmsum bitfreiðatféljögum í Hol- landi, Belgíu, Þýzkailandi og FrakkLandi. MICHELIN veita mjög litla miótstiöðu við veg- inn, en aukið öryggi við framúx- akstur og aikstur á kröppum beygjum vegna hins góða griip- flatar. FÓLKSBÍLA OG VÖRUBÍLA HJÓLBARÐAR FLESTAR STÆRÐIR MICHELIN IIJÓLBARÐA FYRIRLIGGJANDI. Hf. Egill Vilhjálmsson LAUGAVEGI 118, SÍMI 2-22-40. SIMCA er sterkur bíll, vandaður, sparneyt- inn og traustur. SIMCA er bíllinn sem gengur og gengur og gengur.......... SIMCA er til afgreiðslu strax í Reykjavík eða á Akureyri. þjóðvegum landsins. Bifreiðakaupendur sem bæði velja fallegt útlit og margsönnuð gæði, velja sér SIMCA 1301 eða SIMCA 1501. SIMCA er bíll hinna vandlátu, sem láta hvert smáatriði skipta máli. SIMCA er bíll fyrir þá sem óska eftir þæg- indum og aksturshæfileikum á hinum erfiðu CHRYSLER-UMBOÐIÐ VÖKULL H.F. Hringbraut 121 — 10600 Glerárgötu 26 — Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.