Morgunblaðið - 18.07.1968, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.07.1968, Blaðsíða 15
15 -a MOR'GUNiBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 1968 Bók um fullveldisárið 1918 kemur út kjá AB 1. des. Rætt við höfundinn, Gísla Jónsson mennta- skólakennara á Akureyri HINN 1. desember n.k. kemur út hjá AB bók um atburði árs- ins 1918 og þá einkum sjálfstæð. issamningana og þann merka áfanga, sem þá náðist í sjálf- stæðismáli íslenzku þjóðarinn- ar, er Island varð sjálfstætt og fullvalda ríki. Samkomulag samninganefnda íslands og Danmerkur var undirritað 18. júlí 1918, en þann dag bar upp á fimmtudag eins og nú. í til- efni dagsins hefir Mbl. snúið sér til höfundar bókarinnar, Gísla Jónssonar, menntaskóla- kennara á Akureyri, og beðið hann að segja lesendum nokk- uð frá efni 'hennar. — Hver eru tildrög að gerð bókarinnar? — Hugmyndin að bókinni ar komin frá Almenna bókafélag- inu, og tilmæli um að semja hana bárust mér í fyrra vor. Félagið hugsaði sér að minnast 50 ára afmælis fullveldisins með slíkri bók, sem fjállaði að- allega um atburði ársins 1918. — Hvenær hófstu handa? — Ég hóf verkið í júlíbyrjun 1987 og vann að því nokkuð óslitið fram í september, en síðan í hjáverkum með kenrislu við M.A. Ég geri mér vonir um, að fyrri helmingurinn geti far- ið í setningu um næstu mán- aðamót. Ég er nú að hreinrita þann hluta og bera saman við .heimildir. Gizkað gæti ég á, að öll bókin verði um 20 arkir. — Hvað viltu segja um efni bókarinnar? — Hún hefst á sögulegum að- draganda að hinum stjórnmála- legu abburðum ársins 1918. Fyrsti kafli er um alþingis- kosningar og flokkaskipan ár- ið 1918. Þá urðu tvennar mjög merkilegar kosningar. Þá kusu konur í fyrsta sinn hér á landi, og þá voru kosnir þeir þing- menn, sem réðu sjá'lfstæðismál- inu til lykta. Þá voru fyrst kosn ir 6 landskjörnir þingmenn í stað hinna konungkjörnu. Það ár var Framsóknarflokkurinn stofnaður, og það ár var fyrsti þingmaður Alþýðuflokksins kosinn, Jörundur Brynjólfsson. Þetta ár var því mjög sögulegt að ýmsu leyti. — Næst er fjallað um full- veidis- og fánamálið árið 1917. Ráðuneyti Jóns Magnússonar gerði tilraun til að fá viður- kenndan siglingafána, en var synjað í ríkisráði. Hins vegar gáfu Danir það í skyn, að þeir væru reiðubúnir að semja um sambandsmálið í heild og fána- máiið þar með. — Því næst er svo vikið að harðindunum miklu í ársbyrj- un 1918 og þeim lýst og síðan sagt frá undirbúningi samn- ingaviðræðnanna. Þá er fjallað um afstöðu Ríkisþingsins og Alþingis til væntanlegra vjji- ræðna og kosningu samninga- nefndanna og sögð deili á samn ingamönnunum. Þeir voru af Dana hálfu Christopher Hage, verzlunarmálaráðherra og full- trúi ríkisstjórnarinnar í nefnd- inni og formaður hennar, Erik Arup, prófessor, tilnefndur af Róttæka vinstri C. Christensen, forsætisráðherra, Vinstri flokkum, ritstjóri frá flokknum. — son frá langsummönnum og iÞorsteinn M. Jónsson frá hin- ,um nýstofnaða Framsóknar- ,flokki. 'Hann er sá eini nefndar- manna, sem nú er á 'lífi. ,Dönsku nefndinni var afar vel tekið hér á landi, og íslending- um þótti sér mikill sómi sýnd- ur með því, hve hún var vei skipuð. Það hefir líka verið mál manna, að val íslenzku ful'ltrú- ,anna hafi tekizt með ágætum. — 5. kaflinn er um sjálfar samningaviðræðurnar og rakið Jrá degi til dags, hvernig smám saman dró í samkomu- lagsátt. Fyrsti fundurinn var haldinn 1. júlí, og sannast sagna horfði þá ekki vel um samkomulag. En samningsviij- inn var mikill á báða bóga, enda báðum samninganefndun- um ljóst, að samkomulag varð ,að nást. Það var báðum þjóð- unum full nauðsyn, Dönum vegna Suður-Jótlands og ís- lendingum vegna fánamálsins. Endanlegt samkomu'lag náðist hinn 17. júlí, o-g um kvöldið var það borið óformlega undir .Alþingi á lokuðum fundi, þar sem alþingismenn, allir nema 2, féllust á það. Síðasti fund- urinn var haldinn fimmtudag- inn 18. júlí, og þá var sam- komulagið undirritað af báðum samninganefndunum og ís- lenzku ráðherrunum. — Þess er skylt að geta, að Jón Magnús- son, forsætisráðherra, fylgdist allan tímann vel með þróun samningaviðræðnanna og mun ,hafa átt drjúgan þátt í því, að viðræðurnar voru yfirleitt upp teknar, og eins í hinu, að samn ingar tókust. Það er mál þeirra, sem kunnugastir eru. — Sáttmálinn er birtur í heiid í bókinni og skýrt frá undirtekum bæði hérlendis og erlendis. Öll íslenzk blöð, sem þá komu út, fognuðu niðurstöð unni nema Njörður á Isafirði, móti, sinn í hvorri deild. Þeim þótti Dönum veitt of mikil rétt indi hér á landi (jafnréttis- ákvæðið) og uppsagnarákvæð- in vera of ströng. — Þjóðaraikvæðagreiðsla fór fram 19. október. Þá voru lögin samþykkt með 12411 at- Gísli Jónsson, menniaskólakennari. og flest blöð í Danmörku tóku samningunum vel nema blöð hægri manna, sem þótti ríkis- einingin rofin. — Alþingi kom saman fyrst í september til að fjalla um málið, og þar voru hin Dansk- íslenzku sambandslög sam- þykkt með 38 atkvæðum. Að- eins tveir þingmenn voru á kvæðum gegn 999. Kjörsókn var aðeins 43,8%, mest í Vesf- mannaeyjum, 78,1%. Kvenfólk- ið í landinu var fremur áhuga- lítið. Af konum, sem höfðu kosningarétt, ikusu ekki nema 24,1%, og í 9 hreppum greiddi engin kona atkvæði. — Síðan er sagt frá meðferð málsins í Ríkisþinginu danska. Þar voru lögin samþykkt í þjóð þinginu með 100 atkvæðum gegn 20 og í landsþinginu með 42 atkvæðum gegn 15. Allir flokkar voru fylgjandi málinu nema íhaldsflokkurinn. Kon- ungur staðfesti síðan lögin 30. nóvember, þ.e. tvenn samhljóða sambandslög. Sama dag voru gefin út bráðabirgðalög um ís- lenzkan siglingafána. Sjálfur konungsúrskurðinn um íslenzka ríkisfánann og skjaldarmerkið kom fyrst 12. febrúar 1919. — Sérstakur kafli bókarinn- ar fjallar svo um hátíðahöldin 1. desember 1918, sem haldin voru að visu í skugga drepsótt- arinnar, sem þá geisaði í Reykja vík og víðar. — Þá er fjallað um þjóðhagi, svo sem mannfjölda, atvinnu- vegi, fjár'hag ríkisins, verkleg- ar framkvæmdir og viðskipta- og verðlagsmál. Einn kaflinn er um Kötlugosið, sem stóð yfir frá 12. október til 4. nóvember. Það olli því m.a., að kjörsókn í Vestur-Skaftafellssýslu var sáralítil, ekki nema 27,4%. — Einnig er kafli um spönsku veikina, sem upp kom í Reykja vík sumarið 1918 (vægari teg- und), en breyttist í drepsótt í nóvemberbyrjun og herjaði sem slík í mánaðartíma. í þess- ari hryðju létust í Reykjavík einni 258 menn og utan Reykja víkur 230. Manndauðinn alls árið 1918 er talinn um 16 af þúsundi, enda er það ár lang- mesta manndauðaár aldarinnar liér á landi. — í bókarlok er svo smá- vegis tíningur um fánann, skjaldarmerkið o.fl. Hugmynd- ina um landvættirnar í skjald- armerkinu átti Bjarni frá Vogi, og setti hann hana fram í þing- ræðu á aukaþinginu 1918. Jón iMagnússon fól svo þeim Ás- grími Jónssyni og Ríkharði Jónssyni að teikna merkið, og kom það að mestu í hlut Rík- harðs, eftir því sem mér hefir skitizt. — Hverjar eru helztu heim- ildirnar, sem þú hefir stuðzt við? — Heimildirnar eru að vísu margar, en þær helztu eru þessar: Dönsk útgáfa af gjörða bók samninganefndanna ásamt fylgiíkjölum. Frumtextinn mun vera geymdur í Dan- Framhald á bls. 19 flokknum, I. fyrrverandi tilnefndur af og Borgbjerg Jafnaðarmanna- í íslenzku samn- inganefndinni voru Jóhannes Jóhannesson, forseti sameinaðs þings, frá Heimastjórnarflokkn ,um, Bjarni Jónsson frá Vogi frá þversum-armi Sjálfstæðis- flokksins gamla, Einar Arnórs- Sambandslaganefndin fyrir utan Alþingishúsið .Frá vinstri: Magnús Jónsson, ritari danska hlutans, Bjarni Jónsson frá Vogi, Chr. Hage, formaður danska hlutans, F. J. Borgbjerg, Jóhannes Jóhannesson, formaður íslenzka lilutans, J. C. Christensen, Kinar Arnórsson, Erik Arup, Gísli Isleifsson, ritari íslenzka hlutans, Þorsteinn M. Jónsson, Þ orsteinn Þorsteinsson, ritari is- lenzka hlutans og S. A. Funder, ritari danska hlutans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.