Morgunblaðið - 18.07.1968, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 18.07.1968, Blaðsíða 19
MORiGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 1968 19 SiyrkuT úr Minn- ingorsjóði dr. Rögnvnlds Pétnrssonor HINN 14. ágúst n.k. verður út- hlutað styrk úr Minningarsjóði dr. Rögnvalds Péturssonar til efl ingar íslenzkum fræðum. Það er tilgangur sjóðsins að styrkja kandídata í íslenzkum fræðum frá Háskóla Islands, sem reyndir eru að áhuga, dugnaði og góðum hæfiieikum, til framhaldsnáms og undirbúnings frekari vísinda- starfs. Að 'þessu sinni nemur styrkurinn 35.000 krónum. Um- sóknum um styrk úr sjóðnum skal skilað á skrifstofu Háskól- ans eigi síðar en 5. ágúst n.k. - BÓK Framhald af bls. 15 mörku, en íslenzk gerðabók hefir ekki fundizt og hefir lík- lega aldrei verið ti'l. — Þá er geysimerkileg grein eftir Einar Arnórsson í Skírni 1930, og þar hefi ég fengið bezta lýsinguna á því, sem gerðist á fundunum. — Einnig Saga danska Ríkis- þingsins, þar sem ýmislegt er skýrt frá dönsku sjónarmiði, .sem ekki kemur fram í gjörða- .bókinni né heldur hjá Einari Arnórssyni. Enn má nefna Al- þingi og frelsisbaráttan eftir dr. Björn Þórðarson, greinar eftir og viðtöl við Þorstein M. Jónsson í blöðum og svo nátt- úrulega blöð, tímarit og Al- þingistíðindi, en þangað er meginefnið sótt. — Hvar hefirðu einkum unn um unnið að bókinni? — Ég hefi unnið verkið aðal- lega hér á Amtsbókasafninu á Akureyri, en leitað lítillega heimilda á söfnum í Reykjavík ■Einnig hefi ég rætt við Þor- stein Þorsteinsson, fyrrverandi hagstofustjóra, sem var annar af riturum íslenzku samninga- nefndarinnar. Ég ætlaði einnig að ræða við Þorstein M. Jóns- son, þegar ég var staddur í Reykjavík, en þá var hann sjúkur. Hins vegar hefi ég fast- lega í huga að hitta hann að máli nú í sumar. — Ég vil í lokin koma á fram færi þakklæti mínu til Amts- þókasafnsins á Akureyri, Árna Jónssonar, amtsbókavarðar og starfsmanna hans fyrir alla þá góðu fyrirgreiðslu, sem ég hefi fengið að njóta þar. — Sv. P. K.S.I. Andrés G. Þormar kjörinn heiðursfélagi F.Í.S. Aðalfundur Félags ísl. síma- manna var haldinn 22. febr. s.l. í skýrslu stjórnar kom m.a. fram, að aðal viðfangsefnin á síðasta ári hafa verið launa- og kjara- mál. Aðaláherzla hefur verið lögð á, að fá leiðréttingu á kjör- um lægst launuðu starfshópanna og þá sér í lagi á flokkaskipan talsímakvenna. Á árinu 1965 keypti félagið 25 ha. land undir sumarbúðir við Apavatn í Laugardal og var haldið áfram framkvæmdum á landinu á s.l. ári, svo sem vega- gerð, gróðursetningu og fl. Um síðustu áramót urðu rit- stjóraskipti við Símablaðið. And rés G. Þormar sem verið hefur ritstjóri þess í yfir 40 ár lét af störfum, en við tók Vilhjálmur B. Vilhjálmsson, deildarstjóri. Andrés Þormar var kjörinn heiðursfélagi F.Í.S. 30. jan s.l. fyrir áratuga störf í þágu félags ins og Símablaðsins. Að aðalfundi lokum fóru fram kosningar til Félagsráðs, en það kýs framkvæmdastjórn félagsins, sem hefur nú verið kosin og er þannig skipuð: For- maður Ágúst Geirsson, varafor- maður Jón Tómasson, ritari Há- kon Bjarnason, gjaldkeri Bjarni Ólafsson, meðstjórnandi Sæmund ur Símonarson. varamenn í stjórn eru Guðmundur Andrés- son og Sigurbjörg Lárusdóttir. BEZT að auglýsa í Morgunblaðinu Viljum kaupa 2—3 búðarkassa. Æskilegast að einn kassinn sé Sveda rafmagnskassi, með samlagningu og strimli. . Upplýsingar í síma 11670 frá kl. 6—7 daglega. Frá Skátamóti. Skátamót að Saltvík á Kjalarnesi um næstu helgi Heildsalar - verzlanir Ókurant skór, kurant skór. Erum kaupendur að flest- um tegundum. Mikið magn, lítið magn. Hafið samband við okkur strax. Sími 11670 frá kl. 6—7 eftir hádegi daglega. Um næstu helgi gengst Land- nemadeild Skátafélags Reykja- víkur fyrir árlegu skátamóti sínu. Landnemamótin hafa verið haldin á hverju ári síðan 1959, og að þessu sinni verður mótið haldið á útivistarsvæði reyk- vískrar æsku að Saltvík á Kjal- arnesi. Mótið verður sett kl. 5 síðdeg is föstudaginn 19. júlí, og stend ur það yfir fram á sunn.udag. Dagskrá þess verður fjölbreytt, og í meginatriðum byggist hún á flokkastarfi. Varðeldar verða bæði kvöldin, gönguferð á Esju á laugardag og næturleikur um kvöldið. Til mótsins hefur verið boðið öllum Reykjavíkurskátum, og auk þess skátaflokkum úr öll um Reykjavikunskátum, og auk þess skátaflokkum úr öllum skáta félögum á Suðvesturlandi. í SaLt vík er mjög ákjósanleg aðstaða fyrir skákmót, þar ermikið slétt lendi, sem er hentugt til að iðka skátafþróttir, sjórinn skammtfrá og ekki langt til Esjumnar fyr- ir þá sem vilja fjallgöngur. Móts stjóri verður Bergur Jónsson verkfræðingur. Þá verða og sérstakar fjöl- skyldubúðir á mótinu fyrir eldri skiáta og fjölskyldur þeirra, og eru þær einnig opnar foreldrum og fjölskyldum þeirra skáta, sem sækja mótið. Fjölskyldubúðir hafa oft áður verið á skátamót- um hérlendis, og jafnan verið vel sóttar, en það er nýbreytni, að foreldrum skátanna sé jafn- framt boðið að sækja þær. Von- ast forráðamenn mótsins til þess, að sú tilhögun verði vel þegin, og foreldrar jafnt sem gamlir skátar fjölmenni í fjölskyldubúð innar. (Fná Landnemadeild S.F.R.) Óskast strax til leigu 2ja herb. íbúð með húsgögnum sem næst Miðbænum. Upplýsingar í síma 16115 á skrifstofutíma. Sælgætisgerð Lítil sælgætisgerð ásarnt tækjum til leigu. Lysthafendur sendi tilboð til Mbl. merkt: „8333“ eigi síðar en 23. júlí. Knattspymuleikurinn I.S.I. ISLAND NOREGUR fer fram á Laugardalsvellinum í kvöld fimmtudaginn 18. júlí og hefst kl. 20.30. Lúðrasveitin Svanur leikur frá kl. 19.45. Démari Owen Hi.C. Carthy frá írlandi Línuverðir: Baldur Þórðarson og Steinn Guðmundsson. Aðgöngumiðar seldir i dag úr sölutjaldi við IJtvegsbankann Þórólfur Beck fyrirliði ísl. liðsins. Verð aðgöngumiða: Sæti kr. 150.00 Stæði kr. 100.00 Barnamiðar kr. 25.00 FORÐIZT ÞRENGSLI OG KAUPIÐ AÐGÖNGUMÍÐA TÍMANLEGA. KNATTSPYRNUSAMBAND ÍSLANDS.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.