Morgunblaðið - 18.07.1968, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.07.1968, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 1068 5 Heimsókn á Seyðisfjörd: Við erum menn til að skapa okkur sæmandi líískjðr Viðtal við Hrólf Lngólfsson bæjarstjóra á Seyðisfirði ÞAð ER dauft yfir atvinnulíf- inu á Seyðisfirði um þessar mundir, og allmargir eru þeir, eem enga fasta atvinnu hafa haft um langan tíma. Aftur á móti virðist veðrið reyna að létta Seyðfirðingum dálítið lífið. Und- anfarið hefur þar skinið sól í heiði flesta daga og þeir segja að þetta séu fyrstu góðviðris- dagar sumarins. Þó að erfiðlega hafi árað, virðist fjarri Seyðfirð- ingum að gefast upp. Ég hitti bæjarstjórann, Hrólf Ingólfsson að máli. Hann var reifur og bar- áttuglaður, og sagði mér fúslega frá ýmsum almennum bæjarmál- efnum staðarins. Hrólfur er Vopnfirðingur fæddur, uppalinn á Seyðisfirði, bjó lengi í Vest- mannaeyjum, en fluttist til Seyð- isfjarðar aftur fyrir röskum fimm árum og ,tók við stöðu bæjar- stjóra. — Hvers vegna ákvaðstu að snúa aftur til Seyðisfjarðar eftir allan þennan tíma? — Ég get ekki svarað öðru til en því, að römm er sú taug, er rekka dregur föðurtúna til. Þetta held ég, að hafi ráðið mestu um, að ég kom hingað eft- ir öll þessi ár. — Var þá síldin í algleym- ingi? — Já,- þá var síldin komin og miklir uþpgangstímar í bænum. Svo miklir, að ég mundi segja, að fátt hafi minnt á gamla tím- ann nema fjöllin. — Mig langar til að spyrja þig, hvernig mannlífið var hérna í hafísnum í vetur? — Vissulega var það ömurlegt, þegar fram í sótti. Mörgum þótti þetta skemmtilegt fyrst, en það varð lawgdregin skemmtun. Is- inn lokaði firðinum alveg þann 1. maí og hann hvarf ekki fyrr en upp úr mánaðamótunum maí- júní. Allan þennan tíma var veðr ið að öðru leyti gott, kalt að vísu, en sólríkt og miklar stillur. . Fjarðarheiði var ófær þennan tíma og raunar lengst af í vet- ur. Auðvitað var þetta hálfgert vandræðaástand. Töluverður skortur á nauðsynjum gerði vart við sig, en það stafaði þó fyrst og fremst af því ástandi í verzl- unarmálum, sem var ríkjandi í bænum, um það leyti og hafís- inn kom. Hins vegar langar mig að leið- rétta misskilning, sem virðist út- breiddur víða. Það er varðandi Fjarðarheiði. Þó að Fjarðarheiði milli Seyðisfjarðar og Egils- staða sé ófær öllum venjulegum bílum, kannski allan veturinn, er fráleitt að segja, að við sé- um innilokuð og einangruð frá umheiminum. Við eigum fimm snjóbíla: þrjá litla, sem getaflutt sex farþega hver og tvo stærri. sem geta flutt talsvert magn af vörum. Þessir snjóbílar eiga ekki neinum vandræðum með að kom ast yfir heiðina, þó að allt sé á kafi í snjó. Það er miklu erfið- ara á vorin, þegar klaki er að fara úr jörðu, þá má heita að heiðin sé um tíma ófær öllum farartækjum. En eftir að snjór- inn kemur á haustin ganga ferð- ir tiltölulega vel. Við erum þvi aldrei alveg ininilokuð. Það má segja, að við komumst ekki allt- af allra okkar ferða, menn skreppa ekki ijaeð snjóbíl til Eg- ilsstaða bara að gamni sínu. En eigi maður erindi og þurfi að komast, þá komumst við. Ég held að fólk þurfi ekki að kvarta þess vegna. Póstur og blöð ber- ast nær daglega yfir veturinn, og ég sé því ekki að við séum neitt tilfinmanlega einangruð. — Er erfitt að vera bæjar- stjóri Seyðfirðinga? — Ætli við getum ekki sagt, að það er vanþakklátt starf að Hrólfur Ingólfsson. gegna opinberum embætt- lim hvort sem það er bæjar- stjórastarf eða eitthvað annað. Fóiki finnst það hafa rétt til að segja honum fyrir verkum og gagnrýna störf hans nær tak- markalaust. Ég segi alls ekki, að það sé neitt verra hér en ann- ars staðar. — Þú vildir kanns'ki segja mér undan og ofan af félagslífi og menningarstarfsemi á Seyðis- firði? — Félagslífið hefur verið held ur dauft, en eins og fleira er það á góðum batavegj. I fyrra var starfræktur hér tónlistar- skóli. Við vorum svo heppin að fá þýzk hjón til okkar, mikið úr vals fólk, og var áhugi manna mikill. Þessi þýzku hjón hafa nú fengið styrk til utanfarar, en ég er sannfærður um, að þau koma hingað aftur síðar. Við keyptum m.a. í fyrra hljóðfæri fyrir lúðra sveit og æfingar voru hafnar og karlakór var endurlífgaður. Við viljum reyna að fá einhvern góðan tónlistarmann til að koma nokkra mánuði næsta vetur, til að þetta detti ekki niður. LeiklistaTStarfsemi hefur hins vegar engin verið um nokkurt skeið. Vaxandi áhugi er á íþrótt- um, einkum skíðaíþrótt og yfir- leitt má segja, að áhugi á allri íþróttastarfsemi sé mjög mikill og almennur. Nú, við höfum hér gamalt og gróið amtsbókasafn, sem er mik- ið notað, og fáum við eintak af flestum bókum, sem koma út. Þá má minnast á, að bærinn rekur leikskóla fyrir 50-60 börn yfir sumarmánuðiha og er aðsókn mik il. Vegna húsnæðisleysis höfum við ekki getað haldið þessari starfsemi áfram yfir veturinn. — Hvernig er Seyðisfjörður jneð skóla? — Skólahúsið er gamalt, byggt 1907, en miðað við aldur er það í góðu ásigkomulagi. Nú er ver- ið að teikna nýja barnaskóla- byggingu og þá verður gamla húsið tekið undir gagnfræða- skóla, en nú starfa hér þrjár deildir miðskóla. Við höfumhugs að okkur, að gamla skólanm mætti þá jafnframt nota sem iðn skóla, enúr því verður víst ekki, vegna nýju iðnfræðlulaganna. Að mínu áliti eru þessi lög einhver þau alvitlausustu, sem hafa verið sett. f þeim er gert ráð fyrir einum iðnskóla í hverju kjördæmi og skal iðn- skóli Austurlands vera á Norð- firði. Hér á Seyðifirði eru bú- settir og stunda vinnu tugir iðn- aðarmanna, sem hafa ílenzt, vegna þess að þeir gátu lært iðn ína hérna. Ef þeir verða nú að fara burt til náms, er eins lik- legt að þeir leiti til Reykjavík- ur og ekki á næsta iðnskóla. Og það er svo með marga sem fara á brott, að fæstir þeirra koma nokkurn tíma aftur. Þessi lög munu koma Neskaupstað að gagni og er ágætt út af fyrir sig, en þau munu draga mátt úr ýms- um öðrum byggðarlögum. — Nú hafið þið átt í margs konar erfiðleikum í vetur og vor, bæði hvað veðurfar og at- vinnu snertir, hvernig hefur fólk ið brugðið við eftir velmegun undanfarinna ára? — Ég tel, að bæjarbúar séu furðu rólegir. Auðvitað veit ég ekki, hvernig færi, ef ekkert greiddist úr. í vetur höfum við aðeins einu sinni tekið á mótá afla til vinnslu, það voru 7-8 þúsund lestir af loðnu. Það var í febrúar og marz. — Hafa margir verið atvinnu- lausir um langan tíma? — Því er ekki að leyna, að allmárgir hafa ekki fengið n-eitt að gera um alllangan tíma. Bær- inn hefur greitt talvert atvinnu leysistryggingafé, en að öðru leyti hefur ekki verið leitað til hins opinbera. — Og hvað tekur við, ef ekki fer að rofa til í atvinnumálum? — Þá er að herða mittisólina og taka upp eldri og ódýrari lifnaðarháttu. Ég segi ekki, að fólk sé reiðubúið að gera það, en fæstir mundu sjálfsagt hika þegar í harðbakkann slær. Við stöndum að því leyti verr að vígi en margir nágrannafirð- irnir, að hér er engin aðstaða til útgerðar, þar sem við getum ekki tekið á móti aflanum. En Framhalð á bls. 21 Vandað raðhús um 70 ferm. tvær hæðir alls nýtízku 6 herb. íbúð í Austurborginni til sölu. Laust nú þegar. Söluverð hagkvæmt. NÝJA FASTEIGNASALAN, Laugavegi 12, sími 24300. m KARNABÆR TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSI NS — TÝSGÖTU 1 — SÍMI 12330. KYNNIÐ YÐUR OKKAR hagstæðu kjör! DÖMUDEILD. ★ KJÓLAR VERÐ FRÁ KR. 730.— ★ PILS — — — 570.— * KÁPUR — — — 1500.— ★ DRAGTIR — — — 1710.— ★ SPORTBUXUR — — — 540.— * PEYSUR — — — 295.— NÝJAR VÖRUR TEKNAR UPP í DAG OG Á MORGUN í BÁÐAR DEILDIR. HERRADEILD. ★ SKYRTUR VERÐ FRÁ 490.— ★ BUXUR TERYLENE — 980.— ★ JAKKAR — — 1700.— ★ PEYSUR — — 480,— ★ BINDI — — 190.— * SPORTBUXUR — — 490.— ALLAR OKKAR VÖRUR KOMA FRÁ TÍZKUMIÐSTÖÐVUM UNGA FÓLKS- INS — LONDON — PARÍS — KÖBEN. PÓSTSENDUM U M LAND ALLT. K U N E R T — sokkabuxur fást í fjölda verzlana í tízkulitum. Þær eru þunnar, en endingin er ótrúlega góð. Þér sannfærizt eftir fyrstu innkaup á KUNERT- sokkum eða sokkabuxum. Umboðsmenn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.