Morgunblaðið - 18.07.1968, Blaðsíða 28
4
Flakið fannst eftir
VAt sólarhrings leit
LITLA Piper Cherokee flug-
vélin, sem týndist aðfarar-
nótt þriðjudags, fannst í gser-
morgun á Brunnahæð á
Látrabjargi. Leitarflokkur-
inn Bræðrahandið kom að
vélinni kl. 10.45, og að sögn
Þórðar Jónssonar á Látrum,
sem stjórnaði flokknum,
þurfti þar ekki um að binda.
Þeir, sem fórust með vél-
inni, voru:
Gísli Axelsson, Álfhólsvegi
43 Kópavogi. Flugmaður með
talsverða reynslu að baki.
Hann var 21 árs gamall.
Valgeir Stefánsson frá
Auðbrekku í Hörgárdal.
Hann var tvítugur að aldri
og lætur eftir sig konu og
barn.
Steingrímur Björnsson, Sel
vogsgrunni 3, Reykjavík.
Hann var 21 árs gamall.
Nína Guðrún 'Gunnlaugs-
dóttir, unnusta Steingríms.
Ættuð frá Sauðá á Vatns-
nesi, en bjó að Selvogs-
grunni 3.
í viðtali sem Mbl. átti í
gærkvöldi við Sigurð Jóns-
son, yfirmann Loftferðaeftir-
litsins, sagði hann, að sér
virtist slysið hafa orðið með
þeim hætti, að vélin hafi
stungizt (spunnið) til jarðar,
án þess að um vélarbilun
hefði verið að ræða.
Sigurður sagði, að samkvæmt
vitnishurði mamna á Látrum
hefði flugvélin flogið yfir Látra-
bjarg skömmu áður en slysið
varð. Nokkru síðar hefðu tveir
Vatnsskemmdir í
Listasafni
FRO Selma Jónsdóttir, forstöðu-
kona Listasafns Ríkisins tjáði
Morgunblaðinu í gær í stuttu við
tali, að upp hefði komið leki í
leiðslum í Listasafni Ríkisins,
og að hartt væri við að töluverð
ar skemmdir hefðu orðið á mál-
verkum í geymslum Listasafns-
ríkisins
ins.
Næ'ðu þó skemmdirnar ekki til
allra geymslna safnsins. Skemmd
irnar væru alls ekki fullkann-
aðar ennþá, en verið væri að
kanna þær, og að mjög bráð-
lega myndi hægt að gefa nánari
upplýsingar lun þær.
drengir á Lambavatni á Rauða-
sandi séð til flugvélarinnar, þar
sem hún flaug austur með
Rauðasandi, en sneri síðan við.
Drengimir hefðu fylgzt með
ferðum flugvélarinnar, unz hún
hvarf þeim sjónum upp í vik,
sem er vestan Keflavíkur.
Skömmu síðar hefðu þeir einnig
hætt að heyra til hennar.
Sigurður kvaðst álíta, án þess
að unnt væri að færa á það
nokkrar sönnur, að fólkið í flug
vélinni hefði talið sig vera kom
ið vestur fyrir Látrabjarg, er
það siveigði inn í áðurnefnt vik.
Upp af þessu viki er dalskora
og hefur flugmaðurinn orðið að
auka allmikið afl hreyfilsins til
þess að ná yfir hæðartorúnina.
Þetta hafi nærri tekizt, en efst
í dalnum virðist flugvélin hafa
ofreistst og þess vegna stungist
fram á nefið, spunnið til jarð-
ar, rekið vinstri væng í jörðina
og síðan nefið. Samstundis mun
eldur hafa kviknað í vélinni.
Þessa skýringu á því, hvernig
slysið varð telur Sigurður ef til
vill ekki einhlíta, en af þeim um
merkjum, sem sjá mátti á slys-
stað, álítur hann þetta vera lík-
legasta aðdraganda slyssins.
BAR FLJÓTT AÐ
í viðtali við Þórð Jónsson á
Látrum í gærkvöldi, sagði hann,
að slysavarnadeiidin Bræðra-
bandið hefði lagt af stað til leit-
ar um kl. 8.30 í gærmorgun.
Hefði flokkurinn skipzt í tvo
fjögurra manna hópa, er kom
að Keflavíkurveginum nýja,
sem liggur til Keflavíkur frá
gamia veginum að Látrabjargi.
Gat Þórður þess í þessu sam-
bandi, að hinn nýji vegur hefði
komið að mjög góðum notum
Framhald á bls. 27
Þau sem fórust
Steingrímur Björnsson. Nína Guðrún Gunnlaugsdóttir.
Valgeir Stefánsson.
Gísli Axelsson.
Flakið á Brunnahæð. (Ljósm. Mbl Sævar Haildórsson).
Grindnvíkur-
bntnr í útilegu
ólínu
Grindavík, 16. júlí.
Fyrir nokkru fóru héðan tveir
bátar í útilegu á línu og þykir
það tíðindum sæta, þvi óvenju-
legt er að mannafli fáist til
slí'ks á þessum tíma árs. Eru bát
arnir nú komnir til baka með
ágætan afla af góðum fiski. Al-
bert kom í gær með 48 tonn eft-
ir 10 lagnir og Hrafn Svein-
bjarnarson kom í dag með 51
tonn úr 8 lögnum. Aflinn, sem
var verkaður um borð fór til
frystihúsa hér í nágrenninu.
— Tómas
— sögðu drengirnir, sem sáu
síðast til flugvélarinnar
TVEIR drengir sáu til flug-
vélarinnar sem fórst, af
Rauðasandi. Þeir eru báðir í
sveit að Lambavatni, annar
þeirra er Þór Kristjánsson frá
Reykjavík (15 ára), en hinn
er Eyjólfur Valtýsson úr
Garðahreppi (13 ára). Morg-
unblaðið hafði samband við
Þór í gærkvöldi og sagðist
honum svo frá:
— Þetta var um tíuleytið
um kvöidið; við vorum að
ljúka við að hirða og vorum
á leiðinni inn. Við vorum bak
við hlöðuna, þegar við heyrð-
um flugvélarhljóð og gengum
framfyrir til að athuga hvort
við sæjum vélina, Strax og
við komum fyrir horníð, sást
hún. Okkur virtist hún fljúga
mjög lágt og eins og hún væri
að koma frá Látrum. Við sá-
um ágætlega út yfir sjóinn,
þótt skyggnið væri siæmt, og
okkur virtist flugvélin vera
Framhald 4 hl». 27
Bretar umskipa fiski
á Islandsmiðum
I BREZKA blaðinu „Fishing
News“ er nýlega skýrt frá því,
að tilraun hafí verið gerð hjá
ensku útgerðarfyrirtæki til þess
að skipa nýjum fiski úr togur-
um á Islandsmiðum yfir í tog-
ara, sem eru á leið til Englands.
Virðist tilraun þessi hafa gefi®
góða raun.
Áðurnefnda tilraun gerði út-
gerð Thomas Hamling & Co. i
samráði við fiskveiðayfirvöld í
Bretlandi. Fór fulltrúi þeirra
með í ferð á íslandsmið, er tog-
arinfn St. Apollo tók við fyrsrta
hluta af veiði togarans St.
Achilleus, sem var þá nýkom-
inn á miðin. Var fiskinum um-
skipað ísuðum í kössum og var
magnið um 270 kit.
Aðrir togarar, sem selt hafa
slíkan afla 1 Hull að undan-
förnu, hafa selt fyrir gott verð
og hefur þeim gengið betur að
selja aflann en öðrum skipum.