Morgunblaðið - 28.07.1968, Page 12

Morgunblaðið - 28.07.1968, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 1968 FANG FQRSETANS Fanginn var Vladimir Skutina, rithöfundur Forsetinn var Antonin IMovotny Ar 1962 „Hvað fékkstu langan tíma?“ „Sertán mánuði.“ „Fyrir hvað?“ „Ekkert". „Hvaða vitleysa, þú hlýtur að hafa gert eitthvað. Ef þú gerir ekkert, færðu fimm ár.“ FYRIR framan minningartöfl- urnar um þá sem féllu í götu- virkjunum, stóðu börnin í hvít- um blússum, fjarræn og af- skiptalaus. Þetta var síðdegis hinn 5. maí 1962 i Prag. Blöðin létu móðan mása um ræðu Antonin Novotny, er hann hafði hail-dið þann 1. maá, þar sem hann hafði ekki brugð- ið út af venju sinni og haft uppi hótanir og hrakyrði í garð menntamannanna. Kennari minn, Vaclav Wassermann hafði sagt mér frá því, að ein- hver hefði bent Novotny á það hvernig tékkóslóvakíski fram- burðurinn á orðinu „bóndi“ væri — en það orð bar hann alltaf rangt fram. Þetta kvöld var kvikmyndasýning í Troj- icka stræti og Wassermann, sem var einn af forystumönnum kvik myndaklúbbsins hafði komið að sækja mig á skrifstofuna í Jungmann götu númer 15. Að kvikmyndasýningu lokinni skildust leiðir, hann fór heim til sín, en ég á skrifstofuna aft- ur, þar sem ég þurfti að Ijúka nokkrum bréfaskriftum. Skömmu síðar komu tveir menn inn á skrifstofuna án þess að berja að dyrum. Ann- ar var hávaxinn, hinn var lág- vaxinn. Sá fyrrnefndi hafði hendur í vösum og harðneskju svipur var á andliti hans. Hann var sú manngerð að mér dettur ósjálfrátt í hug. „Ekki myndi ég kæra mig um að rek- ast á þennan náunga í myr>kri.“ Hinn liktist einna helzt gjald þrota hrossabraskara, og hann angaði langar leiðir af bjór. í fyrstu ruglaði þetta mig í rím- inu: ég hélt að þeir væru full- ir og hefðu villzt af leið. „Við viljum tala við yður,“ sagði sá sem ég hefði ekki kært mig um að mæta í myrkri. „Gjörið svo vel og fáið ykk ur sæti,“ sagði ég sakleysislega og sveiflaði út höndunum eins og maður sem af náð veitir gest um sínum áheyrn. Ég benti á tvo þægilega hægindastóla við borðið. „Ekki hérna“ rumdi í þeim, sem angaði af bjór. „Við kom- um frá Öryggislögreglunni“, bætti hann við og dró einhvers konar spjald upp úr vasanum. Núna veit ég, að ég hefði átt að skoða kortið, krefjast þess að sjá handtökuskipun — að ég hefði getað og hefði átt að gera sitt af hverju, en þetta töfraorð „Öryiggislögreglan“ vakti svo ósjálfráð viðbrögð hjá mér, að ég hætti skyndi- lega að vera elskulegur og höfð inglegur gestgjafi og'varð mjög hræddur. Þessari hræðslu er ó- gerlegt að lýsa með orðum. í hreinskilni sagt hafði ég ekki minnsta hugboð um það, hvers vegna tveir starfsmenn Örygg- islögreglunnar höfðu komið á rit stjórnarskrifstofuna: ég hafði ekki minnsta grun um að þeir myndu leiða mig til fangelsis, þess alræmdasta í Evrópu. Ég hélt að þeir þörfnuðust ráðlegg- inga af einhverju tagi, eða upp- lýsinga. Við reynum alltaf að sjá björt ustu hliðar á hverju máli, og kannski er það ákjósanlegt. En ég var feikilega hræddur og það getur vel verið að ég hafi skipt litum. Mér flaug í hug, hvort ég ætti að hringja heim. Kannski hafði eitthvað komið fyrir þar. Konan mín var ekki hnaust og við áttum litla dóttiur, fárra vikna gamla. Nú er mér ljóst, að Öryggislögreglan hefði tæplega gert sér erindi til mín vegna slíkra smámuna, en á skelfingarstundum leita fárán- legustu hugmyndir fram. „Þér getið hringt seinna.“ sagði sá, sem ég hefði ekki kært mig um að hitta í myrkri, og færði sig í veg fyrir mig, þegar ég ætlaði að ganga að símanum. Að nokkru leyti varð mér hug hægara, þar sem þetta gaf mér fyrirheit um, að einhvern tima kæmi ég aftur. Ég var í blárri ítalskri peysu og mér fannst ó viðeigandi að vera jakkalaus í fylgd með Öryggislögreglunni,. svo að ég greip regnfrakkann af snaganum, læsti skrifborð- inu og gekk fram á stigapall- inn. Enn þann dag í dag lít ég ósjálfrátt um öxl þegar ég geng niður stigana í aðalskrif stofu auglýsingadeildar tékkó- slóvakíska sjónvarpsins, til að sjá hvort þessi bjórþefjandi þonpari og slánalegi lcauði, sem ég mundi ekki kæra mig um að rekast á í myrkri, eru fyrir aft- an mig. Við gengum út á Jungman- götu, þar sem tveir bílar Örygg islögreglunnar biðu. Þeir opn- uðu afturdyrnar í seinni bíln- um og gáfu mér bendingu um að stiga inn. Byssumennirnir tveir settust sinn til hvorrar handar. Maður kom út úr fremri bilnum og spurði hvort einhver væri heima hjá mér. Ég sagði að konan mín væri heima og hann kallaði svar mitt til einhverra í fremri bílnum. Ég heyrði einhvern segja, að það væri einmitt við hans hæfi: unga eiginkonan væri alein heima, en annar þaggaði niður í honum og sagði: — Það verður lítið fyrir þig að gera, hún átti krakka fyrir sex vikum. Þetta kom nokkuð flatt upp á mig, og bersýnilega einnig á manninn, sem hafði komið og spurt, hvort einhver væri fheima því að ann gaf í snar,- edtium bendingu um að 'aka af stð .og ág sá hann öskra reiði- orð til tvímenninganna í hin- ,um bílnuan. Við beygðum inn í Lazarska stræti og síðan inn á Spalena, svo að ég ályktaði að þeir ækju mér til aðaistöðva lög- reglunnar við Bartolomejska. En við ókum framhjá Bartolo- mejska, eftir Husovagötunni, í áttina að bókasafninu og stefnd um til Rudolfin tónlistarhallar- innar á bökkum Vltava. ÞAð VAR ekki fyrr en við tók um að nálgast Ruzyne fangelsið að allar þær ömurlegu sögur rifjuðust upp fyrir mér, sem tengdar eru þeirri hræðilegu stofnun. Ég greip andann á lofti. „Svo að ég hef verið hand- tekinn?“ spurði ég eins og fá- ráðlingur og maðurinn sem ang aði af bjór, rak upp hlátur og svaraði: — Nei, við erum bara í skemmtiferð! Bifreiðin nam staðar fyrir framan járnhliðið, sem opnaðist eins og af sjálfu sér og fang- elsisgarðurinn gleypti okkur. Tveir einkennisklæddir menn með rauða borða á öxlum komu til móts við okkur: þeir vísuðu mér inn í herbergi, búið tveim- ur stólum og einu borði og sögðu mér að bíða. Eftir stund- arkorn oprvuðust dyrnar og glaðleitur eldri maður í ein kennisbúningi spurði, hvort mér væri nokkuð á móti skapi að fylgjast með sér. Ég man glöggt að hann spurði bókstaflega „hvort mér væri á móti skapi að fylgjast með honum“ því að slíkt orða- lag hjá fangelsisverði kom eins og þruma úr heiðskýru lofti. Hann vísaði mér inn í annað herbergi og sagði mér að af- klæðast, meðan hann leitaði í fötum mínum. H'ann igerði skrá yfir það á sérstakt blað, sem ég hafði í vösunum. Síðan fór ég í steypibað, var skrúbbaður vel og vendilega með hreinsivökva og sterkri sápu. Mér voru af- hentar síðar nærbrækur —mér var þá hugsað til hans afa míns, hann var trésmiður og gekk alltaf í slíkum brókum — og tölulaus náttsloppur, áþekkur þeim sem Chaplin íklæddist í grínmyndum sínum til að vekja sérlega skopleg áhrif. En þetta var ekiki náttsloppiur; í honum átti ég eftir að vera all- an sólarhringinn, bæði á nóttu og degi. Að því búnu sagði þessi vin- gjarnlegi, roskni varðmaður mér að hafa hendur fyrir aft- an bak, vera álútur og ganga á undan sér. Ef ég hitti einhvern, skyldi ég nema staðar, snúa andliti að veggnum og horfa annað hvort á vegginn eða nið- ur fyrir mig. Ég mátti ekki horfa í kringum mig. (Þeirhafa lagt niður þá aðferð að binda fynir augu fanga imeð svörtum klút, það var ein af möngum ’framförum, sem orðið höfðu undir sósíalist'astjórn, eins c>g mér var hvað eftir ,ann,að sagt meðan á fangelsivist minni Stóð). Á þriðju hæð fól hann mig á hendur enn öðrum, miklu yngri varðmanni, sam lauk upp járn- grindunum og opnaði klefa nr. 203 og hleypti mér inn. Klefinn var þröngur, með gluggaboru, sem hafði verið mál að yfir, svo að ekki sást út. Það var kalt inni. Á gólfinu var gat, sem ódaun lagði upp um. Seinna var mér sagt að þetta væri slerni, þvotteskál og lind fynir þá sem þyrstir vænu. Ég hef 'jafnan stutt framfarir og hagræðiingiu, en þessi þrefaldi tiil gangur var mér engan veginn að skapi. Þarna var stóll sem leggja mátti saman og rúmfleti af sömu gerð. Seinna léði rauð- borðaður foringi mér tvær á- breiðfur, lak og ver utan um stnákoddann. Hann útskýrði fyrir mér, hvernig ætti að setja rúimtetnaðinn á og fyrir mann með mína menntun varð mér sönn raun að átta mig á hvern- ig fara skyldi að. ÞÓTT ÉG brjóti heilann svo að brakar í, er mér ekki nokkur lifand'i leið ,að segja til um hversu lengi ág (var í þessum iklefia. Ég veit það eitt, að ég var* að því kominn <að m'issa vit iglióruna, þegar dyrnar oprouð- ust og þungibrýnn ungiur vörð- ur benti mér með höfuðhreyf-. ingu að 'koma. Þeg,ar ég skildi ekki strax hina hlýlegu bend- in,gu öskraði hann: „Fylgið mér!“ Löngu seinna uppgötvaði ég að þessi tegund fangelsisvarða er kölliuð hunda'temjanar. — Þetta hefði mér átt að skiljazt strax, vegna þess að hann fór með mig eins og hund. Og all- an tímann varð ég að gæta mín að snúa höfðiniu í átt að veggn- um — þegar hann var að opna og loka járngrindunum, þegar hann hringdi á lyftuna, þegar lyftan kwm og þegar hann fór og aðgætti 'hvort leinhver væri að kotmia eftir ganiginum. Það sem mér fan,nist skorta á í fasi hans var að 'hann iber>ði sér á brjóst og veimaði „Heil“. Hann lét mig ganga eftir löngum, dimmum gangi, barði að dyrum og þegar svarað var, opnaði hann, sló saman hælum og tilkynnti: „Félagi kapteinn, ég er kom- inn með hinn ákærða Skutina.“ Maðurinn fyrir innan lét vel yfir og mér var leyft að snúa sjónum mínum frá veggnum og ganga inn í herbergið. Að því er mér hafði skilizt á kveðju hundatemjarans var hann kap- teinn að tign: og varð það ekki merkt af öðru, hann var óein- kennisklæddur og var í mesta meinleysi að ydda blýant. Hann bað mig fá mér sæti á bekk í horninu og kveikti á lampa, og beindi að mér — kannski til þess að sjá mig betur eða kannski til að ég sæi hann ekki. Ég fann á lyktinni, að hann rnundi hafa kaffibolla hjá sér og allt í einu fylltist ég ómót- stæðilegri löngun til að bragða kaffi. Nákvæmlega tíu mánuð- um síðar var þessari löngun fullnægt. „Gott, þá skulum við heyra sögu yðar. Talið“ sagði hann. Eftir ónotalega þögn, spurði ég utan við mig, hvað búizt væri við að ég segði. „Þér vitið það,“ sagði hann vinsarolega og blíðlega og gegn- um Ijósglampann sá ég hann halla höfðinu út í aðra hliðina og bíða eftirvæntingarf.ullur. En satt að segja vissi ég það ekki. Mér varð hugsað til fjöl- skyldu minnar og vegna þess ég bar kvíðboga fyrir því sem væri kannski að gerast þar og ivegna þess að ég (sá .símtól á borðinu, spunði ég þennan hlý- lega m.ann, hvort ég mætti bringjta. Þetta segi ég til vitnis um, hversu frálei'tar vor»u hug- myndir mínar um Cwyggiislög- regluna, á því herrans ári <1962. Hann svaraði, að það kæmi ek'ki til greina. Þá spurði ég, hvort hann vildi hringja og segja konunni minni, að ég væri heill á húfi. Hann svaraði að henni væri þegar kunnugt um það. Það var ekki fyrr en eftir að ég hafði afplánað dóm minn, að ég komst að því að seinni bif- reiðinni hafði verið e,kið til heim ilis míns, og áhöfn hans hafði hegðað sér nákvæm'lega á sama hátt og Gestapo köm fram gagn vart þeim, sem grunaðir voru um andfasisma. Þeir komu rétt um það bil, að litla barnið okkar átti að fara að sofa. Fyrirliði hópsins sagði að það mætti bíða og eigirokona mín yrði að sýna þeim, hvar munir mínir og skjöl væru geymd. Síðan rannsökuðu þeir hirzlur mínar og tóku á brott með sér öll skjöl sem 'öuindust. Að því búnu fóru þeir í bóikaskápana og grandskoðuðu bókmenntir Vladimir Skutina

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.