Morgunblaðið - 28.07.1968, Síða 16

Morgunblaðið - 28.07.1968, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 1968 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarf ulltrúi Fréttastjón Auglýsingast j óri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Askriftargjald kr 120.00 1 lausasölu. Hf Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Bjöm Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Simi 10-100. Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. á mánuði innanlands. Kx. 7.00 eintakið. TÍMI FRAMKVÆMDA ER KOMINN F'yrir rúmri viku, birti " Morgunblaðið viðtal við menntamálaráðherra Svía, Sven Moberg, sem hér var staddur á fundi menntamála ráðherra Norðurlandanna. í viðtali þessu gerði sænski menntamálaráðherrann stutt lega grein fyrir þeim umbót- um, sem gerðar hafa verið á skólakerfinu í Svíþjóð og þeim árangri, sem náðzt hef- ur í kjölfar þeirra. Mennta- málaráðherra Svíþjóðar skýrði frá því að um 30% af hverjum aldursárgangi í Svíþjóð lyki nú stúdents- prófi og hefði tala stúdenta aukizt mjög á undanförnum árum en um 1950 hefðu að- eins 10—12% af hverjum ald ursárgangi lokið stúdents- prófi. Aðspurður um það, hvernig Svíar hefðu náð þéssu marki, sagði ráðherr- ann, að það hefði tekizt með því að byggja fleiri mennta- stofnanir, mennta fleiri kenn ara og með almennum hvatn ingum til sænskrar æsku um að leggja fyrir sig langskóla- nám en þeim hvatningum hefði m.a. verið fylgt eftir með margvíslegri fjárhags- legri aðstoð. Þá skýrði sænski ráðherr- ann frá því, að próf í þeirri mynd, sem við þekkjum, hefðu verið afnumin að mestu á skyldustigi og í menntaskólum en í þess stað væri kunnátta nemenda met in með sérstökum hætti af tilteknum aðilum. Þessi þró- un hefði ekki náð til háskól- anna þótt nokkuð væru um það rætt að leggja niður próf í sumum deildum þeirra. Sven Moberg kvað Svía ekki hafa í hyggju að lækka skóla skyldu niður í 6 ára aldur, en hins vegar væri ætlunin að koma upp forskólum fyr- ir 6 ára börn og þá helzt í sömu skólahúsum og skyldu námið færi fram í, þannig að börnin vendust þegar því umhverfi, sem þau ættu að stunda nám í næstu árin. Ljóst er af þeim upplýs- ingum, sem sænski mennta- málaráðherrann gaf í þessu viðtali, að Svíar hafa náð mjög langt í umbótum á sviði menntamála og er ó- hætt að fullyrða, að fáar þjóð ir hafa náð sama árangri, og Svíar. í u. þ. b. eitt ár hafa víðtækar og vax- andi umræður farið fram hér á landi um nauðsyn breyt inga á skólakerfinu og hafa þær umræður smátt og smátt leitt í ljós að brýn þörf er gagngerra umbóta á öllum stigum skólakerfisins. Það hefur komið fram, að nauð- synlegt er að gera ráðstaf- anir til þess að stórauka fjölda þeirra æskumanna, sem ljúka stúdentsprófi og leggja fyrir sig háskólanám, ef fullnægja á þörf þjóðar- innar fyrir sérmenntað fólk í framtíðinni. Þá hefur kom- ið fram almennur stuðningur við það sjónarmið að létta beri af prófafarganinu, sem tröllríður öllum skólum hér og er það í samræmi við álit menntamálaráðherra þeirra landa, sem aðild eiga að Ev- rópuráðinu. Ennfremur hef- ur það komið skýrt fram, að veruleg breyting verður að koma til í námsefni í skól- unum og kennsluhættir að breytast. Þessar miklu umræður um skólamálin hafa orðið til þess að vekja almennan áhuga meðal fólks á því að nauð- synlegar breytingar nái fram að ganga og þess vegna munu opinberir aðilar eiga vísan stuðning almennings, þegar til þess kemur að hefjast handa. En nú er málið kom- ið á það stig, að lengra verð- ur vart komizt nema rétt kjörnir aðilar taki forustu um það starf, sem vinna þarf. Sú forusta hefur enn ekki verið sýnd, þrátt fyrir hinar víðtæku umræður um málið. Leggja ber áherzlu á, að almenn samstaða náist á öllum stigum málsins með ráðamönnum á sviði skóla- mála, skólamönnum og al- menningi. Umbætur á sviði skólamála hafa beðið of lengi. Það er búið að tala mikið og skrifa mikið en nú er tími framkvæmdarina runn- inn upp. HALLGRÍMS- KIRKJA CJegja má að turninn mikli ^ á Hallgrímskirkju sjáist nú, hvar sem menn eru stadd ir í Reykjavík eða nágrenni. Skoðanir hafa verið mjög skiptar um þessa framkvæmd og greinar hafa birzt hér í Morgunblaðinu bæði með og móti. Þær deilur hafa hins vegar ekki dregið úr fram- kvæmdum heldur sýnast þær fremur hafa stutt að bygg- ingu kirkjunnar. En hverjar skoðanir, sem menn annars hafa á þessari miklu bygg- ingu er hún nú orðin stað- reynd. Hún muni kosta geysi Ék^ UTAN UR HEIMI „Tíöindalaust á vestur- vígstöövunum'4 ERICH Maria Remarque er lánsamur maður. Hann hefur orðið fyrir litlu mótlæti síð- an fyrsta skáldsaga hans, „Tíðindalaust á vesturvíg- stöðvunum“ kom út árið 1929. Sú bók vann honum frægð og fé. í»ótt undarlegt sé, er Remarque lítið fyrir að vera minntur á þessa liðnu tíma eða safn hans af kokkteilupp- skriftum, sem Paul Steger- mann í Hannover gaf síðar út. Eftir að fyrsta bók Remar- ques kom út, hefur hann jafn an látið frá sér nýja skáld- sögu á tveggja ára fresti. Þegar Göbbels stöðvaði frumsýninguna á leikbúningi „Tíðindalaust á vesturvíg- stöðvunum" í Mozart-höll- inni í Berlín, fluttist Remar- que til Ronco við Maggiore- vatn. Það var áður en fólk tók að flytjast af Þýzkalandi svo að nokkru næmi. Remarque býr enn í Ronco. Þegar kona hans, Paulette Goddard, sem eitt sinn var gift Chaplin, er að heiman við kvikmyndaleik, röltir Remarque frá Ronco til Ascona og snæðir þar undir beru lofti á litlum greiðasölu stað, á meðan kunningjar hans borða í glæsilegu veit- ingahúsi skammt frá. Hann hefur skrifað eitt leik rit, „Síðustu stöðina", sem var frumsýnt í Berlín og hlaut litlar undirtektir. Þegar Rem arque var spurður hvers vegna hann hefði skrifað leik rit eftir allar þessar skáld- sögur, sagðist hann hafa talið, að samtöl sín hentuðu leik- sviði. Þegar það kemur fyrir, að einhver skáldsagna hans fær slæmar móttökur, vekur það heimsathygli, en fáir hafa vitað um leikritið hans. Á stríðsárunum dvaldist Remarque í Bandaríkjunum og jukust þá vinsældir verka hans. Eftir styrjöldina sneri hann aftur heim að vatninu. Ef til vill þykir honum dá- E. Maria Remarque lítið súrt að hafa ekki fengið Nóbelsverðiaun. Það hefði ekki verið óeðlilegt, þótt hann hefði fengið friðarverð- launin fyrir fyrstu bókina. Satt að segja hefur hann aldrei fengið nein bókmennta verðlaun og hann væri vafa- laust fús að taka við slíku. Skáldsagah „Sigurboginn", sem seldist gífurlega vel, er af bókmenntafræðingum að- eins talin góð dægrastytting fyrir almenning. Þegar litið er til baka yfir verk Remar- ques, kemur sú undarlega staðreynd í ljós, að bækurn- ar „Leiðin til baka“ og „Þrír félagar" eru nærri því horfn- ar í gleymsku. Það er líklega nokkuð 'il í þeim málshætti, að bók muni lifa að eilífu ef hún lif- ir tíu ár. Þannig er fyrsta sjtáldsaga Remarques orðin klassísk að vissu leyti, kannski vegna þess að hún er sprottin af logandi tilfinn- ingum hans og stríðshatri. Hatur hans er ekki hræsni. Ernest Hemmingway sagði eitt sinn: „Fyrsta bók rithöf- undar er venjulega góð, önn- ur bókin flaustursleg, en þriðja bókin ræður úrslitum um framtíð höfundarins." Bækur Remarques hafa jafn- an reynzt góðar. Erich Maria Remarque fæddist í Oznabrúck árið 1898. Árið 1918 var hann ráð- inn að hjólbarðaverksmiðju í Hannover. Síðar fluttist hann til Berlínar. Vinsældir bóka hans hafa hafa orðið efni í þjóðsögur. Það hefur þó komið í Ijós, að Monty Jacobs, gagnrýnandi við blaðið Vossisehe Zeitung, átti mikinn þátt í kynningu Remarques. Árangurinn lét ekki á sér standa. Ullstein for lagið gat með engu móti ann- að eftirspurn eftir fyrstu bók inni og höfundurinn varð auðugur maður af ritlaunum og greiðslu fyrir rétt til kvik- myndunar. Og heimurinn bsið þyrstur eftir næstu bók. Bókin „Tíðindalaust á vest urvígstöðvunum" var „fædd“ metsölubók. Hún var ekki vís indalega útreiknuð eins og margar metsölubækur nú á dögum. Lesandinn fann eld- móðinn í frásögn höfundarins af reynslu hans í stríðinu og hversu hann skrifaði þvert á móti tíðarandanum. Meðan almenningur drakk og dansaði til þess að gleyma blóðinu og forinni, skrifaði Remarque fyrir hönd þeirra dauðu sem enginn vildi muna eftir. Þegar fyrsti kafli bók- arinnar birtist í Vossische Zeitung, urðu ekki aðeins straumhvörf í lífi Remarq- ues. Þá hefst einnig nýr kafii í sögu kynslóðar, sem stríðið eyðilagði, þótt hún héldi lífi. (Lúbecker Naohrichten). Tíundi hluti bandarískrar raforku framleiddur með jarðhita? ER maður að nafni William Bell Elliot var að rekja slóð bjarn- legt fé og hefur þess verið aflað með ýmsum hætti, framlögum frá éinstakling- um, söfnunum og fjárstyrk úr almannasjóðum. En þar sem kirkjan rís nú óðum spyrja menn: hvað á að gera við svo stóra kirkju. Og það er ekki seinna vænna að spurt sé. Enginn verður trúaður af því einu að sjá stóran turn og stór kirkja vekur ekki fremur trúarþörf en lítil. Það er því full ástæða til þess að velta fyrir sér raunhæfu notagildi kirkjunnar, jafn- framt því sem hún verður mesta Guðshús höfuðborgar- innar- Þeirri spurningu skal því varpað fram, hvort hægt sé f dýrs dag nokkurn árið 1847 kom hann af. tilviljun að dalverpi, að gera kirkjuna þannig úr garði að hún komi einnig að notum sem hljómleikahús fyr ir vissa tegund af tónlistar- flutningi. Hér er ekkert hús til, sem hægt er að nota til flutnings ákveðinna stór- verka tónlistarinnar. Það er auðvitað fyrst og fremst hljómburðurinn, sem hér skiptir máli. Ef forráðamenn Hallgríms kirkju tækju jákvæða af- stöðu til þessa máls, mundi kirkjan eignast velunnara í hópi þeirra, sem nú eru harð ir andstæðingar þessarar framkvæmdar enda má segja með nokkrum sanni að tónlist og tilbeiðsla séu grein ar á sama meiði. sem kom honum fyrir sjónir sem „hlið Heljar". Geyisistórir gufustrókar stóðu upp úr jörð- inni undir fótum hans. „The Geysers“. eins og hann nefndi þessa dalkvos 85 mílum fyrir norðan San Francisco í Bandarík unum, er jafn ógnvekjandi og áður. En hinir hræðilegu gufu- strókar eru nú í þann veginn að verða nýttir. í dalnum er verið að koma á fót fynstu virkjun jarðhitaorku í Bandaríkjunum og í þau átta ár, sem tilraun- irnar hafa staðið yfir, hafa þær gefið svo góða raun, að þær hafa komið af stað „gufuæði“ þó í smáum stíl sé. Jarðgufur, »em reyndar mega teljast jafngamlar jörðinni sjálfri, eru algengar orkulindir í löndum, sem eru eins fjarri hvert öðru og Ítalía, ísland og Nýja Sjáland. Hinn nýtilkomni áhugi á þessum efnum í Banda- ríkjunum stafar af vaxandi raf- orkuþörf vaxandi íbúafjölda. Á nokkrum stöðum er jarðhitinn Framhald á bls.ZJ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.