Morgunblaðið - 01.08.1968, Síða 4

Morgunblaðið - 01.08.1968, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 1968 -f==>0/eJU£/GAM Simi 22-0-22 Rauðarárstig 31 IMAGIVÚSAR SKIPHOLT»21 SÍMAR 21190 I eftir lokon simi 40381 — 1-44-44 Hverfisgötu 103. Simi eftir lokun 31160. LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 11—13. Hagstætt leigugjald. SífDf 14970 Eftir lokun 14970 eða 81748. Sigurður Jónsson. BÍLALEIGAN - VAKUR - Sundlangavegi 12. Sími 35135. Kfti. lokun 34936 og 36217. ' BÍLALEIGAN AKBRALT SENDUM SÍMÍ 82347 Látið ekki dragast að athuga bremsurnar, séu þær ekki lagi — Fuilkomin bremsu þjónusta. Stilling Skeifan 11 - Sími 31340 FÉLAGSLÍF Innanfélagsmót verður haldið 1 Laugardalslauginni sunnudag- inn 4. ágúst kl. 3 e_h. Keppt verð ur í eftirtöldum greinum: 100 og 200 m. bringusundi karla og kvenna, 800 m. skriðsundi karla og kvenna, 100 m. skriðsundi kvenna, 200 m. fjórsundi karla rtpg kvenna, 200 m. baksundi karla. Sunddeild Ármanns. Sunddeild Ármanns. Æfingar Sunddeildar Ármanns eru í Laugardalslauginni á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl. 8 e.h. Sundknattleikur á miðviku- dögum kl. 9.15. Félagar fjöl- mennið. Stjórnin. ^ Hægri umferð og umgengnishættir „Seinasti tómthúsmaður- inn“ skrifar: „Kæri Velvakandi: ÉG var heldur á móti breyting- unni yfir í hægri umferð á sín- um tíma, eða kannske hélt ég mig bara vera á móti henni, þvl að það er nú einu sinni svo handhægt eð eta nöldrið upp eftir öðrum og gera það smám saman a'ð sinni skoðun, en, eins og allir vita, var ekki hægt að komast hjá því að hafa „skoð- un“ á þessu máli, fremur en öðrum hér á landi; annars hef- ur maður engan frið, hvorki fyrir öðrum, sem vilja „frelsa" mann, né sjálfum sér, þvi að óneitanlega finnst manni, að eitthvað hljóti að vera bogið við sálarlífið hjá þeim Is- lendingi, sem hefur ekki fast- mótaða >rskoðun“ á öllum sköp- ifðum hlutum, hvort sem hann hefur vit á þeim eða ekki, eða hvort þeir koma honum yfir- leitt nokkum skapaðan hlut við. Nú sjá allir, hve breyting- in hefur tekizt vel, og ótti manna var ástæðulaus. En í kjölfar breytingarinnar hefur ýmislegt gleðilegt fyigt. Umferðarmenningin hefur stór lega batnað, og má þakka það allri fræðslunni, sem fylgdi breytingunni, og þvi, að menn fóru loksins að hugsa vandlega um umferðina og í umferðinni. Þessi bati í umferðarmálum er því eins konar aukageta, sem fylgir hægri umfer’ðinni. -Ar Til hægri gakk ANNAÐ má nefna: Hingað til hefur engin regla gilt um nm- ferð gangandi fólks á fortóun- um, heldur hefur hver þvælzt fyrir öðrum. Þekkja það allir Reykv rkingar, hve erfrtt er að komast leiðar sinnar eftir helztu götum miðborgarinnar eða Laugaveginn, þegar margir eru á ferli, því að aldrei er að vita, til hvorrar hliðar þeir hyggjast víkja, sem á móti koma. Stundum víkur maður tví- og þrívegis, en sá, sem á móti kemur, gerir hið sama, og að lokum verður árekstur. Nú hef ég hins vegar veitt þvi eftirtekt, að margir eru famir að gera sér það að reglu að ganga hægra megin á foitóinu og víkja alltaf til hægri. Þetta er góð regla og sjálfsögð, og vonandi festist hún í bæjarlíf- inu. ■A- Jafnvel strætómenn ingin batnar HIÐ þriðja má nefna: Hvað blessuð bömin eru örugg í um- ferðinni eftir alla fræðsluna síðastliðinn vetur. Sjáið t.d. merkin. sem börn á hjólhest- um gefa við beygjur o. s. frv. Þetta kemur í góðar þaTfir í framtíðinni (og reyndar nú þegar). Jafnvel má nefna fjórða atrið ið: Fólk er hætt að troðast út um framdyr strætisvagna, eða a.m.k. vandist það af því fyrstu dagana í hægri uomferð, þótt nú sé aðeins farið að bera á því aftur. Auðvitað er sjálfsagt að hleypa út um framdyr og flýta þar með fyrir, þegar eng- inn bíður eftix að komast inní vagninn, en séu farþegar að bætast við, á ekki að taka í mál a'ð leyfa það. Skora ég á okkar ágætu og öruggu strætisvagna- bílstjóra að halda fast við það, að ganga eigi út „að aftan“ (um miðju nú), þótt þeir geri undan tekningu, þegar enginn farþegi ætlar inn. Seinasti tómthúsmaðurinn". 'A' Kru umferðarljósin úrelt þing? „Heiðraði Velvakandi. Á H-DAG voru tekín í notkun ný umferðarljós á nokkrum fjölförnum gatnamótum hér í Reykjavík. Stillingasérfræðing ar hétu því, að með því að aka á löglegum hraða væri hægt að aka hindrunarlaust Miklubraut ina gegnt grænu ljósi, „græna bylgjan". Á og eftir H-dag var Iögð nótt við dag til þess að samstilla ljósin, og tókst það ekki betur en svo, að útkoman vaxð „rauða bylgjan", þ.e.a.s. bifreiðir, sem aka Miklubraut á löglegum hraða, mæta rauðu ljósi á öllum götuvitunum, sem við MiMubraut standa. Eftir langan tíma var þetta líklega lagfært. Nú, eftir að hámarks- hraðinn hefur verið hækkaSur hefur ekM orðið af samstill- ingu umferðarljóea. Eéiu sam- stilitu umferðarlj ósin, sem ég veit um, eru á mótum Lauga- vegs og Skólavöröustíg og á mótum Bankastrætis og Ingólfs strætis, enda hefur þeim Iík- lega ekki verið breytt. Undarlegt þykir mér að farið sé að ,.planta“ götuvitum á svo mörgurn gatnamótum. Erlendis fækkar umferðarljósum og f nýtízkuborg, sem í Brazilíu er hvergi nmferðarljós að finna Ætla má, að Reykjavíkur- borg fái umferðarljós á „út- söluverði", ef dærna ætti eftir f jölda þeirra. í hvert sinn, sem ég ék um hina verðandi hieimu Reykja- vikurborg verð ég fyrir sárum vonbrigðum með umferðarijós- in, og þess vegna reyni ég að snefða hjá þeim eftir mætti.. Hvenær sem á MiHubraut er litið eru biðraðir við umferðar- Ijósin, þar sem áður lék allt f lyndi. Ekki mun ég vera svo róttækur, að vilja láta rífa götuvitana, heldur aðeins að samstiíla umferðarljósin. Með þökk fyTÍr væntanlega birtingu, Ökuþór." ★ „Tlaltu þér fast, og ríddu“ Hannes Jónsson skrifar: „Þó sláepist jór og slitni gjörð, slettunum ekki kvíddu, hugsaðu hvorki um himin né jörð, haltu þér fast, og ríddu“. Svona var vísan kveðin f Húnaþingi fýrir 70 árum. Þá voru hesturinn og hundurinn vinir og bjargvættir mannsins, hvort sem var við óblfð örlög jarðlífsins, eða huld öfl og töfra hirts illa og ömurlega. Nú „slípa“ menn hestinn, er hofmenn prjála skartið sitt, hangandi augafullir utan í síð- unum, jafnvel láta þerman vin sinn setjast á sig, eins og henti einn merakónginn nýlega á Þingvölhrm, draugfullan að sögn. Svo selja þeir bezta vin- inn sinn til útlanda fyrir tutt- ugu þúsund, til að geta keypt meira brennivín. Það er unun að sjá mynd Halldórs Péturssonar af því, hvernig Vellygni-Bjami hefir setið þá jörpu, er hann reið undan hellirigningunni norður Tvídægru endur fyrir löngu. Enda ðáðust englamir að þvi, og Bjami svaraði þeim á engla máli. Þar hefir Hatlldár Péturs- syni tekizt meistaralega, er hann gerði Bjarna og Jörp ódauðleg á léreftinu. Hjúkrunarkonur Hjúkrunarkonur vantar á sjúkrahús Akraness sem fyrst. — Upplýsingar gefur yfirhjúkrunarkonan. Sjúkrahús Akraness. Hannes Jónsson". BRAUÐBORG AUGLÝSIR: Við seljum smurt brauð, heitar súpur og síldarrétti. Munið vinsæla veizlubrauðið frá okkur. Brauðborg Njálsgötu 112 Símar 18680 og 16513.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.