Morgunblaðið - 09.08.1968, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 09.08.1968, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 1968 3 SVEN KNUDSEN, sikrifstofu- stjóri i norska utanrikisráftu- meytinu afhcnti í gaer við há- tíðlega athöfn að Mógilsá, Hákoni Bjarmasyni, skógrækt- arstjóra, „Bræðr.atiréð“, fyrir hönd stjóraar sjóðs þeiss, er stofnaóur var og her nafn Tor geirs Andersen-Rysst, er var sendiherra Norðmanna á ís- landi, og lézt 1958. Hefði hann orðið áttræður í dag. „Bræðratréð“ á að vera verðlaun þeim mönnum, er hafa sérstaklega látið til sín taka í skógrækt íslendinga og Norðmanna. Hér eftir mun íslendingum og Norðmönnum verða veitt verðlaunin til skiptis. Sagði Knud'sen m. a., að eitt sinn hefði Andersen-Rysst sagt í vina hópi heima hjá sér, að hann befði í huga sér lengi gælt við hugmyndina um norskan skóg á íslandi. Hefði hann og minnt á það, að íslendingar hefðu rétt Norðmönnum hjálparhönd í stríðinu, og langaði hann að Svend Knudsen, forstjóri norska utanríkisráðuneytisins, Hákon Bjárnason, skógræktarstjóri og listamaðurinn, Per Ung, er gerði styttuna, Bræðratréð, að Mógilsá í gær. „BRÆÐRATREÐ" afhent Hákoni Bjarnasyni, skóg ræktarstjóra græða landið, og sýna þannig nokkurn þakkarv'ott og hvatn ingu til aukinna kynna og vin áttu milli norsku og íslenzku þjóðarinnar. Sa*gði Knudsen, að þótt sér, hefði kannske sjálfum þótt skógræktarstjóri hafa verið heiðraður nóg fyr- ir skógrækt, þá áliti hann samt, að hann væri fyllilega verðugur þessarar viður- kenningar. Hákon Bjarnason, skógrækt arstjóri þakkaði innilega fyrir heiður þann, er sér væri sýnd ur, og minntist með hlýju Tor.geirs Andersen-Rysst, f.v. sendiherra. Kvað hann And- ersen-Rysst einu sinni hafa minnst á það, er hann var rúmfastur á Landsspítalanum, að sér þættti hart, að verða ellidauður á íslandi án þess, að geta skroppið til Noregs fyrst og safnað fé til skó*g- ræktar á íslandi. Seinna hefðu svo ýmsir vinir og áhugamenn stofnað sjóð þenn an, er nafn hans ber, og m. a. dóttir hans, Rannveig stjórn- ar. Sagðist skógræktars'tjóri síð an vera sammála Knudsen, að hann hefði verið heiðraður nóg, því að hann hefði til dæmis aðeins verið að gera skyldu sína í skógræktarstörf- •um, og hefði þegið laun fyrir: En hann sagði „bróðurtréð" ekki vera neitlt venjulegt tré. í>að væri harðgert, og að minnsta kosti myndu engir skógarhöggsmenn vera líkleg ir til að fella það. Kvaðst hann vona, að skógræktin héldi áfram að glæða gagn- kvæman áhuga frændþjóð- anna á nauðsyn frekari skiln- ings og kynna. Að loknum ræðum, færði norsk kona, frú Aass gefanda og móttakanda „Bræðratrés- ins“ blómvendi frá Nord- mannsslaget á íslandi, og að lokum voru veitingar fram bornar. Happdrætti til ágóða fyrir kalrannsóknir Bretlandi og á meginlandi Ev- rópu, einnig er þar mikil kvik- fjársýning. Mjög mikil viðhöfn er jafnan þegar þessi sýning fer fram, m.a. heimsækir Elísabet drottning sýninguna. NÚ Á landbúnaðarsýningunni efnir Samband íslenzkra sam- vinnufélaga til mikiis happdrætt- is þar sem öllum ágóða verður varið til kalrannsókna. Happdrætti þetta verður þann ig að miðar verða seldir á 25.00 kr. stk. og gefist sýningargest- um tækifæri til að verja ofur- litilli upphæð til styrktar rann sókna á einhverju brýnasta hags munamáli bænda, en það er hvierjar orsakir eru til kal- skemmdanna. Auk þess að styrkja þar gott málefni freista sýningargestir gæfunnar, því vinningar eru einkar glæsilegir. Stærsti vinningurinn verður Sco- ut-bifreið yfirbyggð og innrétt- •uð og verður hún til sýnis á sýn- ingarsvæðinu. Auk þess verða vinningarnir 8 ferðir til London, þar sem er innifalið frítt hótel með morgunverði í viku, meðan á hinni kunnu landbúnaðarsýningu Breta, svonefndri Smithfield-sýn ingu, stendur, en hún hefst í byrjun desember n.k. Sýningu þessa hafa allmargir íslgndingar sótt, en þar getur að líta búvél- ar og landbúnaðartæki hvers- konar, sem bæði eru framleidd í Happdrættisbíllinn við Laugard ilshöllina. <§>KARNABÆR Tízkuverzlun unga fólksins, Týsgötu 1 — Sími 12330. IMYKOMIÐ! DOMUDEILD: ★ Kjólar frá LEE CECIL í miklu úrvali. ★ Peysur - SHETLAND! í sérstaklega fallegum litum. ★ Pils - blússur o. m. fl. IIERR ADEILD: ★ Peysur í miklu úrvali - heilar - með V-hálsmáli - Turtle-hálsmál, sérlega fallegir litir. ★ Skyrtur í úrvali. ★ Stakar buxur o. fl. POSTSENDUM UM LAND ALLT ! STAKSTEIMR Dyggur lærisveinn Það er langt síðan heyrzt hef- ur til Einars Olgeirssonar, raun- ar ekki að ráði síðan hann lýsti fyrir lesendum blaðs síns undr- um New York borgar, sem hann kynntist í fyrsta sinn sl. haust. En meðan Alþingi var hans víg- völlur, leið varla sá dagur, að hann hefði ekki einhvem boð- skap fram að færa og hin síð- ari árin var sá boðskapur mjög einhæfur, hann fjallaði um „verzlunarauðvaldið“ og „millj- ónahallirnar“ við Suðurlands- braut, sem hann taldi stefna þjóðfélaginu í voða. En þótt rödd hins aldraða kommúnista- leiðtoga heyrist nú sjaldnar ganga „hugsjónir" hans aftur ljósum logum í málflutningi ungra og dyggra lærisveina hans. Að vísu mætti ætla, að ungir menn þyrftu ekki að leita á náðir manns, sem kominn er á sjötugsaldur, um „hugsjónir‘% en forustugrein kommúnista- blaðsins í gær, sem rituð er af einum dyggasta fylgisvein Ein- ars ber þess glögg merki, að Htið fer fyrir sjálfstæðri skoð- anamyndun meðal ungkommún- ista nú til dags. Sú forustu- grein fjallar um „vald innflutn- ingsaðalsins“, „gróða innflytj- enda“ o.s.frv. og gæti eins verið rituð af Einari Olgeirssyni eins og þeim, sem hún er merkt. Óneitanlega hlýtur það að ylja hinum aldna kommúnistaleið- toga um hjartarætur að sjá frammistöðu svo námsfúsra læri sveina, en ekki er hátt risið á ungkommum að hafa ekki ann- að fram að færa en margþvæld- an og útslitinn áróður Einars Olgeirssonar. Hvað segja þeir í Hanoi? Það vakti óskipta athygli, er fréttist, að einn ritstjóri komm- únistablaðsins hefði eftir ítrek- aðar tilraunir komizt til N-Víet- nam og væntu mennn þess að sjálfsögðu, að hann léti blað sitt njóta góðs af ferðinni og birti þar frásögn af því sem fyrir augu bar. En því er ekki að heilsa. Fregnir herma, að rit- stjórinn vinni nú að samningu enn einnar bókar um ferðalög sín, en í blaði hans hefur ekki birzt stafur um ferðina tU Hanoi. Annars er það merkilegt hvem mælikvarða maðurinn leggur á ferðalög sín um heim- inn og hvort þau teljast efni í bók eða bara blaðagrein. Ferða- lag til Rúmeníu er t.d. aðeins efni í blaðagrein og þá fær kommúnistablaðið að birta frá- sögn af því. En ferðir til landa, þar sem hernaðarátök hafa orð- ið eða standa yfir og blóð streymir eða hefur streymt um stræti og torg er hins vegar bók- arefni og þar fær blað manns- ins ekki að koma nálægt. Sum- um finnst þetta lýsa dálítið ein- kennilegri hollustu ferðalangs- ins við blað sitt. Frídagur verzlunarmanna Tíminn segir í gær um frí- dag verzlunarmanna: „Þótt mál hafi þróast svo að frídagur verzlunarmanna sé almennur frídagur og gott sé að fá þennan aukafrídag, þeg- ar hið stutta íslenzka sumar stendur sem hæst, sem flestum stéttum í hag, er hitt með öUu óþarfi og til skaða, að samtök verzlunarinnar og verzlunar- og skrifstofufólk hætti að minn- ast þess sérstaklega að þetta er fyrst og fremst þeirra frídagur, dagur, sem þeim bar sérstaklega að minnast verzlunar og hags- muna lands og lýðs í þvi sam- bandi. Þetta hefur því miður al- gerlega lagzt niður“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.