Morgunblaðið - 09.08.1968, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 1968
15
Þessar myndir voru teknar, þegar mannfjöldi safnaðist saman á sögufrægu torgi í Prag, að loknum viðræðunum í Cierna nad Tisou, Krafðist foikið þess að fa
vita, hvað hefði verið samið um á fundinum og hvort Tékkóslóvakía hefði orðið að gefa eftir gagnvart Sovétríkjunum. Josef Smrkovsky, forseti þjóðþingsins, kom
þá fram á svalir gamla Smetanatónlistarskólans við torgið og svaraði spurningum fólksins. — Að vísu flestum óbeint, en hann fullvissaði fólkið um, að ekki hefði
verið látið undan.
manna smáríkis til viðræðna
innan Sovétríkjanna hafa
ekki alltaf verið fa>rnar til
fjár. En Dubcek og félagar
hans sýndu, að þeir eru tauga
sterkir náungar. Þeir spyrntu
við fótum og fengu Rússa til
þess að koma til þeirra, til
Cierna. Þar stigu rússnesku
leiðtogarnir ofan úr hásæti
sínu og féllust á að grafa og
láta gleymt Varsjárbréfið ill
ræmda. Þeir Dubcek, Smrkov
sky, Cernik og Svoboda, for-
seti, áttu vissulega erfiða
stöðu á skákborðinu, en þeir
tefldu hana vel.
En hvernig stóð á því, að
Rússar komu sér svona upp í
horn? Og hversvegna létu
þeir undan að lokum? Svar-
ið er vafalítið það, að þeir
létu Ulbricht, leiðtoga aust-
ur-þýzkra kommúnista, koma
sér þangað og áróðursmenn
hans í Moskvu, sem virðast
hafa haft miklu meiri áhrif
á stefnu Sovétríkjanna en
réttlætanlegt mætti virðast
ef ti-1 þess er tekið hve Aust-
ur-Þjóðverjar eru háðir Sov-
étríkjunum. Það er eins og
rófan sé að dingla hundinum.
En þegar komið var til Ci-
erna var komið að leiðtogum
Tékkóslóvakíu að dingla
Moskvuhundinum. Þeir gátu
sýnt fram á hversu hörmu-
legar afleiðingar það mundi
hafa fyrir hagsmuni Sovét-
ríkjanna, ef þau beittu valdi
gegn Tékkóslóvakíu. Það
mundi leiða til þess að allar
vonir brygðust um bætt sam-
skipti við Bandaríkjamenn,
auka yrði fjárveitingar til
hermála og þar með skjóta
enn á frest ráðstöfunum til
þess að bæta lífskjörin heima
fyrir; vestrænir kommúnist-
ar og kommúnistaflokkar
mundu fráhverfast Moskvu
og kommúnistaríkjunum enn
meir en orðið vaeri og jafn-
vel væri hætta á heimsstyrj-
öld.
Rússar urðu því að horfast
í augu við, að þeir áttu ekki
nema tvo kosti og þótti hvor-
ugur góður. Annað hvort gátu
þeir eflt áhrif sín yfir Tékikó-
slóvakíu með valdi og tekið
þeim sársaukafullu afleiðing-
um, sem slíkt mundi hafa í
för með sér — eða þeir gátu
látið tékkóslóvakísku komm-
únistana fara sínu fram og
tekið þá áhættu, að lýðræð-
isveiran, sem þar virtist hafa
valdið alvarlegum faraldri,
breiddist út til annarra ríkja
kommúnista.
Smáóþægindi í viðbót við
síðari kostinn var óánægja
Ulbrichts, en hún yrði vissu-
lega viðráðanleg.
Rússar virðast hafa gert
sér grein fyrir því, þegar þeir
horfðust í augu við þessar
staðreyndir, að þeir áttu í
raun og veru ekki um annað
Og nú ætlar Dubcek að
gera sitt bezta til þess að
bjarga andliti Rússa. Það á
ekkert að hælast um yfir þess
um sigri í Tékkóslóvakíu.
Þjóðum landsins, Tékkum
og Slóvökum, finnst þetta dá
lítið súrt í broti. Þær hefðu
vænzt þess að hafa eitthvað
jákvæðara og áhrifameira í
höndum, eitthvað, sem gæfi
þeim reglulega verðugt til-
Prag er mjög fögur borg. Á þessari mynd, fyrir miðju má sjá
Hradcany-kastala, sögufrægan stað, sem nú er aðsetur forseta
landsins.
að velja en þiggja ráð Dub-
ceks fremur en ráð Ulbriohts.
Innan hins kommúníska
heims var augljóst hve staða
Rússa var veik. Aðeins 14 af
88 kommúnistaflokkum
heimsins lýstu opinberlega
yfir stuðningi við Rússa.
Flestir aðrir voru óefað á
bandi Tékkóslóvakíu.
Þannig tókst Dubcek að
hrósa sigri svo útlátalítið.
Verðið, sem hann varð að
greiða var í rauniinni ekki
annað en samþykkja, að
bjóða höfundum Varsjár-
bréfsins til fundar í Brati-
slava og undirrita þar með
þeim skjal, sem að mestu
leyti var merkingarlaust —
slagorðaþvæla frá gömlum
tíma.
efni til þess að þyrpast út á
strætin og dansa og syngja.
Margir Tékkóslóvakar gera
sér sennilega ekki ljóst, hve
mikið þeir hafa unnið.
En sigurinn var vissulega
allverulegur. Það á ekki að
leysa málin með valdi; það
verða engar erlendar her-
sveitir í Tékkóslóvakíu; það
verður engin ritskoðun blaða,
það á ekki að reka út í hafs-
auga pólitíska leiðtoga og það
verða engar blóðugar hreins-
anir, það á ekki að hlutast
til um innanríkismál Tékkó-
slóvakíu og það á ekki að
gera neinar refsúiaðgerðir í
efnaihagsmálum. Meira að
segja eru rússnesku hermenn
irnir allir farnir heim og flest
ir sovézku ráðgjafarnir —
Framhald í bls. 20
„ÞÁ er þessu lokið og lítur
ekki út fyrir að mikið gangi
á úr þessu: Dubcek hefur
unnið síðari hálfleik í barátt-
unni fyrir því að losa Tékkó-
slóvakiu úr greip Sovétríkj-
anna og gefa þjóðinni aukið
lýðræði og frelsi, sem sam-
ræmist eðli hennar og hefð-
um“.
Þannig hefur brezkur
blaðamaðlur gilein um úrslit
átakanna um þróunina í
Tékkóslóvakíu, þar sem hann
segir m.a., að Dubcek hafi
e.t.v. unnið meiri sigur og
mikilvægari en Tékkóslóvak-
ar sjálfir geri sér grein fyrir
— og ástæðan til þess, að
Rússar gengu svo langt í átt
til ofbeldis, sem raun bar
vitni, hafi verið sú, að þeir
hafi látið Walter Ulbricht,
leiðtoga austur-þýzkra komm
únista, hafa of mikil áhrif á
sig.
í fyrri hálfleik, segir hann,
var barátta Dubeeks aðallega
fólgin í því, að berjast til
valda í kommúnistaflokkn-
um í Tékkóslóvakiu og að ná
í sínar hendur stjórnartaum-
um þjóðarinnar. Rússar leit-
uðu fyrir sér meðal forystu-
mannanna í foirsætisnefnd
flokksins og meðlima mið-
stjórnarinnar og töldu sig
hafa fundið þar vini og stuðn
ingsmenn, svo og meðal hers
ins og verkamanna. En þar
fóru þeir algeriega villu veg-
ar. Á fundi miðstjórnarinnar,
19. júlí, fékk Dubcek almenn-
an stuðning. Eftir það breytt
ist staða hans, og hann var
ekki aðeins leiðtogi flokks-
ins heldur og þjóðarleiðtogi
og sú herferð, sem fólkið fór
til að skrifa undir stuðnings-
yfirlýsingu menntamanna
sýndi, að þjóðin stóð samein-
uð að baki honum.
En meðan þróunin var í
þessa átt í Tékkóslóvakíu,
reyndu Rússar að stöðva
framirás Dubceks og hans
stuðningsmanna með áhrif-
um utan frá. Víðtækar her-
æfingar meðfram öllum
landamærum Tékkóslóvakíu,
rússneskir hermenn siluðust
áfram á heimleið sinni eftir
heræfingar Varsjárbandalags
ins í landinu sjálfu, háværar
hótanir í blöðum og útvarpi
í Rúsislandi og ríkjum hlynnt-
um Rússum og storkandi
aðgerðir á borð við fund
vopnanna, sem átti að hafa
verið laumað frá Vesturlönd-
um. Allt stuðlaði þetta að
því að auka spennuna.
Léku vel í erfiðri stöðu
Þegar rússnesku leiðtogarn
ir buðu forystumönnum
Tékkóslóvakiu hinn 19. júlí
sl. að koma til fundar við sig
innan landamæra Sovétríkj-
anna leit sannarlega svo út,
sem þeir væru að reyna að
koma málunum þannig fyrir,
að þeir gætu beitt Ungverja-
landsaðferðinni til þess að
leysa málin í Tékkóslóvakíu.
Ferðir svo margra forystu-
Þegar lokið er viðræðunum í Bratislava safnaðist mannfjöldi
enn saman á torginu Starom ostskem námesti. Myndin var
tekin á laugardagskvöld og sá, sem talar, er Bohumil Simon,
félagi í miðstjórn kommúnist aflokksins.
HVERNIG DUBCEK VANN
ANNAN HÁLFLEIK-----