Morgunblaðið - 09.08.1968, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 09.08.1968, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 196« 17 Jón Eiríksson fyrrv. formaður Skipstjóra félags íslands: Lög um atvinnuréttindi skipstjórn- armanna á íslenzkum skipum HINN 5. ágúst 1965 skipaði samgönigumálaráðherra fimm manna nefnd til að endurskoða lög um atvinnu við siglingar á íslenzkum skipum, að því er til skipstjórnarmanna tekur. Nefndin skilaði áliti sínu í frumvarpsformi í desember 1965, og var frumvarpið eins og nefnd in gekk frá því, lagt fram á Al- þingi snemma á árinu 1966. Lög þessi ganga aðallega út á það, að ákveða þær lágmarks- kröfur er gera skal um mennt- un og starfsreynslu o.fl. til þess að geta fengið réttindi til skip- stjórnar, og eru kröfurnar mis- munandi eftir því hvort um er að ræða fiskiskip, verzlunarskip eða varðskip, eftir stærð skipa, og eftir því hvort þau sigla hér innanlands eða til útlanda. Lög um Stýrimannaskólann í Reykjávík og í Vestmannaeyjum og reglugerðir, sem settar hafa verið samkvæmt þeim lögum, segja til um bóklegt nám skip- stjórnarmanna, og kemur það ekki fram í lögunum um atvinnu réttindi á annan hátt en þann, að tekið er fram, að viðkomandi skuli hafa staðist tiltekið próf til að fá ákveðin réttind. Frumvarpið borið saman við þá- gildandi lög. Þegar frumvarp þetta var bor- ið saman við þágildandi lög kom £ ljós: að siglingartímiunglinga telst frá 15 ára aldri í stað 16 ára áður. (Þetta hafði verið sett inn í nýju skólalögin, og varð því auðvitað að vera hér líka. að menn geta fengið stýri- mannsréttindi 18 ára gamlir á fiskiskipum allt að 120 rúmlest- um og á verslunarskipum undir 400 rúmlestum. Áður gilti 18 ára aldur fyrir skip allt að 30 rúmlestir, annars lögræði. að fellt hefur verið niður ákvæði um, að háseti skuli hafa verið fullgildur í ákveðinn tíma til að geta fengið stýrimannsrétt indi. Þetta ákvæði hefur að sjálfsögðu átt að tryggja það, að þegar maður fengi stýrimanns- réttindi, þá hefði hann svo mikla þjálfun og kunnáttu í starfinu, að hann væri fær um að segja öðrum mönnum fyrir verkum og leiða þá til vinnu. í samningum háseta við útgerðarmenn er líka gert ráð fyrir því, að há- setar séu fullgildir eða viðvan- ir, og fara launagreiðslur eftir því. at siglingartlmi befur verið styttur. Á fiskiskipum hefur sigl ingatími háseta verð styttur úr 36 mánuðum í 30 mánuði, og þessi tími má auk þess vera á minni skipum en áður var. Heild arsiglingatími stýrimanna á fiskiskipum hefur verið styttur í vissum tilfellum úr 24 mánuð- um í 18 mánuði, og af þessum tíma hefur yfirmannstíminn ver ið styttur úr 12 í 6 mánuði. Á verslunarskipum hefur háseta- tími verið styttur úr 48 mánuð- um í 36 mánuði. Heildarsiglinga- tími stýrimanna á verslunarskip um, til að fá skipstjóraréttindi í utan- og innanlandssiglingum, hefur í tveimum tilfellum verið styttur. a# felld hefur verið niður kraf an um 12 mánaða yfirstýrimanns siglingu á verslunarskipi í utan landssiglingum til að fá skip- stjóraréttind í utanlandssigling um. að siglingatími á fiskiiskipi er iatinn gilda í miklu ríkara mæli en áður, til að fá skipstjórnar- réttindi á verzlunarskipi. a) Felld hefur verið niður krafan um siglingatíma á verslunar- skipi til að fá skipstjórnarrétt- indi á verslunarskipum undir 400 rúmlestum í innan- og utan- landssiglingum. b) Stýrimanns- timi á fiskiskipi yfir 100 rúm- lestir, ásamt jafnlöngum tíma á verslunarskipi eða varðskipi yf ir 400 rúmlestir er látið nægja til að fá hið meira. skipstjórnar skírteini á verslunarskipi í utan landssiglingum. Þetta var ekki í þágildandi lögum. að siglingatími á minni skip- um en áður er látinn nægja til að fá sömu réttindi. T.d. er lág- marksstærð skipa, sem sigla má á, til að fá hið meira stýrimanns skírteini á fiskiskipi, lækkað úr 15 tonnum í 12 tonn, og til að fá skipstjóraskírteini á verslun arskipi í utanlandssiglingum, er stærð skipa færð niður í 100 rúmlestir í stað 400 fyrir mikinn hluta timans. að alls enginn munur er gerð- ur á verslunarskipi og varð- skipi, þótt vitað sé að störf skipstjórnarmanna á þessum skipategundum eru mjög frá- brugðin. Allstaðar í frumvarp- inu, þar sem talað er um sigl- ingatíma á verslunarskipi, er bætt við „eða varðskipi". f þá- gildandi lögum var ekki gengið sVona langt, þótt í sumum til- fellum væri varðskipasigling lát in gilda fyrir verslunarskíp. FYRRI HLUTI að stærð landróðrarbáta, sem ekki er skylt að hafa stýrimann á, er hækkuð úr 30 í 60 rúm- lestir. Þetta er í aðaldráttum mynd- in, sem blasir við eftir saman- burð á frumvarpinu og lögun- um. En fleira mætti telja. Um áhrif þau, sem þessar breyt- ingar geta haft í för með sér. Allar tel ég þessar breytingar neikvæðar og skaðlegar fyrir skipstjórnarmenn og siglingar íslendinga yfirleitt. Það er erf- itt að koma auga á það jákvæða eða það sem er verulega til bóta nema þá sjálfsögðu breytingu, sem gera varð til samræmingar við hin nýju skólalög, og sem á rót sína að rekja til þess, að fiskiskip eru nú yfirleitt stærri og sækja á fjarlægari mið en áður. Engar þeirra breytinga, sem hér hafa verið upp taldar, voru nauðsynlegar vegna þess. Það eitt, að mönnum er gert auðveldara fyrir að fá skip- stjórnarréttindi, með því að rýmka skilyrðin til þess, er aug Ijós afturför. Það er eins og um sé að ræða einhverja hningun í starfinu, sem ekki hafa eins mikla reynslu og þjálfun í því og áður var, og eru því ekki eins vel undir það búnir, þegar þeir fá réttindi til að gegna því. Með því að leggja siglingatíma óþroskaðra 15 ára unglinga til jafns við siglingartíma eldri manna, sem orðnir eru starfinu vanir, og með því að stytta sigl- ingatímann og veita kornungum óreyndum mönnum skipstjórn- arréttindi, er beinlínis verið að bjóða hættunni heim. Öryggi skipa og mannslífa á hafinu hef ur nú á seinni árum verið mjög til umræðu á alþjóðavettvangi og er enn, og margt hefur verið gert til að tryggja það. ísland hefur verið og er enn aðili að þessu starfi, og ég held það sé óhætt að segja, að hér hefur ver ið síst minna unnið að öryggis málum en hjá öðrum siglinga- þjóðum, þótt enn sé langt til leiðarenda áður en öryggi á haf inu er komið í viðundandi horf. Ríkisvald og löggjafi hafa á margan hátt veitt þessu máli stuðning sinn, og eru sjómenn áreiðanlega þakklátir fyrir það. Það má því kalla það kaldhæðni örlaganna, að nú skuli vera sett lög, sem ganga í öfuga átt og beinlínis vinna á móti þessu vel- ferðarmáli. Það er létt a ð finna þess mörg dæmi, þar sem rekja má orsakir sjóslysa til reynsluleys- is og unggæðingsháttar skip- stjórnarmanna, og nefna má mörg ummæli reyndra manna er á þe’tta benda og vara við því. Eg vil tilfæra hér ein slík um- mæli úr sjóslysaskýrslu sænsku siglingastofnunarinnar (sj öfarts- styrelsen) fyrir árið 1962, sem er að finna í félagsriti sænska skipstjórafélagsins Tidskrift, nr. 1 1966. Þar segir, lauslega þýtt: Helsta orsök sjó- slysa er reynsluskortur ungra skipstjórnarmanna. Margir hin- ir yngstu stýrimenn h'afa mjög litla reynslu til sjós, og eina reynslan af sjómannalífi eru nokkrir mánuðir sem nemar. Þeir hafa einhverskonar stýrimanns- próf af lágri gráðu, og hafa svo fengið undanþágu vegna skorts á stýrimönnum. Ég vil taka hér fram, að ég hef ekkert við það að athuga, að 15 ára unglingar fari á sjáinn, en ég tel ekki rétt að siglinga- tími þeirra sé reiknaður frá þeim aldursmörkum. Ég ætla að taka hér eitt dæmi, og bera saman kröfurnar, sem gerðar eru um siglingatíma stýri manna til að fá skipstjórarétt- indi á verslunarskipi af hvaða stærð sem er í innan- og utan- landssiglingum, en það gefur dá góða hugmynd um anda frum- varpsins. Við þann samanburð kemur fram: að frumvarpið kveður á um siglingu á minni skipum en lög- in gera. að heildarsiglingartíminn sam- kvæmt frumvarpinu er aldrei meiri en 36 mánuðir og getur farið niður í 18 mánuði, ef ekki er talinn með siglingartími á smáskipum. Samkvæmt lögunum getur siglingatíminn farið upp í 48 mánuði og er aldrei minni en 36 mánuðir. að minni kröfur eru gerðar í frumvarpinu um yfirstýrimanns tíma en gert er í lögunum. að í frumvarpinu er sigling á fiskiskipum viðurkennd í miklu ríkara mæli en í lögunum. að samkvæmt frumvarpinu get ur maður innunnið sér þessi rétt indi með því að sigla allan tím- ann á varðskipi en samkvæmt lögunum var sigling á varðskipi ekki tekin til greina. að samkvæmt frumvarpinu er ekki krafist neins siglingatíma í utanlandssiglingum, en sam- kvæmt lögum varð að sigla í 12 mánuði sem yfirstýrimaður á verzlunarskipi í utanlaridssigl- ingum. Þetta síðasttalda ásamt aukn- um siglingatíma á fiskiskipum og að sigling á varðskipi jafn- gildir siglingu á verslunarskipi getur orðiðtil þess, að maður fái skipstjóraréttindi á verslunar- skipi í utanlandssiglingum án þess að hafa nokkurntíma út í verslunarskip stigið, og án þess iað hafa nokkurntíma til út- landa komið. Það er ekki lítið, sem létt hef ur verið af þessum mönnum, sem í framtíðinni eiga að yerða skip stjórar verslunarskipanna okk- ar. Menn hafa orðið agndofa og orðlausir þótt minni undur hafi gengið yfir, en hér um ræðir. Ég þykist nú hafa sýnt fram á þau neikvæðu áhrif sem fel- ast í þessu frumvarpi. Hér hefur verið rifið niður í 'stað þess að byggja upp. Rústirnar standa naktar eftir. Reynslutíminn hef- ur verið styttur og gerður lé- legri. Undirbúningur undir á- byrgðarmikið starf stórlega skert ur og skemmdur. Og þetta gerist nú á sjöunda tug tuttuguistu ald arinnar, þegar gerbylting er að gerast á öllum sviðum athafna- lífsins. Bylting, sem siglingar og sjómennska fara ekki varhluta af. Þegar gömul fræði og gaml- ar aðferðir eru að miklu leyti að verða úreltar, og véltækni, sjálfvirkni og margvísleg raf- eindatæki komin í notkun. Og þó er þetta allt svo að segja á byrjunarstigi. Framþróunin á þessum sviðum er á fleygiferð framávið. Engin veit í daghvaða nýjungar geta verið komnar á morgun. Öll stöðnun er því skað leg og hættuleg, svo ekki sé talað um að stigið sé spor aftur ábak, eins og gert er með þessu frumvarpi. Frumvarpið í höndum Alþingis. Eins og getið er í upphafi þessa máls, þá var frumvarpið lagt fram á Alþingi snemma á árinu 1966. Það var lagt fram í efri deild og þar var því vís- að til sjávarútvegsnefndar. Skip átjórafélag íslands gerði þá strax athugasemdir við frum- varpið og mótmælti samþykkt þess að því óbreyttu, og voru þessi mótmæli afhent formanni sjávarútvegsnefndar og öðrum nefndarmönnum. Benti félagið þar á alla þá galla, sem upp hafa verið taldir hér að framan. Frumvarpið komst aldrei úr nefnd á þessu þingi. Það varsvo lagt fram að nýju á þinginu 1966-67. Skipstjóirafélagið ítrek- aði mótmæli sín, og frumvarpið fékk sömu örlög og á þinginu áður, dagaði uppi í nefndinni. í Þriðja skifti var frumvarpið lagt fram á Alþingi á þinginu 1967- 68, og var þá afgneitt sem lög frá Alþingi hinn 18. apríl 1968, daginn fyrir þinglausnir. Skipstjórafélag fslands ítrek- aði mótmæli sín á þessu þingi, og auk þess bárust þinginu mót- mæli frá Skipstjóra- og stýri- mannafélaginu Vísi í Keflavík, Skipstjóra- og stýrimannfélag- inu Aldan í Reykjavík, Skip- stjóra- og stýrimannafélaginu Ægi í Reykjavík, Skipstjóra- og stýrimannafélaginu Bylgjan á fsafirði (munnleg), Slysavarna- félagi fslands og sjö siglinga- fræðikennurum Stýrimannaskól ans í Reykjavík. Sjávarútvegsnefnd efri deild ar lagði til að siglingatími yrði lengdur, en þó ekki til jafns við gömlu lögin. Enfremur lagði nefndin til, að stærð landráðrar báta, sem eru skyldir til að hafa stýrimann, verði 30 rúmlestir eins og í gömlu lögunum í stað 60 í frumvarpinu. Deildin sam- þykkti tillögur nefndarinnar um lengirigu siglingartímans en felldi tillöguna um landróðrar- bátana. Þannig breytt fór frum- varpið til neðri deildar. Sjávarútvegsnefnd neðri deild ar tók nú frumvarpið til með- ferðar. Hún felldi samþykkt efri deildar um lenginug siglinga- tímans og færði hann niður í það sama og er í frumvarpinu. Hún hækkar aldurmörk stýri- manna á fiskiskipum, en þó ekki upp í þann aldur, sem er í gömlu lögunum. Hún lengir hin tímabundnu undirstýrimannsrétt indi þeirra manna, sem hafa tek ið próf upp úr 2. bekk far- mannadeildar, úr 6 mánuðum í 18 mánuði. Hún færir stærð landróðrar- báta, sem eru skyldir til aðhafa stýrimann í 30 rúmlestir eins og er í gömlu lögunum. Og svo setur hún inn ákvæði um 6 mán aða stýrimannssiglingu á versl- unarskipi af hvaða stærð sem er í utanalandssiglingum. (fgömlu lögunum eru það 12 mánuðir sem yfirstýrimaður.) Allar þessar breytingatillögur nefndarinnar voru samþykktar í deildinni, og þannig breytt var frumvarpið sent aftur til efri deildar, til einnar umræðu þar, eins og þingsköp mæla fyrir. Efri deild samþykkti allar þess- ar breytingar, þar á meðal að stytta siglingatímann, sem hún hafði lengt áður, og þar með hafði þessu frumvarpi tekist að komast í gegn um þriggja þinga hreinsunareld, og var nú orðið að lögum. Þegar frumvarpið kom frá sjávarútvegsnefnd neðri deildar, var komið fast að þing- slitum, og er þar ef til vill að finna skýringu á hinni flaust- urslegu afgreiðslu þess í báðum deildum á síðustu stundu. Lögtaksúrskurður Hér með úrskurðast, að lögtök skuli fram fara fyrir öllum ógreiddum þinggjöldum og tryggingargjöldum ársins 1968 í Keflavíkurkaupstað, en gjöld þessi eru: tekjuskattur, eignaskattur, námsbókargjald, almanna- tryggingariðgjald, slysatryggingariðgjald, lífeyrissjóðs- gjald, atvinnuleysistryggingarsjóðsiðgjald, launaskatt- ur, kirkju- og kirkjugarsiðgjald, iðnlánasjóðsgjaM og iðnaðargjald. Gjöld þessi eru öll þegar gjaldfallin. Ennfremur úr- skurðast lögtak fyrir ógreiddu skipaskoðunargjaldi, lestagjaldi, vitagjaldi, bifreiðaskatti, skoðunargjaldi bifreiða og slysatryggingariðgjaldi ökumanna 1968, véla eftirlitsgjaldi, lögskráningargjaldi sjómanna og skipu- lagsgjaldi, auk dráttarvaxta og lögtakskostnaðar. Lögtökin verða framkvæmd að 8 dögum liðnum frá birtingu úrskurðar þessa á kostnað lögtaksþola án frekari fyrivara. Bæjarfógetinn í Keflavík, 5. ágúst 1968. Alfreð Gíslason.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.