Morgunblaðið - 09.08.1968, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 09.08.1968, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 1968 19 - NIXON Framh. af bls. 10 torsóttasta, sem hann hafði nokkru sinni háð. Almenningur í Kaliforníu leit á Nixon sem fallinn stjórnmálamann er ætl- aði að nota sér fylkið sem stökk pall inn í Hvíta húsið. Ósigur- inn tveimur árum áður var enn í fersku minni. Nú endurtók sagan sig og Nixon féll við | dynk. Meirihluti Brown voru tæp þrjúhundruð þúsund at- kvæði. Þetta urðu síðustu afskipti Nixons af stjórnmálum í bili. Hann kvaddi blaðamenn, sem hann ávallt hafði talið sér and- snúna, með þeim orðum að nú skyldu þeir ekki hafa Nixon í framtíðinni til að henda skæt- , ingi í. Hann hætti í svipinn opinber- ' um afskiptum af stjórnmálum, gerðist meðeigandi í þekktu lög fræðifyrirtæki í New Yorkborg með 25 þúsund dala árslaun og hefur auðgast vel á þessum ár- j um. í forsetakosningunum árið 1964 tók hann þátt í kosninga- j baráttu Goldwaters, hélt ræður og beitti áhrifum sínum til fram j gangs flokknum. Þetta mundi Goldwater honum áreiðanlega í ár og varð einna fyrstur af for- j ystumönnum flokksins til að lýsa yfir stuðningi við Nixon. | Þessi stuðningur Goldwaters og fylgismanna hans úr hægri armi flokksins mun einnig hafa dugað honum hvað bezt í Miami nú á dögunum, þrátt fyrir framboð Reagans. f aukakosningunum fyrir tveimur árum notfærði Nixon sér svo það tómarúm, sem skap ast hafði í forystu flokksins eft- ir dýrkeyptan ósigur Goldwat- ers. Hann tók sig upp frá New York og af endurnýjuðum krafti veitti hann frambjóðend- um um allt land þann stuðn- ing er hann mátti. Árangur Republikana í þessum kosning- um var góður. Nixon hlaut sinn skerf af sigurlaununum fyrir atbeinann. Pólitísk sól Nixons nálgast nú á ný hádegisstað. í nóvember ; ganga Bandaríkjamenn tilkjörs þá verður úr því skorið hvort sól hans fær að skína áfram. Snekkja ferst við Jan i\layen (Bodö, 8. ágúst. ENSK snekkj,a, „Mtschief“, sökk aðfaranótt mánudags um 30 til 40 sijómílur frá Jan Mayen er verið var að dr^gta hana frá eynni til Rodö í Noregi. Áhöfninni var bjarg'að um borð í íshafstskipið „Brandal“, sem diró snekkjuna. Skipið kom til Bodö í fyrradag. „Mischief" er skráð í Cardiff, og skipðtjóri snekkjunnar er H. W. Tilman, sem hefur tvívegis siglt á henni til íslands á leið til Grænlands, í annað skipti þegar Filippus prins kom í heim sókn. Fyrir tæpum hálfum mán- uði strandaði snekkjan í Bátvik í Noregi og er talið að tjónið hafi verið svo mikið að hún hafi efcki verið siglingahæf eftir atrandið. Pólskni styrkur Mbl. barst í gær svohljóðandi fréttatilkynning frá menntamála- ráðuneytinu: „Pólsk stjórnvöld bjóða fram styrk handa íslendimgi til há- skólanáms í Póllandi námsárið 1968-69. Styrkfjárhæðin er2400 zloty á mánuði, en auk þess fær styrkþegi ókeypis húsnæði á stú dentagarði og er undanþeginn greiðslu kenmslugjalda. Umsóknum um styrk þennan skal komið til menntamálaráðu- neytisins, Stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg, fyrir 26. ágúst n.k. Umsóknareyðublöð fást í ráðu- neytinu.*1 Winstoi mest seldu Silter sígarettur í heímt Winston eru framleíddar af Camet verUsmíójunum EITTHVAÐ ER ÞAÐ SEM VELDUR AD MENN VELJA WINSTON HELDUR ..

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.