Morgunblaðið - 09.08.1968, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 1968
- DUBEEK
Framhald af bls. 15
hemaðar- og öryggislögreglu
ráðgjafar — sem dreift var
um Tékkóslóvakíu eru farn-
ir hedm. Þetta eru engin smá-
atriði.
En það, sem mestu máli
skiptir, eins og Dubcek sagði
sjálfur í ræðu sinni til þjóð-
arinnar: „tékkóslóvakíska
stjórnin hefur unnið sér frið
og tíma, sem hún þarf á að
halda til þess að geta sinnt
þeim vandamálum, sem
heima fyrir bíða“. Öll athygl
in beinist nú að því að und-
irbúa flokksþingið í septem-
ber, þegar búast má við, að
miðstjórn flokksins verði
gjörbreytt og gömlu körlun-
um kastað burt — þó senni-
lega ekki án baráttu að tjalda
baki. Það hefur verið sagt 1
gamni undanfarið, að eitt af
erfiðustu verkefnum Dub-
ceks verði að finna störf fyr-
ir þá hundrað þúsund em-
bættismenn flokks og stjórn-
ar, sem missa muni atvinnu
sína. En aðalvandamálið er,
þegar í alvöru er litið á mál-
efni landsins, lausn efnahags-
máianna, sem voru, þegar
allt kemur til alls undirTÓt
þeirrar þróunar, sem orðið
hefur i landinu að undan-
fömu. Eftirvæntingin og hin
pólitíska spenna síðustu mán
aða hefur dregið athygli
manna frá efnahagsástand-
inu. En vandamálin hafa
ekki hlaupið burt og það &
eftir að taka meira en nokkra
mánuði að finna á þeim
krnsn. Tékkóslóvakía er mjög
þurfandi fyrir utanaðkom-
andi aðstoð og hún verður
eflaust að leita hennar bæði
f Austri og Vestri.
Og nú, þegar Tékkóslóvak-
ar geta gengið að verteum
sinum og reifað málin og not-
ið nýfengins feeisis, — á for-
dæmi þeirra eftir að hafa
sín áhrif á öimur kommún-
istariki? Á þróunin í Tékkó-
slóvakíu eftir að leiða til
frekari átaka? — og hvert
ríkjamna í Austur-Evrópu
verður næst til að tafca stökk
í átt til frelsis og aukins lýð-
ræðis.
Það getur verið varasamt
að spá nokkru. En eins og nú
horfir er ekki sjáanlegt, að
nágrannaríkin fari að for-
dæmi Tékkóslóvakíu í nán-
ustu framtíð. Ekkert komm-
únistaríkjanna í Austur-
Evrópu á sér jafn lýðræðis-
legar hefðir og Tékkóslóvak-
ía og engin þjóðanna býr yf-
ir sama stjómmálaþroska.
Tékkar og Slóvakar voru
vissulega lengi að rísa upp,
en þegar uppreisnin var gerð,
var hún vel undirbúin og
eins og Dubcek sagði: „Það
var engin önnur leið fær“.
í hinum Austur-Evrópuríkj
unum er hvergi samskonar
þrýstingur neðanfrá eins og
var orðinn í Tékkóslóvakiu,
nema ef til vill í Póllandi.
En þegar Pólverjar rísa upp,
verður það án efa með ofsa
og hefur í för með sér sárs-
auka og óþægindi, ekki ró-
lega eins og í Tékkóslóvakíu.
Austur-Þýzkaland og Ung-
verjaland hafa misst flest af
því fólki, sem mundi líklegt
til að gera uppreisn eða'
stuðla að pólitískum stór-
breytingum. Að því er tekur
til Austur-Þýzkalands, til
dæmis er sennilegt, að Ul-
bricht fari frá áður en mjög
langt líður, haran er orðinn
aldraður maður — en þá tek
ur Honneker viS og hann er
ekki frábrugðinn Ulbricht í
öðru en því, að hanm er ekki
með skegg.
Rúmenar eiga sína bylt-
ingu, hægfara byltingu, sem
kemur ofan frá og þjóðin læt
ur sér lynda litla áfanga í
senn. Búlgarir sýna engin
merki þess, að þeir geti
breytt sinni stjórn, sem er
algerlega bundin Sovétstjórn
hmi.
En hvað um Sovétríkin
sjálf. Skyldu ekki atburðir
síðustu mánaða í Tékkósló-
vakíu hafa mest áhrif ein-
mitt í Rússlandi sjálfu. Eng-
inn hugsandi Rússi lætur
blekkjast af orðalagi yfirlýs-
ingarinnar, sem Dubcek skrif
aði undir i Bratislava. Rúss-
neskir menntamenn vita full-
vel, að leiðtogar ríkisins hafa
nú gengið gegnum annað
Kúbumál, aðeins án eld-
flauga að þessu sinni.
Sennilega eru litlir mögu-
leikar á svipuðum aðgerðum
í Sovétríkjunum sjálfum og
orðið hafa í Tékkóslóvakíu.
Ástandið þar er svo frábrugð-
ið því, sem er í Tékkóslóva-
kíu og eftirlitskerfið svo
geysilega viðtækt og áhrifa-
mikið. En atburðirnir í
Tékkóslóvakíu gætu valdið
breytingum í æðstu valda-
stöðum í Sovétríkjunum.
Krúsjeff lifði ekki lengi eft-
- NIXON
Framhald af bls. 1
atkvæði skiptizt á milli nokkurra
„eftirlætissona“, Romney frá Mic
higan, Rohdes frá Ohio o. fl. —
Þegar er úrslitin lágn fyrir hafði
Rockefeller þegar simasamband
við Nixon og óskaði horauan til
hamingju með sigurinn. Rocke-
feller sagði síðan á fundi með
fréttamönnum að hann myndi
styðja Nixon og taika þátt í kosn
ingabaráttunni fyrir hann. —
Stjómmálafréttaritarar hafa i
dag treppzt við að ræða úrslitin
og sigurhorfur Nixons og Agn-
ews í haust.
Eins og fyrr segir kom það
mjög á óvart að Nixon skyldi
velja Agnew sem varaforseta-
efni sitt, en vart hafði verið
minnst á hann í umræðum
manna. Nöfn þau er efst voru á
baugi voru nöfn þeirra Lindsey,
borgarstjóra New York, Percys,
öldungardeildarþingmanns frá
Hlinois, Mark Hatfields, öldunga
deildarþingmanns frá Oregon og
Voipes ríkisstjóra Massaohusett-
es. Bæði Rockefeller og Reagan
höfðu lýst því yfir að þeir myndu
ekki taka útnefningu sem vaxa-
forsetaefni. Stjómmálaleiðtogar
segja að Nixon hafi átt í miklum
erfiðleikum og að mörg flokks-
öfl hefðu lagt hart að honum að
taka sína menn. Nixon er sagð-
ur hafa gert sér ljóst, að ef hann
léti sjálft flokksþingið um val-
ið myndi það kosta miklar deil-
ur og jafnvel klofning. Það var
Agnew, sem flutti kynningar-
ræðuna fyrir framboði Nixons
og ýmsir segja að ekki sé ólíklegt
að það sé honum að þakka að
sigur hlautzt við fyrstu atkvæða
greiðslu og fyrir þetta hafi Nix-
on verið að þakka honum með
varaforsetaembættinu. Áður
hafði Agnew verið eindreginn
ít Kúbudeiluna og margir
telja hugsanlegt, að dagar
Brezhnevs sem aðalritara sov
ézka kommúnistaflokksins,
séu sen,n taldir.
Það er líklega of m#kil
bjartsýni að vona að við
mundi taka rússneskur Dub-
cek. En hvað sem því líður
er ekki ósennilegt að senn
hefjist tímabil örra breytinga
í Sovétríkjunum.
stuðningsmaður Rockefelles, en í
fyrradag gaf hann 26 marana
sendiraefnd sinni frá Maryland
frjálsar hendur um hvem þeir
kysu og greiddu 18 Nixon at-
kvæði, en 8 Rockefeller.
Nixon sagði á fundi með frétta
mörmum í Miami í dag, að sá
sigur er hann hefði unnið í morg
un hefði markað braut er óslit-
iin myndi baldast fram yfir kosn-
ingarnar í nóvember og eining
flokksins væri órjúfandi. Með
þessu er talið að Nixon hafi
höfðað til Reagan ríkisstjóra í
Kaliforníu, sem þegar er ljóst
var að Nixon hefði fengið nægi-
legan meirihluta atkvæða, gekk
í ræðustólinn og flutti tillögu um
að flokksþingið sameinaðist sem
ein heild bak við Nixon, var til-
lögu hans svarað með gífurlegu
fagnðarópi, sem stóð í margar
mínútur. Nixon sagði á sama
blaðamannafundi, að hann
myndi n.k. laugardag gefa yfir-
lýsingu um hvort af fyrirhugaðri
Rússlandsför hans yrði, en það
hefur nú staðið til um nokteurn
tíma.
Stjórnmálafréttaritarar segja
að ekki sé hægt að bera ástand-
ið í herbúðum Repúblíkana-
flokksins saman við ástandið
1964, er flokkxrrrnm klofinaði út
af Barry Golldwater. Nú aftur á
móti stendur flokkurinn óskipt-
ur að baki Nixons.
Allmiklar kynþáttaóeirðir
urðu í Miami Beach í dag og
þurfti að kveðja út auka lög-
reglulið til að hemja óeirðasegg-
ina. Blökkumenn fóru rænandi
og ruplandi um verzlunarhverfi
og lögðu eld að verzluraum og í-
búðarhúsum. Blökkumanaleið-
toginn Ralph Abemathy sem sat
flokksþingið kom á vettvang og
reyndi að stilla tfl friðar, en
varð lítið ágengt. Óeirðirnar
brutust út eftir að blökkumanna-
leiðtogar höfðu á fundi mótmælt
þvi að flestir fulltrúarnir á
flokksþinginu væru hvítir. Þrír
fclökkumenn særðust af völdum
skothríðar milli þeirra og lög-
reglumanna, áður en friður
komst á aftur. Margir voru hand
teknir.
Misjöfn viðbrögð
Útnefning Nixons sem forseta
efnis hefur vakið misjöfn við-
brögð viða um heim. Það vakti
þó mikla athygU að Moskvu-
blaðið Izvestía birti í dag svip
mynd af Nixon, þar aem ekki var
minnst eirru orði á þátt Nixons
í óamerísku nefndinni á árun-
um eftir 1940. Svo virðist sem
sovézk yfirvöld ætli sér aðlíta
öðrum augum á Nixon, sem hugs
anlegan forseta Bandaríkjanraa,
en áður hafa þau venjulega
stimplað hann sem harðan
kommúnistahatara.
Kúbuútvarpið sagði í dag að
Nixon væri einn versti fjand-
maður Kúbu og að hann væri
„mannapi". Engin opinber við-
brögð hafa verið birt á Kúbu.
Blöð í Kína réðust í dag á
Nixon og sögðu hann vera stríð-
mangara og að hann væri leiðtogi
heimsveldissinnaklíku Banda
ríkjanna, sem leitaðist við að
eyðileggja Kína. Sögðu blöð
in að Kína myndi aldrei ræða
við falshunda sem Richard Nix-
on.
A-Þýzka fréttastofan ADN
sagði í dag að Nixon væriharð-
ur andkommúnisti og að hann
fylgdi að mestu stefinu Johnson
forseta og hefði hvað eftir ann-
að hvatt til útbreiðslu styrjald-
arinnar í Vietnam.
Húbert Humphrey, varafor-
seti átti í dag simtal við Nixon,
þar sem hann óskaði honum til
hamingju með sigurinn og ræddi
kosningabaráttuna sem framund
an er, og margir telja að þeir
tveir eigi eftir að heyja.
- RÍJSSAR
Framhald aí bls. 1
Prchlik tilnefndur
Þrjú flokksfélög í Prag til-
nefndu í dag hinn umdeilda hers
höfðingja, Vjclav Prdhlik, fram-
bjóðanda í kosningunum til mið
stjómar kommúnistaflokksins,
sem 2.000 fulltrúar velja á flokks
þinginu 9. september. Prchlik var
sviptur embætti varna- og örygg
ismáladeildar miðstjórnarinnar
þegar haran hafði hvatt til end-
urskipulagningar Varsjárbanda-
lagsins á blaðamannafundi, og
var talið að þar með hefðu tékkó
slóvakískir leiðtogar látið und-
an kröfum Rússa fyrir fundinn 1
Cierna.
Flokksfélögin, sem tilraefnt
hafa Prchlik, segjast bera fyllsta
traust til hans og vera ósammála
yfirlýsingu, sem tékkóslóvakíska
firéttastofan Ceteka gaf út þess
efnis að athugasemdir Prohliks
væru rangar og hann hefði ekki
umboð til að segja það sem hamn
sagði. Prchlik hvatti til þess á
blaðamaranafundinum að banda-
menn Rússa í Varsjárbamdalag-
inu fengju að gegna auknu hlut-
verki í störfum þess og gagn-
rýndi meðal annars að yfkmenn
þess væru alltaf Rússar. Fyrr í
vikunrai sagði yfirmaður Prchl-
iks, Martin Dzur varnarmálaráð
herra að hann hefði persónulega
ekkert við athugasemdir hans að
athuga nema smávegis mistök.
„Tengiliðnr"
Josef Smrkovsky, forseti þjóð-
þingsims, sagði í gærkvöld að
Tékkóslóvakar vildu vera tengi-
liður VarsjárbandalagsTÍkjanna
og Rúmeníu og Júgóslavíu. Old-
rioh Cernik forsætisráðherra
sagði í dag, að fiullveldi Tékkó-
slóvakíu hefði ekki verið ógnað
með leynisamningum á Brati-
slavafundinum. Hann sagði að
efling efnahagssamviminu komm
únistalandanna kæmi ekki í veg
fyrir aukna verzlun við vest-
ræn ríki ef engin pólitisk skil-
yrði fylgdu.
STÓRKOSTLEG
VERÐLÆKKUN
Bjóðum nú, vegna milliliðalausra innkaupa,
Halinamat sýningarvélar með peru og maga-
síni.
Áður — kr. 2275,oo
Núna — kr. 1795,oo
Halinamat er með 300 watta peru, kældri
með innbyggðri viftu. — Hitafilter. — Maga-
sín fyrir 40 myndir. — 100 mm linsa. —
Yfirbygging úr málmi.
TÝLI hf. SPORTVAL
Austurstræti 20. — Laugavegi 116.
Inolrel/
Verzlunarhúsnæði
Viljum leigja eitt af verzlunarhúsnæðum í
boga hótelsins, götuhæð.
Upplýsingar hjá hótelstjóra, síma 20600.
NYTT
Það þarf ekki lengur að
fínpússa eða mála loft
og veggi ef þér notið
Somvyl.
Litaver
Grensásvegi 22—24.
■ NYTT
Somvyi veggklæðning.
Somvyl þekur ójöfnur.
Somvyl er auðvelt að þvo.
Sorr.vyl gerir herbergið
hlýlegt.
Somvyl er hita- og hljóð-
einangrandi.
Það er hagkvæmt
að nota SomvyL
Á lager hjé okkur
í mörgum litum.
Klæðning hf.
Laugavegi 164.