Morgunblaðið - 09.08.1968, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 1968
21
- KALIÐ
Framh. af bls. 1*
kem ekki auga á aðrar skýring-
ar líklegri.
Sú tilgáta, sem ég hefi heyrt
nefnda, að hér sé eitthvert líf-
eðlisfræðilegt lögmál að verki,
þannig, að sáðjurtir þoli verr
kalveðráttu á öðru þriðja og
fjórða aldursári heldur en á
fyrsta ári, finnst mér ólíklegt
með öllu, enda virðist hún stang
ast mjög við alla eldri reynslu,
bæði hér og erlendis.
„Undir stóraö', er nýjar sáð-
sléttur frá í fyira hafa srtaðizt
þennan kalvetur betur eldri sáð
sléttum og jafnvel eldri túnum,
boðar mikil fyrirheit, ef vel er
að gáð.
Við verðum að viðurkenna,
sem augljósar staðreyndir, að ný
ræktarsáðslétturnar, sem nú eru
„ræktaðar", sem kallað er, eru
víðast hvar lélega gerðar, af lít-
illi ræktunarþekkingu og tak-
markaðri vandvirkni
Samt hafa nýræktir frá því í
fyrra staðizt þennan vetur Hvaff
mætti þá ekki verða ef af fullri
þekkingu og vandvirkni væri að
unnið. Ef í stað þess að slétta
landið og sá í það grasfræi, væri
tekið að rækta lanðið til frjó-
semdar undir grassáningu. Þann
ig ræktaðar sáðsléttur vel hirt-
ar og meðfarnar, myndu vafa-
laust standast misferli vetra og
veðra langtum betur en sáðtún-
in gera nú.
Er ekki þessi kalvetur og vor
nægileg áminning? Er ekki kom
inn tími til að söðla um í rækt-
unarmálunum, og marka nýja
stefnu En til þess þarf að gjör
breyta háttum við yfirstjórn
jarðræktarfræðslu og leiðbein-
ingar.
Já, hvenær vakna ráðamennir
nir og leiða bændur á betri
braut í túnræktinni?
Fyrir fjórtun árum (1964)
kvaddi reyndasti tilraunamaður
landsins, Ólafur Jónsson, sér
hljóðs um ræktunarmálin, í Árs-
riti Ræktunarfélags Norðurlands
með þeim hætti og þunga, að þess
hefði mátt vænta, að menn kippt
ust við og brygðu blundi. í
tveimur greinum: Ræktun á vi'lli
götum og Notkun köfnunarefnis
áburðar, skar Ólafur upp úr um
gallana á ræktunarframkvæmd
um, meðal annars með þessum
orðum:
„Að mestöll nýræktun okkar
sé léleg yfirborðsræktun.“
„Að með þeim ræktunaraðferð
um, sem hér eru allsráðandi,
andi, verður ekki óræktarjörð
breytt í það horf að verðskuldi
nafnið ræktun“.
„Mikill hluti af nýræktum
okkar er einungis hálfræktun
eða ekki það. Yfirborð þeirra
hefur að vísu verið jafnað og
tætt, en svo lokað með grasfræ
sáningu jafnskjótt aftur, svo
grassvörðurinn er ekkert annað
en ólseigt torf. Gróðurmold, í
þess orðs réttu merkingu, fyrir-
finnst ekki.“
„Notkun okkar afN-áburði
virðist langt úr hofi og er
það fullkomið rannsóknarefni,
því heyfengurinn virðist ekki í
neinu samræmi við áburðarnotk
unina."
Fleira segir Ólafur álíka tæpi-
tungulaust í greinum sínum. En
hver hefur árangurinn orðið Er
ekki rétt frá greint að segja,
að orð hans hafi fallið „dauð“
niður- Ársrit Rfl. Nl. 1964, með
greinum Ólafs mun ekki hafa ver
ið að neinu getið í dagblöðun-
um, og engar umræður vöktu
orð hans það ég til veit. Allir ráða
menn í ræktunarmálum þögðu
þunnu hljóði og gera enn, við
þessum alvarlegu hugvekjum
Þetta boðar ekkert gott, og sýn-
ir hversu fast er sofið. Og nú,
eftir þannan kalvetur og hafís-
vor, finnast mér orð Einars Bene
diktssonar eiga við um ræktun-
armálin: „Sofið er til fárs og
fremstu nauða.“ —
Og enn er til að nefna. f um-
ræðum um kalið og endurrækt-
un kalsvæða er yfirleitt ekki
hærra risið á mannskapnum, en
að ræða um „að rífa upp kalin
tún.“ Sumir segja raunar að það
sé ekki ráðlegt, betra sé að bera
á þau. Alltaf sama sagan, að
stytta sér leið með skemmriskírn
ar aðgerðum. Það er ekki verið
að ræða um að plægja kalið land
til endurræktunar. — Flóglaus-
ir menn í hugsun og athöfnum,
ráðamenn og auðvitað bændur
líka, því að eftir höfðinu dansa
limirnir.
Það er ekki von að vel fari.
Reykjavík 26. júlí 1968
Árni G. Eylands.
Stórt iðnaðar- og verzlunarfyrirtæki
hér í b;æ óskar að ráða duglegan sölumann sem fyrst.
Nauðsynlegt að viðkomandi sé sæmilegur í reikningi
og vélritun. Tilboð merkt: „Áhugasamur 8062“ sendist
Mbl. fyrir 14. þ.m.
R ÝA-teppi
AXMINSTER-teppi
nýkomin
Verzlunin MANCHESTER
Skólavörðustíg 4
UTAVER
Teppi — teppi
Belgísk, þýzk og ensk gólfteppi.
Verð pr. ferm. frá kr. 255,—
Góð og vönduð teppi.
BONDEX fúavornarefnið
BONDEX er, efnið sem staðizt hefur
íslenzka veðráttu.
Fúavarnarefnið BONDEX fæst í 10
viðarlitum.
MÁLARABIJÐIN
Vesturgötu 21 A — Sími 216 00.
KEFLAVÍK - SUÐURNES
Sumarútsalan hefst mánudaginn 12. ágúst.
Stórkostleg vcrðlækkun. — Góðar vörur.
VERZLUNIN EDDA
Mdlmiðnaðarmenn
óskast nú þegar.
= HÉÐINN =
Loknð vegna snmnrleyfn
frá 9—22. ágúst.
A. Wendel hf.,
umboðs- og heildverzlun.
Danskur tœknimaður
óskar eftir 3ja herbergja íbúð, frá miðjum ágúst. —
Upplýsingar hjá póst- og símamálastjórninni í síma
11000.
Stúlku vantar
til starfa í Tjarnarkaffi, Keflavík, strax. Ekki yngri en
20 ára. Uppl. etoki í síma.
Tjarnarkaffi, Keflavík.
Jörð
Til sölu er jörð með miklum atvinnumöguleikum auk
úrreksturs á einum fegursta stað á landinu, 10 km frá
stórum kaupstað. Jörðin á land að sjó og upp til heiða
svo og árósa í stórri á. Til greina koma skipti á fast-
eign í Reykjavík, Kópavogi eða Hafnarfirði. Tilboð
óskast send til afgr. Mbl. eða í pósthólf 633, Akureyri,
merkt: „Vel hýst jörð — 8257“.
Aðvörnn tíl hnseigendn
Vegna síendurtekinna kvartana, viljum við því hér
með ítreka aðvörun okkar til húseigenda við auglýs-
ingum ýmissa réttindalausra aðila um húsaviðgerðir,
og benda húseigendum á að leita upplýsinga hjá sam-
tökum byggingariðnaðarmanna.
Meistarafélag húsasmiða,
Trésmiðafélag Reykjavíkur.