Morgunblaðið - 09.08.1968, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 1968
sé ekki, að þarna sé neinn mun-
ur á. Hversvegna ættum við ekki
að njóta sömu meðaumkunar báð
ir.
Það varð ofurlítil þögn. Þá
sagði Phyllis og röddin var
hörð:
—Finnst yður ekki sjálfri þér
vera dálítið óþolandi?
Pam hló. Hló ofsalega. Sem
snöggvast þóttist hún hafa náð
undirtökunum.
— Bara vegna þess, að ég tel
að í einu tilliti sé líkt á með
okkur komið?
Phyllis svaraði þessu engu en
leit bara á Pam, rétt eins og
hana langaði mest til að myrða
hana.
— Nú, jæja, sagði hún og
yppti öxlum, — við erum nú
búnar að rífast, en ég sé ekki,
að það hafi borið neinn árang-
ur. Hvað ætlið þér að gera í mál
inu, ef þá nokkuð?
Pam svaraði snöggt. Ég ætla
að spyrja hann Jeff, hvort það
sé satt, að hann hafi sagt þetta:
Sem snöggvast var eins og
Phyllis yrði hrædd. Litlu hend
urnar með öllum hringunum
krepptust og réttu úr sér á vixl
—Þér munduð ekki fara að
segja Jeff það, sem þér heyrðuð
til mín? Röddin var skjálfandi.
— Það er að minnsta kosti sama
sem að liggja á hleri.
— Nei, sagði Pam — Ég býst
ekki við, að ég segi honum það,
sem ég heyrði til yðar. Ég ætla
bara að spyrja hann, hvort aðal
ástæðan til þess, að hann hefur
verið almennilegur við mig, sé
eintóm vorkunnsemi?
— Og hverju ætlizt þér til, að
hann svari? sagði Phyllis háðs-
lega. — Jafnvel þótt satt væri
mundi hann aldrei viðurkenna
það.
— Jú, það held ég hann mundi
gera, sagði Pam rólega. Ég held
ekki Jeff myndi ljúga að nein-
um. Ég ætla Iíka að spyrja hann
hvort hann hafi nokkurntíma
sýnt yður ástaratlot.
En við þetta keyrði Phyllis
höfuðið á bak aftur og hló
óhemjulega.
— Já, spyrjið þér hann, fyrir
alla muni. Hann getur ekki neit
að því. Við vorum alitaf saman
í Rio. Og spyrjið hann líka,
hvort hann hafi ekki tekið mig
í faðminn og kysst mig í gær-
kvöldi? Hann sagði líka ýmis-
legt sem er of dýrmætt til þess
að fara að endurtaka það fyrir
yður. Spyrjið hann bara ef þér
trúið mér ekki!
Pam sneri sér, án þess að
svara og gekk út úr káetunni,
og skellti á eftir sér. En orð
Phyllis eltu hana eftir öllum
ganginum, og glumdu í eyrum
hennar. „Spyrjið hann, hvort
hann hafi ekki tekið mig í faðm
sér og kysst mig í gærkvöld".
Jú, það skyldi hún einmitt
gera, hugsaði hún með sjálfri
sér. Engin kvöl er verri en kvöl
óvissunnar. Hversu illa sem það
kæmi við hana, vildi hún vita
sannleikann í málinu. Ef hann
elskaði Phyllis, yrði hún að
beita öllum viljastyrk sínum til
þess að gleyma honum. Ef hún
þá gæti! Ef hún þá nokkurn-
tíma gæti!
Hádegisverðurinn var þegar
hafinn, er hún kom inn í borð-
salinn. Og hún sá, að hann var
þegar seztur við skipstjóraborð-
ið. Fáum mínútum síðar kom
Phyllis og settist hjá 'honum.
Hún var enn kafrjóð, en að öðru
leyti virtist hún róleg og í full-
komnu jafnvægi. Og alla máltíð
ina á enda talaði hún stanzlaust
og hló.
Pam gafst ekki tækifæri til-
að tala við Jeff eftir máltíðina.
Hún hafði of marga viðskipta-
vini að afgreiða. En undir kvöld
ið, þegar hann barði að dyrum
þar sem hún var að vinna, og
spurði hana hvort hún vildi fá
eitt glas með sér og Phyllis,
svaraði hún:
— Nei, það held ég ekki, að
ég vilji, en ég vildi gjarna tala
við þig.
Hann var enn eins og skiln-
ingslaus. — Gott og vel, sagði
hann. — Ég skal hitta þig uppi
á efsta þilfarinu. . Þar er venju
lega fátt um manninn, siðasta
klukkutímann eftir kvöldverð.
Allan kvöldverðinn á enda,
velti hún því fyrir sér, hvað
hún gæti sagt við hann. Það
viirtist annars býsna einfalt:
23
--------------- i
þegar þau loks stóðu augliti til
auglitis í tunglskininu á efsta
þilfarinu, var eins og allt sem
hún hafði ætlað að segja, væri
dottið úr henni. Húin gat ekki
anmað en starað á hann og sagt
í örvæntingu:
—Jeff. Ég . . Ég veit ekki,
hvernig ég á að orða það. . . .en
þegar þú hittir mig fyrst, varstu
þá bara vingjarnlegur við mig
vegna þess, að þú vorkenndir
mér?
Röddin bilaði snögglega og
hann starði á hana steinhissa.
— Hvað áttu við, Pam?
— Ég vil fá að vita . . . og
röddin hækkaði í æsingi . . . —•
hvort þú hefur verið góður við
mig á þessari ferð, bara vegna
Húsmæður ?
Óhrelnlndl og blettír, svo
sem fitublettir, eggja-
blettir og blóðblettir,
hverfa i augabragði, ef
notað er HENK-O-MAT i
forþvottinn eða til að
leggja i bleyti.
Siðan er þvegið á venju-
legan hátt úr DIXAN.
HENK-O-MAT, ÚRVALS VARA FRÁ
_ Entfsmi
F«t-. Kakao-
Milch-. Eiielb-
Schmutz
aktivg^-^ogisch*.
Vöruskemman Crettísgöfu 2,
gengið inn frá Klapparstíg
Mikið magn af vörum, aldrei meira úrval en nú.
Tökum upp f dag mikið af skótaui. Fjölbreytt úrval.
VÖRUSKEMMAN Crettisgötu 2
þess, að hún systir þín giftist
manninum, sem ég var trúlofuð?
Hann dokaði dálítið með svar
ið. Þetta var óþolandi þögn og
neyddi hana til að halda áfram:
— Ó, Jeff, þú mannst, að þú
sagðir við mig, að við skyldum
vera hreinskilin hvort við ann-
að. Þessvegna er ég að spyrja
að þessu. Þú verður að svara
mér Jeff.
Um leið og hún sleppti orðinu
sneri hún sér snöggt frá honum.
Hún þoldi ekki, að augu hans
hvíldu á henni. Og hún varð
hrædd við svipinn, sem hún sá
á andliti hans.
— Setjum svo, að það hafi ver
ið satt, þegar við hittumst fyrst,
Pam, sagði hann loksins lágt.
— Hverju breytir það? Seinna
fór ég að kunna vel við þig,
sjálfrar þín vegna.
—Ég skil, sagði hún dræmt.
Það fór hrollur um hana alla,
ískaldur hrollur. En hún gat
ekki hætt við svo búið — hér
var of mikið í veði.
— Vorkennirðu mér enn?
spurði hún einbeittlega.
Hann virtist hugsa sig ofurlít-
ið um.
—Ég veit ekki, svaraði hann
loksins. — Það er svo erfitt að
skilja sundur tilfinningar okk-
ar og setja þær hverja í sitt
vatnsþétt hólf. Ég veit bara, að
ég kann vel við þig. Hvað viltu
láta mig segja meira?
En hún vildi láta hann segja
meira — miklu meira. Hún var
ekki með sjálfri sér á þessari
stundu. Hún vildi láta hann
segja, að hann hefði aldrei haft
neina meðaumkun með henni —
aðeins ást á henni. Hún þráði
að hann tæki hana í faðm sér og
segði henni, að hann elskaði
hana aðeins. Hún vildi láta hann
sverja, að það sem Phyllis hafði
sagt, væri ekki annað en ljót
martröð.
— Nei, sagði hún loksins
dræmt. — Ég býst ekki við, að
ég gæti með nokkurri sanngirni
farið fram á meira en það. . En
röddin bilaði.
—Þér hefur ekki dottið í hug,
að ég væri ástfanginn af þér?
sagði hann allt í einu.
Hún hrökk við og starði á
hann. En á næsta augnabliki
skalf hún af ákafri blygðun.
Þetta var meiri niðurlæging en
hún hafði enn orðið fyrir. Hún
næstum hataði hann á þessari
stundu. En jafnframt vissi hún,
að þetta var sjálfri henni að
kenna.
— Nei, nei, flýtti hún sér að
ljúga. — Það datt mér ekki í
hug.
Hann brosti ofurlítið, rétt eins
og afsakandi, en þetta var í
rauninni ekkert bros.
— Ég hefði víst ekki átt að
segja þetta, Pam. En mér fannst
bara betra að hafa allt á hreinu.
9. ÁGÚST
Hrúturinn 21 marz — 19 apríl
Hvarflað gæti að þér að taka áhættu í fjármálum í dag, en allt
þesSháttar ber að framkvæma með varúð. Þú heyrir endasleppar
fréttir, treystu á sjálfan þig.
Nautið 20. apríl — 20. maí
Staðreyndimar eru þungbærar, en gerðu ekki of mikið úr þeim
Hafðu allt í röð og reglu.
Tvíburani 21. mií — 20. júní.
Ofþreyta gerir vart við sig Taktu ekki mark á slefburði.
Hvíldu þig eftir þvi, sem hægt er
Krabbinn 21. júní — 22. júlí.
Gerðu ráð fyrir frjóu hugmyndflugi í dag, en vertu raunsær.
Ljónið 23 júlí — 22 ágúst.
Það er einhver ruglingur á samvinnunni i dag. Segðu ekki
annað en meiningu þína. Hlustaðu vel á það, sem aðrir segja.
Meyja 23. ágúst — 22. sept
Næstu þrjár vikurnar tekurðu mikinn þátt I félagslffinu, og
hugðarefnum þínum fjölgar og þú vekur athygli
Vogin 23. sept. — 22. okt.
Margir vilja ráðleggja þér, hvernig fjármunum þínum myndi
bezt varið. Gerðu ekkert, fyrr en seinna, því að þér mun verða
margt ljóst, er fram líða stundir, sem hagkvæmara yrði.
Sporðdrekinn 23. okt. — 21. nóv
Vertu þoþnmóðu,, þótt illa gangi að ná settu marki. Kynntu þér
ný málefni í kvöld
Bogmaðurinn 22. nóv. — 21. des
Tækifærin gefast til sátta við einhvern, Lagaðu til í kringum
þig, því eitthvað óvænt skeður bráðum.
Steingeitin 22. des. — 19. jan
Haltu fast í skildinginn, og reyndu að hvila þig vel
Vatnsberinn 20. jan. — 18. febr.
Gættu vel að samningsatriðum, og fáðu einhvern glöggann til
aðstoðar, og legðu ekki of hart að þér i vinnu
Fiskarnir 19. febr. — 20. marz.
Gakktu beint til verks, og þá liður þér strax betur Farðu vel
með heilsuna