Morgunblaðið - 09.08.1968, Síða 27

Morgunblaðið - 09.08.1968, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 1»68 27 Fyrrverandi stuöningsmaður Rockefellers varaforsetaefni Spiro T. Agnew, grískœttaður ríkisstjóri í Maryland, átti blökkumönnum að þakka kosningu sína, en afstaða hans hefur harðnað vegna kynþáttaóeirðanna Aniniapolis, Maryland, 8. ágúst. AP-NTB. VARAFORSETAEFNI repú- blikana, Spiro T. Agnew ríkis stjóri í Maryland, var einn ötulasti stuðningsmaður Nel- son A. Rockefellers áður en hann ákvað að styðja Richard M. Nixon. Agnew er 49 ára að aldri og einn af yngstu ríkis- stjórunum í sögu Marylands. Hann er fyrrverandi demó- krati og sonur innflytjanda frá Grikklandi. Faðir hans rak veitingahús í Baltimore í Maryland, en varð að hætta við rekstur þess í kreppunni og fjölskyldan bjó við kröpp kjör. Árið 1937 hóf Agnew násn við John Hopkins-háskóla og lagði stund á efnafræði en hætti því íiámi að þremur árum liðnum, og hóf lögfræðinám í kvöldskóla Baltimore-háskóla. Hann fékk starf hjá tryggiinga fyrirtæki og trúlofaðist Elin- ore Isobel (Judy! Judenfind, ritaira hjá fyrirtækinu, en þau giftust ekki fyrr en 1942 vegna heimsstyrjaldarinnar. Þá hafði Agnew brautskráðst frá liðsforingj'askólanum í Fort Knox í Kentucky. Tveimur árum síðar var Agmew sendur til vígstöðv- anna og barðist hann í Frakk landi og Þýzkalandi, meðal annars í orrustunni í Ardenna fjöllum. Hann var sæmdur fjölda heiðursmerkjn fyrir vasklega framgöngu. Þegar hann sneri aftur til Bandaríkj anna 1946 sagði hann sig úr Demókrataflokknum og gerð- ist repúblikani, en faðir hans hélt tryggð við Demókrata- flokkinn til ársins 1962. Það ár var sonur hains kosinn hér aðsstjóri Baltimore-héraðs fyrir repúblikana. Eftir 'heims styrjöldina sineri Agnew sér aftur að lögfræðinni og lauk prófi 1947. Skjótur frami Á árumum 1957 til 1961 átti Agnew sæti í áfrýjunarrétti í Baltimore og var um tíma forseti hans, en var vikið frá störfum þegar demókratar fengu meirihluta í héraðskosn ingum. Sigur hans í kosning- unni um embætti héraðs- stjóra 1962 var eftirtektar- verður vegna þess að í kjör- dæminu voru skráðir meðlim ir demðkrataflokksins fjóirum sinnum fleiri en meðlimir repúblikanaflokksins. Hann vann mikið að húsnæðismál- um í embættistíð sinni og átti það mikinn þátt í sigri hans í ríkisstjórakosningun- um 1966. Blökkumemn fylgdu Agnew að málum en andstæð ingur hans, George P. Mahon- ey, reyndi að afla sér fylgis hvítra manna, sem óttuðust að stefna Agnews í húsnæðis málum mundi lækka hús þeirra í verði. Á undamförnum tveimur árum hefur aðstaða Agnews til réttindabaráttu blökku- manna breytzt vegna kynþátta óeirðanna í Bandaríkjunum, þótt hann neiti því sjálfur. Hann sagði nýlega við blaða mernn, að stefna sím hefði ekki breytzt í þessum mál- um — það væru aðriir sem breytt hefðu um stefnu og færzt lengra til vinstri. En eftir gifuirlegar óeirðir sem brutust út í Balitimore eins og í fleiri borgum Bandaríkj- anna í kjölfar morðsins á dr. Martin Lutiher King, fór ekki á milli mála að afstaða hans hafði harðnað. Þá kallaði hamn leiðtoga blökkumanma í borginni á sinn fund og sak- aði þá um að þora ekki að for dæma þeldökka kynþáttahat ara. Hanm sagði að baráttan fyrir jafnrétti hefði horfið í skugga nýrra baráttu fyrir tafarlausum kjarabótum. Helmingur blökkumannaleið- toganna gekk af fundinum, en afstaða ríkisstjórans hélt áfram að harðna. Aðeins einni viku áður þvertók Agnew fyrir að hitta að máli leiðtoga um 260 stúd- enta frá Bowie State College, þar sem blökkumemn eru í meirihluta. Stúdentarnir efndu til setuverkfalls við ríkisþinghúsið til þess að leggja áherzlu á kröfur sínar um bættan aðbúnað stúdenta. í stað þess að hlýða á kröfur stúdentanna lét Agnew hand- taka þá alla. Fyrir aðeins einni viku, á síðasta blaðamannafundinum sem Agnew hélt áður en hann fór til Miami að sitja flokks- þinig repúblikana, sagði hann afdráttarlaust, að lögreglufor ingjar ættu ekki að hika við að skjóta á fólk, sem léti greipar sópa um verzlamir í óeirðu/m, ef það neitaði að 'hlýðnast fyrirskipumum um að nema staðar. Hann sagði, að ef almenningur femgi þá hugmynd, að hægðarleikur væri að komast upp með rán og gripdeildir ef lögreglan gæti ekki elt menn uppi, þá mundu lög og réttur fara veg allrár veraldar. Sneri baki við Rocky Um síðustu áramót lýsti Agnew opinberlega yfir því, að hann mundi styðja Nelson A. Rockefeller, rikmtjóra í New York, í forsetaframboð fyrir repúblikana, þar sem hann væri sigurstranglegasti frambjóðandi flokksins. Hann kom á fót samtökum, sem áttu að berjast fyrir útnefn- ingu Rockefellers. 21. marz bauð hann nokkrum vinum heim til sín til að hlusta á Rockefeller lýsa því yfix í sjónvarpi, að han-n gæfi kost á sér I baráttunni um tilnefn Spíró T. Agnew, varaforsetaefni Repúblíkanaflokksins á fundi með fréttamönnum í morgun, eftir að tilkynnt hafði verið um útnefningu hans. inguna í forsetaframboðið. En flestum á óvart lýsti Rocke- feller því yfir, að hann gæfi ekki kost á sér, og Agnew varð fyrir sárum vonbrigð- um. Tveimur vikum síðar sagði Agnew á blaðamannafundi: „Ég er enn þeirrar skoðunar, að Nelson Rockefeller ríkis- stjóri sé bezti frambjóðand- inn, sem Repúblikanaflokkur- inn getur boðið kjósendum í nóvember, en ef bezti fram- bjóðandinn vill ekki verða frambjóðandi er engan hægt að kjósa.“ Greinilegt var að Agnew hafði snúið baki vfð Rockefeller. Þegar Rockefell- er skipti um skoðun einum mánuði seinna og gaf kost á sér gerði hann ítrekaðar til- raunir til þess að tryggja sér stuðning Agnews á ný, en allt kom fyrir ekki. Agnew lýsti ekki opinber- lega yfir stuðningi við Nixon fyrr en á mánudaginn, en þótt hann héldi því alltaf fram að hann hefði ekki tekið afstöðu til baráttunnar um forsetaframboðið, var vita'ð að Nixon bað hann að halda tilnefningarræðuna þegar þeir ræddust við í Maryland Ævrir þremur vikum. Og á fundin- um í gær hélt hann ræðuna þótt samstarfsmenn Rockefell ers legðu hart að honura að styðja Rockefeller. Fyrir fimd inn í gær sagði Agnew, að hann hefði mikið álit á Rocke feUer en hefði einnig fengið samúð með Nixon. Árið 1964 studdi Agnew William Scranton, ríkisstjóra í Pennsylvaníu, þegar hann keppti við Barry Goldwater um útnefningu í forsetafram- boðið á flokksþingi repúblik- ana þá, en í kosningunum um haustið studdi hann Goldwat- er á móti Johnson forseta. Spiro T. Agnew er fyrsti ríkisstjóri Marylands sem er af grískum ættum. Faðir hans hét Anagnostopoulos en breytti nafni sínu. Þessi var á leið til Reykjavíkur með ýmsan varning, aðallega kjöt og landbúnaðarvörur. — Umferðakönnun Framhald af bls. 28 Við hittum að máli nokkra athugunarmennina, sem voru við vegamótin til Þingvalla og spurð um þá um önnunina, og var klukkan þá langt gengin í sex. Þeir sögðu okkur, að u.þ.b. 550 bílar hefðu farið í átt til Reykjavíkur um daginn. „Og hvers konar bílar voru það aðallega? „Það eru lang mest malarbílar og vöruflutninigabílar. Svo er líka nokkuð af fólki sem er á leið úr sumarfríum." „Hvernig hefur þetta gengið?" „Þáð hefur gengið nokkuð vel, að vísu verið leiðindaveður og eins og þú sérð, er allt vaðandi í for. Við stöðvum fimmta hvern bíl, og þeir hafa allir stoppað nema tveir, já — og svo hafði sendiráðsbíll ekki tíma til að svara okkur, hann var eitthvað að flýta sér. Annars hefur enginn neitað að svara okkur.“ Vfð ræddum líka við þá, sem fylgdust með bílunum sem fóru ur bænum. Þeir sögðu okkur, að það hefðu eitthvað um 790 bílar komið úr bænum. „Þeir eru að lang mestu leyti vöruflutningabílar, en eitthvað af fólki sem er að fara í sumar- frí.“ „Og hvert fer fólkið?“ „Af þeim, sem við töluðum við og ætla í sumarfrí, eru flestir á leið norður í land, en sumt fer styttra, t.d. í Borgarfjör’ðinn eða Snæfellsnes." „Og um hvað spyrjið þið “ „Við spyrjum hvert fólkið sé að fara, hvað margir séu í bíln- um, hvaða tegubd bíllinn sé og hvað þungur. Þá viljum við líka vita, hvað hann flytji, ef það er vöruflutningabíll.“ ------4 - SALTFISKUR Framhald af hls. 28 saltfiski gæti stafað af kopar- mengun, sem getur verið hættu leg. Sag'ðist Finnbogi ekki vita, af hverju gulan stafaði. Þá sagði Finnbogi, að SÍF hefði annazt gerð samninga um sölu aflans eins og alls annars saltaðs fisks, sem út úr landinu færi og hefði hann því leitað til samtakanna um að þeir létu rannsaka aflann úti í Esbjerg og selja þann hluta aflans, sem óskemmdur væri, en síðan yrði afgangurinn fluttur hingað til lands og verkaður á hugsanleg- an Brasilíumarkað. Nú hefði loks tekizt, að fá samþykkt, að menn færu til Esbjerg og yrði lagt af stað í dag. Þá gat Finnbogi þess einnig, að trúlega yrði mjög erfitt að selja hluta af aflanum úr því að ítal- ir hefðu á annað borð neitað hon um í fyrstu og væri mjög alvar- legt, ef koma þyrfti með allan aflann til baka. Hér á landi lægju fyrir mörg þúsund lestir af salt- fiski af vertíðinni, svo ekki væri á það bætandi. Sagði Finnbogi að hætta væri á, að fiskurinn um - ROCKEFELLER Framhald af bls. 1 ferðar, ráðninga fjölmenns starfsliðs og leigu á flota far þegaþota til að endasendast í fram og aftur um Bandarík- in. Rockefeller reyndi að safna fylgi með sjónvarpsaug lýsingum og röðum af heil- síðuauglýsingum í helztu dag blöðum Bandaríkjanina. Hann vildi láta skoðanakannanir sýna fram á hve miklu fylgi hann átti að fagna meðal þjóðarinnar og sannfæra þannig flokksfor.ustuna um að hann væri frambjóðand- inn, sem þeir þyrftu til að tryggja yfirburðarsigur í kosn ingunum í nóvember. Að vissu leyti tókst þessi herferð. Eft ir lítt áberandi byrjun tóku niðurstöður skoðanakannan anna smám saman að snúast honum í hag. Helztu erfiðleikarnir vegna of seins framboðs komu í ljós þegar Rockefeller tókst ekki að ná aftur fylgi fyrri stuðn- ingismanna sinna. Spiro T. Ag new ríkisstjóra í Maryland, sem áður stóð fremstur í flokki þeirra republikana, er borð í Helgu Guðmundsdóttur hefði skemmzt eittihvað þennan tíma, sem skipið hefði beðið I Esbj-erg, því miklir hitar hefðu verið 'þar undanfarna daga. reyndu að fá Rockefeller til að gefa kost á sér til for- setaframboðs, er gott dæmi. Sagt er að honum hafi mjög gramist yfirlýsing Rocke fellers hinn 21. marz. Á þing- inu virti hann ekki viðlits óskir Rockefellers um að hann reyndi að halda fulltrúa- nefnd Maryland-ríkis óháðri og það var hann sem fyrstur tilnefndi Nixon forsetaefni á fundinum á miðvikudag. Ann ar, sem áður var eindreginn stuðningsmaður Rockefell- ers, var John A. Volpe rík- isstjóri í Massachusetts. Varð hann fyrstur til að styðja til- lögu Agnews um tilnefningu Nixons. Rockefeller ræddi stutt- lega við fréttamenn í gær- morgun, eftir að úrslit voru kunn varðandi forsetaefni flokksins. „Mér sýnist flokks þingið hreinlega hafa talið Dick Nixon æskilegri, og sama er að segja um flokks- leiðtogana. Svo einfalt er það,“ sagði hann. Aðspurður hvort hann teldi ósigurinn stafa af mistökum í rekstri kosningabaráttunnar, svaraði Rockefeller: „Ég vildi engu þar um breyta."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.