Morgunblaðið - 02.10.1968, Síða 3

Morgunblaðið - 02.10.1968, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 196S 3 Verðandi stúdína háseti á síldarbát í sumar Reyðarfirði, 28. september I okkar alkunnu austfirzku þoku, lagðist hér að bryggju um miðjan dag í dag m.s. Gunnar S.U. 139, en hann er gerður út héðan. Gunnar kom frá hinum Ijarlægu síldarmið um þar sem síldveiðifloti okkar landsmanna dvelst á um þessar mundir. Fréttamað ur Morgunblaðsins brá sér um borð, og spurðist fyrir um afla, veiðihorfur og fleira. Fyrst náðist tal af skipstjóranum Jónasi Jóns- syni og fórust honum orð m. a. á þessa leið: Við komum nú með 825 tuinnur af saltaðri síld um borð, og var veiðisvæðið um 390 milur N.NV. frá Langa- nesi. Þessi veiðiferð tók okk ur alls 16 daga og hygg ég að hásetahlutur úr þessari ferð verði um 24 til25. þús. kr,- Um útlit hans á frekari veiðihorfum fyrir Austur- landi sagði Jónas: — Eins og kunnugt er hefur síldin und anfaTÍð verið á hraðri leið vestur á bóginn, en hefur síð ustu tvo sólarhringa beygt meira til suðurs, sem og fiski fræðingar höfðu gert ráð fyr ir. Það er vonamdi að hún nái á miðin hér út af Austur iaindinu áður en langt um líð ur, eins og allar horfur virð ast benda til, en vart er ég bjartsýnn á, að síldin komi á þessu ári á svo nefnt Rauðatorg, sem oft hefur reynzt svo gjöfult á síld, en það er um 60 mílur í austur frá Gerpi. Jónas taldi að síldin myndi vart nálgast landið nær en 100 til 150 mílur miðað við Austfirði, að hans áliti. Ég þakkaði Jónasi fyrir þetta rabb, en ti'lefni þessar- ar heimsóknar var ekki hvað sízt að spyrjast fyrir um það. hvort rétt væri, að hann hefði stúlku sem háseta hjá sér um borð. Reyndist svo vera og eftir stutta leit náði ég stuttu samtali við hana. Vigdís Hallgrímsdóttir heit ir hún og er fráReyðarfirði, nemandi í 6-bekk Mennta- skólans að Laugarvatni. Ég spurði hana hvað hefði vald- ið því, að hún gerðist háseti á síldarbát. — Ég átti ekki annarra kosta völ, sagði hún, — ekk , ert var að gera í landi. En ég hef alltaf haft til- hneigingu ti-1 að sjá fyrir mér sjálf, að svo miklu leyti sem ég hef glatað, og því sló ég tiL — Telur þú, Vigdís, að kvenfólk geti átt einhverja framtíð fyrir sér á síldar- bátunum. — Það er erfitt að svara því til í fljótu bragði. En með þeim breytingum sem orð ið hafa, stærri bátum og mun betri aðbúnaði, og með tilliti til þess, að nú er almennt farið að salta um borð, þá tel ég að kvenfólk geti skil- að sínu dagsverki þar engu síður en karlmenn. — Nú varst þú eini kven- maðurinn um borð. Hvernig voru piltarnir við þig. — Þeir voru mér agalega góðir og ég kann þekn beztu þakkir fyrir samveruna í sum ar. • Þessi síldarvertíð mín frá því um miðjan júlí og fram til þessa dags hefur gert það að verkum, að ég get haldið áfram námi í vetur, og ef allt gengur að óskum, orðið stúdent í vor, sagði Vigdís að lokum. Vigdís Hallgrímsdóttir um f jarðarhöfn. Úrskurður í uppboðsrétti Reykjavíkur: Krafa um greiðslu stóreignaskaffs fyrnist þegar 4 ár eru liðin frá lögtaksaðgerðum Fyrir skömmu var kveðinn upp í uppboðsrétti Reykjavíkur úrskurður i máli Tollstjórans í Reykjavík f.h. ríkissjóðs gegn Timburverzluninni Skógur h.f. í Reykjavík. Hafði sóknaraðili krafizt uppboðs á eign fyrirtæk isins til lúkningar á stóreigna- skatti, sem á fyrirtækið var lagð ur samkvæmt lögum frá 1957. Fyrirtækið krafðist hins vegar sýknu á þeim forsendum að kraf an væri fymd. í uppboðsrétti var felldur sá úrskurður, að krafa Tollstjóra hefði fyrnzt, þegar 4 ár voru liðin frá lög- taksaðgerðum, eða 5. ágúst 1964, og jafnframt veðréttur sá, er til varð við framkvæmd lögtaksins. Beri því að synja um framgang uppboðsins. Málskostnaður var felldur niður. Sóknaraðili, byggði kröfur sín ar einkum á eftirfarandi atrið- um: Skatturinn er lagður á eft- ir lögum frá 1957 um skatt á stóreignir og gjalddagi hans hafi verið 16. ágúst 1958. Lögtak hafi verið gert fyrir skattinum 2. maí 1961, en upphaflega hafi málið verið fyrir tekið í fógeta- réttinum 5. ágúst 1960. Áður hafi verið búið að birta almenn- an lögtaksúrskurð lögum sam- kvæmt og lögtalsheimild sé fyrir skattinum. Við lögtakið hafi ver ið mætt af hálfu beggja aðila og séu engir sjáanlegir formgalLar á lögtaksgerðinni og henni hafi ekki verið áfrýjað til æðri rétt- ar. Gerðin sé því fullgild upp- boðsheimild. Sóknaraðili hefur bent á, að all langur dráttur hafi orðið á, að gengið væri að hinni lögteknu eign. Kveður hann það einkum stafa af því, að fyrir dómstólun- um hafi á þessum tíma verið rek borð I v.b. Gunnari í Reyðar- in nokkur mál út af samskonar skatti og sé um að tefla í máli þessu. Eftir að sýnt hafi verið, að ekki yrðu frekari breytingar gerðar hjá dómstólunum, sem gætu skipt máli fyrir fjölda gjald enda, hafi þegar verið hafizt handa um að ganga til uppboðs hjá þeim, sem «nn áttu ógreidda skatta. Innheimta skattsins hafi hinsvegar hafizt þegar á árinu 1958, enda varnaraðili borið fyr ir sig ákvæði 2. gr. lögtakslag- anna um að lögtaksréttur fyrnd ist á 2 árum frá gjalddaga, þó sé það nóg, að lögtaks hafi verið beiðzt áður en fresturinn sé lið inn, enda fylgi beiðandi fram lögtakinu með hæfilegum hraða. Lögtak sé heimilað til hagræð- is fyrir gerðarbeiðanda, en hæfi legur hraði skuli á hafður og sé það ákvæði til hagsmuna fyrir gjaldanda, þ.e., hann eigi rétt á úrslitum málsins án óþarfs drátt ar. Þótt fjárnám sé sérstök rétt- argerð og uppboð önnur, þá sé Framh. á Ms. 8 STAKSTEINAR Kennsla hefst aftur fimmtudaginn 3. október í Tjarnarbúð, Oddfellowhúsinu, Vonarstrœti 10. Innritun og upplýsingar í síma 83082 eftir kl. 5. Kennt í byrjenda- og framhaldsflokkum V erðlauna-Magnús og Verkamaðurinn Mikíl deila er risin upp milli ritstjóra Þjóðviljans og Verka* mannsins. Eru stóryrðin ekki *» spöruð í þeirri deilu. Hér fer á eftir lýsing Verkamannsins á Akureyri á starfsaðferðum eins ritstjóra Þjóðviljans: „Magnús Kjnrtansson heitir ritstjóri Þjóðviljans. Maður sá er pennalipur og hefur fengið verðlaun fyrir vandaða meðferð móðurmálsins. Verðlaun fyrir sannsögli eða heiðarlegar frá- sagnir hefur Bjami forsætisráð herra hinsvegar aldrei veitt hon um og eigi heldur aðrir aðilar. Magnús þessi hugðist fyrir ekki löngu gerast stctr maður á stjómmálasviðinu og áleit hentugustu og fljótfömustu leið til þess frama að láta ekkert tækifæri ónotað til að svívirða saklausa menn. Hann réðist f fyrstu gegn Hannibal Valdimars <«.- syni og hefur á annað ár notað blað sitt til að ófrægja þann mann, en með litlum árangri, þvi að flestum landsmönnum er kunnugt, að Hannibal er einna heiðarlegastur og bersöglastur þeirra manna, sem nú fást við stjórnmál á íslandi. Verðlauna-Magnús hefur einn ig haft mikla áráttu til að níða ritstjóra Verkamannsins og hef- ur beitt allskonar lygum og að- dróttunum í þvi efní. Verkamaðurinn hefur yfirleitt ekki séð ástæðu til að elta ólar við lygar Verðlauna-Manga, en á sunnudaginn var sló Mangi öll sín fyrri met, svo að tæpast verður komizt hjá að segja frá. Þann 13. þ.m. birti Verkamað urinn viðtal við Jón Bjamason ljósmyndara á ísafirði um þá at burði, er meirihluti fulltrúa á kjördæmisþingi Alþýðubanda- lagsins á Vestfjörðum gekk af fundi. Verðlauna-Mangi hélt því fram í blaðl sínu, að Verkamað- w urinn hefði ekkert viðtal átt við greindan Jón, heldur væri „for síðugreinin með fimm dálka þriggja línu fyrirsögn samin á skrifstofum Verkamannsins án þess að hafa samband við Jón A. Bjarnason“! Og Mangi klykkti út með því að segja: „Munu vart dæmi slíkra vinnu- bragða í blaðamennsku jafnvel þó leitað væiri á síðum „Verka- mannsins“ síðasta misserið". Síðan skýrir Verkamaðurinn frá skeyti Jóns Bjarnasonar til staðfestingar því, að blaðið hafi farið rétt með ummæli hans og segir svo: „Verkamaðurinn ætlar að svo stöddu að spara kostnað við myndamótagerð af skeytinu yfir t marga dálka þó að Magnúsl þyki nauðsyn að fara þannig með skeyti, sem honum berast. En þá ber líka á það að láta, að Verkamaðurinn hefur engan stvrk til útgáfunnar flrá fjár- málaráðuneytinu. Það háa ráðu- neyti hefur enga ástæðu séð til að styrkja útgáfu Verkamanns- ins, þó að því hins vegar þykl nauðsyn að tryggja útkomu Þjóðviljans og dreifa Iygafrétt- um hans í hundraðavís innan lands og utan. Að lokum skal það tekið fram, að ritstjóri Verkamannsins var eitt sinn fréttaritari Þjóðviljans á Norðurlandi eystra, en hann gaf þann starfa frá sér, vegna <* þess að þeim hjá Þjóðviljanum reyndist um megn að fylgja svo línu sannleikans, að þeir gætu birt fréttaskeytin að norðan án þess að blanda þau ósannsögli og rangfærslum. Sama ástæða mun og hafa valdið því, að í rit- stjórnartíð Magnúsar Kjartans- sonar hefur kaupendum Þjóð- viljans fækkað um eigi minna en 50 prósent og áskrlfendur blaðsins eru nú helzt þeir, sem safna fágætum blöðum".

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.