Morgunblaðið - 02.10.1968, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.10.1968, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBBR 1968 Afmœliskveðja: Ingigerður Einars- dóttir sjötug Fórstu mjúkum mildum höndum um blómlauka í bernsk-u garði, sveitabarn í sólarranni til starfa borin af stofni merkum. Æskunnar unað og eðli gott t ' Systir okkar Anna Tómasdóttir, andaðist í Kaupmannahöfn 19. september. Jarðarförin hefur farið fram. Sigríður Tómasdóttir Margrét Tómasdóttir Guðmundur Tómasson. tryggar taugar geyma trúföst hönd tállaust hjarta bægir bylgjum nauða. Ef á bjátar engin er betri. Farsældar fegurst fræ til dáða heiman maður hefur í för margur stærst þegar mest reynir. Vina hópur verðugt þakkar. Samhent hjón sælu njó<ta ofin er saman atorka og dyggð, tengd eru í eina trúfasta heild böm og ástvinir í bræðralagi. Hvað er fegra friði og hagsæld Guðs í góðum heimi. t Eiginmaður minn og faðir Jörundur Sveinsson loftskeytamaður, andaðist af slysförum 29. f. m. Margrét Einarsdóttir og börn. t Kveðjuathöfn um móður okk- ar og tengdamóður, Laufeyju Pálsdóttur, verður í Akureyrarkirkju föstudag 4. október kl. 1% e. h. Sólveig og Poul Dyhre- Hansen, Valgerður Þorsteinsdóttir, Steingrímur J. Þorsteinsson. t Eygló María Guðmundsdóttir Dalbæ við Breiðholtsveg, verður jarðsett frá Fossvogs- kirkju fimmtudaginn 3. okt. kl. 1.30. t Alúðarþakkir sendum við öllum sem auðsýndu samúð og hlýhug við fráfall og jarð- arför eiginmanns míns, tengdaföður og föður okkar, Vilhjálms Ríkharðssonar Kringlumýri 18, Akureyri. Eiginmaður, móðir, böm og tengdaböm. Eva Sigurðardóttir Sigurður og börn. t Þökkum af alhug öllum er sýndu okkur vináttu og hjálp við andlát og jarðarför t Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför Jónfríðar Gísladóttur frá Fífustöðum. Björns Þorleifssonar Þórukoti, Ytri-Njarðvík. Sérstakar þakkir færum við læknum og starfsfólki Fjórð- tmgssjúkrahússins á Akur- eyri, fyrir góða hjálp og hjúkrun í veikindum hennar. Guð blessi ykkur öll. Ragnhildur Gísladóttir og vandamenn. Guð blessi ykkur. Guðlaug Stefánsdóttir Þorleifur Bjömsson Ragnheiður Bjömsdóttir Stefán Bjömsson Jóhanna Ámadóttir Þórir Bjömsson Aud Bjömsson Guðrún Björnsdóttir Hreinn Óskarsson. t Maðurinn minn og faðir oklcar KRISTINN VAGNSSON kaupmaður Reyðarfirði, andaðist í Landsspítalanum 30. september. Sesselja Magnúsdóttir, Klara Kristinsdóttir, Magnús Kristinsson, Þorsteinn Kristinsson. Lýsi að eilífu ljósin ykkar blíðum börnum hjá Ljúfar þakkir fyrir liðin ár. Líður dagur dvína skuggar, hátt er heiði, björt sólarsýn. Sæl er sú kona sitt er á ilmblóm ástar annarra hjörtum. Ingigarður Einarsdóttir er fædd 2. oktober 1898 að Kirkju bæ í Hróarstungu dóttir merkis hjónanna Einars Jónssonar próf aats og fræðimanns og konu hans Kristínar Jakobsdóttur prests á Miklabæ í Skagafirði og víðar. Standa því að henni miklar og góðar ætrtir sem ekki er á mínu færi að rekja hér enda óþarfi. Böm presthjónanna voru fjög- ur, Sigríður eldri systiriin skemmtileg og gáfuð kona, lézt í blóma lífsins, nýgift ungum og görvilegum ágætismanni. Bræð- umir voru tveir, Vigfús, lengi skrifstofustjóri í stjórnarráðinu einnig hann er Iátinn fyrir all- löngu og sr. Jakob Einarsson, sem fyrst gerðist aðstoðarprest- ur hjá föður sínum að Hofi í Vopnafirði og síðar prestur og prófastur þar, unz hann hætti embættisstörfum og flutti ásamt konu sinni til Reykjavífcur 1958 Hefur hann síðan unnið að út- gáfu nafnaskrár við hið mikla ritsafn föður síns „Ættir Aust- firðinga“ sem nú er að fullu lok ið. Ingigerður er yngsta barn þeirra prestshjónanna, og mun hafa flutzt í Hof með þeim, laust eftir fermingaraldur. Árið 1921 giftist hún manni sínum Helga Tryggvasyni og dvöldu þau fyrstu búskaparárin á heimili foreldra hennar. Helgi var ráðs t Inhilegustu þakkir til allra, fjær og nær, sem sýndu okk- ur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför konu minnar, móður okkar og ömmu, Jónínu Einarsdóttur Seljalandi, Vestmannaeyjum. Guð blessi ykkur öll. lsak Arnason, börn og barnaböra. t Þökkum af alhug öllum fjær og nær sem auðsýndu Okkur samúð og vinarhug við and- lát og jarðarför elskulegrar unnustu minnar, dóttur okk- ar og systur, Bergljótar Ragnheiðar Metusalemsdóttur. Guð blessi ykkur ölL Svavar H. Björnsson Rósa Bergsteinsdóttir Metúsalen Ólason Guttormur, Óli og Bergsteinn. maður fyrir búi tengdaföður síns, sem síðar verður vikið að. Þau fluttust til Reykjavíkur og settust þar að með börn sín, er voru fædd þá. Á þessu fjöl- menna, stórbrotna rausnarheim- ili á Hofi ólst Ingigerður upp ásamt systkinum og fóstursyst kinum, heimili sem ég hygg að hafi um marga hluti átt fáar hliðstæður, bæði um reisn og menningarbrag og einnig rausn og hjálpfýsi. Séra Einar var elskaður og virtur af sóknarbörnum sínum og öllum er til þekktu. Það var gaman að koma í Hof. Bærinn sjálfur, gamli stóri bærinn og allar hinar byggingarnar var hreint ævintýri. Annar stærsti bær á Austurlandi, hinn Skriðu klaustur, las ég í Óðni einu sinni. Þá að koma inn, bóka- hililur frá gólfi til lofts, fagur- lega innbundnar, þökk sé Helga Tryggvasyni, stóra slagharpan hans Sr. Einars. Hvar sér maður slíkt á einu sveitaheimili nú til dags? Hvað þá á þeim tíma, org el og plötuspilari með ótal plöt- um, já meira að segja hláturs- plötum, sem enginn stóðst án þess að smitast. Og svo var svo margt heimilisfólkið að auðvelt var að slá upp dansleik ef kvöld vakan gaf tilefni til skemmtana og nóg var um músik og ekki skorti veitingar og broshýrt við mót hinna öldruðu húsbænda þeg ar unga fólkið vildi hreyfa sig, gleðjasit og finna upp á ein- hverju skemmtilegu. Það lætur því að líkum að slíkt heimili hafi einnig þurft mikils með, bæði hvað stjórn- semi og manndóm snerti og ver- ið góður skóli fyrir þá, aem þar dvöldu og ekki síst hina ungu heimasætu, sem var þar að alast upp og móður sinni til aðstoðar eftir lát systurinnar. Dvaldist hún þar því fyrstu árin eftir giftinguna ásamt manni sínum eins og ég gat um áður þar til þau fluttu suður á bóginn og nokkru síðar stofnuðu nýtt heim ili að Lóugötu 2, 1 Reykjavík, sem brátt stækkaði unz bömin voru orðin 6, 5 synir og ein dótrt ir Auk þess dvaldi frú Kristín móðir hennar hjá þeim eftir lát manns síns og naut þar umhyggju og ræktarsemi þeirra hjóna með al barnanna, umvafin ást og um- hyggju fjölskyldunnar. Það sýndi sig strax að Ingigerður var vandanum vaxin er hún bjó með manni sínum að Lóugötu 2, og hafði á höndum þetta stóra og umsvifamikla heimili. Helgi Tryggvason er upprunn inn af Austurlandi eins og hún og hafði eins og fleiri ungir og efnilegir menn leitað sér menntumar í Gagnfræðaskóla Ak ureyrar, en varð að nema stað ar eins og altítrt var á þeim árum, sökum efnaskorts. Hann gerðist ráðsmaður á heimili föð ur Ingigerðar og þar kynnrtust þau. Vann hann strax hvers manns hylli, sökum hæfileika sinna, artorku, glaðværðar og ljúfmennsku. Mér hefur ætíð virst að þau hafi um flesta hl.uti átt svo vel saman að vart sé hægt að minnast þeirra án þess að nokkur grein sé hinu ger, og það eitt sem greindi á í fari þeirra, meðan þau voru að skila sínu mikla hlutverki af höndum sér og koma því heilu í höfn, svo vel, sem nú er og gerta litið yfir liðinn dag með bros á vör. Því vissulega hefur allt þeirra starf borið blessunarríkan ár- angur í hvívetna. Það er að vonum margt, sem mér kemur í hug, þegar ég hugsa til þess að í dag á Ingi- gerður Einarsdóttir sjötugsaf- mæli. Ég sem hefi þekkt hana og hennar fólk svo lengi, og vissi að á daginn sat hún önnum kaf- in og vann með manni sínum að ihugðarefnum hans, því nú voru böm hjónanna öll svo vel á vegi stödd og þó að hún ætti barnabörn, sem hún eitthvað fylgdist með líka, þá var nú heimilið þetta minna í sniðum en áður að hjónin þau fá sér þetta til dundurs nú orðið. Já, ég skal játa það hér að ég lét benda mér á þessa staSreynd og tek það ráð að flokka hana undir þau ummæli hins aldna spekings sem kvað hafa sagt, „Góðar kon ur eldast aldrei“. Það mun hafa verið 1915 er við Ingigerður sáumst fyrst, þá ungar að árum heima í foreldra- húsum mínum að Ytra —Álandi í Þistilfirði. Sigríður systir Ingi gerðar hafði verið að gifta sig og unga fólkið hafði farið í skemmtiferð á gæðingum sínum inn í Axarfjörð, sem þá var eft irsótrtur staður að Ásbyrgi með- töldu, fyrir æskufólk og aðra þá sem vildu njóta náttúrufeg- urðar, gróðurs og gæða sumars- ins og ekki síst góðra hesta, sem alla jafna voru ti'l á Hofi og voru eins og alkunna er einu samgongutækin á landi hér um þær mundir. Þau voru þrjú sam an systkinin frá Hofi, Sigríður og maður hennar, Sigurður Þor steinsson, Ingigerður og Jakob bróðir þeirra, sem þá var enn í skóla. Einnig var í fylgd með þeim frænka þeirra, Ingibjörg Halldórsdóttir, sem enn er á lífi og ég man mjög vel eftir, ljós- hærð og björt yfirlitum. Guðbjörg systir mín og Sig- ríður voru skólasystur úr kenn- araskólanum, en bróðir okkar Hermann var um sömu mundir og Jakob við sitt guðfræðinám í Rvík., þó þeir væru ekki bekkj arbræður, þekktust þeir úr skóla lífinu. Það var því að vonum að við Inigerður hefðum meira sam eiginlegt að tala um en hitt fólkið og féll strax vel á með okkur, þrátt fyrir það að ég var hálffeimin við þetta „fyrirfólk" sem það var að sjálfsögðu í mím um augum, svo vel búið, fallegt og frjálsmannilegt. En faðir minn var gestrisinn og ræðinn og gest irnir virtust glaðir, og að 'lok- um fylgdum við þeim nokkuð áleiðis, þótt minna væri um góð hesta heima, en á Hofi. Fártt er eftirminnilegra frá æskudögum en samfylgd á sólskinsdegi, með góðu og skemmtilegu fólki á gæð ingum sínum, þegar unaður vors ins æskan og þrótturinn sindrar í geislabrotum líðandi stundar og samstillist í sambúð manns og hests og nær þeirri fyllingu að eigi gleymist. Og þarna í þess ari mynd frá 'liðnum árum átti hún einmitt vel heima hún Ingi- gerður. Hún kunni vel að sitja hest og njóta þess, og hún kunni lika að gleðjasrt með glöðum og skilja bæði dýrin og mannanna böm. Já hún hefur löngum kunn að réttu tökin á hlutunum, og þau eru örugg handrtökin henn- ar, og komið hefur það sér vell, því seinna er hún fluttist úr föðurgarði og settist að íReykja vík, ásamt manni og börnum, tókst hún á herðar mikið hlut- verk, sem hún hefur innt af höndum á þann veg að aðdáun- arvert má kalla. Framhald á bls. 21 Innilegustu þaklir til allra vina minna fjær og nær sem sýndu mér margskonar sóma á nýafstöðnu sextugsafmæli mínu. Gu'ð blessi ykkur öll. Geir G. Bachmann. Ég þakka af alhug mér sýnda vináttu á áttrjgðis- afmælinu 28. september. Guðmundína Oddsdóttir Laugavegi 74.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.