Morgunblaðið - 02.10.1968, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 02.10.1968, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 1968 27 Sigurður Benediktsson býður upp. Ný dagheimili skólar í fjórum Byggt eftir nýrri verðlaunateikningu NÝ dagheimili og leikskólar eru í undirbúningi eða byggingu á fjórum stöðum í Reykjavík. Von- ir standa til að ieikskóli taki til starfa fyrir áramót í Árbæjar- hverfi, dagheimili og leikskóli eru í byggingu í Sólheimum og unnið er að undirbúningi sams- konar skóla í Fossvogi og í Breið holtshverfi. Mbi. leitaði upplýs- inga um þessa fyrirhuguðu leik- og dagskóla hjá Sveini Ragnars- syni, félagsmálafulltrúa Reykja- víkurborgar. í Árbæjarhverfi er skólahús sem hefur verið notað til skólahalds. Er nú verið að skila því og byrja að koma því í lag fyrir leik- skóla. Verða þar þrjár deildir tví setnar, og sennilega hægt að taka við 110—120 börnum alls. Er leik Læknafélag * Islands 50 ára LÆKNAFÉLAG íslands minn- ist hálfrar aldar afmælis síns dag ana 3.—5. október. Afmælisat- ihöfnin er þríþætt. Þann 3 októ Iber verður fræðslufundur fyrir lækna um liðagigt. Verður þar íjallað um liðagigt á veg.um Gigt sjúkdómafélags íslenzkra lækna. Dagana 4. og 5. október efnir félagið til ráðstefrnu um heilbrigð ismál, þar sem rætt verður um heimilislæknisþjónustu í þétt- býli og strjálbýli. Á laugardags- kvöld verður svo veizlufagnaður í Domus Medica, en þar fara einnig fram aðrir þættir afmæl- isathafnarinnar. skólinn ætlaður börnum frá 3ja til sex ára, en morgundeild tek- ur þó börn frá 2ja ára. Er von- azt til að leikskóli þessi verði kominn í gang fyrir áramót. I Sólheimum er verið að byggja dagheimili og leikskóla, eftir nýjum verðlaunateikningum, arki tektanna Skarphéðins- Jóhanns sonar og Guðmundar Kr. Guð- mundssonar unnum í samkeppni. Er byggingin komin áleiðis, hús uppsteypt og reiknað með að heimilið verði tilbúið 15. ágúst næsta ár. Þetta er bæði dag- heimili og leikskóli, sem fyrr er sagt, hvert heimili tekur þrjár deildir. Verður þarna hugsan- lega dagvöggustofa og ef svo verð ur, verða þar þörn á aldrinum 3ja mánaða til 6 ára. í leikskól- anum verða 3ja til 6 ára börn. Þá er ætlunin að byrja á leik- skólabyggingu í Fossvogi. Verður sá háttur hafður á, að byggður verður leikskóli, sem notaður verður sem almennur barnaskóli næstu 3 árin, þar eð bið verður 134 þúsund kzónu ntunur d hæsta og lægsta tilboðinu NÍU málarameistarar og verktak ar gerðu tilboð í utanhúsmálun Tollstöðvarbyggingarinnar við Reykjavíkurhöfn, en tilboðin voru opnuð hjá Innkaupastofnun ríkisins í fyrradag. Hæsta tilboð hljóðaði upp á 345 þús kr., en það lægsta var 211 þús. kr. Til- boðin eru nú í athugun. og leik hverfum á Fossvogsskóla. Er verið að brúa bilið milli skólanna með þessu, en þessi bygging verður tekin að þremur árum liðnum fyrir leikskóla. Er byggt eftir sömu verðlaunateikningu og í Sólheim um, og verða þar sennilega 3 skólastofur, meðan byggingin er notuð sem 'barnaskóli. Samþykki borgarráð nýlega að fela borgar- verkfræðingi að ganga frá út- hlutun og annast mælingu lóð- ar þeirra, sem samkvæmt skipu- lagi er ætluð fyrir leikskóla í Fossvogshverfi. Er ekki búið að bjóða út verkið, en teikningar eru til. Er vonast til að hægt verði að koma þarna upp skóla- húsinu fyrir vorið. Þá hefur verið ákveðið að hefja byggingu dagheimilis og leikskóla í Breiðholtshverfi, í Breiðholti II, eftir sömu teikn- ingu arkitektanna Skarphéðins Jóhannssonar og Guðmundar Kr. Guðmundssonar. Er það mál á byrjunarstigi, eins og Fossvogs- heimilið. — Brezka stjórnin Framh. af bls. 1 betri vegar. Skoraði hann á stuðn ingsmenn sína að leggja til at- lögu við andstæðinga efnahags- málastefnu stjórnarinnar í öllum þeim atriðum, þar sem stjórnin hefði neyðzt til þess að grípa til harkalegra aðgerða til þess að efla efnahagslífið. Wilson vfðurkenndi, að lands- þingið hefði hafnað aðalatriðum efnahagsmálastefnu hans daginn áður, en lýsti því yfir í skel- eggri ræðu sinni, að hann ætlaði sér ekki að breyta stefnu sinni. —• Nauðsynin á heilbrigðri stefnu varðandi eftirlit með kaup gjaldi og verðlagi er meiri en nokkru sinni fyrr, sagði hann vfð miklar undirtektir þingfulltrúa, og voru þar í hópi jafnvel for- ystumenn verkalýðssambanda, sem barizt höfðu gegn Wilson með oddi og egg. Michael Foot, foringi vinstri arms flokksins var sá eini, sem ekki klappaði fyrir Wilson, svo að augljóslega mátti sjá. Wilson sagði ennfremur, að veg urinn framundan yrði ekki auð- farinn og ekki væri tími til stefnu til þess að setjast fyrir og hvíla sig og vera ánægður. Árið, sem framundan væri, myndi skipta sköpum. Þetta var fyrsta stórræða Wil- sons í marga mánuði og varði hann miklum tíma í áð skýra það, sem framkvæmt hefði verið af hálfu Breta á síðustu árum og bar það saman við þann árangur, sem íhaldsflokkurinn hafði náð árin þar á undan. Á þessum sam anburði byggði hann boðskap ræðu sinnar, sem var, að nú væri tími til kominn, að Verkamanna- flokkurinn léti af varnarstöðu sinni og hæfi sókn. Wilson játaði, áð endurreisn — Sækjum frum tíl nýrrur uldur Framhald af hls. 28 ar, bæti aðstöðu hinna sjúku til að ná fullri heilsu og tryggi velferð allra landsmanna. Við viljum varðveita þjóðlegan menningararf og veita listamönnum nýrrar kynslóðar tækifæri til að tengja þjóðlega menningu nýjum tímum í heimi listanna. Við viljum, framar öllu, tryggja pólitískt og efna- hagslegt sjálfstæði íslands, með náinni samvinnu við Norðurlöndin, traustu samstarfi við vestrænar þjóð- ir og hagnýtri stefnu í markaðsmálum. Við viljum láta rödd íslands kveða með nýjum tón á vettvangi þjóðanna og hafa forustu um framgang friðar- og mannúðarmála á erlendri grund. O Þetta er okkar markmið. Þetta eru okkar leiðir. Við heitum á íslenzkt æskufólk, sem hefur blásið ferskum vindum um íslenzkt þjóðlíf á þessu ári, að hefja með okkur það starf að ryðja Islandi braut inn á 21. öldina. Lesbókin fór á 17 þúsund kr. FIMM verk fóru á yfir 5 þúsund krónur á bókauppboði Sigurðar Benediktssonar í gær. Lesbók Morgunblaðsins fór á kr. 17 þús- und, en þar var um að ræða verkið í heild til ársloka 1964, bundið í skinnband. Var þetta hæsta verð á uppboðinu. Hæstaréttardómar, verkið allt til ársloka 1952, fór á 16 þúsund krónur og Árbók Ferðafélags Is- lands í heild fór á krónur 10 þúsund. Þá fór frumúbgáfan af Árbókum Espólíns á 8600 krón- ur, og Presta-Æfir Sighvats Gr. Borgfirðing'S í eiginhandriti fór á 7 þúsund krónur. Fjöldi verka fór á verðinu milli 3 og 5 þúsund krónur, og gerðu ýrnsir þarna góð kaup. Tvö íslenzk skip nýfar- in frá Bandaríkjunum MORGUNBLAÐIÐ aflaði sér upplýsinga í gær um ferðir ís- lenzkra skipa til Bandaríkjanna, en verkfall hafnarverkamanna á austurströnd Bandaríkjanna kom til framkvæmda í gær. Valtýr Hákonarson, skrifstofu stjóri hjá Eimskipafélagi ís- lands, sagði, að tvö skip félags- ins væru nú á leið til íslands frá Bandaríkjunum og kvaðst hann ekki vita annað en þau hefðu tekið allar vörur, sem biðu flutnings til íslands. Fjallfoss fer frá Reykjavík í dag til Bandaríkjanna og er að sjálfsögðu allt í óvissu um, hvaða aígreiðslu skipið fær vestra. Fyrir tveimur árum varð Eim- skipafélagið fyrir miklu tjóni af völdum verkfalls hafnarverka- manna á austurströnd Banda- ríkjanna. Hjá Sölumiðstöð hraðfrystihús anna fékk Mbl. þær upplýsing- ar að strax í byrjun september mánaðar hefðu tvö skip verið send vestur með frystan fisk og ættu þeir farmar að duga langt út októbermánuð. Þá er ráðgert að Brúarfoss fari vestur með frystan fisk síð atvinnulífsins hefði tekið langan tíma og hann minnti á þá and- stöðu, sem ríkisstjórnin hefði mætt, er hún ákvað að stofna tæknilegt ráðuneyti í því skyni að koma á fót brezkum rafeinda iðnaði og koma fram gagngerum breytingum á ýmsum öðrum svið um brezks iðnaðar eins og í bíla-, flugvéla og kjarnorkuiðn- áði, í skipasmíðum og framleiðslu raftækja. — Nú er þetta byrjað að bera árangur, sem kemur fram í hverri útflutningspöntuninni á fætur annarri. Það getið þið séð á hverjum degi í blöðunum, sagði Wilson. Hann lýsti rafeinda iðnaði Breta sem þeim mikilvæg asta utan Bandaríkjanna. Wilson gaf sér góðan tíma til þess að gagnrýna Enoch Powell úr hópi íhaldsmanna og er haft eftir stjórnmálafréttariturum, að gagnrýni Wilsons endurspegli ótta Verkamannaflokksins um, að Powell geti með ræðum sín- um um kynþáttamál oi*ðið til þess að mikilvægir hópar verka- manna snúizt á sveif með Ihalds f lokknum. Að því er snertir hermál, vís- aði Wilson á bug hvers konar einhliða hernaðarævintýrum eða Súez-heimsveldisstefnu, eins og hann nefndi það. Hélt hann því fram, að Bretlands biði nýtt hlut verk, sem væri í Evrópu og byggð ist á NATO. Sagði hann, að íhaldsflokkurinn vildi taka á sig skuldbindingar um að hafa her fyrir botni Miðjarðarhafsins og í Áusturlöndum, en slíkar hug- myndir byggðust á blekkingum. Sá þáttur landsfundar Verka- mannaflokksins, sem er lokaður, hófst síðdegis í dag. I morgun fór fram atkvæðagreiðsla, sem efldi vinstri arm flokksins en þó ekki í þeim mæli, sem vinstri sinnaðri flokksmenn höfðu von- að. ar í þessum mánuði. Hofsjökull er að lesta þessa dagana á vegum SÍS frystan fisk á Ameríkumarkað. - VERKFALL Framh. af bls. 1 þjóðasamtaka hafnarverkamanna réðist harkalega á Johnson for- seta fyrir að ætla að beita Taft- Hartley lögunum. Hann sagði að þjóðarhagur væri enganvegin í veði, þetta verkfall myndi ekki skapa neitt neyðarástand í land- inu. Eins og lög gerðu ráð fyrir myndu þeir veita skipum sem notuð eru til hernaðar, alla nauð synlega fyrirgreiðslu og vestur- ströndin og innhöfin væru enn opin til birgðaflutninga. Ef Taft- Hartley lögunum yrði beitt yrði það bara 80 daga frestur og ekki annað, það myndi ekki leysa nein vandamál. Hann sakaði rík- isstjórnina um að styðja skipafé lögin og sagði, að þau hefðu ekki samið vegna þess að þau hefðu vitað að stjórnin kæmi þeim til hjálpar. í tilkynningu frá Hvíta hús- inu segir, að verkfallið gæti ver ið hættulegt greiðslujöfnuði landsins. Hagfræðingar stjórnar- innar hefðu reiknað út að verk- fallið myndi kosta um 70 milljón- ir dollara á dag vegna stöðvun- ar á innflutningi og útflutningi og að verkamennirnir sjálf- ir myndu tapa 2 milljónum doll- ara á dag. Þetta gæti því haft alvarlegar afleiðingar. - STÖRBRUNI Framhald af bls. 28 aður að læsa sig í. Gat hann leyst nautgripina og komið þeim út, en einn kálfur, nokkur hænsn og heimiliskötturinn urðu eldinum að bráð. Hvassviðri og snjókoma var, þegar bruninn varð, og má geta nærri að kuldalegt hefur verið að standa á sokkaleistunum við brunarústirnar í Másseli, þar til hjálp barst frá næstu bæjum, en þegar hún barst var mestallt brunnið og litlu sem engu varð bjargað af innanstokksmun um. Innbú var lágt vátryggt og vélarnar ótryggðar. Fólkið á Másseli dvelst nú á næstu bæj- um. — Hákon. - SÍLDIN Framhald af bls. 28 en ekkert þeirra hafði þá til- kynnt um afla. Veiðisvæðið fyrri sólarhringa var á 60° n. br. og 6“ og 20 mín til 6° og 40 mín v.l. fengu þá afla: Þessi skip Örfirisey RE 260 lestir Börkur NK 120 — Gísli Árni RE 130 — Helga RE. 110 — Vörður ÞH 60 —- Tálknfirðingur BA 70 — Hoffell SU. 20 — Kristján Valgeir NS. 40 — Guðbjörg IS 40 — Gígja RE. 150 — Jörundur III. RE. 60 — Gissur hvíti SF. 25 —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.