Morgunblaðið - 02.10.1968, Side 21

Morgunblaðið - 02.10.1968, Side 21
MORGUINBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER ÍSM 21 - AFMÆLISKVEÐJA Framhald a1 bls. 1S Heimilið á Lóugötu 2, var mannmargt eins og þegar hefur verið iminnst á og gestrisni þeirra hjóma svo frábær að þar stóð jafnan opið hús vinum og venzlamönnum og vandalausu fólki einnig. Er ég heimsótti þau þar varð ég þess ósjaldam vör að hiklaust var bætt í þetta fjöl menna heimili, fólki sem leið átti um borgina í lækniserindum eða af öðrum ástæðum, til dvalar í bænum. Oft kvað við síminn í sambandi við bókasöfnun Helga Tryggvasonar og alllir fengu sömu röggsamlegu fyrirgreiðsl- una, hlýlegt viðmótið og alla þá hjálpsemi sem hægt var að láta í té. Það var mikið starf sem þar var innt af höndum, í því lágreista húsi, en þar reyndist þó ætið ótrúlegt húsrými og sannaðist þar áþreifanlega hið forna orðtak:Þar sem er hjarta rúm, þar er og húsrúm. Drjúgar reyndust einnig geymslurnar í húsinu því og lumað á ýmsu góð gæti bæði af líkams og sálar- fóðri, því burtséð frá öllu bóka og blaða dóti húsbóndans, sem eins og nærri má geta hafði anarga og fáséða fluti að geyma, virtist húsmóðirin að sínu leyti einnig hafa þar handbær hin beztu föng af ýmsu tagi hverju sinni og hvenær sem á þurfti að halda og það var oft. Ingigerður er mikil trúkona og öll hennar störf og þjónusta hennar mótast af skyldurækni, vandvirkni og fórnfýsi. Hún er kona dul í eðli sínu og hefir sig lítt í frammi en þó veit ég vel að hún er framúrskarandi þátttakandi í félagi Austfirzkra kvenna, sökum góðvildar og at- orku sinnar, þótt hún vilji ekki standa þar svo framarlega í röð um að í sviðsljósi sé, og marga vini á hún og dóttir hennar með al þessara kvenna. Börn þeirra hjóna Ingigerðar og Helga voru öll lítillega á heimili okkar hjóna í Árdal í Borgarfirði eftir að ég var eins - UTAN 'ÚR HEIMI Framh. af hls. 14 bankar eru í stórborgunum, og þar fjöl.gar negrum hröðum skrefum. Þeir verða því að fá sparifjárinnistæður frá negr- um og lána þeim fé. Bank- arnir gera sér igreim fyrir, að um framtíð þeirra sjálfra er að tefla og það sé eins gott fyrir þá að hefjast handa nú þegar. Ég hefi eytt mestum tíma mínum í að ganga á fund bankastjóra, og til þessa hefi ég ekkert nema gott að segja um viðbrögð þeirra.“ EINKAAÐSTOÐ VEX Auk þess, sem ríkisvaldið vinnur að, er ljóst að stuðn- ingur eihkaaðila við sivarta kaupsýslumenn fer vaxandi. Ef litið er um Bandaríkin í dag, eru mangar einkaáætl- anir í ful'lum gangi, og þeim fjölgar stöðugt. Oftast er hér um samjvinnu að ræða milli einkaaðila, borgarstjóma og fulltrúa ríkisins. Svartir kaupsýslumenn og hvítir sérfræðingar hafa víða tekið höndum saman um að stofna fyrirtæki, sem stjómað er af negrum. Eitt slíkt er Green Power Foundaitions Inc. í Watthverfinu í Los Ang eles. Af öðrum borgum, þar sem þessi mál em á góðum vegi, má nefna Detroit, Cleve land, Chicago, Coíumbus Georgia og Philadelphia. Víða leggja fyrirtæki hvítra manma fram fé till þess að stofna fyrirtæki fyrir negra, og veita þá oftast sérfræði- lega aðstoð að auki. f New York og Chicago veita stóru bankamir svöxtum kaupsýslumönnum lán. Það er með öllu Ijósf, að „black capitalism" er að verða sú útgáfa af „black power“, sem höfðar til manna af báðum kynstofh- um. (Úr U.S. News + World Report, stytt). og þau flutt suður og gift og búsett þar. Það kom nú fyrir að foreldrarnir vitjuðu unga sinna að sumrinu, já, það voru góðir gleðidagar, þegar slíka gesti bar að garði, og glatt var á hjalla og tekið á hrífu og léttilega hent bagga yfir höfuð og tyllt á herðar, eða hent inn í hlöðu, já, þau kunnu nú hand tökin við töðuna, hjónin þau, og ekki fældust hestar eða kýr hana Ingigerði og sízt vantaði sönginn í Árdal við þessi störf. Haninn sá um það. Og árin liðu og starfsþreki okkar hjóna hnignaði og við brugðum búi og héldum til Reykjavíkur 1959, og fengum samastað. Þá biðu hér vinir í varpa þegar von var á gestum. Og er erfiðleikar og veikindi steðjuðu að og raunar allar stundir hefur öll þessi góða fjöl skylda sýnt bæði mér og mínum hjartkæra eiginmanni alla þá hugulsemi og gæði sem ég hef engin tök á að launa, nema á þann hátt að biðja góðan guð að blessa þau öll, og styrkja hvenær sem þess er þörf. Svo þakka ég af hjarta Ingigerður mín, alla þína vináttu gegnum gengin ár, veit að þú ert nú umkringd börnum og ættliði, sem keppast um að votta þér þakkir sínar og sér í lagi tengdabörnin lika, sem þú hefur verið sönn móðir sem og þíinum eigin börn um. Einungis veit ég að þér og ykkur mun þykja það á vanta að Vigfús ykkar skyldi ekki hafa hentugleika að koma heim frá Ameríku og samfagna þér og gleðjast með ykkur á þess- ari stund. Að lokum óska ég ykkur öllum gæfu og gengis á komandi árum óg bið Guð að blessa ykkur öll. Halldóra Hjartardóttir. í dag mun Ingigerður dvelj- ast á heimili dóttu-r sinnar að Básenda 14, eftir KI. 18. — Villandi ummæli Framliald af bls. 17 FÍB. heldur og Viðskpt.m.ráðu neytið oftar staðið í stórræðum við Tryggva ófeigsson af út þe-ss um málum eins og þegar síldar- og fiskifarmi var landað úr b.v. Júpiter í Cuxhaven 16. nóvem- ber 1965, þótt Viðskiptamála- ráðuneytið hafi áður synjað um leyfi fyrir þessari söluferð, þar sem ákveðin mótmæli höfðu bor izt frá Þýzkalandi við þessari sölu. Veðurfarsaðstæður breytt- ust þó þannig, að þýzki mark- aðurinn gat tekið við síldinni og var þá veitt leyfi fyrir henni gegn því, að fiskurinn yrði ekki boðinn fram á markaðnum. En þessu var ekki hlýtt. Með þess- um atburði og vegna atburða, sem áður höfðu skeð í Bret- landi, sem síðar verður vikið að, þótti mælirinn fullur og fyrir tilstuðlan ráðuneytisins varð stjórnarformaður h.f. Júpiters og Marz að gefa yfirlýsingu um að „félögin munu framvegis hafa fullt samráð við F.Í.B., út af fisk löndunum í Englandi og Þýzka- landi og hlíta fyrirmælum fé- lagsins vegna þessara landana" Ég fyrir mitt leyti veit ekki til þess, að þessi yfirlýsing hafiver ið afturkölluð, a.m.k. sýnir reynslan, að full ástæða er til að hún haldi gildi sínu, unz aðr ar fullnægjandi tryggingar gegn yfirtroðslum hafa verið settar. BROT TRYGGVA Á LÖNDUN ARREGLUM F.Í.B. í BRET- LANDI Eins og kunnugt er var lönd unarbann í Bretlandi á ísfiski frá íslandi á árunum 1952-1956. Því lauk með svonefndum Par- ísarsamningi milli P.Í.B og Wezka togaraeigendafélagsins, sem gilti í 10 ár. Samkvæmt þessum samningi voru töluverðar hömlur á ísfiskinnflutningi okk- ar til Bretlands, þannig að setja þurfti reglur, sem tryggðu eftir föngum jafnrétti togaraeigenda innbyrðis á brezka markaðnum og hafði félagið sjálft fram- kvæmdina með höndum, en Við skiptamálaráðuneytið veitti að- eins leyfi til landana í Bretlandi, sem félagið sótti ium eða sam- þykkti Þess þarf naumast að geta, að Tryggvi ófeigsson samþykkti þessar regiur m.a. með umdir- skrift sinni. Þrátt fyrir það gerð^ Tryggvi ítrekaðar tilraunir til þess að sniðganga reglur þessar. Þannig lét hann b.v. Úranus selja í Bretlandi 15. janúar 1964 án útflutningsleyfis og án vitund ar FfB., semekkert vissi um söl una fyrr en afrit af sölureikn- ingi barst þvi frá Hull. Varð þetta til þess að beina varð öðr um togara, sem selja átti í Bret lamdi síðar í sama mánuði, til Þýzkalands, þar sem sölukvót- inn var fylltur í Bretlandi og fékk hanm þar mi'klu lægra verð en vænta hefði mátt í Bretlandi. Og síðan átti að endurtaka sama leikinn með því að láta b.v. Júpi ter selja í Bretlandi eftir mán- •aðamótin, en þá voru menn bet- •ur á verði og með því að hafa samband við umboðsmenn og hrezka togaraeigendafélagið tókst að koma í veg fyrir söluna, svo að skipið varð frá að hverfa. Síðan voru fleiri tilraunir af þessu tagi ekki gerðar og endan lega fyrir þær girt með fyrr- greimdri yfirlýsingu stjómarfor- manns h.f. Júpiter og Marz. Allt er þetta rifjað upp hér að gefmu tilefni, þegar Tryiggvi Ófeigsson er settur í vissan vanda með beiðni ríkisstjómar- innar um að haga rekstri atvinnu tækja sinna þannig, að komið verði eftir föngum í veg fyrir atvinnuleysi í borginni. Hann vek •ur athygli á iþýðimgu erlendu ísfiskmarkaðanna fyrir togaraút- gerðina og gefur jafnvel í skyn, að varhugavert geti verið að van rækja þá vegna viðskipta við þá í framtíðinni. En hann gengur al- veg framhjá þeirri nauðsyn, að hóf verður að vera á siglingum, enda vill hann ekki simna slíku sjálfur eins og dæmin sanna. Hann hefir hvað eftir annað sett togaraeigendur á íslandi í vanda með framferði sínu og það er eins og það skipti hann engu máli, þótt ’hann skaði ekki aðeins starfsbræður sína og brjóti gegn þeim skuldbindingum, sem þeir hafa tekizt á hend,ur,- heldur skaði einnig fyrirtæki sín. En kannski skiptir það engu máli, ef hitt tekst. Og auk alls þessa á að víkja sér undan greiðum svörum með því að skeyta skapi sínu á Bæjarútgerð Reyfcjavíkur. - HUMPHREY Framhald af bls. 1 því að vera skilyrðislaus stöðv- un spnengjuárása. Hann kvaðst vona að Hanoi brygðist vel við Richard M. Nixon ,forsetaefni repúblikana, gaf út langa yfir- lýsingu þar sem m.a. segir að Humphrey ætti að gera nánari grein fyrir loforði sínu ef ekki Hanoi ætti að halda að þeir •þyrftu aðeins að bíða fram í jan- úar til að losna við sprengjuárás ir. Ef viðbrögð þeirra yrðu á þnnn veg myndi það eyðileggja friðar- viðræðurnar í París. Hann sagði að forsataefnið ætti að gera nán ri grein fyrir þeim kröfum sem hann gerði til Norður-Vietnama. Það væri ekki nóg að þeir virtu hlutlausa beltið, ef þessar að- gerðir ættu að leiða til friðar yrðu Norður-Vietnamar að draga úr árásum á Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra. Humphrey hefði mieð ræðu sinni ruglað bæöi bandarísku þjóðina og Han oi því hvorugir skildu hvert hann væri að fara. NÝJAR SLÁTURAFURDIR Nýtt dilkakjöt — lifur — nýru — hjörtu — svið — mör. Nýtt dilkakjöt í heilum skrokkum á haustmarkaðsverði Matarbúðir Slúturiélags Suðurlands Söltunurstúlkur — Beykir Söltunarstúlkur vantar til Neskaupstaðar. Viljum einnig ráða vanan beyki. Saltað er inni í upphituðu húsi. — Fríar ferðir og fæði. — Uppl. í síma 27108. SÖLTUNARSTÖÐIN MÁNI, Neskaupstað. Sendisveinn óskast nú þegar Þarf að hafa skellinöðru. Upplýsingar á skrifstofu okkar Ármúla 8. NATHAN & OLSEN H.F. simi 81234. Sendisveinar óskast fyrir og eftir hádegi. Upplýsingar milli kl. 2 og 4 á afgreiðslu blaðsins. JllttrtttiiiMðfrifr DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS INNRITUN STENDUR YFIR Balletskóli Eddu Scheving Sími 2-49-34 Balletskóli Katrínar Guðjónsdóttur Sími 8-48-42 Balletskóli Sigríðar Ármann Sími 3-21-53 Listdansskóli Guðnýjar Pétursdóttur Sími 4-04-86 000 Dansskóli Heiðars Ástvaldssonar Sími 2-03-45 Dansskóli Hermanns Ragnars Sími 8-21-22 Dansskóli Sigvalda Sími 1-40-81 Trygging fyrir réttri tilsögn í dansi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.