Morgunblaðið - 02.10.1968, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 02.10.1968, Qupperneq 4
MORGUNBLAÐH), MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 1968 BÍLALEIGAN AKBRAIJT SENDUM SIMI 82347 BILALEIGAN - VAKUR - Sundlaufavegi 12. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. Sími 22-0-22 Rauðarárstig 31 Hverfisrötu 103. Simi eftir iokun 31160. BILA IEI6A MAGNUSAR SKiPHOtn 21 mmar21190 eftirlokun «>. ' 40381 'i LITLA BÍLALEIGAN Bergstaffastræti 11—13. Harstætt leigurjald. Sími 14970 Eftir lokun 14970 effa 81748. Sirurður Jónsson. Fleiri og fleiri nota Johns- Manville glerullareinangrun- ina meS álpappírnum Enda eitt bezta einangrunar- efnið og jafnframt það laugódýrasta. Þér greiðið álíka fyrir 4” plasteinangrun og fáið auk þess álpappír með! J-M glerull og 2%” frauð- Jafnvel flugfragt borgar sig. Sendum um land allt — Jón Loftsson hí. Hringbraut 121. - Sími 10600. 0 Ofdrykkjumál Steinar Guðmundsson skrifar: „Velvakandi góður. Að mínum dómi varst þú hlut- verki þínu trúr, er þú hliðraðir til fyrir bréfi „drykkjumanns“, þótt undirskriftina vantaði. Þetta látlausa neyðaróp á sannarlega erindi til okkar allra. Það var eins og húðin kipraðist um kropp inn á mér, þegar ég setti mig 1 spor þessa unga manns sem hróp- aði til þín: — Ég er að missa heimilið mitt, hvað get ég gert? Ég er bara drykkjumaður — en nafninu minu verð ég víst að halda leyndu, ég skammast mín svo mikið. Mér finnst afstaða unga manns ins lýsa ástandinu I ofdrykkju- málum okkar svo vel, að óþarfi er að fara um það fleiri orðum. Að hann skuli standa við lokuð sund og hrópa til blaðamannsins um hjálp, segir sína sögu. Þarna er á ferðinni sjúkur maður, sem ráðvilltur fálmar eftir handfestu og örþreytt eiginkona sem vill halda heimilinu saman, en rís ekki undir því að heimiliskross- inum viðbættum. Ætli það hafi ekki fleiri fengið „gæsahúð" en ég, þegar þeir lásu Velvakanda í morgun (26. sept)? Þvl vissulega er íslenzka heilbrigðisþjónustan búin að viðurkenna alkoholisma sem sjúkdóm, a.m.k. í orði. Tilgangur mirm með þessu til- skrifi er aðeins sá, að þakka þér fyrir undirtektimar, og reyna um leið að betmmbæta svolítið leið- beiningar þínar til unga manns- ins — því að þær gætu valdið Balastore gluggatjöldin j Balastore gluggatjöldin eru í senn þægileg og smekkleg. Uppsetning er afar auðveld, og létt verk að halda þeim hreinum. Fóanleg í breiddum fró 40-260 sm (hleypur á 10 sm). Margra óra ending. Vindutjöld Framleiðum vindutjöld í öllum stærðum eftir móli. Lítið inn, þegar'þér eigið leið um Laugaveginn! Húsgagnaverzlun KRISTJÁNS SIGGEIRSSON AR HF. Laugovegi 13, sími 13879 misskilningi, og þá orðið til þess að einu hráskinninu enn yrði bætt í það farg sem hjónin ungu og heimilið þeirra rís nú orðið varla undir. 0 AA-samtökin örþreyttur drykkjumaður, sem kominn er á það heilla-stig, að hann 1 alvöru kallar á hjálp, á undantekningalaust í sjóði sínum svo mikið af sviknum loforðum og hrundum heitstrengingum, að hann ósjálfrátt lokar sig inni í sinnuleysisskel sinni, ef enn á ný er minnzt á það við hann, að lausnin kynni e.t.v. að felast í enn einni heitstrengingu. Þess vegna hvetur A.A.-hreyfingin eng an til að „bjarga sjálfum sér og lífshamingju sinni“. Það eru all- ir búnir að reyna það árangurs- laust æ ofan í æ, þegar á þetta stig er komið. A.Á.-hreyfingin seg ir aðeins: „— líttu á þennan fulli- kall hérna, hann er búinn að vera ófullur síðan hann vaknaði I morgun, og ætlar að reyna að sofna ófullur í kvöld". Þetta er mergurinn málsins. — Utan um þetta er svo auðvitað svolítið syst em, og má þar merkast telja „leiðarana" eða „sponsorana", eins og þeir eru kallaðir í út- landinu. Þeir hafa það hlutverk að „leiða“ nýliðana fyrstu spor- in í samtökunum, og eins eiga þeir að vera nokkurs konar „þrumu-leiðarar", sem jarðtengja skrumskældan hugsunarhátt drykkjumannsins gagnvart eigin tilveru, því að hjá drykkjumann- inum öðrum fremur er svo skammt öfganna I milli, og 1 slakkanum milli þessarra póla er honum svo gjarnt að missa fót- anna. Að öðru leyti voru leiðbeining ar jjínar laukréttar. Eg fer ekki lengra út I þessa sálma, Velvakandi góður, en þakka þér fyrir litlaputtann, sem þú réttir unga manninum —e.t.v. nægir það honum og heimilinu hans til að halda ballansinum. Með beztu kveðju, Steinar Guðmundsson. Bólst.hlíð 32.“ 0 Góð útvarpssaga Jón B .Jónasson skrifar: „Kæri Velvakandi. Ég vil taka undir þau ummæli, sem nýlega birtust í dálkum þín- um, að vel hafi tekizt til með val á útvarpssögu, þar sem er Húsið í hvamminum eftir Óskar Aðalstein. Hvarvetna, þar sem ég þekki til, er hlustað með athygli og eftirvæntingu á lestur sögunn ar. Þessi saga grípur hugann föst- um tökum. Hún gerist í kaupstað úti á landi I síðari heimsstyrjöld inni. Hún speglar glögglega þá miklu uppbyggingu og blóma- skeið í atvinnulegu tilliti, sem þjóðin bjó þá við í æ ríkari mæli. En fyrst og fremst er þetta saga um fólk, fólk sem verður manni hugstætt, svo hugstætt, að í viss- um skilningi finnst manni að maður sé einn í hópnum. — Auð- ur Álfhildur er óvenju glæsilegur fulltrúi ungra íslenzkra kvenna. Barátta hennar og manns hennar Jóns Daníelssonar, til þess að hasla sér völl í lífinu, eignast eig- ið hús og athvarf, húsið í hvamm inum, þar sem þau geta unað glöð við sitt, setur aðalsvip sinn á fyrri hluta sögunnar. Þessi bar átta er ógleymanleg eins og hún er sögð í bókinni. Og þetta er sú barátta sem obbinn af ungu fólki Húsnæði — húshjúlp Tvö herbergi og eldhús í einbýlishúsi í Miðbænum fást gegn umsaminni húshjálp. Umsækjendur sendi upplýsingar um núverandi störf og fleira sem máli skiptir til Morgunblaðsins merkt: „Reglusemi — trúmennska — 2195“. hefur háð síðustu áratuglna, og margt af því við svipaðar aðstæð ur og ungu hjónin í Hvammi. 0 Siglingar á stríðsárunum Síðari hluti sögunnar fjallarum siglingar sjómannanna okkar á stríðsárunum, þá miklu hættu sem þeir lögðu sig I til þess að koma útflutningsafurðum okkar á mark að erlendis og flytja heim erlend an varning. Þetta kostaði miklar fórnir. Og þessu er lýst á þann veg í sögunni, að það snertir mann djúpt. Við bíðum með ugg og eftirvæntingu eftlr því að Ströndin komi aftur í heimahöfn, í hvert sinn sem hún leggur upp í nýja ferð yfir hafið. Þama voru lífsgæðin keypt dýru verði. Þess er okkur hollt að minnats nú og ævinlega. Þegar talað er um Hús- ið í hvamminum, er rétt að geta þess, að Óskar Aðalsteinn hefur skrifað fleiri skáldsögur, sem að listgildi og persónusköpun eru ekki síður góður skáldskapur en Húsið í hvamminum. Má þar til nefna Grjót og gróður, fyrstu skáldsögu sem ísl. riíhöfundur skrifar um verkamanninn á möl- inni. Þá eru það skáldsögurnar Kosningatöfrar, Vonglaðir veiði- menn, Lífsorrustan og Breyzkar ástir, ólíkar bækur að efni og frá sagnarmáta, sem sýna vel getu höf. til nýsköpunar í skáldskapn- um. Og það er trúa mín að Lifs- orrustan mundi ekki vekja minni athygli sem útvarpssaga, en Hús- ið í hvamminum gerir nú. Ættu ráðamenn útvarpsins að taka þetta til athugunar. Eg er viss um þeir komast að sömu niðurstöðu og ég. Svo ættu þeir að hæfilegum tima liðnum að ráða hinn ágæia lesara, Hjört Pálsson til að lesa Lffsorrustuna i útvarp. Slík ráð- stöfun yrði vel þegin af öllum þeim sem yndi hafa af góðum sögulestri. Um árabil hefur Húsið í hvamm inum með öllu verið ófáanlegt f bókabúðum, og sama er að segja um aðrar eldri sögur höf. Þessar sögur þarf að gefa út að nýju. Mætti byrja á Húsinu í Hvamm- inum. Það væri glámskyggn út- gefandi, sem ekki sæi í hendi sér, að þarna yrði um gróðavænlega útgáfustarfsemi að ræða. — Jón B. Jónasson. VERÐLÆKKUN! PHIUPS ÚTVARPSTÆKI FERÐAÚTV ARPSTÆKI frá kr. 1.390.— HEIMILISÚTV ARPSTÆKI frá kr. 1.975.— MABCAR GERÐIB HEIMILISTÆKI S.F. HAFNARSTRÆTI 3 — SÍMI 20455. >

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.