Morgunblaðið - 02.10.1968, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.10.1968, Blaðsíða 11
MORGOTTBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 196« 11 Jón Auðuns, dómprót.: Siguröur P. Sívertsen, prúfessor ALDARMINNING ÞAÐ yoru merkilegir menn þeir þrír, sem kennarar voru í guð- fræðideild háskólans, þegar ég hóf þar nám fyrir 43 árum, þeir próf. Haraldur Níelsson, próf. Sigurður P. Sívertsen og próf. Magnús Jónsson. Hann var þeirra yngstur, en hinir tveir eiga aldarafmæli á þessu ári, og Sigurður P. Sívertsen í dg. í>eir voru næsta ólíkir, þessir þrír menn. Haraldur Níelsson, eldhuginn, ræðusnillingurinn af mörgum talinn mestur hérlend- is eftir Jón Vídalín. Magnús Jónsson einn fjölhæfasti gáfu- maður samtíðarinnar með þjóð vorri. Og Sigurður P. Sívertsen, gáfaður maður, lærður vel, al- vörumaður og einstakt prúð- menni. Þessir ólíku menn á marga lund voru samhentir sem bezt má vei'ða um að halda uppi virð ingu guðfræðideildarinnar og laða að henni unga menn. 1 dag eru liðin 100 ár síðan Sig. P. Sívertsen fæddist og full 30 ár síðan hann andaðist. Hann fæddist í Höfn í Borg- arfirði. Þar bjuggu merkisbúi foreldrar hans, Pétur sonarson- ur Bjama riddara Sívertsen í Hafnarfirði, og seinni kona hans, Steinunn Þorgrímsdóttir, prests Thorgrímsens í Surbæ á Hval- fjarðarströnd. Var Helgi biskup Thordersen móðurbróðir beggja þeirra hjóna í Höfn. Sigurður Sívertsen fór 10 ára gamall til náms hjá sálmaskáld- inu sra Stefáni Thorarensen á Kálfatjörn, sem var kvæntur föðursystur hans. Síðar lærði hann til viðbótar einn vetur undir skóla hjá mági sínum, sra Magnúsi Andréssyni á Gils- bakka. Hann lauk stúdentsprófi með lofi frá lærða skólanum 21 árs gamall og guðfræðiprófi frá Hafnarháskóla með fyrstu eink- unn 6 árum síðar. Þá var hann um skeið við kennslu í Reykja- vik og hélt jafnhliða uppi sem sjálfboðastarfi bamaguðsþjón- ustum í Dómkirkjunni, en gerð- ist jafnhliða me'ðstofnandi og ritstjóri blaðsins Verði ljós. Prestvígsla til O'tskála var hon- um veitt árið 1898, en fékk ári síðar veitingu fyrir Hofi í Vopna firði, sem þá var talið eitt bezta prestakall á landinu og naumast veitt öðrum en fyrirmönnum í prestastétt. Það sama ár kvæntist hann glæsilegri stúlku, Þórdísi Helga- dóttur, lektors Hálfdanarsonar. Þau unnu sér skjótt hinar mestu vinsældir þar eystra, og gerðist ungi presturinn forustumaður um hverskonar menningar- og framfaramál, auk þess sem fræði vann próf. Sívertsen meg- in ævistarf sitt. Og hann leysti það þannig af hendi, að nemend- ur hans minnast þess með þakk- læti, sem er samboðið virðing- unni, sem þeir báru jafnan fyr- ir honum. Hann gerðist lærður maður í kennslugreinum sínum, og hann andi baráttumaður fyrir því, að þjóð hans yrði víðsýn, göfug, kristin þjóð. Að því stefndi hann í ræðu og riti, á fjölmörg- um umræðufundum, með fjölda ritgerða og greina og með bók- um sínum. Hvar sem málefni kristni og kirkju var á ferð, reyndi hann að vera kominn. Hann var um langt skeið formaður Prestafé- lags íslands, ritstjóri Prestafé- lagsritsins og síðar Kirkjurits- ins með vini sínum og samkenn- ara, próf. Ásmundi Guðmunds- syni, og vann með honum manna mest a'ð helgisiðabók ísl. þjóðkirkjunnar, sem nú er í gildi. Hann rækti fjölmörg önn- ur trúnaðarstö.rf fyrir kristni og kirkju og var kjörinn vígslubisk- up hins foma Skálholtsstiftis eft- ir sra Valdimar Briem. í heimili sínu safnaði hann saman nem- endum sínum til umræðna um vandamál guðfræðinnar og kirkjunnar. Þær stundir verða okkur nemendum hans ógleym- anlegar. Hann var ekki eldsál á borð við sra Harald. Hann var ekki hamhleypa á borð við Jón bisk- up Helgasc*. Hann var ekki fjöl- hæfur á borð við próf. Magnús Jónsson. En með þessum sam- kennurum sínum í guðfræði- deildinni og próf. Ásmundi Guðmundssyni síðustu árin, lagði hann fram sinn stóra skerf til að skapa virðingu alþjóðar fyrir guðfræðideild háskólans og móta þá ungu menn, sem þar voru nemendur hans. Ég er ekki að skrifa ýtarlega æviminningu próf. Sigurðar P. Sívertsens. Um hann var að verðugu rækilega skrifað af samkennurum hans og nemend- um við andlát hans fyrir 30 ár- um. En verðugt er, að nemend- ur hans minnist hans á aldar- afmælinu. Svo ágætur Vcir hann sem maður, kennari og leiðtogi. Hann var gáfáður maður veL Hann var göfugmenni, og svo grandvar maður í orði, hugsun og háttum, að fáum einum mun fært að stíga þar feti framar en hann. prestleg þjónusta hans öll var rómuð. Eftir 4 ára hjónaband varð Sig. P. Sívertsen ekkjumaður með þrjú kornung böm. Eru tvö þeirra á lífi, frú Steinunn ekkja Gústavs A. Jónassonar ráðuneyt- isstjóra, og Helgi kaupmáður. Sra Sigurður kvæntist ekki aftur, og þegar honum bauðst kennarastaða við hinn nýstofn- aða Háskóla íslands, tók hann því boði, enda öðrum betur fær, sakir lærdóms, til að taka að sér kennslu í guðfræði. Þá mun hon um hafa verið einkar ljúft að ganga að þessu starfi, þar sem samkennararnir báðir voru æsku vinir hans og félagar frá hskóla- árunum í Kaupm.höfn, þeir Jón Helgason síðar biskup, mágur hans, og sra Haraldur Níelsson. Sem háskólakennari í guð- sameinaði fagurlega lærdóminn djúpri guðrækni og frábærri samvizkusemi hins göfuga manns. Kristni íslands var meg- inhugðarefni hans og í rauninni eina hugðarefnið, því að öllu sem hann vildi vinna þjóö sinni og samtíð, fann hann stað undir merki Jesú Krists. Undir því merki gerðist hann máttugur stríðsmaður, i allri sinni hóg- værð, allri sinni afdráttarlausu prúðmennsku. Hann var auðmjúkur maður, en bardagamaður um leið. Þeir þremenningarnir, Jón Helgason biskup, sra Haraldur og hann, voru menn hins nýja tíma og báru nýja strauma inn í andlegt líf á íslandi. Sigurður Sívertsen var einarður í vöm og sókn fyr- ir frjálslyndan kristindóm, brennandi í andanum, óþreyt- SANDVJK-snjónagiar veita öryggi í snjó og hálku Látið okkur athuga gömlu hjólbarðana yðar og negla þau upp. Það getur borgað sig. Gúmmvvimiustofan hf. Skipholti 35 — Sími 31055 — Reykjavík. GENERAL" TRAKTOR HJÓLBARDAR 13 - 14 - 14 - 15 - 12 - 24 28 30 30 38 (14.9 (16.9 (16.9 (18.4 (13.6 24) 28) 30) 30) 38) ENNFREMUR HJÓLBARÐA Á LYFTARA OG VAGNA 23x5 600x9 — 18x7 825 — 15 Sendum gegn póstkröfu um land allt HJÓLBARÐINN H.F. LAUGAVEGI 178 — SÍMI 35260.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.