Morgunblaðið - 03.10.1968, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBBR 19««
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritst j ómarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjóm og afgrei'ðslg
Auglýsingar
Askriftargjald kr. 130.00
I lausasölu
Hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6. Simi 10-100.
Aðalstræti 6. Sími 22-4-80.
á mánuði innanlands.
Kr. 8.00 eintakið.
MIKILL
MISSKILNINGUR
að er mikill misskilningur,
þegar Tíminn heldur því
fram í gær, að sú gagnrýni,
sem komið hefur fram und-
anfarið á íslenzkt stjórnmála
líf beinist öll að stefnu og
starfi núverandi ríkisstjóm-
ar. íslenzkir kjósendur hafa í
þrennum kosningum vottað
þeirri stjórnarstefnu, sem
fylgt hefur verið sl. 9 ár
traust sitt. Vitanlega hefur
mátt gagnrýna ýmsar ráð-
stafanir þessarar stjórnar.
Fer svo jafnan að engin rík-
isstjórn er alvitur, og þess
lengur, sem stjórn fer með
völd, þeim mun harðskeytt-
ari verður andstaðan oft gegn
henni. En það eru íslenzkir
kjósendur sjálfir, sem fram-
lengt hafa valdatímabil nú-
verandi ríkisstjómar og lýst
því yfir með atkvæði sínu að
þeir telji þá stefnu í stómm
dráttum rétta, sem fylgt hef-
ur verið.
Megineinkenni stjórnarand
stöðunnar og starfsaðferða
hennar hefur hins vegar ver-
ið það að hún hefur ekki
viljað una dómi fólksins í
frjálsum og lýðræðislegum
kosningum. Hún hefur lagt
höfuðáherzlu á að torvelda
alla framkvæmd stjórnar-
stefnunnar.
Sérstaka athygli hefur það
vakið að stjórnarandstæðing-
ar, Framsóknarmenn og
kommúnistar, hafa lagt sig
fram um að berjast gegn
hvers konar ráðstöfunnum
til sköpunar og viðhalds jafn
vægi í efnahagsmálum lands-
manna. Þegar stórfellt verð-
fall og aflabrestur hefur leitt
mikla erfiðleika yfir þjóðina,
hafa stjómarandstæðingar
síðan rekið upp óp og kennt
stjórnarstefnunni um öll
þessi vandkvæði. Að því er
varðar afstöðu unga fólksins
til þeirra erfiðleika, sem
þjóðin á nú við að etja er rétt
að vekja athygli á því að það
fólk, sem nú er á þrítugs-
aldri og yngra man aðeins
velgengnistíma síðustu ára.
Það man ekki hina sára fá-
tækt kreppuáranna fyrir síð-
ustu heimsstyrjöld. Það man
ekki atvinnuleysi og kyrr-
stöðu. Það man aðeins alls-
nægtir, framfarir og uppbygg
ingu. Sumt af þessu unga
fólki kennir ríkisstjóminni
þá erfiðleika, sem nú hafa
skollið yfir. En óhætt er að
fullyrða að meiri hluti ís-
lenzkrar æsku í dag geri sér
íjóst, að það sem miður fer
í stjómmálum þjóðarinnar,
rekur rætur sínar að veru-
legu leyti til ábyrgðarlausr-
ar framkomu stjórnarand-
stöðunnar.
Það fer t.d. ekki fram hjá
þroskuðu og hugsandi fólki,
þegar Framsóknarmenn og
kommúnistar hafa á síðustu
árum gert það að höfuð-
skyldu sinni að berjast gegn
öllum tillögum ríkisstjórnar-
innar, hversu nauðsynlegar
og skynsamlegar sem þær
hafa verið. Það er m.a. þessi
spilling, þessi ótrúnaður við
þjóðarhag, sem unga fólkið
er að gagnrýna þegar það
ræðir af hreinskilni um þjóð
mál í sinn hóp.
FRUMSKILYRÐI
HEILBRIGÐS
STJÓRNARFARS
að er heldur ekki nein nýj-
ung, að ungt fólk gagn-
rýni þjóðfélag sitt og stjórn-
málaflokka þess. Allt frá því
að ungir Sjálfstæðismenn
mynduðu samtök sín fyrir
tæpum 40 áram, hafa marg-
ir hugsjónaríkir ungir menn
komið fram á svið stjórnmál-
anna úr roðum þeirra. Þess-
ir ungu menn hafa gagnrýnt
fjölmargt það, sem miður
hefur farið í þjóðfélaginu og
beitt sér fyrir mörgum
nýjungum, sem til heilla
horfðu, m.a. á sviði menning-
armála, félagsmála og at-
vinnumála.
Þannig hlýtur það jafnan
að vera. Á öllum tímum
koma fram ungir hugsjóna-
menn, sem berjast af heilum
hug fyrir umbótum og fram-
föram í þjóðfélagi sínu. Þetta
hefur verið gæfa Sjálfstæð-
isflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn hlýt-
ur því að fagna því að inn-
an vébanda hans er í dag stór
og vaxandi hópur ungra og
dugandi manna, sem vilja
leggja hönd á plóginn. Vitan-
lega koma stundum fram
fullyrðingar, sem ekki era
studdar rökum í hita barátt-
únnar. En slíkt hefur oft
gerzt áður, ekki aðeins í mál-
flutningi ungra manna, held-
ur einnig hinna, sem eldri
eru.
Mestu máli skiptir að æsk-
an og þjóðin öll hafi áhuga
á stjórnmálum og geri sér
ljósa þá skyldu sína að taka
þátt í þeim, gagnrýna það
sem miður fer, viðurkenna
það sem vel er gert og taka
öfgalausa og ábyrga afstöðu
til hvers máls. Það er fram-
Danskir rithöfund-
ar cjera uppreisn
52 segja sig úr dönsku rithöfund asamtökunum
ÞAU tíðindi gerðust nú um
helgina í Danmörku, að 52
rithöfundar, þar á meðal
margir þekktustu og virtustu
rithöfundar landsins sögðu
sig úr danska rithöfundasam-
bandinu í mótmælaskyni við
1 stjórn félagsins. Rithöfund-
arnir telja forystuna duglausa
og gersneydda öllum skiln-
ingi á nútíma bókmenntum
svo og að klíkuskapur ráði
meira um það hverjir fái inn-
göngu í félagið heldur en
hæfileikar.
Allmargir þeirra 52 rithöf-
unda, sem sögðu sig úr rit-
höfundafélaginu ætla nú að
stofna ný samtök til að standa
vörð um hagsmuni rithöfunda
stéttarinnar. Þar á meðal má
nefna Klaus Rifbjerg, Benny
Andersen, Leif Panduro, Jens
Kruuse, Karl Bjarnhof, Jess
Örnsbo, Tove Ditlevsen og
Jörgen Sonne. Sá síðast taldi
átti raunar sæti í stjórn þess
félags, sem mótmælin beinast
að, en hann kveðst ekki hafa
haft nokkra von um að láta
til sín taka innan stjórnar-
innar, þar sem eldgamlir
fauskar, stirðnaðir og úldnir
hugsi um það eitt að skara
eld að eigin köku.
byltingu í félaginu og koma
yngri mönnum til meiri á-
hrifa. En andstaðan hefur ver
ið svo hörð, að það hefur ekki
tekizt.
Formaður rithöfunafélags-
ins er Jörgen Vibe og hefur
hann látið hafa eftir sér, að
enn hafi honum ekki borizt
tilkynning um úrsögn rithöf-
undanna og því teljist þeir
enn félagar.
Vibe kvaðst vera ókunnugt
um hvaða ástæður lægju fyr-
ir þessu brölti í rithöfund-
Klaus Rifbjerg
Leif Panduro
Ókyrrð og innbyrðis tog-
streita hefur um margra ára
skeið sett svip 'sinn á starf-
semi danska rithöfundafélags-
ins og margir þeirra rithöf-
unda, sem sögðu sig úr félag-
inu hafa áður reynt að gera
Tom Kristensen
unum og sagðist ekki botna
í þessari skyndilegu bræði,
sem hefði gripið þá. Vibe
viðurkennd, að fyrir ári
hefði stjórnin hafnað að veita
rithöfundinum Vagn Steen
inngöngu í félagið og hefði
það á sínum tíma orðið tilefni
til nokkurra blaðaskrifa um
rithöfundafélagið.
Rithöfundurinn Jess Örnbo
sagði blaðamönnum, að rit-
höfundasamtökin væru al-
versta starfandi stéttarfélag,
sem fyrirfinnst í Danmörku,
og þeir menn sem stjórnuðu
því hefðu enga aðstöðu til
að gera samninga. Um stjórn-
arfundi í félaginu mætti semja
ósviknar molbúasögur, bæði
hveð snerti efnismeðferð og
Tove Ditlevsen
skoðanir stjórnar meðlima á
vandamálunum. Örnbo sagði,
að rithöfundafélagið hefði
undanfarin ár ekki verið ann-
að en leikherbergi fyrir gamla
karla. Rithöfundar væru til-
neyddir að reyna að koma á
fót nýju rithöfundafélagi, sem
gæti komið skáldum og lista-
mönnum að gagni og verið
þeim styrkur.
Rithöfundurinn Rolf Bagger
sagði m. a. : Við sögðum okk-
ur úr félaginu vegna þess, að
þeir sem ráða lögum og lofum
í félaginu hafa engin tengsl
við mannlífið né heldur sam-
tímabókmenntir og vandamál
nútímaskálda. , Þessir menn
hafa staðnað einhvers staðar
aftur í igrárri forneskju og
þeir rithöfundar, sem einhvers
eru megnugir fá hvergi að
komast nálægt stjórn og
starfstilhögun félagsins.
Rithöfundafélagið danska
var stofnað í maí 1894. Fjór-
um sinnum áður hefur komið
til harðra deilna innan félags-
ins, en mesta athygli vöktu
deilurnar sem blossuðu upp
1944 er rithöfundurinn Soya
réðst fram gegn þáverandi
formanni þess, Harry Söiberg.
Soya tókst þó ekki að koma
Söiberg frá og gegndi hann
formannsstöðu um árabil. —
1966 reyndu 40 rithöfundar —
margir þeirra eru meðal hinna
52, sem nú hverfa úr félag-
inu —• að koma þáverandi
stjóm frá, en það mistókst.
skilyrði þess að heilbrigt
stjórnarfar ríki og lýðræði
og frelsi einstaklingsins sé
virt.
KJARKUR
WILSONS
TTarold Wilson, forsætisráð-
herra Breta á við mikinn
andbyr að etja á flokksþingi
sínu, sem staðið hefur yfir
undanfarna daga. Þingið sam
þykkti með miklum meiri-
hluta atkvæða ályktun um,
að ríkisstjórn Verkamanna-
flokksins beri að láta af
bindingu verðlags og launa.
Wilson hefur hins vegar lýst
því yfir á þinginu að nú fyrst
fari efnahagsmálastefna rík-
isstjórnarinnar að bera sýni-
legan árangur. í framhðldi
af þessum umræðum hefur
hann lýst því yfir að stjórn
hans muni ekki breyta um
stefnu í efnahagsmálunum,
þrátt fyrir afstöðu flokks-
þingsins. Forsætisráðherrann
hefur bent á, að nauðsynin á
heilbrigðri stefnu varðandi
eftirlit með kaupgjaldi og
verðlagi sé nú meiri en
nokkru sinni fyrr. Höfuð
áherzlu beri að leggja á að
efla útflutningsframleiðsluna,
enda sé nú mikil eftirspurn
eftir útflutningsafurðum
Breta.
Af þessum ummælum hins
brezka forsætisráðherra er
auðsætt að hann hefur mætt
þeirri andstöðu, sem vart hef
ur orðið gegn stjórn hans inn
an Verkamannaflokksins af
kjarki og manndómi. Það er
óhagganleg skoðun forsætis-
ráðherrans að strangt eftir-
lit með verðlagi og kaup-
gjaldi sé eina leiðin til þess
að koma brezku efnahagslífi
á réttan kjöl.
Allar líkur benda til þess
að Wilson muni framvegis
sem hingað til njóta trausts
þingflokks Verkamanna-
flokksins og geti þess vegna
haldið áfram að framkvæma
þær ráðstafanir, sem hann
hefur talið lífsnauðsynlegar.