Morgunblaðið - 13.10.1968, Síða 18

Morgunblaðið - 13.10.1968, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 196« MINNINC: Sigríður Bernhöft Fædd 8. júní 1877. Dáin 8. okt. 1968. A MORGUN, mánudag, verður jarðsett frú Sigríður Bemhöft, er lézt á Heilsuverndarstöðinni í Reykjavík þann 8. þessa mánað- ar, 91 árs gömul. Frú Sigríður fæddist í Bollagarðakoti á Sel- tjarnarnesi og voru foreldrar hennar Þorsteinn Guðmundsson og kona hans, Sigríður Bjarna- dóttir, en þau hjón eignuðust sex börn, sem nú eru öll látin. Árið 1889 giftist Sigríður Daní- el Bernhöft, bakarameistara. — þeim hjónum varð ekki barna auðið, en þau tóku til fósturs og ættleiddu Ásthildi, systurdóttur fyrri konu Daníels. Ennfremur var Guðrún, sonardóttir Daníels, en hún er nú búsett í Skot- landi, að mestu alin upp hjá þeim, en hún missti móður sína kornung. Kynni mín af þeim hjónum hófust 1942. Frú Sigríður var mikilhæf kona, er var manni sín- t Faðir okkar, Hálfdán Halldórsson fyrrum verzlunarmaður i Viðey, verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju mánudaginn 14. þ.m. kl. 10.30 f.h. Sveinn B. Hálfdánarson, Örlygur Hálfdánarson. t Þökkum innilega auðsýnda samúð vfð andlát og útför Laufeyjar Pálsdóttur. Sóiveig og Poul Dyhre-Hansen, Valgerður Þorsteinsdóttir, Steingrimur J. Þorsteinsson og aðrir aðstandendur. um styrk stoð í einu og öllu, á heimilinu, sem hún stýrði af rausn og myndugleik, svo og í fyrirtæki þeirra, þar sem hún starfaði af framúrskarandi dugn- aði og ósérhlífni við hlið manns síns, en Daníel heitinn var dug- mikill og vandvirkur fagmaður, sem stýrði fyrirtækinu farsæd- lega. Frú Sigríður var í einu og öllu hollur og öruggur leiðbeinandi, glögg á það sem afilaga fór, ströng, en umfram allt réttlát og sanngjöm. Hún mat mikils það sem vel var gert. Þannig stuðl- aði hún að því að afla fyrirtæki þeirra hjóna trausts viðskipta- vina og starfsfólks. Daníel heitinn minntist þess oft, hver styrkur hún hefði ver- ið sér á erfiðum tímum, og öðru- vísi kynni að hafa farið, ef henn- ar hefði ekki notið við. Það er gömul saga, að menn meta og þola misjafnlega sanna einurð og hreinskilni. Því hlaut svo áð' fara, að elfki væru allir á einu máli alltaf um ágæti frú Sigríðar, og er það henni sízt til lasts, svo sönn og mikilhæf sem hún var. Ég kveð því að lokum frú Sig- ríði Bernhöft með virðingu og þökk fyrir viðkynningu, sem ég met mikils sem og öll hennar hollu ráð, sem hún, þrátt fyrir háan aldur og tæpa heilsu, gaf mér um árabil. S. B. Gömul heildverzlun vill kaupa af íslenzkum framleiðendum niðursuðu- vörur og fleiri iðnaðarvörur. Upplýsingar merktar: „Vörukaup — 2164“ leggist inn til afgreiðslu Mbl. Hjúkmnarkona óskast að sjúkrahúsinu Patreksfirði frá 1. nóvember n.k. Laun samkv. almennu launakerfi ríkisstarfsmanna. Upplýsingar hjá sýsluskrifstofu Patreksfirði. Sýslumaður Barðastrandasýslu. Sendisveinn óskast allan eða hálfan daginn. STEINDÓRSPRENT HF. Tjamargötu 4, sími 11174. Snyrtistofa Ástu Halldórsdóttur Tómasarhaga — Simi 16010 býður upp á alla snyrtingu. Hreinsa bólur og húðorma og gef persónulegar leiðbeiningar. Athugið hina fullkommi fótsnyrtingu jafnt fyrir karla sem konur. Jónína Guðnadóttir. Á veggnum eru nokkrir sýningargrip- anna. Hún kallar þá skjaldbökur. Listmunasýning í Unuhúsi 1 dag, Iaugardag, kl. 4 e.h. opnar ung listakona Jónína Guðnadóttir gler- og leirmuna- sýningu í Unuhúsi. Jónína er Reykvíkingur, en alin upp á Akranesi. Hún nam við Hand- íðaskólann og siðar í Myndlistar- skólanum. Árið 1963 fór hún til náms við Konstfack í Stokk- hólmi og lauk prófi þaðan 1967. Meðan Jónína dvaldi í Svíþjóð tók hún þátt í nemendasýningum og nokkrum sinnum fékk hún styrki úr Menningar og minning- arsjóði kvenna og Minningarsjóði Fredriku Bremer. Jónína sýndi nokkra listmuni á Svensk form árið 1967, gripir voru eftir hana á sýningu í Norr æna húsinu í sumar og um þess- ar mundir á hún listmuni á sam- sýningu í Svíþjóð. Þess má og geta um sýningu hennar í Unu- húsi, að þetta er í fyrsta sinn, sem glermunir eru sýndir á einka- sýningu hérlendis. Sýningin er opin daglsga til 20. október og eru allir munirn- ir til sölu. Hljómleikar og dans- sýning í Þjóðleikhúsinu 12 nýir sjúkrnliðor Um miðjan siðasta mánuð luku 12 sjúkraliðar námi frá Land- spítalanum. Eftirfarandi stúlkur luku námi: M.a. flutt rafmagnsljósatónverk um Surtsev NÆSTKOMANDI mánudags- kvöld, þann 14. október, verða haldnir hljómleikar og danssýn- ing í Þjóðleikhúsinu. Er þetta framlag Musica Nova og Félags íslenzkra listamanna. Ödl verkin á leikskránni eru íslenzk, og hef- ur ekkert þeirra verið flutt hér á landj áður. Tónskáldin, sem þarna eiga verk eru Þorkell Sig- urbjörnsson, Gunnar Reynir Sveinsson, Leifiur Þórarinsson, Páll Pampichler Pálsson, Atli Heimir Sveinsson og Magnús Bl. Jóhannsson. Þungamiðja kvölds- ins er ballett, sem Ingibjörg Björnsdóttir hefur samið við tón- list eftir Magnús Bl. Jóhannsson. Er þar margt óvenjulegt á ferð- inni, enda vart við öðru að bú- ast, þar sem höfundur tónlistar- innar við kvikmyndina „Surtur fer sunnan“ á í hlut. Tónlistin sjálf er „mixtúra“ hljóðfæra- og rafmagnstónleikar. Magnús hefur síðan samið við þetta eins konar ljósatónverk, þar sem sviðsljósa- kerfið er tengt við píanóhljóm- borð, sem einn hljóðfæraleikar- anna leikur á. Dansinn sem Ingi- bjö^g Björnsdóttir hefur samið, er einnig mjög í anda nútímans, en hann flytja 9 stúlkur úr ball- ettskóla Þjóðleikhússins. Að tónlistarflutningi standa 15 hljóðfæraleikarar ásamt söng- konunni Ruth Little Magnússon. Viðamesta tónverkið að frátöld- um ballettinum eru 3 sönglög við kvæði eftir Jón Óskar, eftir Atla EINANGRIiN Góð plasteinangrun hefur hita leiðnisstaðal 0.028 til 0.030 Kcal/mh. ”C, sem er verulega minni hitaleiðni, en flest önn- ur einangrunarefni hafa, þar á meðai glerull, auk þess sem plasteinangrun tekur nálega engan raka eða vatn í sig. — Vatnsdrægni margra annarra einangrunarefna gerir þau, ef svo ber undir, að mjög lélegt-t einangrun. Vér hófum fyrstir allra, hér á landi, famleiðslu á einangrun úr plasti (Polystyrene) og framleiðum góða vöru með hagstæðu verði. Reyplast Ji.f. Armúla 26 - Sími 30978 Heimi Sveinsson. Auk strengja, blásturs- og slaghjóðfæra, koma fram fjórir píanóleikarar í þessu verki, þau Gísli Magnússon, Guð- rún Kristinsdóttir, Halldór Har- aldsson og Þorkell Sigurbjörns- son. Þorkell leikur þá tvö píanó- verk, Etyðu etftir sjálfan sig, og Svítu eftir Gunnar Reyni Sveins- son. Þessi tvö verk framflutti hann á tónleikum í Stokkhólmi fyrir skömmu. Verk Leiifis Þórar- mssom.ar heitir „Ég á lítirm skrit- inn skugga“, og er tilbrigði fyrir klarnett, cello og píanó, samið að tilhluitan skóLadeildar Rikstkon- serter í Sviþjóð. Páll Pampichler Pálsson á þama verk, sem hánn nefnir „Hringspil 11“ og var það samið á sl. sumri, fyrir þá hljóðfæra- leikara sem filytja það nú í fyrsta sinn: Trompetleikarana Jón Sig- urðsson og Lárus Sveinsson, Stef án Þ. Stephensen hornleikara, og básúnuleikarann Björn R. Éin- arsson. Þetta kvöld í Þjóðleik- húsinu er hið síðasta á afmælis- hátíð Bandalags ísQenzkra lista- manna, en áður hafa verið leik- sýningar, myndlistarsýningar, upplestra og tónlistarkvöld o. fl. — Listsýningar Framhald af bls. 12 tinnst vanta hinn sanna kjama landsins inn í þær. Það er mögu legt að máta af íþrótt, tækni eða leikni, en það er líka hægt að gera hlutina með „l’Aot" og það er betra. Pétur vinnur sér hlut- ina of létt, baráttu við viðfangs- efnin gætir minna. Jafnan eru nokbrar myndir, sem maður staðnæmist við á sýning- um Péturs og svo er einnig að þessu sinni og hika ég*ekki við að segja álit mitt, að húsamynd irnar á sýningunni séu jákvæð- asti þáttur hennar, svo sem nr. 22 „Úr Hellisgerði", sem er sterk og afdráttarlaus í lit og formi. Nr. 26 „Að húsabaki við Laugaveg", er einnig sterk út- færslu og rík í lit. Nr 12 „Morg- unn í Reykjavík", er maíerísk, en ekki eins sterk í hyggirtgu né heild. Það er ákaflega erfitt að skilja hvernig málari, er málar slíkar myndir, hverfi að því að mála margt annað, sem þarna getur að Hta af listrænni hvöt. — Ég get ekki sagt að sýning- in í heild hafi vakið hrifni mína sem skyldi, til þess er henni I heild of vant átaka og innlif- unar. Anna Kristín Björgmundsdótt ir, Kirkjubóli, Mosvallahr. V-ís. Birna Björnsdóttir Lövdal, Reykjavík, Brynhildur Rósa Jónsdóttir, Hafnarfirði, Bryn- hildur Vilhjálmsdóttir, Möðrudal Jökuldalshr., Guðný Sigurgísla- dóttir, Kópavogi, Kristín Jákob ína Gísladóttir, Skáleyjum, Breiðafirði, Kristín Erla Stefáns dóttir, Reykjavík, Málfríður Jónsdóttir, Kópavogi, María Guðrún Loftsdóttir, Reykjavik, Rósa Guðmundsdóttir, Kópavogi, Vilborg Jóhannesdóttir, Hafnar- firði, Vilborg Elín Kristjónsdótt ir, Gilsbakka, Hellissandi. — Utan úr heimi Framhald af hls. 14 innar. „Ég er nýi forsætiráð- herrann," sagði hann. „Hleyp- ið mér inn.“ Stjórnandi hervarðarins við höllina svaraði kurteislega: „Herra Mujica Gallo, þér vor- úð forsætisráðherra, en nú hefur herinn tekið völdin.“ Blaðamaður einn, sem var svo heppinn að ná símasam- bandi við einkanúmer forset- ans, talaði við Carolinu dótt- ur hans. Hún sagði: „Ég er að pakka niður í töskur mínar og hermaður vopnaður hríð- skotabyssu fer með mér.“ Juan Velazco Alvarado hers höfðingi, yfirmaður herfor- ingjastjórnarinnar, hefur virzt vinstrisinnaður. Rikis- stjóm hans hefur nú neitað samningunum umdeildu við IPC, og lýst því yfir að olíu- lindirnar verði þjóðnýttar, og yfirlýsingar hans við valda- tökuna báru keim áhrifa frá Nasser forseta Egyptalands. Margir hershöfðingjar Suður- Ameríku hafa lýst því jrfir að þeir væru vinstrisinnaðir umbótamenn, en erfitt hefur þeim reynzt að flytja arabisk an sósíalisma yfir til latneska hluta Ameríku. Ekkert gefur tilefni til að ætla að nýju stjómendunum í Perú verði meira ágengt í þeim efnum. (Observer). Hjartans þakkir sendi ég ætt- inigjum og vinum fjær og nær sem með heimsóknum, gjöf- um og heillaóskum sýndu mér vináttu og gerðu mér áttræðisafmælisdaginn 5. okt. sl. ógleymanlegan. Guð blessi ykkur öll. SigurSur Kristjánsson HrisdaL V Bragi Ásgeirsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.