Morgunblaðið - 17.10.1968, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.10.1968, Blaðsíða 3
MORGUNJBLAÐIÐ, FIMMTUÐAGUR 17, QKTppUR 11,968 Hugrekki og samkennd með öðrum mönnum íslenzkir sjómenn hlutu viðurkenningu Breta fyrir frœkilega björgun SENDIHERRA Breta á ís- afhenti í gær Sigwrði Áma- syni, skipherra á Óðni, og stýrimönnunum Sigurjóni Hann essyni og Fálma Hlöðverssyni heiðursmerki fyrir þátt þeirra í björgun áhafnarinnar af brezka togaranum Notts Coun ty, sem strandaði í ísafjarð- ardjúpi í febrúar sl„ Einnig afhenti sendiherrann Pétri Sig urðssyni, forstjóra Landhelgis gæzlunnar, áletraðan vegg- skjöld. Skjöldur þessi skal fylgja Óðni, sem viðurkenning til áhafnar hans og Landhelgis gæzlunnar. Afhending þessi fór fram um borð í Óðni í Reykjavíkurhöfn í gær og meðal viðstaddra voru, Jó- hann Hafstein, dómsmálaráð- herra, Eggert G. Þorsteins- son, sjávarútvegsmálaráðherra og ráðuneytisstjórarnir Agn- ar Kl. Jónsson, Baldur Möll- er og Gunnlaugur E. Briem. Briam Holt ræðismaður, og eiginkonur yfirmannanna þriggja. Heiðursmerki þau, er þremenningarnir fengu, eru meðal æðstu heiðursmerkja brezkra, sem veitt eru mönn- um af öðru þjóðerni. A. S. Halford-McLeod, sendi herra, flutti ávarp við afhend inguna. Hann minntist á það í upphafi, að eitt af mörgu í fari fslendinga, sem vekti athygli erlendra manna, væri hógværð þeirra og rótgróin andúð á öllu ónauðsynlegu umstangi. „Ef reynt er að A. S. Halford-McLeod sendiherra, afhendir Pétri Sigurðs- syni veggskjöldinn. Hergráða OBE, sem Sigurð- ur Árnason, skipherra fékk. Þetta er æðsta heiðursmerki, sem Bretadrottning getur veitt erlendum manni. þakka þeim greiða eða vin- arbragð, snúa þeir sér undan og muldra eitthvað á þá leið, að þeir hafi aðeins gert skyldu sína.“ Þetta einkenni kvað sendi- herrann koma mjög glögglega fram hjá Landhelgisgæzlunni, sem kysi að starfa sem mest í kyrrþey. Síðan minntist sendiherrann þeirra atburða er urðu í ofsa viðri sem geisaði á hafinu norðan og vestan af íslandi aðfaranótt 5. febrúar sl., þeg ar brezki togarinn Ross Cle- Að lokinni afhendingunni. (Frá vinstri:) Pálmi Hlöðversson, stýrimaður og kona hans Guð- munda Helgadóttir, frú Björg Jónsdóttir og maður hennar Sigurjón Hannesson, stýrimaður, A. S. Halford-McLeod, sendiherra, Jóhann Hafsteins, dómsmálaráðherra, frú Edda Jónsdótt- ir og maður hennar Sigurður Árnason, skipherra og Pétur Sigurðsson, forstjóri Landhelgis- gæzlunnar. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) Gullstig „Sea Gallantry", sem stýrimennirnir Sigurjón Hann esson og Pálmi Hlöðversson fengu. Þetta er eina orðan, sem brezka þingið veitir og eru þeir félagar fyrstu er- lendu mennirnir, sem hljóta gullstig hennar. veland sökk og aðeins einn skipvérji komst af og annar brezkur togari, Notts County, strandaði skammt frá Sand- eyri við ísafjarðardjúp norðan vert. „Þessa hræðilegu nótt var Óðinn alls staðar ná- lægur, fylgdist með skipum, gaf holl ráð og veitti aðstoð Framhald á bls. 20 Stolt dansks og íslenzks handknattleiks I KVOLD KL. 8.30 I LAUGARDALSHOLL. FORÐIZT ÞRENGSLI. — FORSALA f FULLUM GANGI IIJÁ BÓKABÚÐUM LÁRUSAR BLÖNDAL OG BIRGI BJÖRNSSYNI IIAFNARFIRÐI. H.G. HEFUR 5 LANDSLIÐSMENN. F.II. ERU ÍSLANDSMEISTAIQVR UTAN HÚSS. H.G. ÁTTl LIÐSMANN f HEIMSLIÐINU. F.II. Á FRÆKNUSTU SIGUKGÖNGU GEGN ERLENDUM LIÐUM. H.G. ER DANSKT LIÐ. II siuniun Danmerkurmeistarar þar af 3svar sinnum í röð 19C6 — 1907 — 1968. KR STAKSTEIMAR Yfirlýsing þremenninganna Þremenningarnir, Hannibal, Björn og Steingrímur, birtu í dag yfirlýsingu um samkomulag það, sem þeir hafa gert við Fram- sóknarflokkinn um nefndarkjör á Alþingi. Yfirlýsing þessi er fyrír margra hluta sakir eftir- tektarverð. Þar segir m.a.: „Eins og allir mega sjá af nefndar- kjörinu í dag fer því mjög fjarri að starfsaðstaða Alþýðubanda- lagsins sé Iakari að nefndu sam- komulagi gerðu, né áhrif þeirra á gang þingmála minni. Þvert á móti skipa þingmemn Alþýðu- bandalagsins nú fleiri sæti í starfsnefndum en áður var. Falla því dauðar og ómerkar þær getsagnir, að samkomulaginu sé beint gegn hagsmunum þeirra, sem veittu Alþýðubandalagínu irautargengi í kosningunum 1967“ Skv. þessum orðum hælast þre- menningamir yfir því, að þeim hafi tekizt með samningum við þingflokk Framsóknarflokkinn, að auka áhrif „Alþýðubanda- lagsmanna“ á þingstörfin. Hlýt- ur það sjálfshól að vekja nokkra athygli í þingflokki Framsókn- arflokksins. f öðru lagi hefur þetta samkomulag leitt til skerð ingar á starfsaðstöðu þingmanna Framsóknarflokksins og er það einnig býsna athyglisvert og til umhugsunar fyrir kjósendur Framsóknarflokksins og vekur menn til íhugunar um það, hvaða rök þingflokkur Framsóknar- flokksins hefur talið svo þung á metunum að tilvinnandi væri að skerða sína eigin stairfsað- stöðu í þinginu. í þriðja lagi er greinilegt, að þremenningam- ir líta á sig sem þingmenn Al- þýðubandalagsins og hafna þar með algjörlega þeírri túlkun kommúnistablaðsins, að þeir hafi „endanlega slitið tengsl við Al- bandalagið“. Kommúnistablaðið hefur lýst því yfir, að þingflokkur Alþbl. hafi verið klofinn með samkomu lagi þremenninganna við Fram- fasóknarflokkinn. Svk. yfirlýs- ingu þeirra virðist þéir alls ekki fallast á það sjónarmið. En nú vaknar sú spurning, hvaða af- stöðu þingflokkur Alþýðubanda lagsins muni taka til þessa máls. Verða gerðar ráðstafanir til þess af hálfu þingflokksins að lýsa því opinberlega yfir, að þremenn ingamir tilheyri ekki lengur þingflokki Alþýðubandalagsins? A.m.k. einn af þingmönnum Al- þýðubandalagsins hefur sem rit- stjóri kommúnistablaðsins lýst þeicri skoðun sinni, að þingfl. hafi verið klofin og má þá bú- ast við, að hann flytji tillögu um það innan þingflokksins, að sérstök yfirlýsing verði gefin af hans hálfu um það efni. Verði það ekki gert verður að fíta svo á að þingflokkur Alþýðu- bandri^agsins sé ekki sammála túlkun kommún'istablaðsins á sam komulagi þremenninganna við Framsóknarflokkinn og vilji því halda opinni leið til að endur- heimta hina villuráfandl sauði. Glundroðaöflin Allt sýnir þetta mál, hve full- komin glundroði ríkir í röðum vinstri manna. Ekkert samhengi er í gerðum þeirra, yfirlýsingar stangast á og enginn veit, alltra sízt þingmennirnir sjálfir, hvað snýr upp og hvað snýr niður. Oft hefur mikið sundurlyndi og ringulre'ið ríkt í þessum röðum en aldrei þó sem nú. Og það verðuF* að teljast sérstakt afrek af hálfu þremenninganna að hafa nú í einu vetfangi komið illind- um og tortryggni af stað innan þingflokks Framsóknarflokksins og var þó nóg fyrir. /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.