Morgunblaðið - 17.10.1968, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.10.1968, Blaðsíða 28
iEoriumWa&fö RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA-SKRIFSTOFA SÍMI IQ.IOQ AUGLYSINGAR SÍMI SS*4*8Q FIMMT UDAGUR 17. OKTÓBER 1968 Aukinn útflutningur SH á frystum fiski til Bandaríkjanna MORGUNBLAÐIÐ aflaði sér eft- irfarandi upplýsinga hjá Guð- mundi H. Garðarssyni, felaðafull- trúa SH um útflutning fyrirtæk- isins á frystum fiski til Banda- rík.ianna: Heildarútflutningur SH til Bandaríkjanna 1. janúar til 15. október í ár var 18.200 tonn. — Tímabilið 1. janúar til 31. okt. 1967 var útflutningurinn á sama markaði 12.000 tonn. í október og nóvember munu eiga sér stað Gerið skil í tíma NÚ styttist óðum, þar til dreg ið verður í Landshappdrætti Sjálfstæðisflokksins — aðeins um 20 dagar ti] stefnu. Sjálfstæðismenn, sem feng- ið hafa senda happdrættis- miða heim, eru beðnir um að gera skil sem allra fyrst á skrifstofu Sjálfstæðisflokks- ins, í Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll. Auðveldar það mjög allt starf í sambandi víð happdrættið, að menn geri skil í tíma, en láti það ekki dragast fram á síðustu stundu. Þeim, er hug hafa á að fá miða í happdrættinu, skal bent á, að þeir eru til sölu í happdrættisbílunum, þar sem þeir standa við Austurstræti. Eru þetta tveir Mercedes Benz fólksbílar af nýjustu árgerð, og verðmæti þeirra beggja tæplega ein milljón króna. ■ ■ Okumnðurinn enn ófundinn ÖKUMAðURINN, sem olli dauðaslysinu, en hvarf á braut af slysstað, er enn ófundinn. Rannsóknarlögreglar. vann í gær þrotlaust að rannsókn málsins, en ekkert kom fram í gær, er bent gæti óyggjandi á manninn. Rannsóknarlögreglan biður alla þá, er gefið geta upplýsingar að gefa sig fram þegar í stað. miklar lestanir af frystum fiski til Bandaríkjanna frá frystihús- um innan SH. Verða þessar lest- anir í fjögur skip um 5500 tonn. Samkvæmt því verður heildar- útflutningurinn á bandaríska markaðinn fyrstu 10 mánuði árs- ins um 23.700 tonn eða tæplega 100% meiri en á sama tíma í fyrra. Er mikið líf í sölumálum SH í Bandaríkjunum. Þessa dagana er m.s. „Brúar- foss“ að lesta um 1900 tonn og áætlað er að um mánaðamótin október—nóvember verði lestað í tvö skip samtals um 3300 tonn. Andvirði þessara þriggja farma nálgast 200 millj. kr. Frá brunarústunum á Laxamýri. Hlaðan er á bak við kranabílinn, sem er að losa heyið úr hlöð- unni. Sitt hvoru megin má sjá fjárhúsin, en maðurinn sem ber yfir bílinn stendur á hlöðu- stabbanum, en þar var hlöðurisið og bar allhátt við. Stórtjdn í hlöðubruna á Laxamýri — Um sjálfíkviknun getur ekki verið að rceða - segja bœndurnir, sem fylgdust sjálfir með hitanum í heyjunum Brunatjón varð mikið á Laxamýri í fyrrinótt.Þar mun hafa verið um íkveikju að ræða í hlöðu, sem í voru 7 til 800 hestar af töðu. Þegar að var komið var eldurinn mest- ur við dyr frá fjárhússtalli í hlöðu, en hlaðan stendur milli tveggja stórra fjárhúsa. Fréttaritari Mbl. á Húsavík fór á staðinn í dag og hitti þá tvo Laxamýrabændur, Vigfús B. Jónsson, oddvita og Björn Gunnar bróður hans, en faðir þeirra Jón H. Þorbergsson, sem býr í félagsbúi með þeim bræðrum var ekki heima og er nú staddur í Reykjavík. Átti fréttaritarinn við þá eftúffarandi viðtal: — Hér hafa ljótir hlutir gerzt. — Já, meira en það segir Vig- fús, en þó gat það orðið verra. Ef Björn bróðir hefði ekki af til- viljun orðið eldsins svo fljótt var þa má fullyrða að við hefðum misst allar kindurnar,. sem voru í fjárhúsum beggja vegna við Grunur um íkveikju — segir Jóhann Skaftason, sýslumaður MORGUNBLAÐH) hafði í gær tal af Jóhanni Skaftasyni, sýslumanni í S-Þingeyjarsýslu vegna brunans í Laxamýri. Jó- hann sagði sterkan grun vera um íkveikju. Maður var hand tekinn í fyrrinótt, er hann hafði velt bíl sánum um 5 km frá Laxamýri og var hann á leið til Húsavíkur. Jóhann kvað manninn hafa verið handtekinn, vegna meintrar ölvunar við akstur, en ætlunin væri að yfirheyra hann, þar sem hann fannst á þessum slóðum um svipað hlöðuna. Þar voru eitthvað á fjór'ða hundrað fjár og auk þess sem fjárhúsin voru í mikilli hættu, var fjósið það einnig, sem Heildarsíldaraflinn 72.097 lestir HEILDARSÍLDARAFLINN sam- kvæmt síldarskýrslu Fiskiféiags lslands í ár er nú 72.097 lestir miðaff við 287.927 lestir á sama tíma í fyrra. Þrátt fyrir þennan gifurlega aflamismun er síidar- magnið, sem saltaff hefur verið rétt aðeins minna en í fyrra og munar þar 5.629 tunnum. Alls bafa veriff saltaðar nú 16.170 lestir. Fimm aflahæstu bátarnir í sumar eru: Örn RE 2656 lestir; Gígja RE 2462 lestir; Fífill GK 2456 lestir; Guðbjörg fS 2362 lestir og Harpa RE 2298 lestir. Hér á eftir fer síldarskýrsla Fiskifélagsins: Yfirlit um síldveiðar norðan- lands og austan vikuna 6. til 12. október 1968. jr Frystigeymslur BUR fullur uf fiski En von um afskipun til Rússlands A útgerðarráðsfundi, fyrir skömmu, skýrðu framkvæmda- stjórar Bæjarútgerðar Reykjavik ut frá því, að frystigeymslur fisk iðjuvers Bæjarútgerðarinnar væru fullar. Hins vegar hefði fengizt takmarkað pláss leigt hjá öðrum fyrstihúsum, en ef afskip- anir á frystum fiski hæfust ekki innan skamms horfði til vand- ræða með geymslurými. S.H. hefði um langt skeið leitað eftir samningum við Rússa um viðbót Framhald á bls. 27 Síðastliðna viku var oftast norðaustan eða austan hvass- virði á síldarmiðunum NA og A af landinu og ekkert veiðiveður. Aflinn sem tilkynntur var hafði fengizt fyrir helgi. í vikunni var landað alls 2.058 lestum. Saltað var í 4.512 tunnur, 121 lest fryst og 1.301 lest fór til bræðslu. Heildaraflinn er nú 72.097 lest- ir og hagnýttur þannig: Lestir 1 salt (110.753 upps. tn.) 16.170 í frystingu .................351 1 bræðslu ............... 47.284 Landað erlendis........... 8.292 Á sama tíma í fyrra var, aflinn þessi: Lestir í salt (116.382 upps. tn.) 16.992 í frystingu ................ 723 í bræðslu .............. 263.463 Til innanlandsneyzlu . . 15 Landað erlendis .......... 6.734 Alls: 287.927 Löndunarstaðir sumarsins eru þessir: Frambald á bls. 27 leyti og eldsins að Laxamýri varð vart. Þess má geta, að Björn bóndi Jónsson að Laxamýri ók fram á hlaupandi mann, er hann geystist til Húsavíkur til að sækja aðstoð. Björn átti í erfiðleikum með að hemla er hann sá manninn, vegna hálku en maðurinn forðaði sér út fyrir veginn og kastaði sér þar niður. Undanfarna tvo vetur hafa eldsvoðar verið ærið tíðir á Húsavík, án þess að unnt hafi verið að skýra upptök þeirra. stendur hér rétt norðan við, en í því voru 40 gripir. Þessu tókst okkur öllu að bjarga út, áður en teljandi reykur var kominn í húsin. — Þú vaknaðir Bjöm? — Það var nú réttara sagt sonur minn, Jón Helgi 2ja ára. Hann vaknaði rétt fyrir kl. 02, og ér þó ekki vanur að vakna á nóttunni. En honum var eins og eitthvað órótt og út af því fór ég á stjá og kom þá auga á eld- bjarma frá hlöðunni. — Og hvað gerðist svo? — Ég vakti strax bróður minn, en hans hús er hér sunnar á tún- inu og fór ég svo eins fljótt og ég gat til Húsavíkur til að leita þar aðstoðar slökkviliðsins. Segja má að sérstakt lán hafi fylgt mér í þeirri ferð, því að aldrei hef ég ekið svo hratt hér á milli — alltaf svo að segja yfir 100 km hraða, en ísing var mikil á veg- inum. — Hvað gerðir þú Vigfús? — Okkar fyrstu viðbrögð voru að fara til húsanna, og hleypa út skepnunum. Fór kvenfólkið einnig til þess. Þegar ég kom að hlöðunni logaði upp úr þakinu og ég átti von á ljótri sjón, er ég kom inn í húsið. En til allrar hamingju haflði lítill reykur enn- þá borizt þar inn. Okkur gekk heldur erfiðlega að koma kind- Frambald á bls. 27 Treg síldveiði LlTIL síldveiffi var í fyrrinótt og sem dæmi um það má geta þess, aff landaff var í Reykjavík affeins 40 lestum úr 4 bátum miffaff við á 3ja hundraff lestir deginum áður. Sjómenn láta lítið yfir síld- veiðinni nú og hefur veðrj’ð gert þeim mikinn óleik. Síldin hefur ekki fundizt svo neinu magni nemur nema 30 mílur suðvestur af Garðskaga, en kannski má búast við batnandi veiði með betra veðri. Leitað var að síld í Jökuldjúpi í fyrrinótt og fannst lítið. Sömu sögu er að segja af mið- unum fyrir austan. Bræla hefur verið og hamlað veiðum og munu ekki vera eftir nema um það bil 15 til 20 bátar. 1 fyrrinótt fengu þeir engan afla. Islenzk fyrirtæki sýna á matvælasýningu í París ÍSLENZK fyrirtæki munu taka þátt í hinni miklu alþjóð- legu sýningu matvælaframleið- enda, SIAL, sem haldin er í Par ís dagana -27. október til 4. nóvem ber næstkomandi. Þetta er árleg matvælasýnimg, sem safraar að matvælaframleiðendum alls stað ar að úr heiminum. fslenzku fyr irtækin eru Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna, Samband ís- lenzkra samvinnufélaga, bæði sjávarafurðadeildin og landbún- aðardeildin, og niðursuðufyriir- tæki á Akranesi. Vörusýningarnefnd annast ís- lenzku þátttökuna, og mun Guð mundur Ingimarsson hjá Fiski- félagi Islands veita henni for- stö’ðu, en frönskumælandi stúlka verður til upplýsinga 1 Framhald á bls. 27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.