Morgunblaðið - 17.10.1968, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.10.1968, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 1968 N 17 ÖLAFUR SIGURÐSSON SKRIFAR UM: Nýja Bíó Hernámsárin „1940—45“ 67,68 Seinni hluti myndar Reynis Oddssonar er kominn. Hefur myndar þessarar verið beðið með nokkurri eftirvænitingu, ekki sízit vegna þess, að sögur gengu um að fjallað yrði um ástandið svo- kallaða. Myndin er mun betri en sú fyrri. Stafar það af tvennu. í fyrsta lagi er einn maður, Árni Gunnarsson fréttamaður, sem les textarm, í stað margra áður, og er textinn nú í meira samhengi við myndina. f öðru íagi hefur Reynir úr miklu betri myndum að vinna en fyrr. Bersýnilegt er, að hann hefur komizt í gullnámu af filmum, sem þörf er að vinna frekar úr, til notkunar við sögukenns'lu og til varðveizlu sögulegra atburða. Má taka þar sem dæmi fiRm- ur frá lýðveldishátíðinni á Þing- völtum, fjölda götumynda frá Reykjavík o.s.frv. Eins og fyrri myndin, er þessi ómetanleg heim ild um tíma, sem ekki er langt undan, en lendir í því há'lfrökkri sögunnar, sem myndast, þegar helmingur þjóðarinnar man tím- ann, en hinn helmingurinn hef- ur litia hugmynd um hann. Úr þessu getur mynd þessi bætt. Er ég skrifaði um fyrri mynd- ina sagði ég að þetta þyrfiti rík- ið að kaupa, og á það enn frek- ar við um þessa mynd. Með nokkrum breytingum er um að ræða ómetanleg kennslutæki. Ég er á mörkunum með það, að mig rámar í stríðið, án þess að eiga nokkrar heillegar minn- ingar frá því. Fyrir mig er mynd in stórkostlega skemmtileg og ég reikna með að það eigi líka við um mér yngra fólk. Eldra fó'lk mun vafalaust sjá þessa mynd af öðrum ástæðum, til að rifja upp minningar. En engin er rós án þyrna. Viðtöl eru sett inn í myndina við nokkra menn og eru sum þann- ig, og varla getur talizt sæmi- legt. Það er vafasamur ávinn- ingur að reyna að fá fólk til að hlæja að mönnum, sem ekki eru steyptir í hið almenna mót. Það er ekki smekkíegt heldur. Sum myndanna eru skamm'laus en aðeins eitt bætir nokkru við myndina, og er það viðtalið við Svein Sæmundsson. Með hrein- skilni og kímni gefur hann því líf, sem flest hinna skortir. Og svo er það viðtalið við kon una, sem ékki lét nema einu sinni fallerast, enda þar um sérlega „handlaginn" mann að ræða. Þessi kona þarf að koma fram á sjón- arsviðið. Kona, sem hefur slíka frásagnargáfu, þarf að segja frá fleiru! Og svo er það skandinaviski menningararfurinn. Reynir hef- ur fengið einhver ungmenni til að takast fangbrögðum og svipta sig klæðum, sem þau gera með undarfega litlum ástríðusvip. Virð ist þetta í fljótu bragði harla ónauðsynleg fyrirhöfin og ekki vel heppnuð. Á efitir þessu kemur svo neyð- arlegt augnablik, þegar strax á eftir nektarsenunni sézt ungbarn og leikið er hátt og snjallt „ís- land ögrum skorið ...“. Og svo er það endirinn. Þar er rætt við nokkra unga íslend- inga og þeirra áMts leitað á því, hvort þeir vildu heldur vera upp á stríðsárunum en núna, hvern- ig þeim lítist á framtíðina og hvort þeir eigi von á nýrri heim styrjöld. Leggur stjórnandi svo mikið upp úr því, að tala við þá, sem samræmast hans hug- myndum um „unga íslendinga“ að ekki verður betur séð en að hann missi af hinni iraunverulegu þjóð. Út úr þessum spurningum kemur lítið annað en snakk. En hvað sem þessu líður er þetta skemmtileg mynd. Maður fær hugmynd um þau tröllslegu átök, sem heimsstyrjöídin var og sér okkar einkennilega þátt í þeim. Okkar þjóð tókst að sam eina það, að koma undir sig fót unum og að missa ekki fótfest- una, á þessum áirum. Reynir Oddsson hefuir sýnt lofs vert framtak. Slíka starfsemi ber hinu opinbera að styrkja. Væri sannarlega ásítæða til að styrkja Reyni til að endurvinna þess- ar myndir og efni það sem hann hefur, í heppilegt kennslumynda form. Væri þar um að ræða ó- metanlega fjárfestingu fyrir fram tíðina. Raunar er kominn tími til þess fyrir hið opinbera, og þá fyrst og firemst yfirvöld menntamála, að ráða til sín kvikmyndatöku- fnann. Ætti hans hlutverk að vera skýrslugerð méð kvikmyndavél, gagnasöfnun, til uppfræðslu eftir komandi kynslóð. Hugsið ykk- ur hvers virði slíkar myndir yrðu eftir 30 ár. Ef við tökum dæmi úr sög- unni, hugsum okkur ef við ætt- um greinargott yfirlit á kvik- mynd um sjálfstæðisbaráttu fs- lendinga. Það væri ómetanlegt. Það er ekki verjandi að draga lengur að skipuleggja starfsemi á þessu sviði. 6. S. Vopnafjörður, 15. október. Áætlað er að byggja brim- varnargarð frá landi, austan við Kamb, yfir skerið að Miðhólma. Talið er, að hafnarskilyrði hér batni tií miklilair muna við þess- ar aðgerðir. Garður þessi verð- ur um 700 metrar að lengd og í hann fara 72 þús. rúmmetrar. Norðurverk hf. sér um þessar framkvæmdir, sem hófust í júlí. Vonir standa til, að framkvæmd um verði lokið fyrir næstu ára- mót. - ERLENT YFIRLIT Framhald af bls. 15 maður Þjóðvarnaráðsins. Nieh hefur haft á hendi yfirstjórn k j arnorkuvopnaáætlunar innar, en Yeh er forseti hervísindaaka demíunnar. Sterkur grunur leikur á, að kjarnorkuvopnaáætlun Kín- verja hafi seinkað vegna alvar- legra mistaka, sem talið er að hafi valdið því að tilraun, sem gerð var í árslok í fyrra, hafi farið út um þúfur. Á undanförn Um mánuðum hafa kínverskir leið togar lítið gert af því að státa af kjarnorkumætti Kínverja. En þar sem Nieh og Yeh hafa greinilega verið skipaðir í háar valdastöður og menningarbylt- ingin virðist vera að fjara út, bendir allt til þess, a$ kjarn- orkutilraunir verði hafnar að nýju. HERINN DROTTNAR Þrátt fyrir fréttir um áfram- haldandi átök hefur ýmislegt bent til þess að undanförnu, að dregið hafi til muna úr menn- ingarbyltingunni. Þótt óvinir Maos hafi öðru hverju verið for dæmdir í blöðum, hefur verið furðu hljótt um þá á undan- förnum mánuðum. Liu Shao-chi forseti, sem í áróðrinum er kall- aður „Krúsjeff Kína“, og sam- herjar hans virðast hafa beðið algeran ósigur. Nú hefur forset- inn verið sviptur öllum embætt- um samkvæmt síðustu firéttum. En hið gamla kerfi flokks- ins og stjómarinnar er hrunið. Skrifstofuveldi flokksins er lam að og skrifstofuembættismenn, sem börðust fyrir kínversku byltingunni, eru horfnir. Gréinilegt samband virðist Vera á milli endurreisnar laga og reglu í kommúnistaflokknum og vaxandi áhrifa heraflans. Á undanförnum vikum hefur verið borið mikið lof á herinn, og hann hefur verið hylltur sem „máttarstólpi alræðis öreiganna undir beinni stjórn Lin Piaos varaformanns“, „öflugur stálmúr sem verndar landið" og „varnar garður hinnar miklu menningar byltingar öreiganna“. En hvað sem gerzt hefur, hef- ur ekki dregið úr fjandskap ríkjandi valdhafa í gakð Rússa. Tónninn í garð Rússa er jafn- harður og ósveigjanlegur og fyrr. Kínverskir leiðtogar hafa spáð því, að menningarbylting- unni ljúki á næsta ári, en hvað tekur þá við? Þeir sem vel fylgj ast með þróuninni í Kína velta því fyrir sér, hvort stjórn sú, sem við tekur þegar Mao hverf- ur af sjónarsviðinu, muni frem ur bera keim af hernaðarein- ræði en kommúnisma. Skrifstofuhúsnæði ósknst fyrir 1. des. n.k. Tilboð óskast send afgreiðslu blaðs- ins fyrir n.k. mánudagskvöld 21. okt. n.k. merkt: „2119“. Höfum kaupendur að Volkswagen árgerð ’66 og ’67. BÍLA- OG BÚVÉLASALAN við Miklatorg, sími 23136. SKÍÐASKÁLINN í KERLINGAFJÖLLUM heldur MYNDAKVÖLD fyrir ungLinga 14 ára og yngri í Lindarbæ niðri, sunnudag 20. okt. kl. 4 s.d. fyrir unglinga 15 ára og eldri í Lindarbæ niðri, sunnudag 20. okt. kl. 8,30 s.d. fyrir fullorðna á Hótel Sögu, súlnasal fimmtudag 24. okl. kl. 8,30 s.d. Allir nemendur Skíðaskólans frá s.l. surnri og fyrri árum eru velkomnir ásamt gestum þeirra. Massey Ferguson 3765 Til sö!u er Massey Ferguson 3165 skurðgröfuvélasam- stæða árg. 1967. Vélin er í góðu ásigkomulagi og vinnustundafjöldi um 800. Hagstætt verð og greiðslu- skilmálar. — Upplýsingar í síma 31433. J OY-loftpressa Til sölu er nýleg loftpressa af Joy-gerð. Vétin er í góðu ásigkomuliagi og hefur ekki verið notuð meira en um 300 vinnustundir. Verð og greiðsluskilmálar eftir samkomulagi. Upplýsingar í síma 31433. Bílaglerið komið Glerjdjan sf. Þverholti 11 — Sími 11386. AUKIN ÞÆQINDI AUKIN HÍBÝLAPRÝDI Við erum sammála nwood UPPÞVOTT AVÉLIN ER FULLKOMLEGA SJÁLFVIRK. HRÆPIVÉLIN ER ALLT ANNAÐ OG MIKLU MEIRA EN VENJULEG IIRÆRIVÉL. KENWOOD hrærivélin býð- upp á fleiri hjálpartæki en nokkur önnur hrærivél, til þess að létta störf húsmóð- urinnar. KENWOOD hræri- vélin er auðveld og þægileg i notkun. Kynnið yður Kenwood og þér kaupið Kenwood hrærivélina. Verð kr. 7.440.— KENWOOD uppþvotta- vélin er með 2000 w. suðuelementi. Tekur í einu fullkominn borð- búnað' fyrir 6 og hana er hægt að staðsetja hvar sem er í eldhúsinu. Inn- byggð. Fristandandi eða ^est upp á vegg. Verð kr. 17.450 — — V/ðgerðo og varahlutabjónusta — Sími 11687 21240 Laugavegi 170172

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.