Morgunblaðið - 20.11.1968, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 20.11.1968, Qupperneq 3
MOKGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. NÓV. 1968 3 INHLÖND — Ný Ijóðabók eftir Hannes Pétursson Þorkell Sigurbjörnsson Halldór Haraldsson Nýtt íslenzkt verk frumflutt á tónleikum Sinfóniuhljómsveitarinnar A NÆSTU tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar íslancLs 21. nóvem- ber vei'óur frumflutt nýtt ís- lenzkt verk. I>að heitir „Duttl- ungar“ fyrir píanó og hljóm- sveit og er eftir Þorkel Sigur- bjömsson. Höfundur leikur sjálfur einleik í verkinu. — „Duttlungar“ voru samdir í vor og i sumar og er — eins og höf- undur segir sjálfur — „ýmis til- brigði í samleik“. Þessu næst leikur Halldór Haraldsson einleik í píanókon- sert í G-dúr eftir Ravel. Hall- dór er atkvæðamikill píanóleik- ari og hefur leikið m. a. áður með Sinfóníuhljómsveitinni á sunnudagstónleikum hennar, en þá lék hann Es-dúr píanókon- sert Liszts. Konsert Ravels, sem Halldór leikur að þessu sinni, er eitt glæsilegasta verk sinnar tegundar, samið samkvæmt beiðni Sinfóníuhljómsveitarinn- ar í Boston fyrir nær fjórum áratugum. Ravel taldi konsert- inn betur gerðan en flest ann- að, sem hann hafði samið. Harrn er auðugur af litbrigðum, klass- ískur í formi og notar út í yztu æsar lipurð hljómsveitar- manna og einleikarans í fjörugu hljó'ðfalli. Lokaverkið á þessum tónleik- um er 6. sinfónían eftir Tsjaí- kovský. Þessi sinfónía er þekkt undir heitinu „patetíska" sin- fónían, og er ein voldugasta sin- fónía sögunnar. Tsjaíkovský áleit hana vera bezta verk sitt. Sjálfur stjórnaði hann frum- flutningi hennar viku áður en hann dó, í októberlok 1893. Und- irtektir áheyrenda voru nokkuð dræmar í fyrstu, en ekki leið á löngu, þar til „patetíska-sin- fónían“ varð eitt mesta eftirlæt- ið á sinfóníutónleikum um víða veröld. Þetta verða síðustu tónleikar stjómandans, Sverre Bruland, að þessu sinni, en hann hverfur nú aftur að störfum sínum við Sin- fóníuhljómsveit norska útvarps- ins. Sinfóníuhljómsveit íslands vill því nota þetta tækifæri til að þakka Sverre Bruland fyrir veru hans hér og samstarf. KOMIN er út á vegum forlags- ins Helgafells ný ljóðabók eftir Hannes Pétursson. Nefnist hún Innlönd, og er fjórða Ijóðabók höfundar. Fyrri ljóðabækur hans eru Kvæði 1955, í sumardölum 1959 og Stund og staðlr 1962. í Innlöndum eru 50 ljóð, og skiptist bókin í þrjá kafla. Bók- i in er prentuð í Víkingsprenti, og < kápusíða er teiknuð af Ernu Ragnarsdóttur. Á kápusiðu segir bókmennta- ráðunautur Helgafells svo um bókina: Langt er síðan að jafn-heil- steypt ljóðabók hefir komið út hérlendis, eða bók sem er jafn- hljóðlátlega sterk að tilfinningu, jafn-trú í hollustu sinni við per- sónulega reynslu og eiginlegt hug ! myndalíf. Engin fyrri ljóðabóka Hannes- ar Péturssonar sjálfs hefir verið jafn-samfelld að efni, formi og áferð, þó að flest eða öll persónu legustu einkenni hennar megi líka finna í þeim: innileikann, | Berlín, 19. nóv. ÞRJÁTÍU ára gamall Austur- | Þjóðverji slapp til Vestur-Berlín hin dýru vígindi, hinar óslitnu ljóðlínur, samlifun skáldsins við landið, þörf hans til að vernda eigin heim fyrir átroðningi ókeyp is hugmynda. ar með því að synda eftir á í suð urhluta borgarinnar. Skýrði lög j reglan í V-Berlín frá þessu í dag. Flóttamaðurinn var fluttur í ; sjúkrahús vegna kulda og vos- I búðar, sem hann hafði orðið fyr 1 ir. I INNLÖND eru vissulega engu síður hlutlæg bók og auðug að skynjunum en hinar fyrri bækur . ; Hannesar Péturssonar, en allt um j það felur hún í sér samfellt og heimspekilegt uppgjör við ákaf- lega nútímalegan vanda og varp- ar um leið nýrri birtu á skáld- skap Hannesar til þessa. f kvæði á fætur kvæði svarar skáldið í völdum myndum þessari spurn- ingu: hvað er mitt og hvað ekki — hvað er einstaklings og hvað I heimsins? Leikir í f jörunni — Fyrsta skáldsaga Jóns Oskars RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA-SKRIFSTOFA SÍMI 10*100 LEIKIR í fjörunni nefnist nýút- komin skáldsaga eftir Jón Óskar. Er það jafnframt fyrsta skáld- saga höfundar, en áður hafa kom ið út eftir hann sögur, Mitt and- lit og þitt 1952, 3 ljóðabækur, Ferðaþankar og þýdd verk er- lendra höfunda. Leikir í fjörunni eru 168 bls. og skiptast í 32 kafla. Bókin er gefin út af Bókaútgáfu Helga- fells, og á kápusíðu bókarinnar segir bókmenntaráðunautur for lagsins svo um bókina og höf- undinn: Ljóðskáldið Jón Óskar þarf ekki að kynna, en þetta er hins vegar fyrsta skáldsaga hans. Áð- ur hefir hann gefið út smásagna- safn, Mitt andlit og þitt 1952. Auk annarra kosta áttu þær sög ur til að bera sérstakan næmleik, vandaðan, látlausan stíl og vak andi raunsæi. Leikir í fjörunni ber ýmis sömu einkenni: hún er ljóðræn, stílhrein og sönn. Að efni og snið um er þessi skáldsaga uppvaxtar- saga drengs í sjávarþorpi á þriðja tug 20. aldar. Sjálfur er staður- inn: „Lítið þorp og stórt haf, — náttúran sem blasir alls staðar við, óendanleg víðátta, smæð mannanna, stórfengleiki, dauði, þorp snautt að list en ríkt að náttúru ...“ — Drengurinn er of urlítið frábrugðinn öðrum í þorp inu að því leyti, að hann er lít- Jón Óskar. ið gefinn fyrir erfiðisvinnu og tregur til snúninga. Tónlist verð ur yndi hans. Hann lærir á org- el, en það þykir hvorki karl- mannleg iðja né líkleg til af- komu. Þorpið er öll veröld drengsins, en samt stendur hann svolítið utan við hana og þess vegna er skynjun hans vökulli. Það ber tækni höfundar og list- rænum trúverðugleik glöggt vitni, hve eðlilega skynjun drengs ins afmarkar veröld sögunnar. Bernskuástir, leikir, brek. Lág- reist þorp, fábreytt lífsgæði, lög málsbundin myndskipti náttúr- unnar. Á hinn bóginn þrotlaus barátta fólksins við hafið, sem skapar lífi þess áhættu eg drama tískt inntak. — En þessi veröld er óðum að breytast. Eins og bernska drengsins er öll, þegar sögunni lýkur, er sá "heimur, sem hún varðveitir svo dyggilega, horfinn sýnum. Inn í hljóðláta tilveru drengsins berast þegar öld ur nýrra tíma, vélbátarnir koma, stjórnmálabarátta hefst, það ger ast örlagarík verkföll. Úti í heimi dregur til stórtíðinda, sem finna hljómgrunn í þorpinu. En í raun og veru hefir mannlíf þorpsins aldrei verið jafnfábreytt og yfirborð þess. Það býr yfir frumstæðum ógnum, sem smám saman vitrast skilningi drengs- ins: hatri, losta, afbrýðisemi, of- beldi. HUSGflGNAVERZLUN KRISTJANS SIGGEIRSSONAR HF. LAUGAVEG113, SIM113879 Finnska glervaran „iittala" fæst aðeins hjó okkur. Mikið úrval af glösum, könnum, vösum, skólum, öskubökkum, óvaxtasettum og listmunum o. fl. Lítið inn, þegar þér eigið leið um Lougaveginn! STAKSTEINAR Verkeíni fyrir æskufólk Starfsemi samtaka, er nefna sig Tengla, hefur vakið vaxandi og verðskuldaða athygli á und- anfömum vikum. Raunar hafa samtök þessi starfað um nokk- urt skeið, en hljótt hefur verið um það starf þar til nú. Sam- tökin Tenglar hafa tekið sér það verkefni fyrir hendur að rjúfa félagslega einangrun geð- veiks fólks og um leið hefur þeim tekizt að breyta mjög al- mennum viðhorfum fólks til slikra sjúkdóma. Athyglisverð- ast við starf Tengla er þó tví- mælalaust það, að hér er ekki á ferðinni miðaldra fólk eða þaðan af eldra, heldur er hér um að ræða komungt fólk úr framhaldsskólum og háskólan- um. Fyrst í stað var starfsemin einskorðuð við nemendur í Menntaskólanum í Reykjavík, en siðan hafa fleiri gengið til liðs við þá og eftir því, sem upphafsmennirnir hafa lokið stúdentsprófi og hafið háskóla- nám, hefur starfsemi Tengla einnig tengt anga sína inn í þá menntastofnun. Hér verður starfsemi Tengla ekki gerð að frekara umræðuefni að ,sinni, enda þótt hún verðskuldi það vissulega. Á hitt er rétt að benda, að Tenglar hafa með starfsemi sinni vakið athygli á fjölmörgum óleystum verkefn- um, sem krefjast nýrra og ó- þreyttra starfskrafta. í því sam bandi má t.d. benda á áfengis- sjúklingana, sem ráfa heimilis- lausir um götur höfuðborgarinn ar og eiga sjaldnast höfði sínu að halla nokkurs staðar. Sam- tökin Vernd hafa unnið mikið og gott starf meðal þessa fólks en vissulega mundu þau samtök taka feginshendi æskufólki, sem vildi leggja á sig nokkurt starf í frístundum til þess að sinna ógæfusömum samborgurum. Félagsstarf er heilbrigt Það er enginn vafi á þvi að þátttaka í félagsstarfi er skóla- nemendum holl reynsla. Á það bæði við um nemendur í fram- haldsskólum og háskóla. Þó mun reynsla flestra vera sú að þegar í háskóla er komið breyt- ist félagslífið töluvert frá því sem var í framhaldsskólunum, gömul kunningjatengsl rofna að töluverðu leyti en til nýrra er stofnað. Jafnframt er ekki jafn víðtækt félagslíf í háskólanum eins og í framhaldsskólunum og það er með töluvert öðrum hætti. Oft vill það einnig verða svo, að félagsstarfinu er haldið uppi af tiltölulega fámennum hóp manna. Þess vegna er því varpað fram hér, hvort t.d. í Háskóla íslands séu ekki mikl- ir ónotaðir starfskraftar, sem að gagni mættu koma í ýmis kon- ar sjálfboðaliðavinnu á félags- Iegum vettvangi, sem störfuðu líkt og Tenglar að því að rjúfa einangrun t.d. áfengissjúklinga og margra annarra, sem við vandkvæði eiga að stríða. Há- skólastúdentar eru orðnir þroskaðir og velmenntaðir og hafa allt til brunns að bera, sem til þarf í sjálfboðaliðastarf sem það, er Tenglar hafa haft frum- kvæði um og þar með sett fag- urt fordæmi fyrir aðra. Engum efa er bundið, að það er mikil þörf slíkra starfskrafta að marg víslegum líknarmálum. Nú á timum heyrist mest í því unga fólki, sem einhver afskipti hef- ur af pólitík, en félagslegt starf í þágu geðsjúklinga, vangef- inna, fávita, áfengissjúklinga og annarra slikra aðila mundi vissulega bera meiri ávöxt fyr- ir hvern þann einstakling úr hópi æskufólks, sem tæki sér slíkt starf fyrir hendur. Verk- efnin eru óþrjótandi og þau bíða þess að óþreytt æskufólk taki til hendi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.