Morgunblaðið - 20.11.1968, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. NÓV. 106®
15
Skólinn, sem þjóðina vantar
SVO mikið er nú rætt og ritað
um skóla og uppeldiismál, að við
komumst ekki hjá því að gefa
þessu nokkurn gaum. Fyrir
nokkrum árum sögðu merkir og
mjög reyndir skólamenn við mig
setningar, sem hafa orðið mér
ógleymanlegar. Einn þeirra
sagði: „Skólarnir okkar eru
geldir“, og hann brosti að setn-
ing.unni. Hinn annar sagði:
„Kennararnir hafa misst trúna á
uppeldið“.
Og hinn þriðji sagði: „Mein
okkar er það, að við ‘höfum aldrei
átt neinn skapandi skóla“.
Sá, sem þetta sagði, var hinn
hreinskilni, djarfmælti og ágæti
skólameistari Sigurður Guð-
mundsson. Þótt ekki sé ég skóla-
maður og ekki heldur fróður um
skólasögu þjóðarinnar, grunar
mig, að með þessum orðum hafi
skólameistari Menntaskólans á
Akureyri, sagt fullmikið, en um
leið mikinn sannleika.
Sjálfsagt hefði mátt kalla
Kennaraskóla íslands undir
stjórn séra Magnúsar Helgasonar
skapandi skóla, og sennilega oft-
ar. Svo mætti nefna Núpsskóla
í eina tíð og fleiri skóla. Á ferð-
um mínum um landið 10-15 ár,
kynntist ég mörgum kennurum
og skólastjórum, mér til mikils
gagns og ánægju, en aílir þeir,
sem notið höfðu áhrifa og leið-
sagnar Magnúsar Helgasonar,
voru á einu máli um það, að þar
hefði verið uppeldisskóli — skap
andi skólL
Hafi sá, ágæti skólamður, sem
sagði' að kennararnir væru búnir
að „missa trúna á uppeldinu“,
sagt rétta orðið, þarf sannarlega
að verða á breyting til bóta. Þá
vantar þjóðina tilfinnanlega að
minnsta kosti einn skóla: upp-
eldisikóla, skapandi skóla, lýð-
háskóla af beztu gerð.
Orðum þriðja skólamannsins,
um að „skólarnir okkar væru
geldir", var ekki unnt að gleyma.
Ef tií vill hefur hann kannazt við
orð postulans, er hann segir:
„sækist eins og nýfædd börn eft-
ir hinni andlegu, ósviknu mjólk,
til þess að þér af henni getið
dafnað til hjálpræðis. Orðið
hjálpræði þarf ekki að hneyksla
neinn -sem úrelt orð, því að öll
erum stöðugt að fálma eftir ein-
hverju hjálpræði í efnahags-
og atvinnumálum þjóða, uppeld-
ismálum, skólamenntun og öðr-
um greinum samfélags manna.
Þegar hinn ágæti skiólamaður
sagði, að skólarnir væru geldir,
hefur hann sjátfsagt átt við, að
þeir mjólkuðu ekki nægilega
ungu kynslóðinni hinni „and-
lega, ósviknu mjólk“ sem kjarna
fæðu, er hægt væri að dafna á.
Og nú koma mér í huga orð
hins ,,fertuga“ manns í dálkum
Velvakanda, Mbl. 11. októiber
1968. Hann minni'st fyrst á öll
uppþotin, allan hamaganginn í
ungu kynslóðinni víðs vegar um
heim, og að fjörkippur hafi gert
vart við sig hér á landi, en þó
allt með ró og spekt. Orð hans
eru svo þessi:- „En hvað vil'l svo
íslenzk æska? Við viljum meiri
völd, yngri stjórnmálamenn,
meiri tækni, efnahagslegt ör-
yggi etc, en takið eftir, aðeins
er sagt, við viljum, við krefjumst
og nánast sagt við heimtum. Og
nú spyr ég unga fólkið, hvar eru
samþykktir ykkar um drengskap,
þegnskap, vinnusemi, nægju-
semi, sparnað, bindindissemi,
heiðarleik og kærleika? Og ég
spyr enn, hvort sem þið eruð í
röðum SUS, FUJ, FUF, eða í
Æskulýðsfylkingunni, sjáið þið
ekki allt í kringum ykkur svik-
semi, rangsleitni, mannvonzku,
ágirnd, nautnasvall, klíkuskap,
öfund, illdeilur, 'hroka, rógburð,
heimtufrekju etc? Það er í þessu
sem óvinur ykkar er falinn, það
er þetta, sem þjáir valdhafana í
dag. Það er þetta, sem þið verð-
ið að berjast við fyrst og fremst
og það verður ekki gert með því
að heimta og heimta, heldur með
því að líta í eigin barm, betrum-
bæta sjálfan sig, láta af heimtu-
frekjunni og sýna fórnfúsan bróð
urhug gagnvart náunganum.
Gerið þetta að baráttumáli ykk-
ar, strengið þess heit að sýna
meiri vinnusemi, sparnað, dreng-
skap og bindindissemi, sannleiks-
ást og trú“.
Vonandi erum við margir, sem
getum verið hinum fertuga hjart-
anlega sammála. Hann virðist
hafa fengið aldamótauppeldið,
þótt ekki sé hann nema fertug-
ur, og skilur því vel hvar skór-
inn kreppir.
Þenna reikning, sem fertugur
veifar að okkur, verður að skrifa
hjá þjóðaruppeldinu, heimilum
og skólum og fleiri aðilum, og
ekki sízt hjá þeim, sem hafa hin
geigvænu spilliöfl í hendi sinni.
Árum saman fór ég oft með í
fyriríestrum mínum um landið
allt smákafla úr grein, sem dr.
Matfhías Jónasson, nú prófessor,
skrifaði í Alþýðublaðið um miðj-
an ágúst 1937. Þau orð hans náðu
áreiðanlega eyrum fjölda manna,
sem skynjuðu glöggt að þar var
mikill sannleikur sagður, og enn
eru þau tímabær. Hér eru nokkr-
ar glefsur úr grein hins lærða
sérfræðings:
„Börnum var hrósað fyrir gáf-
ur, þótt þau væru lötog vilja-
sljó, og fullorðnir fengu á sig
gáfnaorð ef þeir gátu böglað
saman vísu, — að ég ekki minn-
ist á brandarana svokölíuðu, sem
aflað hafði mörgum andlega vol-
uðum álits. í samanburði við
„gáfur" varð lítið úr öðrum hæfi
leikum, t.d. viljastyrk, iðni,
hreinlyndi, trúmennsku og
nægjusemi. (Allar leturbreyting-
ar mínar. P.S.)..Slíkt var viður-
kennt með meðaumkunar brosi!
Slíkt rangmat andlegra hæfileika
gefur þeim óhlutvandari ávalít
yfirhöndina, enda hefur það hefnt
sín grimmilega í þjóðlífi voru . . .
Og með því að siðgæðisupp-
eldið, sem er hið eðlilega hlut-
verk fjölskyldunnar var í litlum
metum, glataði fjölskyldan smám
saman uppeldishlutverki sínu . . .
Svo var allri ábyrgð velt á skól-
ana. Árangurinn þekkjum vér.
Og vér vitum einnig, að mæli-
kvarðinn var rangur. Næmi og
minni eru alls ekki svo sjaldgæf-
ir hæfileikar, að ástæða sé til að
miklast af þeim. Hins vegar er
miklu erfiðara að þroska hrein-
lyndi og viljastyrk, enda eru
þessir hæfileikar miklu sjald-
gæfari en hinir. Krafan um aukna
hlutdeild heimilisins í uppeldis-
starfinu byggist á endurmati
andrænna hæfileika. Vér verðum
í framtíðinni að leggja mesta
stund á siðgæðisuppeldi bernsk-
unnar, aðeins þannig geta gáfur
einstaklingsins þróazt í eðlilegu
samræmi svo að honum sjálfum
og þjóðinni verði til farsældar.
En í þessu statrfi er þáttur fjöl-
skyldunnar ómissandi.
Síðara atriðið er að nokkru af-
leiðing hins fyrra og á tilveru-
möguleika sína í spilltri siðgæð-
isvitund þjóðarisnar. Ég á hér við
þá ófrægilegu aðferð, sem al-
mennt er beitt í opinberum deilu
málum, einkum á stjórnmála-
sviðinu. Hér hverfur málefnið
oftast bak við hið persónulega.
Andstæðingurinn er látlaust róg-
borinn, nefndur fantur, heimsk-
ingi, föðurland'ssvikari, leiguþý
og allt, sem nöfnum tjáir að
nefna. Þetta ástand sýnir ótví-
rætt, að vér íslendingar erum
smám saman að glata þeim sið-
ferðisþroska, sem virðing fyrir
andstæðingum krefst. Erum við
að þessu ættlerar miklir og fram-
tíðinni bölvaldar .... Persónu-
leg ófræging og rangfærsla mála,
sem viðhafðar eru i stjórnmálum
og blaðamennsku nú á dögum,
eru hið mesta áhyggjuefni öllum
þeim, sem bera uppeldi og fram-
tíð þjóðarinnar fyrir brjósti. . . .
Með fullum skiíningi á starfi
og baráttu ýmissa dugandi
stjórnmála- og blaðamenna er
ekki hægt að líta á þessa spill-
ingu öðruvísi en sem þjóðarböl.
Hún veikir siðferðisstyrk þjóðar-
innar og þar með fjölskyldunnar
sjálfrar. Hún er runnin af rótum
þess rangmats andrænna hæfi-
leika, sem vér minntumst á“.
Þenna boðskap flutti dr. Matt-
hías Jónasson snemma á fjórða
tugi aldarinnar, en böl þjóðanna
hefur jafnan verið það, að hlíta
ekki leiðsögn sinna skilnings-
beztu manna á vandamálunum.
Gönuskeiðin í mestu veíferðar-
málum þjóða hafa oft verið átak-
anlega afleiðingarík.
Frakkar steyptu fallbyssur úr
kirkjuklukkum sínum, jafnvel
prelátar og allur lýðurinn dans-
aði í kringum bálin þar sem Bibl-
ía og guðsorðabækur voru
brendar. Leikkonu, ekki of sið-
- VIÐHORF
Framhald af bls. 17
það einnig, að Mr. L.S. Forte-
scue, hinn enski, fékk jafn-
þungan lax í Laxá árið 1912. Og
ennfremur að Kristinn Sveins-
son fékk í Hvítá hjá Iðu 38J
pd. lax á stöng 1946 og Víg-
lundur Guðmundsson 374 pd.
lax við ármót Brúarár og Hvítár
1952. Og veit ég ekki til þess
að neinn þessara manna hafi
fengið slíka stórlaxagloríu í koll
inn, eins og Jakob virðist hafa
fengið.
Árlega veiðist hér á landi að-
eins um 100 laxar 20 pund eða
þyngri. Þetta er skiljanlegt, þeg
ar það er haft í huga, hve mikið
magn gönguseiða þessir laxar
hafa að baki. Svíar telja að það
þurfi 10 sínnum flairi seiði en
til að framleiða ársfisk úr sjó.
Sem sagt lOprs. seiðanna kemur
aftur sem ársfiskur (smálax) úr
sjó, 2.5prs. 2ja ára lax (miðl-
ungslax) og lprs þriggja ára
lax (stórlax) og er þetta sam-
kvæmt niðurstöðum aðalkepnara
Jakobs Hafstein yngra, í Sví-
þjóð!
Við, sem við veiðimál störfum,
höfum illa getað sætt okkur við
þennan róg, ekki bara fyrir þá
sök að þar sé að okkur vegið,
heldur hitt að með illu umtali
er reynt að rýra álit almenn-
ings á veiðimálum almennt, er
gæti orðið til að tefja fram-
vindu þessara mála. Á það má
benda að Tilraunaeldisstöðin í
Kollafirði er enn í uppbygg-
ingu, enda þó að rekstur henn-
ar sé nú kominn í góðan gang,
og full ástæða sé til mikillar
bjartsýni gagnvart stöðinni og
árangrinum þar á næstu miss-
erum.
FRAMTÍÐ VEIÐIMÁLA
í upphafi fyrri greinar vék
ég að laxveiðilögunum, sem telja
verður hin merkustu, sakir ýtar
legra ákvæða um margvísleg at-
riði á hinu víðtæka sviði veiði-
málanna Höfuðitlgangur laganna
er að koma í veg fyrir ofveiði,
jafna veiðinni og opna mögu-
leika fyrir ræktun fisks. Þetta
hefur í meginatriðum tekizt a.m.k
þar, sem lögin hafa á annað
borð komið til framkvæmda.
Halda þarf áfram í þeirri braut
sem mörkuð hefur verið.
f stórum dráttum má því segja,
að lax- og silungsveiðilöggjöf-
in þarfnist ekki mikilla breyt-
inga við. Hún hefur reynzt hinn
góði grundvöllur, heppilegi
rammi unj þessi mál. Um skipt-
ingu veiðinnar á einstökum
veiðisvæðum má segja, að hún
hafi yfirleitt tekizt vel, þar sem
starfandi eru veiðifél. Undantekn
ingar eru þó til, en þar þyrfti
að bæta úr með skýrum ákvæð-
um um meðferð arðskrármálsins
annarsvegar og veiðinnar hins-
vegar, ef hver veiðir fyrir sínu
landi. Lögbinda þarf veiðifélög.
Tryggja þarf að laxveiði sé ekki
stunduð við strendur landsins,
en nokkur brögð hafa verið af
slíkri veiði. Er þetta nauðsyn-
legt vegna þeirrar hættu, sem
þarna felzt gagnvart stórauk-
inni laxrækt á komandi árum.
Tryggja þarf sem bezt, aS þeir
láta, báru þeir upp á háaltarið í
frúarkirkjunni í Paría, sem ímynd
skynseminnar, og menn skyldu
uppfrá þessu dýrka skynsemina
og engan guð annan. Og nú gerði
menningin sér þríeinan átrúnað:
Gáfur, tækni, vísindL
Ný skólaspeki flutti sitt fagn-
aðarerindi: Börnum má ekkert
banna. Heimilin skulu hætta
nöídri sínu. Þau valda því ekki
að kenna börnum að lesa eða ala
þau upp. Látið skólana um þetta.
Svo fór eins og dr. Matthías vík-
ur að, heimilin gáfust smám sam
an upp og nú 'höfum við ógrynnis
sæg af skólamenntuðum ung-
mennum, og líka stormviðri, æs-
ingar og uppþot víðs vegar um
lönd og álfur.
Hverig væri nú að leggja
eyrun að orðum spámannsins:
„Nemið staðar við vegina og lit-
izt um og spyrjið um gömlu göt-
urnar, hver sé hamingjuleiðin,
og farið hana, svo að þér finnið
sálum yðar hvíld“.
sem leggja sig fram um laxrækt-
un, njóti ávaxtanna óskiptra.
Eins og fyrr segir, snertir það
yfirleitt framkvæmd laxveiðilag
anna sem helzt er ábótavant og
þyrfti að lagfæra. í því sam-
bandi má minna á, að auka þarf
verulega fjárveitingar til þess
að hægt sé að sinna vaxandi
kröfum um leiðbeiningar og
rannsóknir á vettvangi veiðimála
og styrkja þarf fiskrækt og
fiskeldi einstaklinga og félaga
með stofnun sérstaks fiskrækt-
arsjóðs, sem þegar hefur verið
gerð tillaga um. Og lánamögu-
leikar til þessara mála þurfa
að batna og aukast, m.a. með
opnun Stofnlánadeildar land-
búnaðarins þannig, að þessimál
sitji við sama borð og aðrir þætt
ir landbúnaðarmála.
Reykjavík 11. nóvember 1968.
Einar Hannesson.
- ÍSLENDINGAR
Framhald af bls. 10
Fraikkar gáíu mér kost á að
koma oig akoða 'haina, hefur mér
orðið tíðræddast itm viðskiptin
milli Frakklands og íslanida Slí'k
alþjóðaisýninig um maitvæli, sem
40 þjóðir með um he‘lmiing mann
kyns innan sinna vébamda, taka
þátt í, hefur þó að sjálfsögðu
miklu víðtiækiairi þýðinigu og nær
lengra en til Fraikiklands. Enda
stireyma sýningairvikuna til París
ar allilr þeir sem framlaiða,
dreifa og kaupa matvæli í ailiiri
Evrópu og jaifnvel í öðrum heims
álfum ,auk þeirra :sem sikrifa í
bl'öð og tímarit uim mait og mat-
vælaiðnaið. Er það því óumdeil-
anleiga vettvangur fyrir þá, sem
hafa matvæli á boðsbáluim, til að
kynna framleiðslu sírna. — E. Pá.
- SJÓSLYSIN
Framhald af bls. 8
ef menn þyrftu lengi að Velikjast
í sjó.
Nú tíðkai9t í vaxandi mœli að
litlir ffcikiibátair innain við 100
tonn sigl'i með sinn eigin af.la á
erlendan markað oftast eiinir á
ferð yfir úthafið. Væri ekki
Meðal annars gætum við spurt
um lýðháskólana á Norðurlönd-
um. Þeir reyndust sannkalíað
„salt“ þjóðfélaganna. Þar var
ekki hugsað fyrst og fremst um
próf og glæsimennsku, heldur
um manndóm, þjóðhollustu, þegn
skap og sannan menningar-
þroska.
Lýðháskóla, sem þetta hlut-
verk rækir, vantar íslenzku
þjóðina, og hann þurfum við að
fá sem allra, allra fyrst. Skállholt
er sjálfkjörinn staður slíks
skóla. Við verðum að trúa því,
að þjóðin hafi þegar fætt af sér
einhvers staðar sííka úrvais-
menn, að þeir geti veitt forstöðu
„skapandi“ skóla, er orðið geti
salt þjóðfélagsins. Þótt ekki
kæmu þaðan nema svo sem 10
eða 15 sannmenntaðir menn, sem
orðið gætu hollir ráðgjafar og
farsælir leiðtogar þjóðarinnar,
þá væri það þjóðarauður, öllum
öðrum feng dýrmætari.
siígidu í saimfloti ekki færri en 2
saiman yfir hafið. Égrtel, að ekiki
sé ti'l meira öryggi en að háfia sér
við hlið ferðafé'liaga hvert sem
farið er, því það eykur öryggis-
kenndina, en aftur á móti segir
fátt 'af einium. Nú eru ö:ll skip
búin ratsjám og því auðveít að
fylgj'ast með ferðafélagainum þó
skyggni sé islæmit, en alidrei má
samt mis9a sjónar .af honum.
Að endingu vil ég segja þetta:
Góðir skipstjórnarmenn, hafið
ávallt hugfaist að igera vel sjó-
klárt á defeki, sérstá'klega að
ganga vel frá lestarlúgum, er
vont veður dr í aðsigi. Á iiarnd-
leiðum í vondurn veðrum að
ha.lda heldur sjó með því að and-
æfa uppí og vera -sólarhringnum
lengur úti heídur en að eiga á
hættu að ná ekki heim. Svo muin-
ið' eftir tilkynninigarskyldunni,
að tiilkynna reglulega, ©r þið far-
ið úr höfn, staðarákvörðun og er
þið komið í höfn. Hafið ávaillt
hugfast, að þetta er einm af stóru
hlekkjunum í öryggisikeðjunini,
sem ekki má brestia er á reynir.
Með þöikk fyrir birtimguna.
Loftur Júlíusson.
NÝ BÓK
NÝ BÓK
GRENStóVEGI 22-24
»30280-3220
Gólfdúkur — plast- vinyl og Iínólíum.
Postulíns-veggflísar — stærðir 7)4x15, 11x11 og 15x15.
Amerískar gólfflísar — Gold Year, Marbelló og Kentile.
Þýzkar gólfflísar — DLW.
Hollenzkur Fiesta dúkur — eldhúss og baðgólfdúkur.
Málningarvörur — frá Hörpu hf„ Málning hf. og Slipp-
fél. Reykjavíkur.
Teppi — ensk, þýzk, belgísk nælonteppi.
Fúgavarnarefni — Sólinum, Pinotex.
Silicone — úti og inni.
Veggdúkur — Somvyl, frönsk nýjung.
Vinyl veggfóður — br. 55 cm.
Veggfóður — br. 50 cm.
Pétur Sigurðsson.
'hægt að koma því í kring að þeiir