Morgunblaðið - 20.11.1968, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 20.11.1968, Qupperneq 24
vvvvw LANDSHAPPDRÆTT! sjalfstæðisflokksins Dregið eftir 2 doga MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 1968 RITSTJÓRN • PREIMTSMIÐJÁ AFGREIÐSLA'SKRIFSTOFA ISÍMI 'IO-'IOO Slysaskot í Ölfusi ÞAÐ slys varð í Ölfusi í fyrra- dag að slysaskot hljóp úr byssu Ragnars Sigurðssonar bónda á í>úfu. Ragnar var ásamt syni sín um liðlega tvítugum að undirbúa slögtun á kú. Var Ragnar búinn að spenna upp byssuna, hélt með annarri hendi við gripinn, en mundaði byssuna með hinni. Kýr in var vanstillt og hnykkti við svo harkalega að skotið hljóp úr byssunni og í kvið Ragnars, sem er 66 ára gamall. Sonur Ragnars kom honum heim í bæinn, sem er skammt frá slysstaðnum og hringdi strax eftir sjúkrabíl og lækni. Var Ragnar fluttur mjög þungt haldinn í Landsspítalann í Reykja vík. Mbl. spurðist fyrir um líðan Ragnars í gærkvöldi og var hún þá eftir atvikum góð, en aðgerð læknanna mun hafa heppnast vel. TAUGAVEIKIBROÐIRINN Á HÚSAVÍK: TVEIR ERU VEIKIR Húsavík, 19. nóvember. STÖÐUGT er unnið að því að reyna að hafa upp á þvi hvemig 2 sjúklingar á sjúkrahúsinu á Húsavík hafa smitast af tauga- veikibróður, en engin niðurstaða er enn fengin. Alls hafa verið at- hugaðir miili 30 og 40 manns, en aðeins fundust 2, sem hafa tekið bakteriuna. Maðurinn, sem býr úti í bæ og grunur lá á að smitast hefði, er nú orðinn frískur og við rann Aðalfundur Hvatar í kvöld AÐALFUNDUR Sjálfstæðis- kvennafélagsins Hvatar verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu i kvöld og hefst kl. 8,30. Auk venjulegra aðalfundar- starfa verða lagðar fram laga- breytingar, tillaga að nýjum lög- um fyrir félagið. Þá verður einnig kvikmynda- sýning og kaffidrykkja. Félagskonur eru hvattar til þess að fjölmenna. Bíll ók ó moldarbing í DÓGUN í gærmorgun ók fólks bíll á moldarbing í einni af göt um Akureyrarbæjar. Bíllinn skemmdist lítið, en bingurinn mikið og tvístraðist all kirfilega. sókn hefur ekki fundizt að hann hafi tekið bakteríuna, er hann og fleiri þó áfram undir athug- un. Nokkurn tíma tekur að rann- saka hvert sjúkdómstilfelli, en það er gert á rannsóknarstofu í Reykjavík. — Fréttaritari. Gæftir hafa verið slæmar hjá bolfiskveiðibátum að undanförnu, en þó hefur gefið á sjó einn og einn dag og skipstjórar telja, að nokkur fiskur sé. Myndina tók Sigurgeir Jónasson í Vest- mannaeyjum af einum Eyjabátnum sigla inn til hafnar í kvikuskettum sjó við Heimaklett. Vestmannaeyjabátar hafa frá vertíðarlokum aflað mjög vel, eða tæp 12000 tonn af bolfiski á móti 8400 tonnum í fyrra. Humarafli var ámóta og í fyrra, en humarinn heldur smærri. Er óhætt að segja að Eyjamiðin standi fyrir sínu. Löndunarstopp á síld í Fœreyjum: ,Þurfum löndunarleyfi í Noregi & — 40 Islenzk skip á síldarmiðunum v/ð Færeyjar og Hjaltlandseyjar UM 40 ísienzk sildveiðiskip eru nú á síldarmiðunum nálægt Hjaltlandseyjum og Færeyjum. Skipin hafa aflað vel og t. d. er Heimir SU 100 kominn með um 1600 tonn á einum mánuði í alls fjórum túrum. Skipin hafa land- að aðallega í Fuglafirði í Fær- eyjum, en í gær sigldu 4 skip til Álaborgar í Noregi og lönduðu þar eftir að búið var að útvega löndunarleyfi fyrir þau. Vand- ræðaástand er að skapast í lönd- unarmálum íslenzku skipanna í Færeyjum, þar sem þau eru orð- in það mörg að verksmiðjurnar ráða ekki við aflann frá þeim öllum, með sama aflamagni. áfram. Löndunarbann og takmarkað löndunarstopp er nú í Færeyjum og því er aðkallandi að gerðar verði ráðstafanir til þess að ís- lenzku skipin fái löndunarleyfi í Noregi, en þar hefur verið vöntun á síld til vinnslu um langt skeið. 1 Mbl. talaði í gær við Magnús Þorvaldsson skipstjóra á Heimi 'SU 100, og innti frétta af síldar- miðunum, en skipið var þá statt eyjium. Við lönduðum 35 tonnum •1 Fuglafirði í Færeyjum og beið eftir löndun. „>að hefur gengið vel núna þennan mánuð síðan við fórum ■að heiman“ sagði Magnús í>or- •valdsson skipstjóri, „Við erum búnir að fá um 1600 tonn af síld ■í 4 túrum og höfum nær ein- göngu landað í Fuglafirði í Fær- á Hjaltlandseyjum, en þangað 'fórum við vegna óveðurs og lág- um þar í 4 daga“. Magnús sagði síldina hafa veiðzrt á svæðinu 30 mílur norð- austur af Hjaltlandseyjum og 150 rnílur suðaustur. Síðast var iHeimir á veiðum 50 mílur frá Framhald á bls. 23 Móti uppsögn Atlants- hafssáttmálans sagði Hannibal Valdimarsson á tundi með stúdentum HANNIBAL Valdimarsson al- þingismaður og forseti A.S.Í. lýsti því yfir á fundi með stú- dentum s.l. mánudag, að hann efaði það, að hann myndi greiða atkvæði með úrsögn úr Atlants- hafsbandalaginu. Á sama fundi skýrði Hanni- Stjórnarfrumvarp á Alþingi: VERÐJ0FNUNARSJ0DUR FISK- IÐNAÐARINS STOFNSETTUR - Á að draga úr áhrifum verð- sveiflna á útflutningsafurðunum RÍKISSTJÓRNIN hefur lagt fram á Alþingi frv. um stofn- vera: ■“ Afgangur, sem kann að verða un Verðjöfnunarsjóðs fiskiðn aðarins og á hlutverk sjóðs- ins að vera að draga úr áhrif- um verðsveiflna er verða kunna á útflutningsafurðum fiskiðnaðarins. Stofnfé Verðjöfnunarsjóðsins skal af verðbótasjóði frystra fisk. afurða. Mun þessi upphæð nema um 20 millj. króna. Hluti af gengishagnaði af útfluttum sjávarafurðum frá 1967 sem ráðstafað var með sérstökum lögum þar um og má búast við að sú upphæð nemi 40—45 millj. króna. Tekjur Verðjöfnunarsjóðs skulu vera: • Hluti af útfiutningsgjaldi af afurðum fiskiðnaðarins og renna þær tekjur óskiptar til hinnar almennu deildar sjóðsins, sem skipt verður í deildir eftir tegundum af- urða. • Allt að helmingi af verð- hækkun sem verður á þeim afurðum fiskiðnaðaríns til útflutnings og renna þær tekjur til viðkomandi deild- ar. Við gildistöku laganna skal setja á stofn deildir fyrir frystar fisk- afurðir svo og deild fyrir afurð- ir síldarverksmiðjuiðnaðar. Frv. fer hér á eftir i heild svo og hin almenna greinargerð þess: Framhald á bls. 23 bal frá þiví, að B.S.R.B., Far- manna- og fiskimannasaimband ísiands og Samtoand bankamanna hefðu farið fram á að vera aðilar að útifundinum s.l. sunrw- dag, en miðstjórn A.S.Í. hefði hafnað því boði. Sagði Hannibal ástæðuna vera að A.S.Í. vildi ekki taka undir kröfur um al- hliða la'unahækkanir, alllra sízt hátekjumanna eins og ráðuneyt- isstjóra og yfirmanna ó skipum, heldur vildi A.S.Í. eingöngu tryggja rétt þeirra lægst lauiv- uðustu. „Verkalýðshreyfingin gerir sér mæta vel ljóst, að al- hliða launahækkanir mundu eyðileggja áíhrif gen.gisfeilingar- innar“, sagði Hannitoal. Hannibal sagði, að hann væri sömu skoðunar og forseti ís- lands, að Atlantshafsfoandalagið hefði eklki reynzt eins háskaleigt íslendingum og hann ætlaði. At- burðir síðustu mánaða hefðu gjörbreytt viðfoorfi fjölda fólks til Atlantsfoafsbandalagsins, og innrás Varsjárbandalagsríkjanna í Tékkóslóvakíu hefðu sannfært marga um, að full ástæða er að vera á verði. Þeir atburðir hefðu gert það lítt hugsanlegt að segja sig úr Atlantsfoafsbandalaginu, og persónulega sagðist Hannibal greiða atkvæði gegn uppsögn sáttmálans eins og málin stæðu í dag. Hins vegar sagði hann, að hann væri andivígur herstöðvtim Atiantshafsbandalagsins hér á iandi og vildi herinn sem íyr*t úr landi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.