Morgunblaðið - 30.11.1968, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLADIÐ, LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 1968
Sögulegt ASI-þing
ÞAÐ hefði einhvern tíma þótt
saga til næsta bæjar, að Hanni-
bal Valdimarsson væri sá mað-
ur, sem lýðræðissinnar í verka-
lýðshreyfingunni, þ.e. Sjálf-
stæðismenn, Framsóknarmenn,
Alþýðuflokksmenn og lýðræðis
sinnaðir vinstri menn, gætu
sameinast um sem forseta Al-
þýðusambands íslands. Sú varð
þó raunin á sjötta tímanum á
föstudagsmorgun, er fulltrúar
á þingi Alþýðusambands fslands
gengu til kosninga ura forseta
ASf, að Hannibal Valdimars-
son var sá eini, sem þessir að-
ilar gátu sameinazt um.
Það var greinilega spenna í
loftinu, þegar Alþýðusambands
þing kom saman til fundar á
mánudaginn var. Eftirvænting-
in sneríst í fyrstu um kjör þing
forseta, sem frestað var til
þriðjudags, en þegar á mánu-
dag mátti heyra þingfulltrúa
pískra saman um væntanlegt
forsetakjör. „Ætli það verði
ekki gamli maðurinn aftur",
heyrðist sagt á göngunum
skömmu eftir að Hannibal lýsti
því yfir, að hann gæfi ekki kost
á sér til endurkjörs. „Hanni-
bal er bezti maðurinn í þetta",
sagði einn þingfulltrúi við mig
á þriðjudag.
XXX
Nokkru áður en Alþýðusam-
bandsþing kom saman var orð-
ið Ijóst, að fylkíngar um kjör
forseta og miðstjórnar mundu
skipast með öðrum hætti en ver
ið hef ur um langt skeið. Fyrir 14
árum var Hannibal Valdimars-
son kjörinn forseti ASÍ með
tilstyrk kommúnista og því
embætti hefur hann haldið síð
an. Að vísu hefur oft munað
mjóu, aðeins örfáum atkvæðum
en á síðasta þingi var Hannibal
kjörinn mótatkvæðalaust. Hinn
pólitíski klofningur innan Al-
þýðubandalagsins hlaut hins
vegar að koma fram á þessu
Alþýðusambandsþingi. Sam-
vinnan hófst á ASÍ-þingi fyrir
14 árum og endahnúturinn var
rekinn á samstarfsslitin á ASÍ-
þingi nú. Jafnframt hefur það
legið fyrir um nokkurt skeið,
að Hannibal Valdimarsson
hyggðist ekki gefa kost á sér til
endurkjörs í ASÍ, enda orðinn
roskinn maður og vafalaust far
inn að þreytast á erilsömu
¦stjórnmálavafstri og erfiðum
samningaviðræðum á ári hverju
fyrir verkalýðssamtökin. Það
lá einnig í loftinu, að Hannibal
hefði hug á, að Björn Jónsson,
samstarfsmaður hans á Alþingi
og helzti verkalýðsleiðtogi
nyrðra yrði eftirmaður hans í
AJSÍ. Til þess að svo gæti orð-
ið var ljóst, að takast yrði sam
staða milli Sjálfstæðismanna,
Alþýðuflokksmanna, Framsókn-
annanria og stuðningsmanna
Hannibals og Björns um for-
setakjör og kjör til miðstjórn-
ar.
Kommúnistar lögðu strax
átoerzlu á það fyrir þingið að
koma í veg fyrir, að Hannibal
og Björn héldu áhrifum sín-
um í Alþýðusambandinu. Þeir
munu hafa snúið sér til Alþýðu
flokksins og óskað eftir viðræð
um um samstarf á þinginu. Að
vísu er ekki Ijóst, hvað á milli
þessara aðila fór en þó má telja
VEUUM ÍSLENZKT
líklegt, að kommúnistar hafi
kynnt undir áhuga Jóns Sig-
urðssonar, formanns Sjómanna
sambandsins, eins af forustu-
mönnum Alþýðuflokksins í
verkalýðshreyfingunni, á for-
setaembættinu, með alls kyns
gyllíboðum.
Sjálfstæðismennirnir á ASÍ-
þingi, sem reyndust vera ann-
ar stærsti hópurinn þar, voru
í erfiðri aiðstiöðu — stjórmiarsinn
ar á Alþýðusambandsþingi,
sem saman kom á sérlega erf-
iðum tímum. f þeirra röðum
mun strax hafa komið upp sú
skoðun, að fráleitt væri að
hugsa sér forseta Alþýðusam-
bandsins úr öðrum hvorum
stjórnarflokkanna, einfaldlega
vegna þess, að sá maður væri
settur í óþolandi aðstöðu í kjara
samningum í vetur. Til þess að
sannfæra launþega, um að
hann bæri fremur hag þeirra
fyrir brjósti en hollustu við rík
isstjórnina, yrði stjórnarsinni í
forsetastóli að sýna enn meiri
ósveigjanleik en stjórnarand-
stæðingur. Þess vegna voru
margir Sjálfstæðismennirnir á
þó lá í augum uppi, að þeim
var þvert um geð að styðja
Björn Jónsson til nokkurra
virðingarembætta. Þessi af-
staða Alþýðuflokksmanna þarfn
ast nánari skýringar við.
Flokksþing Alþýðuflokksins
samþykkti í rauninni opinbert
tilboð til Hannibals og Björns
um að ganga í Alþýðuflokkinn.
Þessi samþykkt var þó gerð í
andstöðu við helztu forustu-
menn Alþýðuflokksins í verka-
lýðshreyfingunni, alla vega Jón
Sigurðsson en vera má, að Ósk
ar Hallgrímsson hafi látið mál-
ið afskiptalaust. Afstaða flokks
þings Alþýðuflokksins er í raun
inni mjög eðlileg. Hannibal og
Björn eiga á hínum pólitíska
vettvangi þrjá leiki. f fyrsta
lagi að stofna nýjan flokk. Sá
flokkur mundi hazla sér völl
milli Alþýðuflokksins og
kommúnistaflokksins og aug-
ljóslega verða báðum þessum
flokkum hættulegur, Alþýðu-
flokknum ekki síður. f öðru lagi
að efna til kosningabandalags
við Alþýðuflokkinn. Slíkt kosn
ingabandalag mundi styrkja Al
jóni atkvæði, þannig a'ð raun-
verulegur styrkleiki kommun-
ista hafi verið um 105—110 at-
kvæði. Þessi atkvæðagreiðsla
sýndi hins vegar glögglega, að
Alþýðuflokksmenn voru í lykiil-
aðstöðu á þinginu og gátu sem-
ið á báða bóga, ef þeir hefðu
löngun til. Fyrst í stað voru
vafalaust tiihneigiragar til þess
hjá Alþýðuflokksmönnum að
huigsa sem svo, að ekki væri
óeðiilegt, að Alþýðuflokksmiað-
ur væri forseti Alþýðusam-
bandsins en ,þegar líða tók á
þingið varð þó æ ljósara, að
Alþýðuflokksmennirriir gerðu
sér grein fyrir því, að hvorki
væri hyggilegt að bjóða Alþýðu
flokksmann fram til forseta
ASl né líklegt að hann næði
kosningu, þar sam búast mætti
við, ammað tveggja, að Hanni-
balistar og Framsóknanmenn
sitæðu þá saman um þriðja
frarr.bjóðanda eða greiddu fram
bjóðanda kommúnista atkvæði
til þess að forða því, að stjórn-
arsinmi yrði kjörinn forseti ASI.
Það var þó ekki fyrr en á
fimmtudaí; um hádegisbilið, að
ASÍ-þingi fremur hlynntir því
að styðja Björn Jónsson til
pingforseta og síðar kom í ljós,
að þeir voru einnig reiðubúnir
til að styðja hann í embætti for
seta ASÍ.
Framsóknarmenn á þinginu
fylgdu mjög svipaðri stefnu og
Sjálfatæðismenn. Þeir studdu
Björn Jónsson til þingforseta
og voru einnig reiðubúnir til
að styðja hann til forseta ASf.
Leikur enginn vafi á því, að
afstaða Framsóknarmanna á
þinginu hefur orðið þeim til
styrktar innan verkalýðshreyf-
ingarinnar almennt og ekki síð
ur á stjórnmálasviðinu.
XXX
Á mánudagsmorgun, daginn
sem ASÍ-þingið hófst varð ljóst,
að allt var í tvísýnu um kjör
þingforseta. Annars vegar hófu
kommúnistar undir forustu
Lúðvíks Jósepssonar mikla
sókn á himim pólitíska vett-
vangi til þe3S að hræða menn
frá því að styðja Björn Jóns-
son til þingforseta og forseta
ASÍ. Þessi sókn beindist að
Sjálfstæðismónnum, Framsókn-
armönnum _ og Alþýðuflokks-
mönnum. Öllum þessum aðil-
um var sagt, að ef svo færi,
sem horfði, mundu kommúnist-
ar draga sig út úr Alþýðusam-
bandinu og leggja út í harða
verkfallapólitík með þau félög,
sem þeir hefðu yfir að ráða, svo
sem Dagsbrún, Trésmiðafélagið
og Járnsmiðafélagið. Jafnframt
voru Framsóknarmenn brýndir
á því, hvort þeir ætluðu að
ganga til samstarfs við stjóm-
arsinna á ASÍ-þingi. Hins veg-
ar varð ljóst, að Alþýðuflokks-
menn léku dularfullan leik,
sem erfitt var að átta sig á en
Frá 31. þingi ASÍ
þýðuflokkinn en skapa komm-
únistum erfiðleika. í . þriðja
lagi að ganga í Alþýðuflokk-
inn. Augljóst var, að miklu
skipti um endanlega afstöðu
Hannibals og Björns til þess-
ara valkosta, hversu færi um
samstarf við Alþýðuflokka-
menn á ASÍ-þingi. Þess vegna
var það rökrétt frá hagsmuna
sjónarmiði Alþýðuflokksins að
táka upp góða samvinnu við
Hannibalista á ASÍ-þinginu.
Nú gerðist það hins vegar, að
sambúð þessara aðila á þinginu
var mjög erfið. Að sumu leyti
kann það að stafa af því, að
Hannibal og Björn hafi ekki
fremur en fyrri daginn hirt um
að tala við mennina, sem þeir
vildu samvinnu við en að öðru
leyti komu hér einnig til per-
sónulegar ástæður helztu for-
ustumanna Alþýðuflokksins í
verkalýðshreyfingunni, sem sé
þær, að verkalýðsleiðtogar á
borð við Hannibal og Björn og
þá ekki sízt hinn síðarnefndi
mundu fljótlega skyggja á
þá verkalýðsmenn, sem
fyrir erxi í Alþýðuflokknurn.
Þetta tvennt eru líklegustu skýr
ingarnar á afstöðu Alþýðu-
flokkismannanna til þeirra tví-
menninganna.
Kjör þingforseta fór sem
kunmugt er á þann veg, að
Alþý'ðuflokksmenn sátu hjá,
Björn Jónsson fékk lð6 atkv.
við aðra atkvæðagieiðslu en
Guðjón Jónsson, frambjóðandi
kommúnista 118 og 73 skiHuðu
auðu. Það varu Aiþý&ufloikikB-
mennirnir o.fl. Atkvæðatala
koimimúnista kom mönnumr.
nokkuð á óvart en síðar kom í
Ijós, að 10—-16 Framsóknar-
menn mundu hafa greaitt Guð-
ljóst varð hver afstaða Alþýðu-
flokksmanna yrði. Hún var sú,
að skora á Hannibal Valdimars-
son alð gefa kost á sér á ný.
Fengizt hann ekki til þess
mundu Aiþýðuflokksmennirnir
væratanlega fallast á að styðja
Björm lónsson. Asíæðan fyrir
því, að Alþyðuflokksmennirnir
gátu fremur fellt sig við Hatrni-
bal er lílklega sú, að fullvíst má
telja, að þetta verði allra sáð-
asta kjörtímabil Hannibals og
að fjórum árum liðnum getur
margt verið breytt frá þvi sem
nú er. Hannibai mun í fyrstu
hafa neitað algjörlega a«5 fara
fram atftur og kom þá hlutur
Björns upp á ný og var þá tal-
að um þanin möguleika, að Al-
þýðuftokVsmaður yrði varafor-
seti. En málin sigldu í strand á
nýjan leik er Alþýðuflokks-
mennirnir kröfðust bess að fá
fjóra menn i miðstjórn ASI.
Aðrir aðilar gátu ekki fellt sig
við það og endirinn vai'ð sá,
sem allir vita, að á ný var leit-
a'ð til Hannibals uni endurkjör
og gaf hann þá kost á því jafn-
framt því, sem Björn Jónsson
var kjörinm varaforseti. í mið-
stjórn ASÍ eiga nú sæti 4
kommúnktar, 3 Alþýðuflokks-
menn, 3 Sjálfstæðisnienn, 2
Framsóknarmenn og 1 óháður,
ásamt forseta og varaforseta
xxx
Hvað þýða nú þessi úrslit?
í fyrsta lagi það, að pólitísk
aðstaða Hannib'ails Valdimars-
sonar og Björns Jónssonar hef-
ur styrkzt mjög. Þeir verða í
forustu verkalýðssamtakanna
næstu fjögur ár. Ekki fer hjá
því, að sú staðreynd verði þeim
til framdráttar á vettvangi
stjórnmálanna.
í öðru lagi eru kommúnist-
ar nú veikari innan ASÍ en í
sl. 20 ár. Eðvarð Sigurðsson var
boðinn fram af þeirra hálfu bæði
í forsetaembættið og varafor-
setaemlbætitið og hlaut að vísu
töluvert meira fylgi en komm-
úniitar einir höfðu yfir að ráða.
f sjálfu sér er það ekkert óeðli-
legt, að maðuir á borð vJð
Eðvarð Sigurðsson njóti veru-
legs p'jrsónufylgis imian verka-
lýðssamtakarna og hefur það
vafalaust komið fram í þessum
atkvæðagreiðslum. Eftir stend-
ur iiins vegar sú staoreynd, að
korr.múnistar stóðu að rraastu
einir á þassu þinigi, og að-
staða þeirra inman ASÍ hefur
gjörbreytzt. Síðasta vígi þeirra
í vearkalýðsihreyfingunni er raú
Dagsbrúm.
Alþýðuflokksmenn og Sjálf-
stæðiisflokksmiMtn hafa styrkt
mjög stöðu sína innan verka-
lýðssamtakanna og hafa nú
veruleg áhrif innan ASÍ. Raun
ar má segja að Sjálfstæðismenn
irnir á þinginu undir traustri
forustu Péturs Sigurðssonar
hafi verið kjölfestan í samstarfi
lýðræðisaflanna á Alþýðusam-
bandsþinginu nú. Rétt er samt
að undirstrika, að stjórn-
arandstæðingar eru enn í meiri
hluta í miðstjórn ASÍ, þeir eru
þar 8 gegn 6 og 1 óháður.
XXX
Umræður um kjara- og at-
vinnumál urðu ekki eins miklar
á þinginu og búast mátti við.
Sjálfsagt hefur þa'ð annans veg-
ar stafað af viðamikilli af-
greiðslu nýrra tillagna um
skipulag ASÍ, sem ekki verða
gerðar að umtalsefni hér og
hins vegar vegna eftirvænting-
arinnar um forsetakjör og mið-
stjórnarkjör.
í rauninni sögðu tvær ræður,
sem fluttar voru um kjaramálin
allt sem segja þurfti um þau
mál. Það voru ræður Björns
Jónssonar og Eðvarðs Sigurðs-
sonar. Nákvæm athugun á beim
ræðum lefðir í ljós, a;> báðir
stefna að sama marki, að koma
í veg fyrir kjaraskerðingu lág-
launamanna eða almenns launa
fólks, svo og að tryggja verði
næga atvinmu í landii u. Að
vísu er varhugavert að ilraga
of almennar ályktanir af slík-
um ræðum, en þó fannst mér
tónninn í þeim vera fremur já-
fcvæður og benda til þess, að
báðir þessir menn im'Uiniu lei<tai9t
við að finna viðunandi lausn á
hinum erfiðu vandamálum, sem
framundan eru og úrlausnar
krefjast.
Að lokum þetta: iýðræðisöfl-
in stóðu saman á þessu þingi
ASÍ. En það væri mikill mis-
skiiningur að halda að menn á
borð við Björn Jónss.on eða
Hannibal Valdiimarsson verði
meðfærilegri í samningum vi'ð
ríkisvaldio en einhverjir að'rir.
Þvert á móti má búast við, að
þeir og miðstjórnin öll, haldi
fast á sínum málum, þegar út í
samninga er komið. Þólt þingið
sjálft hafi mótazt mjög af því,
hvernig þingfulltrúar skiptust í
pólrtískar fylkingar, hefur
reynslan sýnt, að þegar til samn
inga kemur, er sterk fagleg sam
staða innan verkalýðshreyfing-
arinnar.
Þeir, sem kjörnir hafa verið
til forustu í verkalýðssamtök-
um reyna eðlllega að bregoast
ekki því trausti. Það ber því að
líta á niðurstöður þessa sögu-
lega ASÍ-þiní?s með raunsæi —
og hóflegri bjartsvni.
Styrmir Gunnarsson.