Morgunblaðið - 07.12.1968, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.12.1968, Blaðsíða 32
m^mMð&ífo tMwgmíMábib RITSTJORIM * PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA^SKRIFSTOFA SÍMI lO.IOQ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1968 Auglýsendur Þeir, sem hafa áhuga á að auglýsa í Jóla- Lesbók sem kemur út 23. des. eru vinsam- lega beðnir að hafa samband við auglýs- ingaskrifstofuna fyrir 12. des. Löndun ísl. skipa mótmælt í Noregi —Löndunarleyfið helzf bó vœntanlega Ganga háskólamenn í opinberri þjónustu úr BSRB? 1 FRÉTTASKEYTI til Mbl. í gærkvöld frá Skúla Skúlasyni fréttaritara Mbl. í Noregi segir að engin kvörtun hafi komið frá öpinberum talsmönnum norsku södarsamlaganna vegna löndun- arleyfis íslenzku fiskiskipanna. Samlögin voru höfð með í ráð- 'um við athugun mála áður en undantekning var veitt frá lönd- unarbanni erlendra skipa og Hadegisverðar fundur — "Dr. Alexander von Hase talar í dag, laugardag, á hádegisfundi 'SVS og Varðbergs í Þjóðleikhús- 'kjallaranum. gildir löndunarleyfið fyrir 70—80 skip í 2—3 mánuði á grundvelli þess að algjör ördeyða er nú á síldarmiðum við strendur ís- lands. Kvartanir, sem síðan hafa komið fram vegna löndunarleyfis íslenzku skipanna eru fíá ein- staklingum og félögum, en ekki fra yfirstjórn útvegsmanna né fiskimálastjórninni og því er lík- legast að löndunarleyfið standi óbreytt. Þó hefur sjómannafélag Sunnmæringa nú reynt að fá löndunarleyfið fyrir íslenzku skipin ógilt. Mikil veiði hefur verið að und- anförnu á Norðursjó sérstaklega af makríl, en þó er ekki yfir- vofandi löndunarstöðvun þar sem síldarverksmiðjurnar geta nú tekið á móti miklu meira magni heldur en í fyrra og síld- veiðin nú hefur verið heldur minni, en síðasta ár. Er enn nóg tankarými fyrir síldarlýsi. f FRÉTTABRÉFI Bandalags há- skólamenntaðra manna segir m. a. í grein sem fjallar um þá nauðsyn að háskólamenn gangi úr BSRB: Stjórn BHM ítrekar áskorun fundarins (fundar í fulltrúaráði BHM haldinn í júní '68 innskot Mbl.) til allra háskólamanna í opinberri þjónustu, sem nú til- heyra BSRB að segja sig úr því nú þegar og sýna þannig enn frekar í verkí samstöðu sína innan BHM. Til BSRB hafa há- skólamenn ekkert að sækja". I tilefni af þessu höfðum við samband við Þóri Einarsson for- mann BHM og inntum hann frétta af þessu máli. Þóri fórust orð á þessa leið: „Á þennan hátt er verið að fylgja eftir kröfu Bandalags háskólamanna Nokkur síldveiði út af Jökli — Tveir bátar sprengdu nœtur NOKKUR síld veiddist um 50 mílur guðvestur af Jökli í fyrra- kvöld, en veður var þá gott á miðunum fram til kl. 10 um kvöldið er brældi. Síldin var mjög blönduð. Bátarnir sem fengu gíld voru: Höfrungur með 50 tonn, en hann sprengdí nót- Ina í öðru kasti, Sæhrímir fékk 10 tonn en hann sprengdi nótina í fyrsta kasti, Jón Finnsson féíkk 10 tonn, Elliði 85 tonn og Skarðs- vík 10 tonn. Þetta var fyrsta nóttin, sem bátarnir voru að þarna. Eitthvað af aflanum fór í frost og salt, eða það sem hægt var að nýta tíl þess, en síldin Listahófíð nœsta sumar LISTAHÁTÍÐ í Reykjavík næsta sumar hefur verið til umræðu, og á síðasta borgarráðsfundi var samþykkt tillaga borgarlög- manns um að Reykjavíkurborg ætti aðild að samtökum til að koma upp slíkri listahátíð. En fundur, þar sem aðilar koma slí'kri listahátíð á, er áformaður eftir helgina. Ýmsir aðilar eiga þarna hlut að máli, Bandalag listamanna, sem í eru hin ýmsu listafélög, Norræna húsið, sem boðið hefur fram aðstoð við framkvæmd há- tíðarinnar, ríkisútvarpið, sin- fóníuhljómsrveitin o. fl. Munu allir þessir aðilar koma saman og ræða málið, sem er á algjöru byrjunarstigi. mun hafa verið léleg. Að undanförnu hafa bátarnir fengið reyting af síld um 60 míl- ur norður á Fláka fyrir norðan Kolluál, en sú síld hefur verið stór og góð, en lítið af henni. um samningsrétt fyrir háskóla- menn í rikisþjónustu. Forystu- menn BSRB hafa réttilega bent á að sá launamismunur sem fékkst með kjaradómi 1963 á grundvelli menntunar, ábyrgðar og reynslu, sé ekki einungis horf inn heldur vegi þessir þættir nú minna en fyrir kjaradóminn 1963, þegar launalög giltu. Þetta skeð ur þótt vitað sé að starfsævi há- skólagengins manns er stutt og tilkostnaður hans í námi mikill. Launaútjöfnunin er orðin svo gegndarlaus, að ég sé ekki hvern ig forsvarsmenn háskólamanna geti í lengd skotið sér undan þeirri ábyrgð að ráða stúdent- um frá því að fara í nám, sem Framhald á bls. 31 Smúkippir í gær VART varð vægra jarðskjálfta- kippa á Reykjavíkursvæðinu í fyrrinótt og undir morgun gær- dagsins. Sterkasti kippurinn mun hafa mælzt um 3 stig á Richter mæli. Nokkuð mun hafa verið hringt í Veðurstofuna utan úr bæ og tilkynnt um skjálftana. f gærdag mældust einnig kippir, en þeir voru mjög óverulegir að því er Ragnar Stefánsson á Veð- urstofunni tjáði Mbl. LIU telur ef nahagsaðgeröir Alþingis óhjákvæmilegar Adaffundi samtakanna lauk i gær AÐALFUNDI L.I.U., sem hófst á miðvikudaginn lauk síðdegis í gær. Fundurinn fjallaði um marg vísleg hagsmunamál sjávarút vegsins og ekki sízt þær efna hagsaðgerðir, sem gerðar hafa verið og eru á döfinni. Varðandi efnahagsmálin samþykkti fundurinn svohljóð andi ályktun: „Aðalfundur L.Í.Ú 1968 lít- ur svo á, að skapast hafi svo alvarlegt ástand í efnahags- málum þjóðarinnar vegna afla brests og verðfalls á sjávar- afurðum erlendis, að gengis- lækkun íslenzku krónunnar 12. nóvember s.l. hafi verið óhjákvæmileg, auk þeirra hlið arráðstafana, sem vænta má, samkvæmt frumvarpi, sem lagt befir verið fraim á Al- þíngi um ráðstafanir í sjávar- útveginum í sambandi við gengislækkunina. Fundurinn vekur athygli á, að aflabrestur og verðfaH á erlendum mörkuðuim hatfi vald ið því, að óhjákvæmiilegit var að gera róttækar ráðstafan- ir í efnahagsmálum þjóðarinn ar, ekki aðeins til að koma í veg fyrir álgjöra stöðvun sjávarútvegsins heldur og til að efla hann á ný og annað atvinnulíf í landinu. Fundurinn ítrekar fyrri yf- irlýsingar um, að ríkisvaldið verði að hafa það á sínu valdi hvaða leiðir séu farnar í efnahagsmálum hverju sinni til þess að skapa sjávarútveg- inum og atvinnuvegunum í landinu sem traustastan grundvöll. Með tilliti til þessa lítur aðalfundurinn svo á, að geng isbreytingin og fyrrgreindar væntanlegar hliðarráðstafanir verði að fá stuðning þjóðar- innar, m.a. með því að allir sætti sig við þá kjaraskerð- ingu, sem þegar er orðin og ekki verður komizt hjá um sinn. Fundurinn telur það höfuðatriði að sporna við at- vinnuleysi með því að auka verðmætasköpun og þar með atvinnu í landinu, en til þess að það takizt, verður að koma í veg fyrir þann stórfellda taprekstur, sem verið hefur í sjávarútveginum s.l. tvö ár. í frumvarpinu um ráðstaf- anir í sjávarútvegi vegna geng isbreytingariinnar er m.a. gert ráð fyrir því, að nokkur hluti verðmætis aflans verði tek- inn af óskiptum afla til þess að standa að nokkru leyti straum af auknum útgerðar- kostnaði. Er þetta hliðistætt því sem gert var á tímabil- inu frá 1951 til 1960 þegar Framhald á Ms. 31 Myndin er tekin um borð í varðskipinu Ægi, þegar það "kom til Grímseyjar sl. fimmtu dag. Frí var gefið í skólanum og börnum boðið að koma út í skipið og skoða það. Voru þau flutt á hraðbát Ægis. Um horð sáu þau kvikmyndir, fengu súkkulaðidrykk, kex og sætakökur. Þótti þetta ævin- týraferð í veðurblíðu eins og á vordegi. í bátnum á mynd- inni sjást nokkur Grímseyjar- 'börn fara um borð í varð- skipið (Ljósm. Adolf Hansen) fylgir blaðinu í dag. 17 DAGAR TIL JÖLA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.