Morgunblaðið - 11.12.1968, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.12.1968, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1S68 EIRÍKUR KRISTÓFERSSON, SKIPHERRA: HUGLEIÐINGAR UM HAFfS Eftir að haga siglt meðfram ströndum íslands í meira en hálfa öld, taldi ég mig vita ým- islegt um hafísinn, sem oft varð á vegi mínum. En að loknum lestri bókarinnar „Hafís við fsland" varð ég þó að viður- kenna að þar fann ég margt sem ég vissi ekki áður, og hefur orð- ið mér umhugsunarefni. Ég vil þá fyrst víkja að hinni fróðlegu og gagnlegu grein Gutt orms Sigbjarnarsonar jarðfræð- ings um hafís, hafstrauma og veðurspár. Allir vita að sólin ótrúlegt eyðir hafísnum, hitt hygg ég að færri hafi vitað, að sólin raun- verulega skapi hafisinn. Þetta skýrir hann ákaflega skemmti- lega í kaflanum „Orkubúskap- ur jarðar“. Kenning hans um hafstrauma við ísland kemur heim við mína reynslu, svo langt sem hún nær. Þá vona ég, að þessi þarfa hugvekja verði til þess að þeir, sem völdin hafa, hefjist þegar handa um að koma á hafísspám, og velji tij þess hæfustu menn. íslenzkir sjó- menn þurfa að kyrvrea sér þessa grein og fylgja henni eftir. Grein Tryggva Blöndal gefur glögga mynd af þeim hættum, sem því eru samfara, að sigla gegnum ís, oft í slæmum veðr- um. íslenzk sjómannastétt er ekki mikið gefin fyrir að aug- lýsa verk sín, og hljótt hefur verið um margt það, sem á sjón- um gerist og til afreka má telj- ast. Ég tel nauðsynlegt að þjóð- in fái að vita um þá erfiðleika og hættur, sem sjómenn hennar eiga við að stríða. En það er ekki á allra færi að skýra frá þeim á jafn 'ljósan og einfaldan hátt og Tryggvi gerir. Á sl. vetri þegar verið var að semja um smíði tveggja nýrra strandferðaskipa, gerði ég méa- ferð á fund forstjóra Ríksiskip og benti honum á, að nú ætti honn að setja hnefarm í borðið og helzt krefjast þess að bæði þessi skip væru svo vel byggð, að leggja mætti þau í þann ís, sem venjulega er hér við strönd ina. Ég benti honum á, að er ver ið var að byggja varðskipið Þór, var Kista Dan einnig í smiðum og fylgdist ég nokkuð með smíði hennar. Hún var svo vel ís- styrkt, að ég er viss um, að hún hefði alltaf í vetur komist gegn- um ísinn, en þó auðvitað með ein hverjum hindrunum. Ég bemti for stjóranum á, að slík skip yrðu að sjálfsögðu eitthvað dýrari, en sá kostnaður mundi marg- borga sig. Sumir hafa talað um, að ís- brjótar gætu leyst vandann, en ég hefi litia trú á því. ísbrjótar gætu sjálfir alltaf komist í gegn um ísinn, en varla rutt braut nema einu skipi, og alveg óvíst að þeir gætu komið því inn á hafnimar. Forstjórinn tók máli mínu vel, en svo veit ég ekki hvað hefur gerzt. Vonandi verð- ur þetta mál athugað gaumgæfi- lega því hafísinn á áreiðanlega eftir að koma aftur. Þá hafði ég sérstaklega gam- an af að lesa greinar gömlu mannanna, Guðjóns á Eyri og Gests frá Krossanesi. Eins og Bjöm, bæjarstjóri á Húsavík, segir svo skemmtilega frá í grein sinni, eru í öllum sjávarþorp- um, svokallaðir „elztu menn" og allskonar aðrir spámenn. Ég held að elztu mennirnir hafi oft ast rétt fyrir sér. Það er alveg hvað þeir gátu Eiríkur Kristófersson. fiskinn og dýralíf í um fiskinn og dýralíf í sjón- um, sem fiskifræðingarnir hafa ekki hugmynd um. Ég man eftir því, er bók mín „Á stjórnpall- inum“ kom út., sagði ég frá því, að steinbíturinn yrði tannlaus seinnipart sumars, áður en hann gengi út. Þá hringdu ýmsir fiski fræðingar í mig og spurðu, hvað an úr ósköpunum ég hefði þetta og hvort þetta væri ekki reg- in vitleysa. Ég sagði þeim eins og var, að þetta væri bæði reynsla mín og annarra fyrir vestan. Nokkru seinna birtist viðtal við mann á Suðureyri, sem sagði það sama. Þá fóru fiskifræðingarnir fyrst að trúa þessu. Þá er ég ekki í nokkrum vafa um það að Gestur í Krossanesi hefur rétt fyrir sér, er hann heldur því fram að seladauðinn mikli 1918 stafað af lungnabólgu í selnum. Eftir því sem selur- inn hefur minna æti verður hann horaðri og þolir verr kuldann. Á Breiðafirði bar ekki mikið á vitað þessu, því þar er sjórinn mik- ið hlýrri, en á Húnaflóa. Ann- ars er átakanlegt að sjá, hvern- ig hafísinn hrekur allt líf á und an sér, er hann gengur upp að landinu,, og tortímir hvölum, selum og fuglum unnvörpum. Ég gæti sagt margt fleira af kynnum mínum af hafísnum, ef tóm gæfist til, og mér finnst alveg stórfurðulegt að aldrei áð ur skuli hafa komið út bók vun hafísinn, og teldi ég það mikið þarfaverk, ef hægt væri að segja sögu hans frá upvhafi. Það er eins með hafísimm og dauðannn Allir reikna með að aðrir deyi, bara ekki þeir sjálfir. Er þessu ekki þannig farið með okkur, sem búum á Suður- og Vestur- landi. Við tökum okkur létt, þótt hafísinn angri Norðlendinga og Austfirðinga aðeins ef hann læt ur okkur í friði. En þá er vert að minnast þess að hafísinn hef- ur sýnt Sunnlendingum og Reyk víkingum vígtennurnar áður fyrr, eins og sagt er frá í bók- inni. Því vil ég hvetja alla til þess að lesa þessa skemmtilegu og gagnlegu bók, og gera sér grein fyrir að hafísinn er ekki neitt ævintýri, heldur alvarleg- ur vágestur, sem jafnan bíður við bæjardyrnar og getur drep- ið harkalega á dyr hjá hverj- um sem er. I I I I I I I I I I I I I I k FERSKT ÁVAXTABRAGÐ ROYAL ávaxtahlaup InnihaW pakkans ley*- Ist ypp f 1 bolla ‘af ijóðandí vatnl. BœtiS I t bolla af köldu vatnl HelliS itrox f mót. ÁvaxfaMcnrp er Ijúffengt me8 þeyttum rjóma, lagítf tvo lltl af ROYAl ðvaxtahlaupl. LótÍS itffna. SptaniS hlaupiS meS ikelð og lótiS I (inlsllt I8g I hfi glð* meS þeyttum rjóma 6 tniUl laga* fílag mim yöne^RMm Almennur félagsfundur verður haldinn að Skólavörðu- stíg 16, fimmtudaginn 12. des. kl. 8.30 e.h. STJÓRNIN. Reynisstaðarbrœður Nýju ljósi varpað á helför Reynisstaðabræðra. Kynngimögnuð frásögn af för Reynisstaða- bræðra norður Kjalveg árið 1780 og hinum sviplegu örlögum þeirra. Atburður sem lifað hefur í vitund þjóðar- inni fram á þennan dag. Guðmundur G. Hagalin í Morgunblaðinu 8. des. 1968: Bókin sem kom á óvart. Lýsing hans á þessu er að mínum dómi með afbrigðum eðlileg og að sama skapi áhrifarík. Útgefandi, sími 18930. Æsispennandi saga, rituð af þeirri meistaraiegu tækni og óbrigðulu frásagnarsnilld, sem skapað hafa HAMMOND INNES heims- frægð og metsölu meðal metsclubókanna. AVERY iðnaðarvogir. Ólafur Gíslason & Co hf., Ingólfsstræti 1A. Sími 18370. argus auglýsíngastofa Flutningaskipið TRIKKALA sigldi á tundur- dufl snemma morguns hinn 5. marz 1945 Aðeins átta komust af og fækkað hafði um eitt skip... En hvers vegna fannst björgun- arbátur skipstjórans á svo óvæntum slóðum? Hvers vegna lagði hann slikt ofurkapp á að fá tvo þeirra, er komust af, dæmda fyrir upp- reisn? Og hvernig stóð á leyndinni, sem hvíldi yfir farmi skipsins? Að rúmu ári liðnu urðu þessar spurningar áieitnari en nokkru sinni fyrr. Þá heyrðist veikt neyðarkall frá skipf, sem bað um tafarlausa hjálp — og nafn skipsins var TRiKKALA — draugaskip var risið úr votri gröf á hafsbotni... Bak við þetta allt var mikil og ógnþrungin saga, er HAMMOND INNES segir á þann áhrifamikla hátt, sem skipað hefur honum í fremsta sæti þeirra höfunda, er rita spenn- andi og hrolivekjandi skáldsögur. ÚR RITDÓMUM UM BÓKINA: „Magnþrungin saga mikilla atburða f Norðurhöfum." Joseph Taggart: STAR. „Hammond Innes staðfestfr enn á ný, að hann er fremstur nútímahöfunda, sem rita spennandi og hrollvekjandi skáldsögur.** SUNDAY PICTORIAL. „Þessi bók er öllum kostum búin.“ SUNDAY GRAPHIC. „f einu orði sagt: afbragðsgóð.11 SPHERE. IÐUNN Skeggjagötu 1 símar 12923, 19156 Silfurskipið hammond svoror INNESekki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.