Morgunblaðið - 11.12.1968, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.12.1968, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1968 aði við hliðiö, fór Maigret sjálf- ur til dyra og hvíslaði að Mo- ers: — Farðu nákvæmlega yfir allt húsið. Og Moers, sem skildi hann og sá hinn risavaxna líkama tann- læknisins, tautaði: — Heldurðu,að það komi hon um úr jafnvægi? — Já, það gæti komið ein- hverjum úr jafnvægi, áður en lýkur. Fáum mínútum síðar hefði helzt mátt halda, að uppboðs- haldarar hefðu tekið húsið í sín- ar hendur og væru I þann veg- inn að bjóða upp það sem þar var inni. Tæknimennirnir smugu inn í hvern krók og kima tóku niður myndir af veggjunum, ýttu slaghörpunni til og svo hæg- indastólunum, til þess að gægj- astu undir gólfteppið, hrúguðu upp skúffum úr skápum og breiddu úr skjölum. Einu sinni tóku þeir eftir frú Serre, sem hafði komið í dyrnar, en síðan dregið sig í hlé með áhyggjusvip. En svo kom Eugenie inn og sagði: — Ég ætla að vona, að þið setjið allt á sinn stað aftur? Og hún sleppti sér enn meir, þegar eldhúsið hennar sætti sömu meðferð, jafnvel skápur- inn, þar sem hún geymdi kúst- ana. — Ef þið vilduð bara segja mér, að hverju þið eruð að gá. En þeir voru einmitt ekki að gá að neinu sérstöku. Og ef út í það var farið, þá vissi Mai- gert varla sjálfur, að hverju þeir voru að gá. En meðan á þessu öllu stóð, voru þeir að hafa auga með manninum, sem etli þá um allt og sást hvergi bregða. Hversvegna hafði María skrif- að vinkonu sinni að Serre væri raunverulega ekki annað en yfir sig vaxinn skólastrák- ur? Meðan mennirnir voru að þessu, tók Maigret símann og náði í Dubuc læknL — Eruð þér nokkuð að fara út alveg strax? Get ég komið og talað við yður? Nei, það tefur yður ekki lengi. Þakka yður fyr ir. Ég skal segja það við stúlk- una. Það voru fimm sjúklingar í biðstofunni hjá Dubuc, og Mai- gret fékk að koma inn um bak- dyrnar. Þetta var skammt þarna frá. Maigret fór þvi gangandi en varð um leið gengið framhjá járnvörubúðinni, þar sem búð- 29 armaðurinn frá deginum áður kallaði til hans. — Ætlið þér ekki að láta ljós mynda höfuðbókina? — Jú, bráðum. Dubuc var maður um fimmt- ugt með rautt alskegg og gler- augu. — Þér stunduðuð frú Serre, var ekki svo? — Jú, þá ungu. Eða ö'llu held urþá yngri. — En stunduðuð þér nokkurn annan í húsinu? — Látum okkur sjá. . . jú, hreingerningakonuna, sem hafði skorið sig á hendi. Fyrir tveim- þrem árum. — Var María Serre raunveru lega veik? — Já hún þarfnaðist meðferð- ar. — Hjartað? — Já, of stórt hjarta. Auk TIL LEIGU Til leigu er hluti 2. hæðarinnar Tryggvagötu 8 (um 175 ferm.). Inngangur frá Tryggvagötu og Vest- urgötu. Lyfta. Upplýsingar gefa lögmenn Eyjólfur Konráð Jónsson Jón Magnússon Hjörtur Torfason Sigurður Sigurðsson Tryggvagötu 8 Símar 11164 og 22801. íii heimilistæki sf. HAFNARSTRÆTI 3SIMI20455 Stórkostlcgt úrval af jólaskrauti Jólakúlur — pakkaskraut — borðskraut loftskraut — jólakransar — jólatré (greni). - MIKIÐ ÚRVAL AF KERTUM - - JÓLASERÍUR 20 TEGUNDIR - ÖNNUMST SERIUVIÐGERÐIR =£8=* Einnig mikið urval af gjafavörum, hár- þurrkur, útvarpstœki, plötuspilarar, raf- magnsrakvélar og margt fleira. þess át hún of mikið og kvart- aði um svima. — Gerði hún oft boð eftir yð- ur? — Svo sem einu sinni á mán- uði. En í hin skiptin kom hún hingað. — Fyrirskipuðuð þér nokkur meðöl handa henni? — Róandi meðöl... pillur. Eng in eiturlyf. — Haldið þér að hún hafi getað fengið hjartaslag? — Það er ólíklegt.. . en eftir svona tíu til fimmtán ár . .. — Gerði hún nokkuð til að megra sig? — Á fjögurra til fimm mán- aða fresti ákvað hún að svelta sig en sá ásetningur dugði henni sjald nast lengur en svo sem í firnm daga. — Hittuð þér manninn henn- ar? FIFA auglýsir Allar vörur á gamla verðinu Úlpur, peysur, kjólar, skyrtur, terylene- buxur, molskinnsbuxur, sokkabuxur, nœrföt og sokkar. Einnig regnfatnaður á börn og fullorðna. Verzlið yður í hag. Verzlið í FÍFU Laugavegi 99, (inngangur frá Snorrabraut). 11. DESEMBER Hrúturinn 21. marz — 19. apríl Hvíldu þig ef þú getur, því að nú gefst þér tækifærið. Nautið 20. príl — 20. mai Þú vininur betur, því að ekki er eins ónæðissamt. Hvíldu þg, þegar þú getur. Tvíburarnir 21. maí — 20. júní Reyndu að ljúka því, sem þú ert byrjaður á og greiddu úr flækjum. Krabbinn 21. júní — 22. júlí Athugaðu máilð í kvöld. Notaðu þér næðið. Ljónið 23. júlí — 22. ágúst Reyndu að nota þér ró, sem hvílir yfir öllu í dag, og skipu- leggja fjárhaginn dálítið. Meyjan 23. ágúst — 22. september Athugaðu hver ber ábyrgð á þvi, sem skeð hefur. Semdu annaðhvort við þá, eða breyttu áætlun til að sniðganga þá. Hvíldu þig eins og þú mátt. Vogin 23. september — 22. október Notaðu hvaða átyllu sem þú finnur til að sleppa frá störfum í dag. Leitaðu betri innsýnar. Sporðdrekinn 23. október — 21. nóvember Notaðu kyrrð dagsins til að vinna upp það sem miður hefur farið. Bogamaðurinn 22. nóvember — 21. desember Nú er hægt að leiðrétta það sem miður hefur farið. Reyndu að sýna sanngimi. Steingeitin 22 desember — 19. janúar Þér gengur vel í viðskiptum við þá sem fjarri eru. Þú skalt virða möguleikana. Farðu snemma í rúmið. Vatnsberinn 20. janúar — 18. febrúar Gerðu þér grein fyrir því, að þessi dagur er hagkvæmur fyrir þá sem eru að ná þér. Fiskarnir 19. febrúar — 20. marz Þú skalt vinna þin daglegu störf, ein nota tækifærið til a gleðja aðra. Þú hefur gott næði til þess.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.