Morgunblaðið - 11.12.1968, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.12.1968, Blaðsíða 16
16 MORiGUNBlLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1968 ■Oltglefiandi H.f. Árvafcuir, Reyfciavíic, Framfcvæmdastj órí Haraldur Sveinsaoin. 'Ritstjórai' Sigiurðiur Bjamia3t>n frá Vigur. Matitihias Johanniesslen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Eitstjómarfulltrúi Þorbjöm Guðmundasott Fréttastjóri Björn Jóíhannssott AuglýsingaBitjöri Árni Garðar Kristinsson. Eitstjórn ag afgreiðsla Aðalstræti 6. Sími 10-109. Auglýsingar Aðiailstræ'ti 6. Sími 22-4-80. ÁJsfcrMtargjald fcr. 15'D.OO á mánuði innanlainids. 1 lausasötu kr. 19.00 eintakið. A THYGLISVERÐ TILLAGA Tj^rfiðleikar þeir, sem ís- ^ lenzkir atvinnuvegir eiga nú við að stríða, hafa opnað augu manna fyrir nauðsyn þess að beina fjármagni í rík- ara mæli til hinna ýmsu greina atvinnulífsins, ekki einungis lánsfé, heldur þurfi í ríkum mæli að efla atvinnu- fyrirtækin með auknu eigin fjármagni, annars vegar með því að þau fái að hagnast og halda eftir verulegum hluta ágóða síns og hins vegar á þann hátt, að sem allra flest- ir verji hluta fjármagns síns til beinnar þátttöku í atvinnu lífinu. Hér á landi hefur mjög skort á, að samstillt átak margra manna væri til að hrinda í framkvæmd verk- efnum á sviðum atvinnulífs- ins, en nú skilja fleiri nauð- syn þess, að öflug almennings hlutafélög rísi upp til að leysa vandann í þessu efni. Jafn- framt er nauðsynlegt, að ýmsir sjóðir og stofnanir geri sér grein fyrir því, að fjár- festing í hlutabréfum atvinnu fyrirtækja er eðlileg og sjálf- sögð eins og tíðkast í ná- grannalöndum okkar. Á þingi Alþýðusambands íslands, sem nýlega var hald- ið, hreyfði Guðmundur H. Garðarsson athyglisverðri hugmynd. Hann vildi, að launþegasamtökin kæmu á fót öflugum sjóði með árlegu framlagi allra þátttakenda og hluta af fjármagni Atvinnu- leysistryggingasjóðs, en sjóð- ur þessi styrkti íslenzkt at- vinnulíf með beinni þátttöku í því, en eigendur sjóðsins nytu arðsins af fjárframlög- um til atvinnulífsins- Slíkur sjóður gæti haft verulega þýðingu fyrir atvinnuvegina, en auk þess yrðu íslenzkir launþegar eigendur að hlut- deild í atvinnurekstri, en slíkur háttur er líklegur til að auka skilning og samstarf launþega og vinnuveitenda. Var því illt að tillaga þessi skyldi ekki fá afgreiðslu á þingi Alþýðusambandsins. Þar sem heilbrigð þróun hefur verið í rekstri atvinnu- vega hafa risið upp marghátt- aðar stofnanir og sameignar- sjóðir, þar sem hinn almenni borgari leggur fram fé til ávöxtunar, en síðar ráðstafa stjórnendur sjóðanna fjár- magninu á hinn heppilegasta hátt. Hefur slík fjárfesting orðið mjög vinsæl meðal al- mennings. Margir hafa byrjað smátt, en aukið við eign sína ár frá ári og orðið fjárhags- lega sjálfstæðir, samhliða því sem þeir hafa styrkt atvinnu- rekstur og tryggt atvinnuör- yggi. Slík þróun mundi vafa- laust verða hér á landi, er opin hlutafélög hefðu náð verulegri fótfestu, og vissu- lega ætti það að vera kapps- mál launþegasamtakanna, að þessi þróun yrði sem örust. FURÐULEG ÓSKAMMFEILNI Tjhnn af varaþingmönnum Framsóknarflokksins, Tómas Karlsson, minntist þeirra tímamóta, er íslenzka fullveldið var 50 ára, með sér stæðum hætti. Hann réðst með mikilli hörku að þeirri kynslóð, sem nú er að ljúka sínu ævistarfi og sagði m.a.: „Stórkostlegum byrðum, svo geigvænlega þimgum að mönnum hryllir við, hefur verið velt yfir á okkur og okkar böm og framtíð okk- ar og þeirra í þessu landi, okkar, sem eigum við að taka og erfa þetta land.“ Og þessi drengstauli bætti því við, að á yngri kynslóð- ina hefðu verið lagðar „dráps klyfjar“. Ein eða tvær kynslóðir hafa breytt landi okkar úr gjörsnauðu eylandi í eitt mesta velfarnaðarríki verald- arinnar. Segja má að hér hafi allt verið byggt upp af engu á þessari öld, og mestu hef- ur sú kynslóð áorkað, sem nú fær ungu fólki í hendur margháttuð auðævi og meiri velmegun en á þessu landi hefur þekkzt. Þá kemur fram á sviðið ungur oflátungur, sem ræðst að þeim, sem mest og bezt hafa þjónað þjóð sinni, ber sér á brjóst og segir, að hann og hans líkar verði að bæta fyrir syndir feðranna. En þessi „hetja“ gerir sér að vísu ekki vonir um, að hann muni afreka miklu á skömmum tíma, því að bölið á að lenda á börnum hans í framtíðinni. Það má segja um þennan dóm Tómasar Karlssonar um störf þeirrar kynslóðar, sem nú er að ljúka sínu dagsverki, að gjafir eru yður gefnar. - ÁRÁSIR Á LANDBÚNAÐINN Alltaf öðru hvoru hefur Al- þýðublaðið uppi árásir á mm MYMSm. i _________________________________________________________________________________________________________________________________________________ 'VWSSít^ Kolsýringur í hitunarkerfi olli flugslysinu við Perpignan í júlí, þegar 88 fórust FLUGMENNIRNIR þrír í brezku flugvélinni, sem fórst í Frakklandi í júní s.I, munu al'liir hafa orðið fyrir kolsýr- ingseitrun, sem streymdi inn í hitakerfí. flugstjómarklefans. Um borð í vélinnd voru alls 88 og fórust allir. Þetta eru niðurstöður ranm sóknarnefndar, sem hefur kannað orsakiir slyssins. Flug vélin var tuttugu og fimm ára gömul Douglas DC4, Skymast er. Þetta var fyrra flugslys af tveimur, sem brezkar leigu flugvé'lar urðu fyrir á einum sólarhring. Síðara slysið varð við Stockport, í Cheshire og þar biðu 69 manns bana. f skýrslunni er því haldið fram, að slysið hafi orðið fyr- ir mistök áhafnarinmar eða vanrækslu — og þessi mis- tök megi rekja til að kolsýr- ingseitrun hafi streymt út frá biluðu hitakerfi. f skýrslunni segir einnig að hliðstæðar bilanir séu ekki óþekkt fyrirbæri í DC4 vél- um, en venjulega fylgi því sterk eldsneytis'lykt, og hafi því oftast reynzt gerlegt að grípa til þeirra ráðstafana, að taka hitakerfið úr sambandi. Þegar talsmaður Samgöngu málaráðuneytisins var að því spurður, eftir að skýrsian hafði verið birt, hvort ekki yrðu gerðar einhverjar ráð- stafanir til að koma í veg fyr- ir að slíkt gæti eradurtekið sig, svaraði hann því til, að sendar hefðu verið út ná- kvæmar fyrirskipanir til allra sem réðu yfir flugvélum af þessari gerð og ráðleggingar um endurbætur, sem myndu varna því að slíkt gæti gerzt. Vélar af þessari gerðu eru enn víða í notkun um ger- va'llan heim og meðal annars í Bretlandi, bæði í leiguflugi og í iranaralandsflugi. Vélin sem hér er fjallað um í eigu flugfélagsins Air Ferry sem nú hefur nýlega hætt störfum. Vélin fór frá Manst- on klukkan 5.30 fytrir hádegi og flugstjóri var Ponald Pull inger, 46 ára að a'ldri. Að- stoðarflugmenn voru Edwards Isaacs, 61, árs og Richard Fisher, 34 ára að aldri. Þegar klukkan var sex mínútur yf ir níu flaug vélin iran í all- mikið skýjaþykkni í grennd við Perpignan og var þá skyndilega komin í fjögur þúsund feta hæð. Um svipað leyti hafði flugstjóriran sam- band við flugvöllinn en eftir það hyerðist ekki framar til vélarinnar. Sýnishorn sem tekin voru úr líkum áhafnarinnar sýndu 19.9 próserat kolsýrings hjá flug- stjóranum og 11 og 6.3 prósent hjá aðstoðarflugmönnum hans. Það hefur áður verið staðfest að kolsýringur langt undir 20 prósent hefur í för með sér misskynjun á stjórnun hæðar mæla flugvóla. Útreikningar hafa sýnt að flugmaður sem flýgur í 9.000 feta hæð með 18 prósent kol- sýrings í blóðinu mundi hafa ruglast svo í ríminu, að hann taldi sig vera í allt að 17. þús- und feta hæð. Sé þett haft í huga má geta nærri að engan þarf að undra þó að flugvél- in hafi skyndilega verið kom- in niður 1 4.000 feta hæð 0(g hafi síðan hrapað skömmu síðar. landbúnaðinn og reynir með öllum hætti að ala á tor- tryggni á milli þeirra, sem störf vinna til sveita og hinna, sem við sjávarsíðuna búa. Þessi iðja lýsir litlum þegn- skap og raunar fullkomnu skilningsleysi á þýðingu eins af meginatvinnuvegum lands manna. Sem betur fer gerir þó allur þorri manna sér ljósa grein fyrir því, hve þýðingarmikill landbúnaðurinn er, enda væri fráleitt, að við framleiddum ekki innanlands þær land- búnaðarafurðir, sem við þurf- um til eigin neyzlu. Er nú raunar óttazt, að mjólkur- skortur geti orðið Suðvestan- lands- Nokkur útflutningur sauð- fjárafurða getur líka drýgt tekjur landsins og raunar ástæða til að ætla, að með bættum vinnubrögðum og stækkun sauðfjárbúa mundi Útflutningur sauðfjárafurða verða samkeppnishæfur á er- lendum mörkuðum. Því er nú svo komið, að við útflutning sauðfjárafurða fást 77—80% af innanlandsverði, og sú hundraðstala mundi hækka, ef verð á ull færi hækkandi, sem vonir standa til. Sést af þessu að ekki vantar nema herzlumuninn til þess að sauðfjárafurðir okkar íslend- inga yrðu samkeppnishæfar á erlendum mörkuðum. Stöðug- ur fjandskapur í garð land- búnaðarins er því í senn ástæðulaus og ósanngjam. Vestur-þýzkt eftirlitsskip — til Neskaupstaðai Neskaupstað, 9. desemtoer HINGAÐ kom á sunnudag vest- ur-þýzka eftirlitsskipið Fritjof að sækja tvo þýzka sjómeran, sem hér hafa legið í sjúkrahúsinu að undanförnu. Skip þetta, sem er 1300 toran, er raú í aranarri ferð sirani, en það annast eftirlit með þýzkum veiði sfcipum á inorðurslóðum. Skipið hafði hér aðeins stutta viðdvöl, og vakti mikla atlhygli fyrir glæsileika; en það rauo vera út- búið öllum nýjustu og beztu tækjum, sem stík skip þurfa að hafa, m.a. til að veita lækraisað- gerð Á skipinu er 50 manraa áhöfin og hjámanksiganghraði þess er 17 mílur. Heimalhöfra s'kipsins er í Cuxhaven. — Fréttaritari. Réttarhöldum Irestað Yfir grískum hershöfðingja Aþenu, 9. desemtoer. AP. HERRÉTTI yfir griskum hers- höfðingja, sem ákærður var fyr- ir landráð, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Hershöfðingi þessi, Archimedes Argyropoulos, er nú orðinn sjötugur og setztur á helgan stein. Honum var gefið að sök að hafa gert áætlun um uppreisn 1967, í því tiifelli að hægrisinnar reyndu að hrifsa völdin frá flokki Georges Papandreous, ef hann hefði sigr- að í kosningunum, eins og búist var við. EDerinn tók völdin í sínar hend- ur mánuði fyrir kosningar, til að hindra að Paparadreou sigraði. Þetta er í þriðja skipti á tveim vikum sem réttarfhöldum aif þessu taigi er frestað. Sagt er að Papa- dopoullois, forsætisráðh erra, sé reyna að bæta álit hieimisins á Stjórn hanis, sem beið mikinn álitshnekki vegraa rétbarhaldanna yfir Alexarader Paraagoulis, sem reyndi að háða forsætisráðherr- aran af dögum. Panaigoulis var dæmdur til dauða, en hætt var við aftökuna vegna mótmæla- öldu sem fór um ailan heiminn. RÉTTARHÖLDUNUM gegn Sir- han B. Sirhan, sem er ákærður fyrir að 'hafa myrt Robert Kenne edy, hefur verið frestað til 7. jan úar til þess að lögfræðingar hans fái tima til þess að undirtoúa vörn hans. M klar öryggisráðstaf anir voru gerðar í dag, Sirhan kom fyrir rétt í stutta stund. Átti það að vera upphafið að réttarhöldunum yfir honum. Málmleitartæki voru notuð til þess að leita að hugsanlegum földum vopnum á þeim, sem fengu að koma inn í dómssal- inn og fylgzt var nákvæmlega ! með því, hverjir fengu að fara i þar inn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.