Morgunblaðið - 20.12.1968, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.12.1968, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1968 tTitgieíandi H.f. Árvafcur, Reykj;aiviife, Framkvæmdastj órj Haraldur Sveinsaon. •Ritstjórar Sigurður Bjarnason fré Vigur. Matthías JohannessJoa. Eyjólfur Konráð Jónsson, RitstjómarfuIItrúi Þorbjöm GuðhiiaidsBOO', Fréttaístjóri Björn Jóihannssoin, Auglýsingaistjóri Árni Garðar KristmsBen. Ritetjórn og afgreiðsla Aðatefa-æti 6. Sími 10-100. Auglýsingar Aðaílstræti 6. Sími 22-4-80. Ásfcriftargj ald fcr. ISO.O'O á mánuði innanlands, í lausasöiu kr. 10.00 eintafcið. A TVINNUMÁL í REYKJA VÍK Ékvr-Æýk . ■in j IITAI J IÍD '•í>- ' s uriMI «nv U Inl i U II ntiivii Lögregluþjónar æfa múgstjórn. „Að vinna fólkið með góðu“ Sú aðferð reynist brezku Bobbyonum bezt, við múgstjórn ¥ haust ákvað borgarstjórn Reykjavíkur að setja á fót sérstaka atvinnumála- nefnd til þess að fylgjast með atvinnuástandinu í borginni og gera tillögur um úrbætur í þeim efnum ef þurfa þætti. Á síðustu vikum hefur það komið æ skýrar í ljós, að at- vinnuástandið í Reykjavík er mjög erfitt um þessar mundir og atvinnuleysingjum fer fjölgandi. Þess vegna vekur það nokkra athygli er at- vinnumálanefnd borgarinn- ar leggur fram tillögur sínar en þær voru birtar í gær. Segja.má, að tillögur at- vinnumálanefndarinnar séu þríþættar. Þær fjalla í fyrsta lagi um leiðir til þess að auka útgerð og fiskvinnslu í Reykjavík, í öðru lagi um nauðsyn þess að efla rekstur reykvískra iðnfyrirtækja og í þriðja lagi um framkvæmd- ir borgarinnar sjálfrar og með hverjum hætti hægt er að haga þeim þannig, að þær 'leiði til atvinnuaukningar. Atvinnumálanefndin legg- ur til að reynt verði að koma á veiðar öllum þeim bátum og togurum, sem leg- ið hafa aðgerðarlausir í höfn vegna skulda, erfiðs fjárhags eða af öðrum ástæðum- Jafn- framt er vakin athygli á nauðsyn þess að vinna afl- ann í auknum mæli í landi, m.a- með því, að frystihúsin vinni hann sem mest í neyt- endáumbúðir. f málefnum iðnaðarins leggur atvinnumálanefndin megináherzlu á það, að iðn- fyrirtækjunum verði veitt nægileg fyrirgreiðsla um rekstursfé og gerir ákveðnar tillögur í þeim efnum. Að því er framkvæmdir borgarinnar sjálfrar varðar, leggur nefndin til að hita- veituframkvæmdir verði auknar og mun nú fyrirsjáan- legt að 30 millj. kr. lán fæst til aukinna hitaveitufram- kvæmda á næsta ári. Jafn- framt telur atvinnumála- nefndin nauðsynlegt, að við röðun framkvæmda borgar- jnnar verði haft í huga hve atvinnuaukandi framkvæmd- imar em. Þegar á heildina er litið hafa tillöffur atvinnumála- nefrtdarinnar orðið til bess að undírstrika hvar skórinn krennir að og hvaða ráðstaf- anir eru líklegastar til bess að koma atvinnulífinu veru- lega í gang og tryggja næga atvinnu. En til þess að ábend ingar atvinnumálanefndar borgarinnar verði að raun- veruleika þarf samhent átak ríkis, Reykjavíkurborgar og lánastofnana. Er þess að vænta, að þessir aðilar geri sér grein fyrir þeirri ábyrgð, sem á þeim hvílir og taki höndum saman um ráðstaf- anir til útrýmingar atvinnu- leysinu. NÝTING FISKIMIÐANNA vo virðist nú, sem samstaða hafi tekizt á Alþingi um bráðabirgðaleyfi til togveiða á ákveðnum svæðum innan fiskveiðitakmarkanna tiltek- inn tíma næsta ár. Jafnframt mun hin svonefnda landhelg- isnefnd, sem sjávarútvegs- málaráðherra skipaði í haust halda áfram störfum og vænt anlega gera tillögur um fram tíðarskipan þessara mála. Það hefur verið opinbert leyndarmál, að bátar hafa stundað togveiðar innan fisk- veiðitakmarkanna í óleyfi en slíkt ástand er auðvitað ó- þolandi fyrir alla aðila til lengdar. Með þeim bráða- birgðaráðstöfunum, sem Al- þingi hyggzt nú grípa til, verður endi bundinn á það ástand. Á undanförnum árum hef- ur mjög verið rætt um nýt- ingu fiskimiðanna innan fisk veiðitakmarkanna bæði fyrir báta og togara. Hafa skoðan- ir verið mjög skiptar um þetta mál og samstaða ekki tekizt á Alþingi fyrr en nú um ákveðna lausn. Þó ber að undirstrika, að hér er eín- ungis um bráðabirgðaaðgerð- ir að ræða sem í gildi verða aðeins 4 mánuði næsta árs. Auðvitað er sjálfsagt, að við íslendingar nýtum fiski- miðin innan fiskveiðitakmark anna en það verður að ger- ast undir ströngu vísindalegu eftirliti og vera í samræmi við þá stefnu, sem við höf- um á alþjóðavettvangi mark að í þessum málum. Vonandi verður sú reynsla, sem af þessu fæst á næsta ári til þess, að víðtækari samstaða náist um frambúðarskipan þessara mála. TVÆR TILLÖG- UR HJÁ SÞ Að undanförnu hafa verið til umræðu hjá Samein- MÓTMÆLAGÖNGUR og óeirðir eru nú mjög í tizku og nálgast líklega Bítlana í vinsældum. Jafnframt hafa menn fengið hina mestu óbeit á lögregluþjónum og ef þeir ganga rösklega til skyldu- starfa sinna eru þeir kallaðir sadistar, ruddar og þaðan af verra. „Mótmælaleikurinn“ hefur farið sem logi um alla heimsbyggðina og engir hafa verlð eins duglegir til þátt- töku og stúdentar, sem eru orðnir nokkurs konar sam- nefnari fyrir slagsmál og skrílslæti. Og alls staðar hata menn lögregluna og ásaka hana um ruddaskap. Þær ásak anir eru sjálfsagt réttmætar í mörgum tilfellum og það er augljóst að oft er það fram- i koma lögreglunnar, sem ræð- ur úrslitum um hvort mót- mælin fara friðsamlega fram eða hvort þau enda með blóð- ugum slagsmálum og meið- ingum. Gott dæmi um rétta hegðun lögregluþjóna má finna í Eng landi.. Ensku lögregluþjónarn ir, Bobbyarnir, eru yfirleitt allra manna kurteisastir og elskulegastir, og þeir hafa sín ar eigin aðferðir við að halda æstum múg í skefjum. Sú að- ferð sem þeir nota mest er í rauninni ákaflega einföld, þeir krækja bara saman höndum og standa þétt fyrir. Blástakk arnir hafa engar táragas- sprengjur, engar vatnsbyssur og engar skammbyssur. „Við uðu þjóðunum tvær tillögur, sem ísland hefur flutt og átt frumkvæði að- Önnur tillag- an, sem þegar hefur verið samþykkt fjallar um aukið samstarf milli þjóða og sér- stofnana Sameinuðu þjóð- anna eins og t d. Matvæla- og landbúnaðarstofnunarinn- ar um betri nýtingu fisk- stofnanna og að þeim verði veitt full vernd gegn ofveiði. Þessi tillaga var samþykkt mótatkvæðalaust fyrir nokkr um dögum á Allsherjarþing- inu. Er framkvæmdastjóra höfum heldur enga hlífðar- hjálma eða andlitshlífar“ seg- ir James Hargadon, fertugur Skoti, sem annast þjálfun hins 20 þúsund manna lögreglu- liðs Lundúnaborgar. „Við telj- um það ekki nauðsynlegt, og ef við settum upp aðra hjálma en okkar venjulegu, gæti það bara æst fólkið upp, við reyn- um að hindra það með ióðu.“ f fullu samræmi við brezkar kurteisisvenjur, neita lög- reglumennirnir að segja álit sitt á óeirðunuim í Chicago eða París, en þeir brosa kannski lítillega ef þeir eru spurðir. „Við myndum aldrei beita slík um aðferðum hér,“ segir Hargadon. „Við lítum á múg- srtjórn eins og knattspyrnu- kappleik. Við reynum að koma í veg fyrir að hinir geri mark.“ Þegar síðasta stóra mót- mælagangan var farin í Lond- on, í október, fóru meira en 30 þúsund uppreisnargjarnir unglingar syngjandi um götur borgarinnar. Scotland Yard fól 8.846 lögreglumönnum að hafa stjórn á þeim. Allir bjugg ust við hörðum átökum, en rólyndi og skapstilling lög- reglumannanna bjargaði deg- inum. Þegar einu mótmælend anna kastaði smápeningi í lög regluþjón, hló hann og bað um verðmeiri mynt. Þegar vel þroskuð pera lenti í andlit- inu á öðrum, tók hann han.a upp og borðaði hana. Um SÞ falið að samræma aðgerð- ir á þessu sviði og gefa skýrslu um málið að tveimur árum liðnum. Hin tillagan er þess efnis, að settar verði alþjóðaregl- ur um mengun sjávar og að rannsókn verði látin fara fram á vegum Sameinuðu þjóðanna á þeim málum og um réttindi strandríkja gagn vart mengun sjávarins. Þessi tillaga hefur fengið góðan byr og er þess fastlega vænzt, að hún hljóti samþykki. Ástæða er til þess að vekja kvöldið höfðu aðeing 47 mót- mælendanna meiðst, og eng- inn þeirra alvarlega. 74 lög- regluþjónar þurftu að leita læknis. Og svo áður en menn héldu heim á leið sungu mót- mælendur og lögregluþjónar „Auld Lang Syne“ fyrir fram- an óskemmt bandarískt sendi- ráð, sem hinir fyrrnefndu höfðu hótað að sprengja í loft i upp. Nokkrum dögum áður en þessi mótmæli hófust héldu lögreglumennirnir sérstakar æfingar. En þær miðuðu að- eins að því að kenna þeim að komast sem fljótast út úr og inn í lögregluvagnana, og hvernig þeir ættu að mynda fleyga til að dreifa mannfjöld anum. „Fleyga-hugmyndin“ reyndist vel, en hún er nú ekki alveg ný“ segir Harga- don afsakandi. „Rómverjar notuðu sömu aðferð." Eina vopnið sem flestir lög- reglumenn læra að nota er ( kylfan, og þeir hafa strangar fyrirskipanir um að nota hana aldrei nema þeir séu í hættu, eða til að hindra fanga í að sleppa. Þá verður að gæta þess, ef það er mögulegt, að slá í líkamann, en ekki í höf- uðið. Aðeins einn maður af hverj- um tíu lærir að handleika byssur, en þær eru jafnan lokaðar niðri í skúffum og að- , eins dregnar upp í neyðartil- fellum eins og t. d. ef þarf að elta uppi vopnaðan glæpa- mann. Og byssunotkun er und rr enn strangara eftirliti. Ef lögregluþjónn dregur byssu Framhald á bls. 10 ( sérstaka athygli á þessum tveimur tillögum. í fyrsta lagi sýna þær, að utanríkis- þjónusta okkar og sendinefnd hjá Sameinuðu þjóðunum er vakandi fyrir framgangi þeirra mála á alþjóðavett- vangi, sem okkur getur orð- ið hagur af og í öðru lagi er enginn vafi á því, að þessi tillöguflutningur hefur vakið töluverða eftirtekt hjá Sam- einuðu þjóðunum og þar með orðið til þess að vekja at- hygli á íslandi og íslenzkum málum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.