Morgunblaðið - 20.12.1968, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.12.1968, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 20. DESEMBER 1968 23 Siguröur Magnússon: Þola menn ekki sannleikann HÖRUNDSSÁR FORSTJÓRI Það kom mér sannarlega ekki á óvart, að forstjóri Vörumark- aðsins tæki sér penna í hönd og reyndi að bera hönd fyrir höfuð sér vegna birtingar grein arinnar „Hvað er búðarverð". — Þar er óumdeilanlega vikið að viðkvæmum hlutum, sem jafnframt eru á margar hliðar. .— Og af þessum ástæðum er mjög hægt um vik að hafa í frammi ýmiskonar sjónhverfing ar, en ekki er hægt að gera sjónhverfingamanni verir grikk en þann að fletta blæjunni af hinum leyndardómsfullu atriðum. Svar forstjórans ber þesslíka merki, því að við lestur greinar hans kemur í Ijós, að hann legg- ur á það megin áherzlu að sverta undirritaðan sem „postula ófrelg is og skömmitunar", „röthöggv ara" o.s.frv., í stað þess að skrifa málefnalega. ÖFGVAFULL VIÐBRÖGÐ Vitaskuld hittir það verst þá sjálfa, sem þannig fara að. Sú var tíðin hér á landi, að blaða- skrif mótuðust svo mjög af per- sónulegum ásðkunum og skæt- ingi, en þau heyra nú að mestu til fortíðinni, enda þótt öðru hvoru heyrist í aðilum sem ekki sjást fyrir í þessum efnum. For stjóranum til hugarhægðar vil ég taka fram, að ég lít á viðbrögð hans í ljósi framanritaðs. UM HVAÐ SNÝST MÁLIÐ? Það sem er kjarni málsins er það, hvort einn aðili (það skipt Ir engu máli hvont hann heitir Vörumarkaður eða eitthvað ann að) geti slegið föstu og auglýst eitthvað ákveðið „búðarverð". Hvernig getur einn aðili sagt um „búðarverð" hjá e.t.v. 3—4 hundruð fyrirtækjum víðsvegar um Iand. Ég gat um það í grein iminni um daginn, að enn sem komið væri, væri hér um að ræða jrafmagnsvörur og matvörur og hreinlætisvörur. Það gæti á sama hátt gerst, að einn aðili sem seldi t.d., skó- fatnað, skyrtur, kápur, búsáhöld byggingavörur o.fl. o.fl., aug- lýsti „að flestar hans vörur væru undir búðarverði", án þess að hafa hugmynd um og þvi síð- ur geta staðhæft, hvað sömu eða skyldar vörur kostuðu í öllum öðrum verzlunum. Það er af þessari ástæðu sem málið snertir verzlunarstéttina alla og allan almenning. Hér er höfð í frammi blekking. Forstjóri Vörumarkaðsins má gjarnan vita það, að að sjálfsögðu snertir þessi iðja hans ekki mig persónu lega. Hins vegar er nokkuð til sem heitir að taka tillit til ann arra. — Sumir eru aftur á móti svo miklir sérhagsmuna- og ein- stefnuakstursmenn, að þeir sjá ekkert nema sem að þeim sjálfum snýr. SAMMÁLA EFTIR ALLT Forstjórinn staðfestir í grein sinni það sem ég í upphafi lagði megin áherzlu á, að ekki er hægt að hafa í frammi fullyrðingar um „búðarverð". Forstjórinn segir m.a. orðrétt um sína eigin athug- un: „Þetta er ekki vísindaleg könnun á verðlagi og hún er heldur ekki ítarleg.___" f minni eigin grein um daginn segi ég m.a. varðandi þann sam- anburð, er þá var gerður: „Vafa- laust væri hægt að hafa svona upptalningu miklu lengri og gæti myndin orðið margbreytileg á báða bóga." Verð hverrar vöru tegundar verður nefnilega til með svo mismunandi hætti. LOKAOR© FORSTJÓRANS Að gefnu tilefni vegna um- mæla forstjórans, sem snerta stöðu mína hjá kaupmannasam- Að selja undir húðarverði ATHUGASEMD VIÐ GREIN EBENESAR ÁSGEIRSSONAR Að selja undir búðarverði 66666 í GREIN sinni í Morgunblaðinu ' 19. þ.m. ræðir Ebenezer Ásgeirs- son um grein Sigurðar Magnússon ar, framkvæmdastjóra Kaup- mannasamtakanna, en hann hafði í umræddri grein rætt um, að ekki væri hægt að tala um neitt sérstakt „búðarverð", þar sem það væri breytilegt, og því síður væri rétt að auglýsa „Flestar vörur undir búðarverði". í grein Ebenezar er vitnað í skyndikönnun, sem F. V. lét gera sl. haust um vöruverð, ef keypt væri í miklu magni. Þá kom í ljós, að magninnkaup vöru voru hagstæðari hjá kaupmanninum en hjá þeim, sem selja einungis í magnsölu, en KRON verzlanir veittu ekki afslátt, þó keypt væri í því magni, sem tilgreint var. Einnig segir í grein Ebenezar umi ritstjóra F.V.: „Þá viður- kenndi hann, að samanburðurinn hefði ekki verið á rökum reistur". Koma þessi ummæli Ebenezar mér algerlega á óvart og hljóta að stafa af misskilningi, frekar en af öðrum hvötum. Rétt er, og skylt að geta þess, að hér var ekki um að ræða skoð- anakönnun („Survey") heldur at- huigun eða skyndikönnun („spot check"), en verulegur munur er á þessum könnunum. Það var einmitt þessi munur, sem ég hef rsett og útskýrt fyrir Ebenezer. En hann er einfaldlega sá, að í fyrra tilvikinu er valinn úrtakshópur, eftir tiltölulega flóknum reglum, en hann er síð- a<n látinn túlka álit stærri hópa, stétta eða almennings. Vegna þess að sá hópur, sem á að túlka skoð anir heildarhóps, er lítill, er nauð synlegt að vanda verulega til úr- taksins. Skyndikannanir eru hinsvegar framkvæmdar með enn minni úrtökum og oft jafnvel fá- um einstaklingum og er þá ætl- unin að kanna ákveðið ástand eða ákveðið mál, í fljótu bragði. Sam kvæmt eðli sínu hafa skyndikann anir því ekki jafn mikið gildi eins og skoðanakannanir. Er þessi skýring mergur þess samtals, sem ég áitti við Ebenezer Ásgeirsson. Tel ég alls ekki eðlilegt að tala um ákveðið „búðarverð", þar sem vöruverð í dag er á mismunandi verði eftir því, á hvaða gengi var an hefur verið keypt. Væri þess vegna forvitnilegt að vita, þegar auglýst er „Flestar vörur undir búðarverði", við hvaða „búðar- verð" er átt. Taldi ég rétt að koma þegar fram með athugasemd þessa, til þess að um frekari misskilning verði ekki að ræða varðandi könnun Frjálsrar Verzlunar á magnverði. Að lokum skal það tekið fram, að ég bauð Ebenezer Ásgeirssyni að láta fara fram aðra skyndi- könnun, en hann hafnaði tilboði mínu. Jóhann Briem, ritstj. Frjálsrar Verzlunar. tökunum, skal tekið fram, a6 málefnalegar umræður hafa far- ið fram í stjórn Kaupmannasam- takanna gerði ég málefnið að um talsefni á opinberum vettvagi, eftit að hafa árangurslaust rætt við forstjórann sjálfan. Það stend ur ekki á ýmsum aðilum utan verzlunarstéttarinnar að ala á tortryggni í hennar garð. Hitt er öllu óskiljanlegra þegar ein- stakir kaupsýzlmuenn sjá sig til neydda að haga starfsemi sinni þannig, að þeir beita vinnu- brögðum sem eru til þess fallin að gefa rangar hugmyndir um gerðir annarra. Sigurður Magnússon. ? ? ? - VIETNAM Framhald af bls. 1 ouk frá því, að honum hefði borizt orðsending frá Johnson forseta, þar sem hann segði, að þessi ákivörðun mundi stuðla að bættri sambúð Bandairfkianna og Kambódíu. Furstinn sa^ði að áikvörðunin hefði verið tekin til að sýna vissum Bandarikja- möninum, sem sannað hefðu vin- arhug sinn í garð Kamibódíu, við urkenningu, þeirra á meðal Dean Aöheson, sem talað heifði máli Kaimlbódíu fyrir Alþjóðadóm- stólnum í Haag og Mike Mans- field, öldungadeildarmanni. Hing að til hefur Sihanouk sett skil- yrði fyrir því að láta hermenn- ina lausa, en hanin sagði a!ð þeir hefðu komið vel fram og væri iþaið ein ásitæðan til þess að þeir væru látnir lausir. MAO OG HO GAGNRÝNA 1 Peking kom Mao Tse-tung Æormaður fraim með harða gagn- rýni í dag á Vietnam-viðræðurn- ar í París í tilefni átta ára af- mælis Þjóðfrelsisfylikingarinnar. í skeyti til formanns miðstjórn- air fylkingarinnar segir hann, að suður-vietnamska þjóðin hafi þegar lagt grundvöll alð endan- legum sigri sínum og sannað að Bandaríkjamenn séu pappírs- tígrisdýr. Laumuspil bandairískra heimsvaldasinna, sem sætti sig ekki viS ósiguir sinn, og sovézkra endurskoðunarsinna sé dæmt til að mistakast. 1 Hanoi ítrekaði Ho Chi Minh, forseti Norður-Vietnam, í dag loforð Norður-Vietnama um al- geran Stuðning við Viet Cong. í skeyti til formanns miðstjórn- ar Þjóðtfrelsisfylkingarinnar seg- ir Ho, að Saigon-stiórnin „sé ekki fulltrúi neins" og hann skorar á Bandarfkin að semja við fylkinguna um öll mál er var'ði Suður-Vietnam, ef þeir vilji raunverulega frið og virði sjálfsiákvörðunarrétt suður-viet- nömsfcu þjóðarinmar. 12 ára gömul stúlka og fimm 16 ára drengir úr Þjóðfrelsis- fylkingunni voru í dag sæmd heiðursmerkjum í Hanoi fyrir breystilega framgöngu á vígvell- inum í Suður-Vietnam. Þau voru heiðursgestir ásamt Ho Chi Minh forseta í veizlu sem haldin var í tilefni átta ára afmselis fylk- ingarinnar. í Laos hélt kommúnista- hreyfingin Pathet Lao því fram í dag, að bandarískar sprengju- þotur hefðu ráðizt á yfiirráða- svæði kommúnista í Norður- Laos í nóvemberlok og desem- berbyrjun. í Bangkok var frá því skýrt í dag aSS hersveitir Thailandsstjórnar hefðu fellt að minnsta kosti 22 skæruliða kommúnista á landamæirum Laos. Nokkrir skæruliðalhópar hefðu verið reknir yfir landa- mærin. - TÉKKÓSLÖVAKIA Framhald af bls. 1 Literarni Zivot er enn bönnuð. f dag var og tilkynnt í Prag, að miðstjórn tékkneska kommún- istaflokksins hefði falið Vasil Bil ak að kanna mál dr. Ota Sik, fyrr verandi aðstoðarforsætisráðherra, en hann hefur dvalizt utan heima lands síns síðan innrásin var gerð og hefur neitað að snúa heim, þar sem hann kveðst hafa góðar heimildir fyrir því að hann hafi verið kærður fyrir agabrot innan flokksins. Nótin í blökkinni. - SILDIN Framhald af bls. 10 ar í Noregi og svo í Leiirvík. — Hvernig voru sölurnar? — Fremur óhagstæðar, nema einu sinni, er við lond- uðum í Þýzkalandi. Þá vorum við með kassa af lausri síld. Skipin sem byrjuðu snemma og seldu mest megnis í Þýzka landi, höfðu sæmilegt út úr þessum veiðum, en aðrir held ég hafi yfirleitt verið fremur vonsviknir yfir þessum veið- um. — Veiztu til að það hafi orðið veruleg óhöpp hjá ís- lenzku skipunum þarna i Norðursjónum. — Nei, ekki svo orð sé á gerandi. Samt 'finnst ofekur heldur lítið hafa verið gert fyrir okkur þarna, við hefð- um óskað eftir því að Goðinn fylgdi skipunum eftir þarna á Norðunsjónum. Það var engu minni þöpf fyrir hann þar en á fjarlægu miðunum við Jan Mayen, ýmsar smábilamr alitaf að koma upp, og'svo er málakunnátta margra skip- stjóranna lítil ,þannig að þeir áttu í erfiðleikuim með að melda sig í land. — Var mikið af erlendum veiðiskipum á þeim slóðum, sem þið hélduð ykkur á? — Já, aðallega Riússinn. Það er orðið sama hvert mað- ur fer, Rússinn er alls staðar. Við fórum t.d. um allan Norð- ursjó og allsstaðar voru bátar þeirra, og einu sinni reynidum við meira að segja fyrir okk- ur í Skagerak, og þar var Riússinn líka. Við spjölluðum stuttlega við skipstjórann á Jörundi III Guðmund Gunnarsson, 25 ára gamlan. — Hvað hafið þið verið lengi á Norðursjó? — Við vorum tæpan mán- uð, en áður vorum við fyrir austan land. Það var fremur lélegt þar og ekkert í lok- in. — Hvernig gekk á Norður-* sjó? — Það gekk frekar illa. Við vorum aðallega í bræðslufiski ríi. — Hvernig kom sumarið út? -—¦ Sumarið kom engan veg inn út. Við löfðum svona rétt um tryggingu. Það er lítil út- koma ,eða um 13 þús. kr. á háseta og þá á eftir að draga fæðiskostnað fi'á. Þetta er lé- legt fyrir menn sem eru að heiman frá sér vikum saman og koma vart í land, nema sem gestir. — Hvar lönduðuð þið? — Við lónduðum aðallega í Peterhead í Skotlandi. Það voru nokkrir íslenzkir bátar sem lónduðum þar. Við vorum framan af við Hjaltlandseyj- ar á Víkingabanka, en síldin hélt sig ekkert sérstaklega þar og það var bara hittingur að hitta á góða síld. (Ljósm. Mbl. Sigurg. Jónasson) — Voru annarra landa skip á þessum miðum samhliða ykkur? — Það var talsvert af Rúss um alltaf og nokkuð af Norð- mönnum, en þeir voru þó ekki á söímu veiðisvæðum og við. að bjátaði ekkert á í þessum samskiptum, allt gekk snurðu laust. — Telur þú væntanlegar breytingar á síldveiðum? — Ég veit ekki hvað skal segja. Ég myndi telja að það þurfi að búa flotann undir að nýta betur þann afla, sem fæst og reyna að koma sem mestum afla í annað en bræðslu. Það má reikna með að það þurfi að sækja langt og stíft á þessum veiðum framvegis. Husqvarna Jólagjafir Vöfflujárn Steikarpanna Létt straujárn Allt með sjálfvirkum hitastilli. HUSQVARNA GÆÐI HUSQVARNA ÞJONUSTA Fæst í Hestum raftækja- verzlunum. Cíinnar Hsyeirsson hf. Suðurlandsbraut 16. Laugavegi 33.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.