Morgunblaðið - 20.12.1968, Qupperneq 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. DESEMBBR 1968
EðlisfrœÖirannsóknir á Islandi:
Geislavirkni í 1 kortlagt - lei íáfjallajurtum hér - segulsvið Islands tað uppruna heita og kalda vatnsins
ÞORBJÖRN SIGURGEIRSSON,
prófessor, hlaut sem kunnugt er
fyrstur manna stúdentastjörnu
Stúdentaakademíunnar, en þeim
heiðri fylgdi m.a. sú kvöð, að
skýra í fyrirlestri frá störfum
þeim, sem stjarnan var aðallega
veitt fyrir. Prófessor Þorbjörn
flutti svo þann 4. desember fyr-
irlestur í Norræna húsinu um
störf þau sem unnið hafa verið
undir hans stjórn í Eðlisfræði-
stofnuninni og síðar í Raunvís-
indastofnun háskólans. Kom þar
margt fröðlegt fram, og verða
hér tíndir úr erindinu nokkrir
fróðleiksmolar.
Reglubundnar mælingar á
geislavirkum efnum hafa farið
fram á fslandi síðan 1958 og
sýndu að geislavirkni fór stöð-
ugt vaxandi fram til ársins 1963.
Hver kjarnorkusprenging, sem
Stórþjóðirnar gerðu í tilrauna-
skyni, sendi gusu af geislavirkni
út í loftið og mældist hún vax-
andi hér. Eftir að samkomulag-
ið náðist um að hætta tilrauna-
sprengingum, fór að draga úr
geislavirkninni í andrúmsloftinu
hér eða frá 1963. Lítils magns
gætir nú orðið í regni og lofti,
en ennþá nokkuð í matvælum.
Prófessor Þorbjörn sagði, að
komið hefði í ljós að hér gætti
geislunar meira í háfjallagróðri
en þéttari gróðri annars staðar.
Þessi strjáli gróður virðist
sjúga meira i sig af geislavirkni
en gróður gerir anmars staðar.
Og er hann var nánar spurður
um þetta á eftir, kvaðst fyrirles-
arinn telja ástæðuna þá, að fáar
og strjálar jurtir taki til sín
þessi efni af stærra svæði og að
þær sjúgi í sig öll þau efni sem
þær mögulega geta úr ófrjóum
jarðvegi, þar sem allt er þetta
þeim næring.
REGNVATN HÁLFT AR Á
LEIÐ f GVENDARBRUNNA
Nú síðustu árin hefur verið
lögð mikil áherzla á þrívetnis-
mælingar í úrkomu og vatni. Er
ti'lgangurinn einkum að finna
hve lengi vatn, sem upp kemur,
hefur dvalið neðanjarðar. Sýna
mælingar í drykkjarvatni t.d.,
að hálft ár líður frá því vatn
fellur sem regnvatn og þar til
það kemur fram í vatnsbóli
Reykvíkinga, Gvendarbrunnum.
Og enn lengra líður þar til það
skilar sér í vatnsból Hafnfirð-
inga. f heita vatninu gætir þrí-
vetnis mjög lítið.þó 15 ár séu
liðin síðan þrívetnsaukning
varð í heiminum. En þrívetni
myndast fyrir áhrif vetnisspreng
inga, þó nokkurt magn verði stöð
ugt til fyrir áhrif geimgeisla.
Nú eru starfsmenn Raunvís-
indastofnunar byrjaðir að at-
huga snjólögin í Bárðarbungu í
Vatnajökli, þar sem úrkoma und
anfarinna ára liggur óhreyfð sem
ís í lögum og hægt að sækja þau
þangað og mæla þrívetni í lög-
unum. Sýna niðurstöður frá
Bárðarbungu, að sáralítil blönd
un er milli árslaganna.
Þá er einnig farið að kanna
neðanjarðarrennsli heita vatns-
ins í Reykjavík með því að dæla
geislavirku joði í holurnar, og
mæla hvar það kemur aftur fram.
Sýna tilraunir undanfarinna ára,
að hægt er að nota þessa að-
ferð til að vita um rennsli heita
vatnsins neðanjarðar. Fram-
kvæmdir annast Páll Teodórs-
son, eðlisfræðingur.
LANGJÖKULL MIÐSTÖÐ
HEITA VATNSINS
Aðrar ísótopamælingar, mæl
ingar á tvívetni, eru unnar með
svokölluðum massagreini, en þær
eru aðallega ætlaðar til grunn-
vatnsmælinga, tiigangurinn er að
rannsaka uppruna kalda og
heita vatnsins. Tvívetnisinnihald
er mjög mismikið á hinum ýmsu
stöðum, en Bragi Árnason eðlis-
fræðingur er langt kominn með
að gera tvívetniskort af land-
inu. Sýnir tvívetniskortið, að tví
vetni minnkar frá ströndinni og
inn í landið. Þessar mælingar
má m,a. nota til að sýna hvar
uppsprettu vatn hefur fallið. T.
d. hefur komið fram að Brúará
fær vatn úr Langjökli, þó eng-
in á eða vatnsfarvegur sjáist þar
á milli. Og einnig, að heita vatn
ið undir Reykjavík kemur innan
frá Langjökli. Heitar uppsprett-
ur á vestanverðu Suðurlandi
virðast benda til upptaka í Lang
jökli, að undanteknum tveim-
ur svæðum, Krýsuvíkursvæðinu
og svæðinu við Reykjanesvita.
Virðist Langjökull þannig vera
miðstöð fyrir heita vatnið og eru
Raunvísindastofnunarmenn því
farnir að sækja sér ískjarna inn
á Langjökul til ísotopamælinga.
Hafa verið gerðir nokkrir leið-
angrar, til að sækja þurr sýn-
ishorn að vorinu og vatnsmikil
sýnishorn að haustinu. En það
sýnir sig, að við blotnun að
sumrinu fær snjórinn aukið tví-
vetnisinnihald. Virðast þessar
breytingar svo reglulegar, að eft
ir frekari rannsóknir, sagði Þor-
Próf. Þorbjöm Sigurgeirsson, hélt fyrirlestur um störf Eðlisfræði
stofnunar og Raunvísindastofn-unar. Jón Ögmundur Þormóðs-
son kynnti fyrirlesarann í upphafi.
björn að jafnvel mætti nota það
til mælinga.
REYKJANESSVÆÐIÐ
HEITAST Á ÍSLANDI
Við gosið í Surtsey var byrj-
að að safna vatni og gasi, sem
upp kom með kvikunni, og mæla
hlutföll ísotopa þar. Tókst að ná
gasinu ómenguðu. í framhaldi af
því, var farið að mæla vetnis-
gas í því sem upp kom með
hveragasi á jarðhitasvæðunum.
Sagði Þorbjörn, að þarwa gæti
verið fundin aðferð til að finna
hitastig svæðanna, án þess að
bora. Samkvæmt þeim mælingum
ætti svæðið kringum Reykjanes-
vita að vera heitast allra mæidra
svæða á íslandi, en Námaskarð
að koma næst.
f umræðum eftir fyrirlestur
inn kom fram, að samkvæmt
þessum mælingum Raunvísinda-
stofnunarinnar er upp í 400
stiga hiti í Reykjanesi. Og sé
svo heitt þarna undir hlýtur
það að vera gufa. Mesta hita-
stig, sem mæ'lt hefur verið í bor-
holu þarna, er 286 stig, en þetta
allra heitasta gæti verið neðar.
f Námaskarð'i sýna ísotopamæl-
ingar 300 stig, en mæling í bor-
holu er komin í 280 stig mest.
Spurður um, hvort tví- og þrí-
vetnismælingarnar hér séu þær
fyrstu í heiminum af þessu tagi,
svaraði Þorbjörn á þá leið, að
jarðeðlisfræðilegar mælingar
hefðu verið byrjaðar á ýmsum
stöðum upp úr 1950. Hefði eitt-
hvað verið byrjað að mæla slíkt
í vatnsrennsli, en ekki í eins
ríkum mæli og hér. Kjarnorku
málastofnunin væri mjög ánægð
með íslendinga að þessu leyti og
væri sér ekki grunlaust um, að
hún liti á ís'lenzku rannsókn-
imar sem fyrirmyndir.
SEGULMISVÍSUN MINNI
EN ÆTLAS VAR
Eitt af verkefnum Raunvís-
indastofnunarinnar er segulmæl
ingastöðin í Mosfellssveit, þar
sem stöðugt eru mældar segul-
breytingar í jörðinni, en það er
liður í alþjóðlegum mælingum.
Þorbjörn hafði þsér sjálfur með
höndum til 1963, þegar dr. Þor-
steinn Sæmundsson tók við þeim.
Því má skjóta hér inn í, að í
upphafi, þegar enginn bíil var
til, tók Þorbjörn áætlunarvagn-
inn einu sinni í viku, gekk svo
það sem eftir var að mælinga-
stöðinni, gerði sínar athuganir
og fékk svo að sitja í einhverj-
um bíl á leið í bæinn. Hann
setti þessa erfiðleika ekkert fyr-
ir sig, þar sem hann taldi slík-
ar segulmælingar æskilegar eða
nauðsynlegar og telja kunnugir
það einkennandi fyrir hann. Úr-
vinnslu segulmælinganna er lok-
ið til sl. áramóta. Sagði próf.
Þorbjörn, að í Ijós hefði komið
að breyting á misvísun áttavit-
ans hefði verið minni en búist
var við, aðeins 50 bogamínútux
á 10 árum, en var talin helm-
ingi meiri. Að vita þetta hefði
t.d. þýðingu fyrir siglingar og
sjókortagerð.
Þá nefndi próf. Þorbjöm Norð
urljósarannsóknirnar, sem Þor-
steinn Sæmundsson hefur ann-
ast síðan 1963. En stöðugar
Norðurljósamælingar fara fram
á tveimur stöðum.
Próf. Þorbjörn og próf.
Trausti Einarsson höfðu lengi
stundað bergsegulmælingar, sem
haldið hefur verið áfram. Sýna
þær, að segulsvið jarðar hefur
snúizt við 60 sinnum á 10—20
milljónum ára, meðan berggrunn
ur íslands var að myndast.
NÝ TÆKI SMfÐUÐ OG
FUNDIN UPP
Þá er komið að þeim kafla í
sögu eðlisfræðirannsóknanna
sem er stórmerkilegur, en það
er smíði hinna ýmsu flóknu
tækja. Hafa nauðsynleg tæki iðu
legast verið smíðuð af eðlisfræð-
ingunum sjólfum, í upphafi
JOLASKOR FYRIR TELPUR
STÆRÐIR: 26-35. VERÐ KR. 290-305-323
333-344-382-430-468
Tokmorkaðar birgðir
SKÖBÚÐ AUSTURBÆJAR
10 ÁRA ABYRCD
TVÖFALT
EINANGRUNAR
ynsla hérlendis
SIM111400 EGGERT KRISTJANSSON &CO HF
+J
10 ÁRA ÁBYRGD