Morgunblaðið - 20.12.1968, Page 12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. DESEMBBR 1998
12
Greinargerð frá íslenzkum
stúdentum við Uppsalaháskóla
Fundur íslenzba atúdenitaráðs
ina í Uppsölum um hagsmuni ís-
lenzka náimsfólkfl baldinn 5. des.
1968 krefst þess
1) að íslenzku námsfólki er-
lendis verði þegar í stað bættur
®á kofltnaðarauki, aem síðustu
Igengisfellingar hafa valdið því
pg verði þá einnig tekið tillit
til rýmunar eigin tekna.
2) að þegar í stað verði hsett
að mismuna námsfólki eftir kynj
im.
| 3) að öllum börnum á fram-
' ifæri námsfólks sé gerf jafnhátt
i undir höfði, hvort sem þau eru
[ fædld í hjónabandi eða utan.
I>! 4) að námsfólk með börn á
: framfæri sínu fái aukalega
láíkveðna upþhæð fyrir hvert
j barn.
| 5) að þegar í stað sé hætt af-
! skiptum af einkamálum náms-
' fólks. Við fáum ekki séð, að rík-
jflvaldinu komi við, hvernig við
. eyðum vasapeningum okkar.
[ 6) að námsfólki sé ekki mis-
j munað eftir f jölda námsára.
í 7) að námslánum og styrkjum
sé úthlutað fyrri hluta námsárs.
ft 8) að hætt verði úthlutun
hinna svokölluðu stóru styrkja
Bregðizt íslenzk stjórnarvöld
ekki fljótt og vel við þessum
fcröfum, er fyrirsjáanlegt, að ís-
ienzkt námsfólk muni í síaukn-
um mæli setj ast að erlendis.
Okkur er ljóst, að þótt orðið
sé við framangreindum kröfum
er þar einungis um bráðabirgða-
lausn að ræða. Það gefur auga
leið, að háskólamám stendur í
órofa tengslum við aðra hluta
f i fræðslukerfisins og að vegna
ifólksfæðar muni íslenzka þjóð-
in um ófyrirsjáanlega framtáð
yerða tæknilega, efnahagslega
j pg menningarlega háð því, að ís-
lenzku námsfólki sé kleift að
stunda nám við erlendar mennta
, stofnanir.
ÍÞess vegna krefjumst við þess
1) að öllurn íslenzkum ungling
' um sé gert kleiift að lj.úka
ekyldunámi, án tillits til búsetu
©g afstöðu foreldra.
I
1 2) að framhaldsnám sé fært í
nútímahorf, hvað varðar náms-
háttu og efni.
f’ 3) að nákvæm áætlun sé gerð
tun framtíð Háskóla íslands og
þess þá gætt að gera strangar
fciröfur um allan útbúnað, að-
Otöðu og bæfhi kennara, þvi
að annað veldur afturför í þjóð
l félaginu.
H 4) að ríkisvaldið geri sér ljóst,
hversu nauðsynlegt er að búa
þeim námsmönmun íslenzkum,
Bem nám stunda erlendia, viðun-
andi fltarfsaðstöðu með því að
semja um það við viðkomandi
yfirvöld.
5) að öllum þeim sem halda
áfram námi að loknu skyldunámi
séu greidd iaun af almannafé,
enda séu þá gerðar kröfur um
ákveðinn námsárangur.
Til glöggvunar fylgir hér
samanburður á þeirri fjárhags-
aðfltoð, sem sænsba ríkið veitir
sænskum námsmönnum, og
hinni íslenzbu eins og málin
koma okkur fyrir sjónir.
SÆNSKA KEBFIÐ
Hver námsrmaður fær bæði
lán og styrk. Hámarksupphæð-
in er 70% af vísitölutryggðri
igrunnupphæð, sem svo er nefnd
og er nú 11600 sæ.kr. á ári eða
flem svarar u.þ.b. 195000 ísl. kr.
Hámarkflnámsaðstoð er því 8120
sæ.kr. á námsári eða 135000—
140000 ísl kr. Þar af eru 1750
sæ.kr. eða u.þ.b. 29000 ísl. kr.
beinn styrkur. Við þetta bætist
aukalán vegna barna, sem svar
ar 12.5% af grunnupphæðinni
fyrir hvert barn eða 1450 sæ.kr.
á mámflári fyrir hvert barn eða
24000—25000 ísl. kr. Lánin eru
v.axtalaus, en vísitölubundin.
Greiðsluskilmálar eru sem hér
flegir.
1) Afborganir hefjaflt áþriðja
ári frá síðuotu lánveitingu og
halda áfra-m, þangað til lánþegi
hefur náð fimmtugsaldri.
2) Afborgunum er deiit jafnt
á öll greiðsluár eftir ákveðnum
reglum og í hlutfalli við tekjur.
3) Sá, sem ekki hefur tekjur
eða á eignir umfram vissa upp-
hæð, á rétt á greiðslufresti.
Hafi námsmaður tekjur, sem
ekki nema meiru en 40% af
grunnupphæð eða 4640 sæk.r. á
ári eða sem svarar tæpum 80000
ís'l. kr., nýtur hann óskertrar að-
stoðar. Tveir þriðju hlutar tekna
umfram þetta dragast frá há-
marksaðstoð. Aukaaðstoð vegna
barna skerðist þó efcki. Námsað
stoð minnkar um einn fimmta
hluita eigna umfraim sexfalda
grunnupphæð. Tekjur miafca, sem
ekki stundar nám, hafa ekki
áhrif á námsaðstoð, nema þær,
sem umfram eru 140% af grunn-
upphæð. Þriðjungur eftiratöðv-
anna dregst þá frá hámarka-
aðatoð. Sömu reglur gilda um
eignir mabans og námflmannsins
sjálfs.
Styrkurinn fltendur í föatu
hlutfalli við heildarupphæðina,
þ.e. hann minnkar í sama hlut-
falli og lánið.
ÍSLENZKA KEBFIÐ
Við teljum ekki nauðsynlegt
að skýra jafnítarlega frá ís-
lenzka kerfinu og því sænska,
JOLAGJAFIR
TÆKIFÆRISGJAFIR
Hárþurrkur frá kr. 795.— Rakvélar frá 1075.—
Rafmagnsgreiður Skóburstasett
Nuddtæki (fyrir rafhlöðu)
Hitapúðar Segulbandstæki frá
Grillofhar 9990,—
Hrærivéliar Lampar frá 298.—
Dósaopnarar rafmagns Jólatrésseríur úti og
Brauðristar iimi
Straujám Jólatré, jólaskraut.
Abyrgð á öllum vörum
Raftœkjabúðin
Sími 21830
» horni Ilverfisgötu og Snorrabrautar.
en látum okkur nægja að nefna
fáein atriði, sem sýna vel, hversu
ranglátt og ófullnægjandi ís-
lenzka kerfið er (sjá SÍSE-blað
ið, 3. árg. 1. tbl).
1) Furðulegt má telja, að frá-
dráttur vegna barna skuli auk-
ast með auknum tekjum for-
eldra. Auk þess er frádráttar-
aukningin vegna annars og
þriðja barns svo lítil, að ekki
nær nokkurri átt.
2) Ótrúlegt má kalla í siðuðu
þjóðfélagi, að ekki fáist frádrátt
ur vegna barna, sem fædd eru
utan hjónabands.
3) Sá frádráttur, sem „til jöfn
unar“ er ætlaður eykflt hlut-
fallslega með auknum tekjum.
Þetta verður að telja hin mestu
rangindi.
4) Óréttlátt er, að gert skuli
upp á milli manna eftir þvi,
hversu langt þeir eru komnir í
námi.
5) Undarlegt er, að námsfólki
skuli ákveðnar lágmarksitekjur,
því að auðvelt ætti að vera að
afla nákvæmra upþlýsinga um
þau efni.
6) Mikið óöryggi felst í því,
lað námsaðstoð hvens náms-
manns er háð fjölda umsækjenda
og árlegum fjárveitingum, þann
ig, að ekki er unnt að reikna úit
fyrirfram, hverrar aðstoðar sé
að vænta.
Þá má einnig geta þess, að
reglur þær, sem gilda um út-
hlutun námslána eru vægast sagt
ákaflega loðnar.
Eins og sjá má af því, sem að
framan greinir, fær barnlaus,
ógiftur sænskur mánsmaður þeg
ar á fyrsta námsári sem svarar
1®5000—(140000 ísl. kr. og má þó
hafla sem svarar tæplega 80000
ísl. kr. í árstekjur, án þeas, að
námsaðstoðin sé skert.
Enginn þarf samt að ætla, að
sænflku námsfólki sé veiitt meira
fé en talið er, að það þurfi á
að halda sér til framfærslu.
Vegna gengisfellingarinnar er
tæpast unnt að nefna neinar
tölur um aðstoð við íslenzka
námsmenn erlendis, en þó er
Ijóst, að hún samsvarar hvergi
nærri þeirri upphæð, sem sænsik
um námsmönnum er ætluð, og
gildir þó einu, þótt okkur verði
bætt tjónið af völdum síðustu
gengisfellingar að einhverju leyti
Þess ber að geta, að íslenzkt
námsfólk í Svíþjóð getur fengið
sömu námsaðstoð frá sænska rík
inu og sænskir námsmenn fá með
því skilyrði að það skrifi undir
yfirlýsingu þess efnis, að þeir
hafi í hyggju að setjast að í
Svíþjóð.
Með þessari greinargerð telj-
um við okkur hafa rökstutt
þær kröfur, sem fram voru sett-
ar í upphiafi.
Sturla Böðvarsson, tœkninemi:
Æskan taki virkan þátt
í stjórnmálasamtökunum
Stjórnmálasamtök ungs fólks eru sam
tök, sem nauðsynlegt er að séu starf-
andi um allt land. Þau eru vettvang-
ur þar sem ungu fólki gefst kostur á
að koma áhugamálum sínum í þessum
efnum á framfæri. Sjónarmið sem ekki
er komið á framfæri ná ekki fram að
ganga. Þetta þarf unga fólkinu að vera
Ijóst, því ef það kemur ekki sjálft sínum
málum á framfæri gera aðrir það ebki.
Ekkert er gagnlegra fyrir eitt þjóðfé-
lag en að æska þess taki virkan þátt í
stjórnmálasamtökunum, því að það vek-
ur áhuga og ábyrgðartilfinningu henn-
ar gagnvart hag þjóðarinnar, auk þess,
sem unga fólkið fær fyrr yfirsýn yfir
þau verkefni, sem það þarf síðar að
takaflt á hendur.
Stjómmálasamtök unga fólksins eiga
sð vera samtök, sem fullt tillit er tekið
til, ekki síður en samtaka eldra fólks-
ins. Þau eiga ekki að vera til þess eins
að eldri mennirnir geti kallað til þeirra
l'yrir kosningar þegar þeir þurfa spor-
létta unga menn til starfa. Þetta þarf
eldri mönnunum að vera ljóst. Enginn
er ódauðlegur og maður þarf að koma í
manns stað. Ef menn eru ekki taldir
færir um að standa framarlega í stjórn
málum fyrr en þeir hafa náð 35 ára
aldri virðist mannskepnunni fara sífellt
aftur þrátt fyrir aukna almenna mennt-
un.
Lækkun kosningaaldursins var spor
í þá átt að auka áhrif unga fólksins og
er vonandi, að sem fleflt ungmenni fylgi
þessari réttarbót eftir með því að hasla
sér völl á stjórnmálasviðinu og skapa
með því betri skilyrði fyrir unga fólSSð
að ná áhrifum í þjóðfélaginu.
Vandi og ábyrgðarleysi.
Það hefur gengið á ýmsu í íslenzk-
um stjórnmálum að undanförnu og vandi
þeirra sem um stjórnvölinn halda senni-
lega aldrei verið meiri en nú. Það er
því umhugsunarvert eftir að hafa hlýtt
á málflutning stjórnarandstöðunnar,
hversu óábyrga afstöðu þeir taka til
þeirra vandamála, sem við er að etja.
Þeir klifa sífellt á því og reyna að
telja fólki trú um það að vandi sá, sem
við þjóðinni blasir, sé eingöngu stjórn-
inni að kenna og það sé allra meina
bót að 'koma henni frá. En fólk man
alltof vel eftir afstöðu þessara manna til
framkvæmdanna við Búrfell og í
Straumsvík á sínum tíma til þess að
taka mark á þeim, og nú síðast umræð-
urnar um EFTA málið, en þá höfðu
þeir ekki meiri áhuga á að fylgja skoð-
un sinni efltir (sem var að sjálfsögðu
ekki sú sama og stjórnin hafði) en svo
að stór hópur þeirra var ekki viðstadd-
ur þegar gengið var til atkvæða um
málið á þingi. Sýnir þetta betur en
nokkuð annað að þeir láta persónuleg-
ar kreddur sitja í fyrirrúmi fyrir mál-
efnum, og það mikilvægum málefnum.
Þessi vinnubrögð eru orðin úr sér
gengin og allt ungt fólk búið að fá óbeit
á þeim. Unga fólkið vill heyra sann-
leikann en ekki að það sé sífellt hlaup-
ið kringum hlutina og þeir gerðir tor-
kennilegir. Unga fólkið sér þessa van-
kanta vel og lætur ekki blekkjast af
þeim dökku myndum sem sífellt eru
dregnar upp af verkum stjórnarinnar.
Það er því ekki að undra þótt það sæki
í aðra átt.
En það er ekki nóg að unga fólkið
sjái vankantana. Það verður að kveða
þá niður og sækja fram samfara breytt
um þjóðfélagsháttum og auknum kröf
um til lífsins. En því má unga fólkið
ekki gleyma að það verður einníg að
gera kröfur til sjálfs sín og sýna duign-
að og festu í öllum málum. Ef ekki er
unnið að framkvæmd þeirra mála, sem
eru efst á baugi á hverjum tíma, aðeins
staðið á torgum með spjöld í hendi og
krafizt af öðrum, er hætt við því að
uppskeran verði engin.