Morgunblaðið - 20.12.1968, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 20.12.1968, Qupperneq 15
15 MORGUNBLAÐIÐ, POSTUDAGUR 20. DESEMBER 1968 Jóhann Hjálmarsson skriiar um BÓKMENNTIR Kristsmenn, krossmenn BÓKIN UM SÉRA Friðrik. Skrifuð af vinum hans. H-ersteVn Pálsson bjó til prentunar. Skugigsjá 1968. Friðrik Friðriksson: SÁL.MAR — KVÆðl — SÖNGVAR K.F.U.M. í Reykjavík. Umboð: Bókagerðin Lilja. Reykjavík 1968. í BÓKINNI um séra Friðrik er oft vikið að þeirri virð- ingu, sem hann jafnan bar fyrir kaþólsku kirkjunni. Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráðherra, segir að á Kaupmannahafnarár- um séra Friðirks, fyrir aldamót hafi hann haft mikinn hug á því að taka kaþólska trú. Hann l'eit aði aðstoðar Jóns Sveinssonar, Nonna, sem þá var menntaskóla- kennari í Danmörku, því séra Friðrik var staðráðinn í að fá inngöngu í jesúítaskóla í Róm. En það undarlega gerist, að Jón Sveinsson ræður séra Friðrik frá því að gerast kaþólskur, seg- ir honum að fara heim og stofna kristilegt félag ungra manna eft- ir danskri fyrirmynd. Páll V.G. Kolka læknir, segir að dultrú kaþólsku kirkjunnar eða mystik hafi átt miklu betur við skap séra Friðriks en hið þurra kenn ingakerfi mótmælendakirknanna eins og það var þá. Valdimar Björnsson, ráðherra bendir á, að þegar séra Friðrik var í Vestur- heimi, hafi snemma borið á þekkingu hans á kaþólsku kirkjunni, sögu hennar og kenn- ingum. Sumarið 1937 gaf séra Friðrik Þórði Möiller yfirlækni, danska þýðingu á einu höfuð- riti kaþólskra manna: De Imiit- atione Christi (Kristileg feftir- breytni), eftir Thomas a Kempis. Margt í fari séra Friðriks Friðrikssonar minnir á helga menn, dýrlinga kaþólsku kirkj- unnar. Frjálslyndi hans, mann- leg viðhorf og góðleiki er ekki lútherskrar gerðar. Mótmælenda presta skortir oft þann ríka lífsskilning, fögnuð yfir trú sinni, sem einkennir marga þjóna kaþólsku kirkjunnar. Þeir, sem verið hafa í Suðurlöndum, geta borið þessu vitni. Þegar ég las frásögn Jóels Ingvarssonar, skósmíðameistara, um séra Frið- rik og Hafnfirðinga , komu spænsku prestarnir mér í hug; ég sá þá fyrir mér á hjólum sínum eða gangandi um á meðai fjöildans með gamanyrði á vör- um. Séra Friðrik fór oftast gang andi til Hafnarfjarðar, en einu sinini bauð bílstjóri nokkur hon um far. Séra Friðrik þakkaði hugulsemina, en svaraði: „Ég má bara ekki vera að því“. Hvaða íálenskur prestur annar en séra Friðrik, hefði ekki þegið þetta kostaboð? Hér er ekki tæpt á þessu til að lasta íslenska presta sem yfirleitt eru sómamenn, en sá uggur sækir að mér, að -andi séra Friðriks sé ekki lengur ríkj andi hér á landi, að hátíðleik- inn, yfirborðsmennskan, sem hleður vegg á milli alþýðu og kirkjuinnar, sé að ganga að trúnni dauðri. Hefði séra Frið- rik aftur á móti gerst kaþólsk- ur prestur og prédikað á fs- landi samkvæmt þeirri köllun er hætt við því að þjóðin væri orðin kaþólsk aftur, svo var vald hans yfir mönnum mikið. Var það íslendingurinn í Nonna, sem réði úrslitum forðum; var hann að greiða skúld sína við ætt- jörðima þegar hann sendi séra Friðrik heim til drengjanna sirma? Óttaðist hann að Róm myndi gleypa séra Friðrik? Ég sá séra Friðrik fyrst við messu á Ingjaldshóli. Hann hafði komið með séra Magnúsi Guð- mundssyni úr ólafsvík til þess að fylgjast með kirkjusókn í Neshreppi utan Ennis. Þessi lág vaxni maður með skrýtnu húf una og biblíuskeggið ávarpaði okkur strákana í túninu við kirkjuna, igaf okkur, að því mig minnir, árituð kort með mynd af sér, og hefur sennilega sagt okk- ur í óspurðum fréttum,að hann ætti alla stráka á ísllandi. Þann- ig kynntist ég Friðriki barna- vini; eftir það sá ég ekki meira af honum en styttu Sigurjóns Ólafssonar K.F.U.M. var ekki nógu spennandi heimur til þess að hafa aðdráttarafl á mig. Aftur á móti á'tti ég því 'láni að fagna, að fyrsti eniskukennari minn var fóstursonur séra Friðriks, Adolf Guðmundsson, maður sem allir nemendur báru mikla virðingu fyrir. Bernskuminningin að vestan rifjaðist upp fyrir mér þegar ég las greinina eftir séra Magnús Guðmundsson í Bókinni um séra Friðrik. Þessi grein er að rninini hyggju með þeim bestu í bók- inni. Séra Magnús segir frá ferð inni, sem kom því til leiðar að ég sá séra Friðrik. Þessi frá- sögn séra Magnúsar lýsir séra Friðrik á svo eftirminnilegan hátt, að ég get ekki stillt mig um að birta hana hér: „Við hjón in, ég og Rósa kona mín, áttum því láni að fagna, að fá séra Friðrik tvisvar í heimsókn til okkar í Ólafsvík. Hanin koim til okkar og dvaldi hjá okkur nokkra daga. Mér er minnis- stætt, er hann fór með mér í fyrsita sinni í jeppabíl mínum undir Ólafsvíkur enni. Vegurinn þar var með alversta móti. Jepp inn komst varla yfir grjótið og urðina. En séra Friðrik virtist reg'lulega skemmit og talaði um það, hve gaman væri að fara þessa leið. Margir aðrir mundu hafa orðið smeykir. Þegar hanin kom til okkar í síðara sinnið var hann búinn að missa sjón- ina. Þá fór hann líka með mér undir Ólafsvíkurenni til Hellis- sands. Þá virtist mér hann verða fyrir vonbrigðuim með veginn, því þá var færðin uindir Ólafs- víkurenni eins góð og hún gat bezt verið. Hann sagði: „Ég var búinn að hlakka til að hossast yfir grjótið og urðina, en svo var þar þá ekkert grjót, né nein urð.““ í Bókinni um séra Friðrik er víða rætt um íslensku kirkjuna af skyrusemi og þekkingu, og að vonum ítarlega sagt frá K.F.U.M. Eftir lestur bókarinnar er ég fullviss um, að mér hefur skjátl- asit forðum í ma'ti mínu á félag- inu; þar hefur alls ekki verið eins deyfðarlegt og ég gerði mér í hugar’lund. Hvernig gat kyrr- staða og lognmolla þrifist í kringum þá séra Friðrik og séra Bjarna Jónsson, þessa höfð- ingja andans, sem voru hvort tveggja í senn húmanistar og húmoristar. Það er mikil guðs- gjöf að vera búinn báðum þess- um eiginleikum. Sigurbjörn Þor kelsson, forstjóri, sem er skemmt inn maður, segir fyndna sögu af þeim séra Friðrík og séra Bjarna frá þeim tímum, sem það var lúxus í augum séra Friðriks að geta boðið séra Bjarna upp á kaffi og vindil á veitingahúai. En það eru fileiri en Sigurbjörn, sem bregða upp lifandi myndum af vini drengjanna. Bókin um séra Friðrik er full af sögum, sem koma lesendum í gott skap, varpa ljósi á persónuleika hans. En bókin er ekki tóm gamanmál. Sumir höfundanna leitast við að kanna trúarlíf séra Friðriks, hafa hugrekki til þess að kal'la einkamál sín til vitnis. Dæmi um þetta er grein Úlfars Ragnars- sonar, læknis: Hann var mér andlegur heilsubrunnur; Hug- Ijúfar minningar, eftir Ástráð Sigursteindórsson, skólastjóra; og „Öðrum fyrst, síðan sjálfuir“, eftir dr. med. Árna Árnason, sem birtir merkilegt bréf frá séra Friðrik. Nokkra sérstöðu hafa greinar þeirra Sigurðar A. Magnússonar, ritstjóra, og Páls V.G. Kolka, læknis, en þeir nota báðir tilefnið til að koma að eig- in skoðunum, draga ályktanir af dæmi séra Friðriks. Sigurður A. Magnússon kal'lar grein sína: ímynd hins kristna frelsis. Hann leggur áherslu á, að hið sanna siðgæði geti aðeins komið inn- an frá, og þekking á góðu og illu hljóti að vera grundvöllur alls siðgæðis. Páll postuli er leið arljós Sigurðar og til marks um andlega stærð ’séra Friðriks finnst honum vera hið „sanna siðgæði" hans, það að hann gerði lærisveinum sínum ljóst, að kristin trú gerir menn frjá'lsa. Páll V.G. Kolka beitir læknis- fræðikunnáttu sinni í könnun á trú séra Friðriks. Hann ber sam an heilabörk og miðheiila. „Héila börkurinn er hið líffræðilega tæki mianns 'til rökrænnar hugs unar“, segir Páll, en miðheill- inn „sá farvegur, sem hvatir og kenndir, svo sem ást og hatur, samúð og trúarhvöt, streyma um til meðvitundarinnar" Að þess- um hugleiðingum loknum, segir Páll: „Séra Friðrik trúði með miðheilanum og trú hans var reist á opinberun.“ Sigurður A. Magnússon segir að séra Frið- rik hafi haft al'lsterkar rómversk kaþólskar tilhneigingar, og Páll V.G. Kolka er á sama mál'i. Hann segir m.a. að séra Friðrik hafi staðið í samstöðu við kenn- ingu kaþólsku kirkjunnar um hreinsunareld, og trúað á opim berun Guðs gegnuim kirkju sína í samræmi við kaþólsk sjónar- mið. Freistandi væri að taka ým islegt af því, sem fram kemur í Bókinni um séra Friðrik, til rækilegrar meðferðar, en það verður vonandi gert á réttum stöðum, Umræður um trúmál end urskoðun á þeim eins og öðru, er nú ofarlega á baugi hvarvetna í heiminum, og hljóta að ná til íslands í ríkari mæli en verið hefur. Hér eru til menn, sem margt vitutlegt hafa að segja um trúarfeg efni, þá skortir ef til vill aðeins hreinskilni; hið hefðbundna andrúmsloft lamar þá eins og annað, sem það nær varanlegum tökum á. Merkileg þykja mér þau orð Sigurbjörnis Einarssonar, biskups, í kveðju- orðum við útför séra Friðriks: „Vér gjörum enga að dýrling- um í vorri kirkju. En eigi mun samtíð séra Friðriks deila um það, að hann hafi verið jafnoki þeirra, sem helgir voru kallað- ir.“ Bókin um séra Friðrik er vitn isburður um þann mann, sem komst „næst því að deyja sjálf- um sér og lifa Krist“ svo enin sé gripið til orða biskupsins. En hún er líka bók um persónu- leika: kaffidrykkjumanninn, sem drakk úr stærri bol'la en aðrir, reykingamanninn, sem reykti fleiri vindla en aðrir, ræðu- manninn, sem talaði oftar en aðr- ir, latínumanninn, sem kunini bet ur Hóras en aðrir, stjórnand- ann, sem var stjórnsamari en aðr ir, og þannig mætti lengi telja. Hvað agann varðar, þær miklu kröfur, sem -séra Friðrik gerði til drengjanna sinna og nálgað- ist einræðishneigð, hefur séra Sigurbjörn Á. Gíslason eftir Ól- afíu Jóhannsdóttur þessi ummæli „Hvernig sem séra Friðrik skammar strákana, þá er honum það allt fyrirgefið, af því að í rauninni er hann þeim svo fá- dæma góður.“ Um hvað séra Frið rik var lítið um stelpur gefið, segir frú Kristrún Olafsdóttir á Akranesi fróðlega sögu. Drengir niir áttu hug hans allan. Hann yfirgaf þá aldrei og þeir ekki hann. Ævi hans fór í að yaka yfir þeim og undir lokin vöktu þeir yfir honum. Hann var í rauninni drengur, vitur drengur Þegar hann fann, að hann var að verða blindur, kom ekki ör- vænting yfir hann„ í staðinn fylltist hann mikilili gleði yfir því að fá að reyna ei'tthvað, eins og hann orðar það í viðtalinu, sem Matthías Johannessen átti við hann rétt fyrir níræðisafmæli hans. „Vinirnir eru mér bæði augu og eyru“ sagði séra Frið- rik, og bætti við þessari setn- ingu, sem enginn nema hann hefði getað látið frá sér fara: „Nú er ég alveg á toppinum.“ Auk þeirra, sem áður hafa verið nefndir, eiga eftirtaldir vinir séra Friðriks athyglisverð- ar greinar í bókinni: Séra Einar Guðnason skriíar um Borgar- fjörð í lífi séra Friðriks; Guð- mundur Kr. Guðmundssoin, fyrrv kaupm. birtir langan endurminn ingakafla um séra Friðrik; Jak- ob Frímannsson, forstjóri fjall- ar sérstaklega um norðlenskan uppruima séra Friðriks og tengsl hans við Akureyri; Sigurjón Ol- afsson, myndhöggvari, ræðir um séra Friðrik sem fyrirsáta; og Þórir Kr. Þórðarson prófessor, rit ar nærfærna minningu um séra Friðrik. f bók eins og þessari, þar sem margir menn fjalla um sama efni hefur ekki verið hægt að komast hjá endurtekningum, sem stund um þreyta lesandanm. Hersteinn Pálsson, sem bjó bókina til pren't umar, skýrir frá því í formála, að hún sé upphaf nýs bóka- flokks, sem Skuggsjá muni gefa út undir heitinu „Man ég þánn mann". Það verður forvitnilegt að fylgjast með frambaldinu, því vel er farið af stað. Útlit bókarinnar er með slíkum glæsi- brag, að varla verður betur gert. Af hálfu A'lþýðuprentsmiðjunn- ar minnist ég ekki að hafa séð jafn vandaða vinnu. Smámyndir Aitla Más við upphaf hvers kafla eru haglega gerðar. Aftast í bókinni eru prentaðar Ijós- myndir úr myndabók séra Frið- riks. Samblandið af gamni og al- vöru, sem lýsir sér í vali mynd- anna, er í samræmi við anda bókarinnar. Þórir Kr. Þórðarson prófessor seg ir um séra Friðrik: „Séra Friðrik var ekki ljóðskáld í þess orðs eig- inlegu merkingu, þrátt fyrir nærri botnlausa þekkingu hains á ís- lenzkum gullaldarkveðskap forn aldar og nýaldar og góða þekk- ingu á eriendum kveðskap“ Þessi orð prófessorsins koma að ymsu leyti heim við þá mynd af Ijóðagerð séra Friðriks, sem fæst með lestri Sálma — Kvæða Söngva, eftir hann, sem K.F.U. M. gefur út. Þess verður að gæta, að ljóðagerðin var séra Friðrik aðeins tæki til að koma trúarskoðuinuim sínum á fram- færi, orða inntak boðskapar síns í bundnu máli, svo auðveldara væri að læra það og muna. Sig- urjón Guðjónsson, spyr í for- mála bókarinnar: „Hvernig hafði Séra Friðrik Friðriksson hann tíma til þess að afkasta svo miklu á sviði skáldskapar og ritstarfa, sem raun ber vitni, við hlið síns umsvifamikla æsku lýðsstarfs og annasama prests- starfs öðru hvoru? — Það er varta nema um næturstundirnar einar að ræða, sem hann hefur getað helgað ská'ldgáfu sinni. En við hana hafði hann tekið tryggð þegar á skólaárum sín- um, þó að tímum saman yrði hanm sakir annarra anna að sinna henni menna en hann hefði kosið.“ Af Bókinni uim séra Friðrik má ráða, að hann hefur verið næturmaður, ekki þurft mikið að sofa. Það er ekki nýtt, að ljóð séu ort á nótt- inni eftir strangan dag. Ljóðagerð séra Friðriks er mjög hefðbundin að formi, en yrkisefnin stundum frumleg, eins og t.d. kvæðið Knattspyrna, sýn ir. En séra Friðrik gleymir sér ekki í leiknum; hann verður að veita siðferðilegt aðhald: Öll sé leikmanns æðsta þráin, að allt sé fagurt, djarft og rétt Frumsamdir sálmar og andleg ljóð séra Friðriks hafa yfir sér þokka, stundum skáld'lega skynj un. Rósin rauða, er með best heppnuðu ljóðunum. Lokaefindið er þannig: Þú lindin tær, er 'lýðum svölun gefur, sem vorsins blær þú vekur það er sefur, ó, kom til min! Ég kem til þín, ef viltu hjálparhönd mér rétta. Á sama hátt er Næturljóð, fullunnið ljóð í einfaldleik síni- um; fyrsta erindið gefur hug- mynd um andblæ þess, tilgang: Nú dýr er dagur liðinn og draumsæl komin nótt, og fyrir næturfriðinn vér færum þakkir h'ljótt, í Jesú nafni nú. Hans helgi kross til hjálpar oss er tákn í von og trú. Séra Friðrik rígbiindur siig ekki við trúarleg efni. í ljóði, sem nefnist Heimþrá, standa þess ar setningar, svo ólíkar guðs- manninum: Ég útlendingur er á jörð, á engan samastað. Ljóð séra Friðriks eru þó ekki í þessúm dapurlega anda. Þau eiga sér markmið; hann er dæmi um skáld, sem veit hvers vegna hann yrkir. En þrátt fyr- ir skyldu sína við æskulýðinn, hvatningasöngvana og sálmana, sem hann varð að yrkja til að efla trúarlíf þjóðarinnar, leyf ir hann sér að þýða ljóð eftir rómverska skáldið Hóras, og það ekki fá. Með þeim sýnir hann menningu, sem hann dáði alla tíð virðingu sína, lætur sér ekki detta í hug að óttast þau örlög margra ljóðaþýðenda, sem orða má með tilvitnun í kvæði Jónas- ar Til Júlíusar Antoníusar: Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.