Morgunblaðið - 20.12.1968, Síða 18

Morgunblaðið - 20.12.1968, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 196« Vaskir menn Bókin Vaskir menn eftir Guðmund Guðna Guð- mundsson hefur að geyma ellefu sagnaþætti. Lesendur kynnast bjam- dýrabönum á Ströndum, hrefnudrápi og refaveið- um á Vestfjörðum, björg un úr sjávarháska bylt- ingu í sjávarútvegi, bú- skap í Þjórsárhólma og fleiru. Hér er unnt að verða margs vísari um vestfirzku skyttumar Þorlák H. Guðmundsson og Finnboga Pétursson, sækappann Bjama Bárð- arson frá Hóli, hraust- mennið Odd sterka af Skaga, frumherjann Árna Gíslason yfirfiski- matsmann, bóndann í Traustholtshólma, Magnús Guð- mundsson, lækninn í Æðey, Halldór Jónsson, sérvitr inginn Magnús á Bakka í Langadal, göfugmennið Gest Magnússon Staðarfelli og tryggðatröllið Tómas Jóns- son frá Flögu í Vatnsdal. Frásögn höfundar er lipur og hann á létt með að draga upp myndir af atburðum og lýsa einstaklingum. BOKAUT GAFAN FRÓÐI OG NORÐRI HF. Ásgeir Jakobsson; Bjálkakofi eða spýtnahrúga Á skönsunum skáldsaga Páll Hallbjarnarson Ægisútgáfan Áttræður maður sezt niður við að skrifa skáldsögu og það er á jólamarkaðnum í ár. Páll kann að segja sögu, en sú íþrótt er nú að týnast með þjóðinni, eins og kunnugt er. Beztu sögumenn okkar eru inná Hrafnistu. Með Páli Hallbjarnarsyni og skáld- sögu hans „Á skönsunum“ er guðrúnarævintýrið að endurtaka sig. Þegar Guðrún frá Lundi fór að gefa út sögur sínar, sem strax urðu metsölubækur, áttu fínir menn ekki nógu sterk orð til að lýsa vanköntum Guðrúnar sem höfundar. Allir bókmenntaspjátr ungar landsins sameinuðust um að ráðast á þessa gömlu konu, sem kunni það, sem þeir kunnu ekki, sem sé að skrifa læsilega sögu, þó að margir væru oft á henni smíðagallarnir. Það er svo með sögugerð sem núsbyggingu, að svo gott sem það er að telgja vel til og nosturs- lega spýturnar í húsið, vinna vel, eins og það er kallað, þeg- ar allt blóð og allur mergur hef ur verið hreinsaður burt úr sög- Húsmœður ! Óhrelnlndl og blettir, «vo sem fitublettir, eggja- blettir og blóSblettir, hverfa á augabragSI, ef notaS er HENK-O-MAT i forþvottínn eSa til aS leggja í bleyti. SiSan er þvegiS á venju- legan hátt úr DIXAN. HENK-O-MAT, ÚRVALS VARA FRÁ fejfSjL- ^Í^Í^SegenFfecken^ unni, þá er hitt enn nauðsyn- legra að hafa krafta til að reisa sperrurnar. Þetta fullorðna fólk, eins og Guðrún frá Lundi og Páll Hallbjarnarson á þann kraft og þá sköpunargleði, sem nægir því til að hrófla upp bjálkakofa, stundum úr lítt unn um viði, satt er það, meðan yngri höfundar sitja í velhefl- aðri spýtnahrúgu og kunna eng in ráð og hafa enga krafta til að reisa máttarstoðirnar. Enginn maður nennir síðan að lita á þá í hrúgunni, hvernig sem þeir eru auglýstir, meðan söguhöfund arnir metselja bækur sínar. Það er uggvænlegt en fer auð vitað eins og efni standa til, eins og flest annað í þessari veröld, að ungt fólk neitar að taka við þjóðargimsteininum margslípuð- um úr hendi alþýðunnar, sög- unni, æðsta formi allra rit- mennsku. Gamalt fólk geymir þennan gimstein í skjálfandi höndum sínum meðan ungfliöifund ar eru skauttogaðir úti í löndum og mega ekki heyra það netfnt að taika við arfleifð sinni. Við ís- lendingar höfum aldrei haft ann að til heimsbókmenntanna að Jeggja, en það að segja sögu og þegar við höfum týnt niður þeirri íþrótt, hlustar enginn maður á okkur. Páll Hallbjarnarson lifir í söguhefð 19du aldar, íslenzkri, og skrifar eftir forskrift þess tíma en hagalínskur í bland. Þarna er ástin grasserandi afl, þarna er guðsútvalinn dugnaðar þjarkur, sem kemst áfram með guðs hjálp og tveim höndum, hann reynist ágætis útgerðarmað ur en mislukkaður geitnahirð- ir, og er velviljaður karl, eins og þeir voru flestir þessara út- gerðargrallara. Þarna er kynd ugur karl, einskonar Bjarni á Leiti, og þarna ganga örlaga- rík sendibréf milli sögupersón- anna. Konur eru þarna fagrar og framúrmáta skírlífar, nema viðkvæmar í berjamó. Þarna er og svo hetja, heldur framtaks- lítií í kvennamálum, en vaknar þó upp við hagfelldar aðstæður. Þarna eru kerlingar að vaska og breiða fisk og kaupmaðurinn STEIKARMÆLAR OFNMÆLAR FRYSTIKISTUMÆLAR SÆLGÆTISMÆLAR O. FL. FÆST AÐEINS HJA FÓKUS heimsfrægum visindatækjaframleiðanda BIBLÍAN tr JÓLABÖKIN — Hangrfmsklrkju HIÐ ÍSL. BIBLÍUFÉLAG ðkólavör0uh»8 Rvlk (ýu66vcm6öötofu 8lml 17fl0ð LÆKJARGOTU 6 B. BÍLAHLUTIR m stiklar um fiskreitina með auga á hverjum fingri og leggur þó hönd að verki. Vondir menn eru í sögunni. Það eru rauðliðarnir. Réttara væri kannski að segja, að Páll ætlaði þeim hlutverk þorparans, en þeir verða í með- förum hans fremur aumingjar og er þetta galli á sögunni, þvi að þarna er Páll greinilegar far- inn a ðsegja það, sem hann telur raunsanna sögu, mitt í róman- tískri sögu, og honum mistekst þetta, að mínum dómi. Páll er svo harðvítugur einsta'klings- hyggjumaður, að hann sér eng- an hlut nýtilegan við rauðlið- ana og ýkir því þeirra mislukk- an. Fyrstu rauðliðamir okkar voru engir aumingjar, síður en svo, þó að þeir héldu, eins og reyndar margir gera enn, að við ættum í einu og öllu að haga okkur eins og fólk úti í hinum stóru þjóðlöndum. Þeir töluðu því yfir þessum fiskimannalýð í þorpum landsins, sem áttu meira undir aflabrögðum og veð urfari en atvinnurekandanum, eins og þeir væru að hvetja verkalýð úti í hinum stóru iðnað arlöndum og heimsbyltingin réð ist fyrst og fremst hér í þessum afkima. Rök þeirra fundu samt hljómgrunn hjá fólkinu og þau samtök, sem þeir efndu til urðu strax öflug. Þessi átök, sem höf undur setur á svið í verkalýðs- baráttunni er því of veik. Leik- urinn varð strax jafnari og tví- sýnni og afleiðingamar meiri en höfundur vill vera láta. Margur segir líklega, að það sem beri sögu Páls uppi, séu átökin í einkalífi sögupersónanna og kannski er það rétt, en í mín- um augur er meginburðarás sög- funnar, atvinnuháttalýsing frá fyrsta áratug aldarinnar. Sú lýs ing er lifandi og sönn. Að lesa bók Páls fyrir alþýðufólk, sem alið er upp í sjávarþorpum, er eins og að hverfa kvöldstund nokkra áratugi til baka í tíma og rúmi og heim á æskustöðv- arnar, svo skemmtilegar sem þær vom — róið í tíma og ótíma. Páll ritar hið ágætasta mál, lifandi og ferskt og þessi saga hans, áttræðs mannsins, er hon- um til hins mesta sóma og skenyntileg jólalesning af ýmsum orsökum. Rafmagnshlutir í flestar gerðir biUu KRJSTINN GUÐNASON h.f. Klapparstíg 27. Laugav. 16« Sími 12314 og 21965 - KRISTMENN Framhald af bls. 15. Hver sá, er viU við sjálfan Pindar keppa, mun sennilegast íkars forlög hreppa. Á vaxi límdum vængjum upp hann flýgur, í víða sjóinn máttlaus brátt hann hnígtrr. Að sjálfsögðu eru flestar ljóða þýðingar séra Friðriks trúarlegs eðlis- Bókinni lýkur á Sólar- ljóði hins heilaga Franz frá Assisi, dýrlings kaþó'lskra manna Þýðing séra Friðriks er forvitni leg tilraun, og þannig er um fleiri þýðingar á þessu einstæða ljóði: galdur þess verður ekki fluttur á annað mál. Sé ljóðasafn séra Friðriks les ið með alúð, má finna þar margt, sem jafngott er ýmsu því, sem lof hefur verið borið á hérlend- is. Um skáldskap séra Friðriks, segir Sigurjón Guðjónsson: „Ég held, að sjálfur hafi hann litið hann of smáum augum, sem hafði þau áhrif, að aðrir gerðu það líka lengi vel.“ Ef til vill er þetta skýringin á afstöðu Þór- is Kr. Þórðarsonar, þótt ekki skuli það fullyrt hér. K.F.UM. ber að þakka lofsvert fram- tak, smekklega bók og eigulega fyrir margar sakir. Skáldskapur séra Friðriks á þjóðin að þekkja geyma minninguna um hann sjálf an vel og lengi. Jóhann Hjálmarsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.