Morgunblaðið - 20.12.1968, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. DESEMBBR 1968
Axei Sölvason við hreinsunar vélina.
Hioðhreinsun d Egilsstöðum
Egilsstöðum, 9. desember.
HRAÐHREINSUN var opnuð hér
á Egilsstöðum á laugardag. Er
hún til húsa að Bjarkarhlíð 6.
Eigendur eru Gyða Vigfúsdóttir
og Stella Aðalsteinsdóttir.
Aðeins hefur verið setit upp ein
hreinsunarvél ennþá, frá Westing
house, og afkasitar hún 4 kg. af
þurrum fatnaði á 40 mínútum.
Uppsetningu vélarinnar annaðist
Axel Sölvason, rafvirkjameistarL
Engin fatahreinsun hefur verið
á Egilsstöðum til þessa og er
þetta nýja fyrirtseki því til mikils
hægðarauka fyrir íbúa Fljófts-
dalshéraðs, sem nú þurfa ekki
lengur að senda föt sín til hreins
unar á Reyðarfirði eða Neskaup-
stað.
LJÓS í RÓUNNI
Bók Stefáns Jónssonar fréttamanns, um undarleg at-
vik, þjóðfraegt, skrýtið og skemmtilegt fólk.
Hér segir Stefán frá fólki, sem hann hefur kynnzt í aldar-
fjórðungs starfi, um allt land. Alvaran er blandin góðlát-
legri kímni, — nema ef vera skyldi í kaflanum um hagfræð-
ingana. Þar má segja að kímnin sé blönduð dálítið beizkri
alvöru.
Ljós í róunni geymir nöfn 130 þjóðfrægra og sumra heims-
frægra manna, — allt frá Þormóði kúfiski upp í Ólaf Thors
og Albert Einstein. — Þetta er 7. bók Stefáns, og e.t.v. sú
skemmtilegasta.
Gleðjið vini ykkar á jólunum með Ljósi í róunni.
ÆGISÚTGÁFAN
HAFÍS VIÐ ÍSLAND
er fyrsta bókin sem skrifuð hefur verið um hafísinn.
SÉRA SVEINN VÍKINGUR ritar þar þrjár greinar af sinni aikunnu snilld. Sjaldan
hefur ritsnilld og kímni séra Sveins notið sín betur en í greininni: „Spjallað við
sjómenn og bændur á Skaga“. Samtal hansvið Jón Norðmann á Selnesi verður öllum
ógleymanlegt.
Bókin Hafís við ísland hefur fengið lof allra gagnrýnanda dagblaðanna. Hver grein-
in er þar annarri skemmtilegri.
Bókin Hafís við fsland er ekki bók um kaldar vísindalegar staðreyndir, heldur lif-
andi og skemmtileg frásögn af sambýli þjóðarinnar við hafísinn.
Jólabók allra sem unna þjóðlegum fróðleik.
K V ÖLD V ÖKUÚTGÁFAN.
k.