Morgunblaðið - 20.12.1968, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. DESEMBBR 1968
21
Rafmagnsorgel í
Reykhólakirkju
Við hátíðamessu 1. des. var
tekið í notkun rafmagnsorgel í
Reykhólakirkj u. Þetta orgel er
keypt frá Grindavík, en þeir
fengu sér nýfct pípuorgel í sína
kirkju.
Orgel þetta var keypt 1952 og
kostaði þá 112i0 sterlingspund og
er það mjög vel með farið, svo
a)ð það stendiur fyrir sínu neestu
áratugina. Þetta orgel gefur
miklu meiri miöguleiika en venju-
legt hartmoníum, enda hefur það
tvö hljómborð og fótspil.
Sóknarpresturinn, séra Þórar-
inn Þór, vígði orgelið og organ-
isti ÖMna Jónsdóttir lék einieik
á hljóðfæirið.
Sóknarpresfcurinn í Grindarvífc,
séra Jón Árni Sigurðsson, Svavar
Ámason, organisti, og Helgi
Hjartarson raflveitustjóri, hafa
sýnt mikinn skilning og velvilja
í þessu máli og tveir þeir síðast-
nefndu lögðu á sig langa og
erfiða ferð, til þess að koma hing
að vestur og setja upp hljóðfærið
og það endurgjaldslaust.
Þessum góðu mörunum eru
faerðar okkar beztu þakkir. i
Ýmsir aðilar hér hafa gefið og
heitið á orgelsjóð kirkjunnar, svo
að hægt væri að kaupa þetta
hiljóðfæri og skulu þessi nöfln
nefnd hér.
Kvenfélagið Liljan, Kirkjukór
Reykhólakirkju, Jón Daðason og
frú, Miðhúsum, Guðbjörg
Magnúsdóttir, Kinnarstöðum,
Minningargjöf um Guðbrand
Jónsson frá Mfðjunesi, Elísabeifc
Guðmundsdóttir, Árbæ, Lilja
Þórarinsdófctir, Grund og áheit
frá ónefndum.
öllum gefendum sbuiu færðar
þakkir safnaðarins. Sóiknarprest-
urinn þakkaði einnig gjöf til
Reykhólakirkju frá hjónunum
Sæmundi Bjömssyni og Magdal-
enu Brynjólfsdófctur Reykjavík,
en það er mynd af Magnúsi
heitnum Skúlasyni kirkjusmið.
Listamaðurinn Sigfiús Haiidóra
son gerði myndina. Skuki þeiim
færðar þakkir hér.
Miðhúsum 1. des. 1968.
Sveinn Guðmundsson.
Vorðskip í þjónustu SVFÍ
Slysavarnadeildin á Isafirði fékk nýlega aðstoð varðskipsins Alberts til þess að skipta um kost
og aðrar nauðsynjar í skipbrotsmannaskýli í Jökulfjörðum á Ströndum. Daniel Sigmundsson,
formaður Slysavamadeildarinnar á ísafirði, fór við annan mann frá deildinni þangað norður.
Athuguðu þeir m.a. talstöð skýlisins og aðgættu, hvort öll tæki væru í lagi. Myndin er tekin af
skýlinu við það tækifæri.
Leiðrétting varðandi
Rauða kross frímerlin ó jólapóstinn
Flugpóstur til Norðurlanda:
Burðargjald kr. 7.00 — 20 gr.
Flugpóstur tiíl Bretlands:
Burðargjald kr. 8.50 — 20 gr.
Fkxgpóstur til U.S.A.:
Burðargjald kr. 8.50 — 5 gr.
NOTIÐ FRÍMERKI RAUÐA KROSS ÍSLANDS.
Jólaskreytingarnar frá EDEN
setja jólasvipinn á heimilið.
Kertastjakar, hyasinthuskreytingr,
kross og kransar.
Veljið úr mörgum hundruðum
KOMIÐ TÍMANLEGA. Fyrir síðustu jól
seldist allt upp. Ath. engin VERÐHÆKKUN.
HRINGIÐ í SÍMA 23390.
VIÐ SENDUM UM ALLAN BÆ.
Opið á kvöldin
Kerta-
markaður
DÖNSKU KERTIN SEM
BRENNA ÁN ÞESS AÐ
RENNA.
Ótrúlegt úrval af kertum
í öllum regnbogans Mtum
þar á meðal dönsku „kerta
stubbamir“ sem seldust
upp á no'kkrum dögum í
október.
Stóru ítölsku stráin fást
ennþá á aðeins kr. 105.00
stykkið
Keramikgólfvasar í
f jölbreyttu úrvali.
GÖMUL kerti
BREiA BEZT
Eden við
Egilsgötu
Frú Svava Kristinsdóttir greiðir viðskiptavini á nýju stofunni að
Laugavegi 96.
Stjörnuhárgreiðslustofon
Laugavegi 96
Stjörnuhárgreiðslustofan heitir
ný hárgreiðslustofa, sem opnaði
um mánaðamótin að Laugavegi
96.
Er hún á annarri hæð hjá
Galerie 96. Eigandi er Svava
Kristinsdóttir. Hún lærði í Val-
höll á Laugavegi, en hefur síðan
starfað í Kópavogi.
Með henni á stofunni vinnur
Petrína Pétursdóttir, sem áður
var í Hátúni 6. Á stofunni er
hægt að fá lagningar, samkvæm-
isgreiðslur, permanent og litanir,
og er tekið á móti pöntunum í
síma. Opið verður sunnudaginn
fyrir jól og á Þorláksmessu.
Opið sunnudag til kl. 10 s.d.
ÓDÝRT í HEILUM OC HÁLFUM KÖSSUM
Úrvals jólaepli, 4 teg. og Jaffa-appelsínur í heilum og hálfum
kössum. Mjög hagstætt verð.
Niðursoðnir ávextir, mikið úrval á gamla verðinu.
Flestar vörur í verzluninni ennþá á gamla verðinu.
Opið alla daga til kl. 22 síðdegis í Skipholti 70.
Grenimel 12 — Sími 17370.
Skipholti 70 — Sími 31275.