Morgunblaðið - 20.12.1968, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1968
Athugið!
Breytið verðlítilli krónu í vandaða vöru:
Allar vörur á gamla verðinu
Húsgagnaverzlun Þorsteins Sígurðssonar
Grettisgötu 13 (stofnsett 1918) Sími 14099
leysir vandann.
4.300.—
Svefnbekkir frá 2800.— 3500.— 4300.—
Svefnstólar, 2ja manna svefnsófar,
símastólar, sjónvarpsborð, 2 gerðir, sófaborð,
blómakassa, innskotsborð, rennibrautir, vegghúsgögn,
kommóður, skrifborð, skatthol, saumaborð,
eins manns svefnsófar og m. fl.
Ný gerð af sófasettum.
Sjónvarpsstólar.
Klæðum húsgögn.
Hagkvæmir greiðs’uskilmálar.
Sendum gegn póstkröfu.
Jó!abókin tíl
vina erlendis
Passíusálmar
Hallgríms
Péturssonar
(HYMNS OF THE PASSION)
í enskri þýðingu Arthur
Gook með formála eftir
Sigurbjörn Einarsson biskup,
Valin gjöf handa vinum og
vandamönntun erlendis.
Fást í bókaverzlumim og I
Hallgrímskirkju, Reykjavík.
Útgefandi.
TRÉSMIÐJAN VÍÐIR HF.
AUGLÝSIR
Nýkomið mikið úrval af
BORÐSTOFUSETTUM, STÓLUM og SKÁPUM.
Bjóðum yður mesta húsgagnaúrval sem völ er á á einum stað. Það er
staðreynd að hjá okkur er lægsta verð, mesta úrval og hagkvæmust
kjör. Gjörið svo vel að líta inn og skoða okkar mikla húsgagnaúrval.
Höfum aldrei haft meira úrval en nú. Við bjóðum yður m. a.:
SVEFNHERBERGISSETT
SÓFASETT frá
BORÐTOFU SETT —
SKATTHOL —
SAUMABORÐ 3 gerðir —
SPEGLAKOMMÓÐUR —
KOMMÓÐUR 3—4—5 sk. —
SÓFABORÐ —
kr. 13.500.00
16.800.00
19.200.00
8.600.00
2.200.00
4.400.00
2.480.00
1.400.00
STAKJR STÓLAR margar gerðir
SVEFNSÓFAR og SVEFNSÓFASETT
SVEFNBEKKIR margar gerðir.
KOMIÐ OG GERIÐ GÓÐ KAUP.
OPIÐ TIL KLUKKAH10 í KVÖLD
TRÉSMIÐJAN VÍÐIR HF.
LAUGAVEGI166.
- RÆTT VIÐ
Frambald af bls. 2
ekki annað enn blessuð bóm-
ullin. Það er nú til dæmis
Mademoiselle mín Angéle,
hún hefur svart hár og svört
augu, er girndin sjálf með
góð brjóst, mikinn rass og
miðmjó, og það á við þig, ef
mig rangminnir ekki, en allt
kostar það peninga.“
Loks skrifar hann frá Lond
on 11. ágúst 1847 og segir:
Mikið eru Englendingar mér
góðir og þægilegir, ekki má eg
annað segja, en hræðilegt er,
hvað þeir eru líkir frónskum,
feimnir og hjákátlegir oft og
tíðum og það menn af háum
stigum: þá eru Frakkar öðru
visi ekki er mögulegt að hugsa
sér laglegri og kurteisari
menn eða meiri nettmemni, og
þó verð eg að segja að eg
að lunderni og mannkostum
tiltek ég Englendinga (að Cleas
by undanteknum) langt fram
yfir þá, og merkilegt er það
hvað lemgi gestrismi hefir get
að haldizt við i annarri eins
höfuðborg og Lúndúnum, þeir
bjóða manni hér til snæðings
og morgunverðar fyrir gott
orð, en í París er manni aldrei
eða mjög sjaldan gefinn ætur
biti, fyrr en maður er orðinm
hundkunnugur."
VEÐRIÐ ER HVORKI
VONT NÉ GOTT“
Bréf Jónasar eru frá 1841-
42, er hann var á fslandi og
frá Sórey, þar sem hann dvald
ist hjá vini sinum J. Sten-
strup í nokkurn tíma. Bréfin
eru 9 talsins, en að auki smá-
miðar og kvæðahandrit.
Við látum hér fylgja með
eitt bréf Jónasar til Bryn-
jólfs, en það er ritað 8. okt.
óber 1841:
Hamingjunni sé lof þú ert
kominn heim, því annars hefð
ir þú aldrei fengið þetta mik-
ilvæga bréf, sem eg ætla nú að
fara að skrifa þér. Þú
kant frá mörgu að segja,
hvar ætlarðu nú að taka til?
Eg kann frá því að segja, að
eg fór fyrst víða um Gull-
bringusýslu til að revidera og
safna: þá upp í Þingvalla-
sveit, kringum Skjaldbreið,
Kaldadal, yfir þveran Borg-
arfjörð ofanverðan á Holta-
vörðuheiði. Þaðan miður með
fjallgarðinum öllum sunnan
verðum út fyrir, eða kringum
jökulinn og upp að norðan
verðu og svo Haukadals-
skarð norður, og þaðan allt í
Skagafjörð: ætlaði eg þá út í
Fljót og Siglufjörð, en fékk
þá hret: fór því norður Öxna
dalsheiði, og ætlaði út fyrir
í kring, þann veginm (stóð þá
yfir moldum Bjarna) en komst
ekki nema í Svarfaðardalinn
sökum snjóa — þá Heljar-
dalsheiði og niður Skagfirð-
ingaveg, ferðin kostaði með
öllu og öl'lu 452 — 24 skl.,
en sjálfsagt er, að eg á nú
útbúnað á hesta, tjald og önn
ur áhöld, sem talið er með ú't-
gjöidum.
Eg fann bróður þinn á Stað
arstað, fór með honum slörku
ferð í Ölkeldu-ölkeldu sá
hann „drífa fiskiríið“ í Stað-
ará, gaf honum tík o.s.frv: svo
sá eg foreldra þína á Víði-
völlum og talaði stundarkorn
við föður þinn — hann er
hressari en von var á — og
loksins sá eg systur þína og
mág á Völlum. Við Sigurður
urðum síðan samferða yfir
Heljardalsheiði, svo sá eg
leiði unnustu þinnar á
Hólum, hvað á eg svo meira
að segja þér?
Þú munt, hvurt sem er ekki
hafa heyrt veðurvísurva mína,
sem eg gerði á Völlum — eg
hefi gert þær stundum í sum-
ar. Hún er svona:
Veðrið er hvurki vont né
gott,
varia kalt og ekkert heitt,
það er hvurki þurrt névott,
það er svo sem ekki neitt.
eða þessa úr Skagafirðin-
um — eg háttaði um kvöldið í
góðu veðri, en um morguninn
þegar eg kom út, var snjó-
hret og norðan kuldastormur:
Nú er sumar í Köldu kinn
eg kveð það á milli vita:
fyrr má nú vera, faðir minn,
en flugurnar springi af hita.
En hvurnig eru nú veður-
vísurnar þinar þarna sunnan
úr Austurlöndum? Ættarðu
ekki að gefa út ferðabók, og
hvumær þá? Eg orti eftir
Bjarna jafnskjótt og eg frétti
látið hans, og hefir það mælzt
misjafnlega fyrir. Eg skal
senda þér það. Á suðurleið-
inni fékk eg gott veður á
fjöllunum, að slíkt hefir aldrei
fyrr sézt — einlæg heiðríkja 1,
og bliða, svo að eg t.a.m. sá, /
af Grettishæð á Sandi, Dyngju 1
fjötl suður af Mývatni, fyrir
endann á Hofsjökli. Nú get
eg líka nokkuð sagt um Norð
urfjöllin.
Lifðu vel bezti Brynjólfur
og hugsaðu vingjamlega tfl
mín, eins þótt þú heyrir að
eg hafi óvart soltið í hel“.
„FULLIR AF VON
OG TRAUSTI".
Loks er að geta þess, að í
safninu er að finma eitt þréf
frá Jóni Sigurðssyni til Bryn-
jólfs, skrifað á alþ. 1849. Kenn
ir þar bjartsýni og gleði, eins
og sést af þessum orðum hans:
„Nú sé eg ekki betur en ís-
lendingar séu vaknaðir, og
eg vildi hafa óskað þú værir
hér mú, því í stað þess þeir
hafa áður verið svo daufir, að
maður hefir getað sagt að
stingi í stúf að koma hingað,
þá eru þeir nú svo fjörugir,
að það er yndi að tala við þá,
fullir af von og trausti og -
þjóðlegri tilfinning. Það væri 1
sorglegt, ef nú kæmi tálmi í
veginn, og gæti þó ekki ann-
að en espað þá enn meir.“
— Þessi ferð mín til Kaup-
mannahafnar var að öðru
leyti ákaflega lærdómsrík og
gaman að kynnast dönskum
skja'lasöfnum, segir Aðalgeirí ’
lok þessa spjalls. — auðvitað
dró það ekki úr ánægjunni,
að fá þetta bréfasafn í hend-
ur, sem er ómetanlegur fjár-
sjóður heimilda um Brynjólf
og nánustu vini og vanda-
menn. Ég kynntist ævi og
starfi Brynjólfs í háskóla,
skrifaði um hann prófritgerð
mína og gaf síðan út bréf
hans. Og lengi hefur það ver-
ið minn draumur að semja bók
um hann, ævi hans og starf,
og var reyndar byrjaður á því
verki. Þess vegna gat ég
ekki verið heppnaði en að fá
þetta merkilega safn í hendur
einmitt nú. Þá vil ég einnig
geta þess með þakklæti að fs
lenzk kona, búsett í Banda-
ríkjunum, Ása Guðmundsdótt
ir Wright, veitti mér 1000
dollara styrk til þessara rann
sókna á æviferli Brynjólfs, og
kemur hann sér ákaflega vel,
eins og vænta má. — B.V.
Hafnarfjarörður — Garðahreppur * _■ ■
Skerpi Tii sölu jólatré i skauta og greinar. REIÐIIJÓLAVERKSTÆÐIÐ Hellisgötu 9, Hafnarfirði.