Morgunblaðið - 20.12.1968, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 20. DESEMBER 1868
23
Afnám útvarpsgjalds í bifreiðum myndi
spara fé á ýmsum sviðum
EINS OG kunnugt er, hefur
nýlega verið lagt fram á Al-
þingi frumvarp til Iaga um
breytingu á lögum um útvarps-
rekstur ríkisins, nr. 68 frá 1934,
til laga um sbr. lög um breytingu
á þeim lögum nr. 88 frá 1966.
Frumvarp þetta var lagt fram
f Alþingi af Tómasi Karlssyni
og Pétri Benediktssyni og fjall-
ar um breytingu á ínnheimtu
afnotagjalda af útvarpi. Lagt er
til, að breyting verði gerð á inn
heimtu útvarpsgjalda, þannig, að
þau verði ekki innheimt sem
tækjaskattur heldur sem nef-
skattur. Þetta hefði í för með
sér, að skrásetning útvarpstækja
mundi lögð niður, og sérstök
gjöld af útvarpstækjum í bif-
reiðum, skipum, á Vinnustöðum
o.s.frv. hverfa.
Þar sem okkur er kunnugt um,
að Félag ísl. bifreiðaeigenda hef
ur beitt sér fyrir breytingum á
fyrirkomulagi á innheimtu út-
varpsgjalda, sneri blaðið sér til
framkvæmdastjóra FÍB, Magnús
ar H. Valdimarssonar, ogspurði
um álit hans á þessu frumvarpi.
— Hefur breyting á innheimtu
gjaldi útvarps verið ofarlega á
baráttumáladagskrá FÍB?
— Þetta er í rauninni gamalt
baráttumál FÍB. Félagið hefur
talið það ósanngjarnt og óheppi
legt fyrirkomulag að heimta sér-
stakt gjald fyrir útvarpstæki í
bifreiðum, þegar aðeins eitt
gjald er tekið af öllum þeim
tækjum, sem notuð kunna að
vera á heimilinu. En á síðustu
árum hefur má'i þetta varið tek-
ið upp að nýju, þar sem reglu-
gerðin um innhemtu afnotagjalds
af útvarpi er nú orðið algjör-
lega úrelt og raunar ókleift að
framfylgja henni eins og upp-
runalega var gert ráð fyrir.
Mál þetta hefur verið rætt á
aðalfundum FIB, svo og á tveim
síðustu landsþingum þess. Á
landsþinginu í Borgarnesi 1967
flutti Ingvar Guðmundsson ítar
legt erindi um málin og á síð-
asta landsþingi á Blönduósi, í
september s.'l., var samin stefnu
skrá og gerðar samþykktir í máli
þessu. Á grundvelli þessararsam
þykktar var málið útskýrt fyrir
menntamálaráðherra, honum rit
að bréf, þar sem skýrt var frá
tillögum félagsins um breytingu
á fyrirkomulagi við innheimtu
útvarpsgjalda.
— Ber þá að líta þannig á, að
frumvarp þetta sé flutt að til-
hlutan FÍB?
— Ekki beint, frumvarpið er
flutt af þingmönnunum Tómasi
Karlssyni og Pétri Benedikts-
syni, en það er samið í samráði
við FÍB og í meginatriðum far-
ið eftir þeirri stefnu, sem mótuð
var á landsþingi þess á Blöndu
ósi í september 1968. Greinar-
gerð frumvarpsins byggist að
miklu leyti á þeim athugunum,
sem FÍB hefur gert í máli þessu.
— Hverjar eru helztu ástæð^
ur fyrir því, að nauðsynlegt er
að gera breytingu á innheimtu
útvarpsgjalda?
— Við teljum, að reglugerð um
afnotagjöld útvarps sé algjör-
lega úrelt og skilgreining henn-
ar á útvarpsheimili samrýmist
ekki þeim breyttu aðstæðum,
sem nútíma tæknd hefur fært
okkur. Við teljum það ósann-
gjarnt að innheimta sérstakt
gjald fyrir viðtæki í bifreið, sem
þar er fest með tveim eða þrem
ekrúfum og tengt rafkerfi bif-
reiðarinnar, þar sem mjög erf-
ítt er að hafa eftirlit með notk-
un ’laursa smátækja, sem ekki er
'greitt af. Þá er það þjóðhags-
lega óheppilegt að hafa sér-
staka innheimtustofnun fyrir
þetta eina gjald, en hagnýta
ekki hið almenna innheimtukerfi
þinggjalda og losna þannig við
sérstakan innheimtukostnað. í
þessoi felst eitt þeirra mörgu
hagræðingaratriða, sem þjóðfé-
lagið þarfnast.
— Að hvaða leyti er reglu-
gerðin um innheimtu útvarps-
gjalda óheppileg?
— Þegar reglugerðin var sam.
in, var hún miðuð við hin stóru
og staðbundnu lampatæki, sem
al'lerfitt var að flytja úr stað
og tengja þurfti rafstraumi eða
mjög þungum og fyirirferðarmikl
um rafhlöðum. Þegar þessi lög
voru samin var það yfirleitt svo,
að aðeins eitt sílkt tæki var til
á hverju heimili, en e.t.v. fleiri
en eitt hátalari notaður. Með til-
komu minni, léttari og handhæg-
ari tækja, einkum smáratækj-
anna svokölluðu, hafa aðstæð-
ur breyzt. Nú geta menn tekið
með sér útvarpstæki, hvert sem
þeir fara, stungið litlu „smára-
tæki“ í vasann, þegar þeir fara
til vinnu sinnar, eða notað það
í frístundum í ökuferð, fjall-
göngum, veiðiferðum, jafnvel
siglingum til annarra landa. Þessa
notkun er ekki framkvæmanlegt
að banna né skattleggja, enda
þótt lögin geri ráð fyrir þvL
Þannig er útvarpsheimili ein-
staklings ekki lengur bundið við
bústað hans eða lögheimili, held
ur nær það um allt hans ferða-
svæði, um allt landið, og eftir
atvikum um nágrannalönd einn-
ig um Evrópu alla, jafnvel all-
an hnöttinn og e.t.v. innan fárra
ára einnig til annarra hnatta.
Útvarpstæki eru nú orðin ódýr
og mega heita hvers manins eign.
Allir, sem heyrn hafa, njóta út-
varpsins. Það er ekkert laun-
ungarmál, að þessar nýju aðstæð
ur hafa haft það í för með sér,
að hér á iandi er mikið af út-
varpstækjum, sem hvergi eru
skráð. Skráning útvarstækja og
aðseturskipta útvarpsnotenda er
næstum óframkvæmanleg, enda
kostnaðarsöm og óþörf skrif-
finnska.
Mál hafa skipazt þaninig, að
heimilisfaðir, eða forráðamaður
hins svonefnda „útvarpsheimilis"
hefur orðið einskonar innkaupa
stjóri útvarpstækja á heimilinu.
Öll ný útvarpstæki heimilis-
manna, jafnt barna sem uppköm
inna, og jafnvel tæki firændliðs
hafa verið skráð á þennain for-
ráðamann útvarpsheimilisins, en
síðan afhent ýmsum fjólskýldu-
mönnum. Þegar þeir, t.d. upp-
komin börn, hverfa af heimil-
inu, eru þau orðin sjálfstæðir
útvarpsnotendur án þess að vera
skráðir útvarpsnotendur og
greiða ekkert gjald. Eininig er
talið að nokkuð af hinum litlu
smáratækjum hafi verið flutt til
landsins framhjá tollvörðum, og
að þau munu hvergi vera skráð.
Af þessu er ljóst, að æ erfiðara
verður að fylgjast jneð gildandi
lögum og reglum um innheimtu
afnotagjalda hljóðvarps. Lög,
sem ekki er unnt að framfylgja
sómasamlega, hljótum við að
álíta úrelt, þau spilla réttarvit-
und fólksins og rýra virðingu
fyrir lögum landsins almenmt.
— Hversu mikil hluti bifreiða
landsmanna hafa útvarpstæki?
— Við athugun, sem gerð
var 1967, kom í ljós, að um 25
prs. bifreiða höfðu fastskrúfuð,
skattskyld útvarpstæki. Þessi
tala þótti ískyggilega lág, með
hliðsjón af því, að þá stóð fyrir
dyrum að hefja kynningarstarf-
semi í sambandi við hægri um-
ferð. FÍB hefur hvað eftir ann-
að bent á, að útvarpstæki í bif-
reiðum er veigamikið atriði, þeg
ar um er að ræða að ná til allxa
bifreiðastjóra með umferðcir-
fræðslu, áróður fyrir bættri um-
ferðarmenningu og upplýsingar
um sérstök atvik og aðstæður í
umferðinni, sem nauðsynlegt er
að koma á framfæri. Þessvegna
má líta á útvarpstæki í bifreið-
um -sem nauðsynleg öryggistæki,
sem einn þátt í slysa- og tjóna-
vörnum umferðarinnar. Fram-
kvæmdanefnd hægri umferðar
vax sömu skoðunar í þessu máli
og lagði til, að sérstakt gjald
af viðtækjum í bifreiðum yrði
fel'lt niður í því skyni aðhvetja
menn til að hafa útvarpstæki í
bifreiðum sínum og þar með gera
þeim fært að verða aðnjótandi
að umferðarfræðslu útvarpsins,
einmitt við þær aðstæður, sem
þeir eru móttækilegastir fyrir
þessari fræðslu, þ.e. þegar þeir
sjálfir eru þátttakendur í um-
ferðinini.
— Hafa margir af félagsmönn
um FÍB látið í ljós óánægju með
þar sem eitt nægir. Þetta tákn-
ar óhagsýni og sóun verðmæta,
en þetta tvennt, sóun fjár og
tapaðar vinnustundir, ber að
hindra, og í þeim efnum eiga
opinberir aðilax að vera ein-
staklingum til fyrirmyndar.
— Hvort telur FÍB heppilegra
að gjaldið verði nefskattur, eða
það verði fellt nn í almennan
tekjuskatt?
FÍB telur eðlilegast, að gjald-
ið verði nefskattur, aðallega af
tveim ástæðum. í fyrsta lagi af
því, að hér er um lágt gjald
að ræða af þjónustu, sem allir
verða nokkurn veginn jafnt að-
njótan-di. I öðru lagi mun það
innheimtufyrirkomulag, að taka
gjaldið sem nefskatt.eigi skerða
fjárhagslegt sjálfstæði Ríkisút-
varpsins né árstekjur þess, og
mun það af mörgum talið veiga-
Magnús H. Valdimarsson
sérstakt gjald af viðtækum íbif
reiðum?
— Skrifstofu félagsins berast
margvíslegar kvartanir varð-
andi þetta gjald. Allir virðast
sammála um, að það sé ósann-
gjarnit, úrelt og óhagrænt, en
auk þess er kvartað yfir ymis-
konar ónæði og óþægindum, sem
menn verða fyrir í sambandi við
innheimtu þessa. Nokkuð virð-
ist hafa borið á því, að bifreiða
eigendux hafi verið krafðir um
gja'ld af viðtæki í bifreið, enda
þótt ekkert tæki sé þar. Hefur
þetta einkum atvikazt þannig, að
menn hafa keypt notaða bifreið
viðtækislausa, en með loftnets-
stöng, venga þess að þar hefur
einhvern tímann verið notað við
tæki í bifreiðinni af fyrri eig-
endum. Hinn nýi eigandi er þá
krafinn útvarpsgjalds, enda þótt
hann hafi aldrei haft slíkt tæki
í bifreiðinni. Þá hafa bifreiða-
eigendur verið krafðix um af-
notagjöld af útvarpstæki sem lá
í aftursæti bifreiðar og verið
vax að fara með í viðgerð.
— Teljið þið þá aðferð sem
notuð er við innheimtu út-
varpsgjalda almenmt, úrelta?
— Það mun óhætt að segja, að
skattgreiðendur séu undantekm-
ingarlaust hljóðvarpsnotendur,
og er því sjálfsögð sanngirni að
skipta þessum greiðslum sem
jafnast, og er þá aðallega um
að ræða tvær 'leiðir. í fyrsta
lagi, að gjaldið vexði nefskatt-
ur, eða það sé innheimt sem
hluti af almennum tekjuskatti.
Hvor leiðin sem farin er, er sjálf
sagt að innheimta afnotagjöld-
in með þinggjöldum, en hafa
ekki sérstakt innheimtufyrirtæki
vegna þessa gjalds. Slíkt fyrir-
komulag er tvöfaldur aukakostn
aður fyrir þjóðfélagið, í fyrsta
lagi kostnaður við sérstaka inn-
heimtuskrifstofu og í öðru lagi
mikið tímatap fyrir útvarpsnot-
endur að fara á skxifstofuna eða
pósthúsið og greiða gjaldið þar.
Slíkt eru tapaðar vinnustundir
fyrir þjóðfélagið og aukakogtn-
aður við tvöfallt innheimtukerfi,
mikið atriði fyrir rekstur þeirr-
ar merku stofnunar.
— Telur FÍB, að mál þ etta
muni nokkurs staðar mæta and-
stöðu?
— Við teljum, að flestir þing-
menn, sem hugsa þetta mál til
nokkurrar hlítar, muni sjá, að
breytinga er þörf, og þeir muni
fallast á þær tillögux, sem frum-
varpið gerir ráð fyrir. Að vísu
eru þar ýmis smáatriði, sem geta
gefið tilefni til ágreinings, t.d.
hvort innheimta á gjald þetta af
öllum einstaklingum eða hjónum
sameiginlega, og hvort skattheimt
aná að byrja við 16 eða 18 ára
aldur, og hætta við 67 ára ald-
ux, eða ná einnig í hærri aldurs-
flokkana, a.m.k. hjá þeim, sem
hafa sæmilegar tekjur. Þær til-
lögur, sem fram koma í frumvarp
inu um þetta efni, eru í samræmi
við þá stefnu, sem mörkuð var
í máli þessu á síðasta lands-
þingi FÍB. Þeir aðilar, sem 'lík-
legastix eru til að þurfa lengst-
anum hugsunartíma, áður en
þeir _ fallast á breytingu þessa,
er Útvarpsráð og aðrir stjórn-
endur Útvarpsins. Þessi skoðun
byggist þó eingöngu á þvL að
það er vitað, að margir forxáða
menn telja, að stjórnum sé í því
fólgin, að standa á móti breyt-
ingum, en þá fer oft svo, að
stjórnendur standa í vegi fyrir
framförum. í rauninni ætti Út-
varpið að fagna þessari breyt-
ingu, það losnar við innheimtu-
kostnaðinn, en heldux sínu fjár
hagslega sjálfstæði og sömu
tekjumöguleikum og það áður
hafði.
— Hefur þessi nýbreytni í inn
heimtuháttum áhrif á útvarp-s
gjaldið til hækkunar eða lækk-
unar?
— Þessi nýja aðferð hefur I
för með sér, að fleiri gja'ldend-
ur skipta greiðslunum á milli
sín, og mun því hlutur hvers ein
staklings lækka, en auk þess
hverfur það ranglæti úr sög-
unni, að sumir séu tví- eða þrí-
skattaðir, þegar aðrir útvarps-
notendur hafa sloppið við greiðsl
ur til Útvarpsins. Heildartekjux
Útvarpsins myndu hækka sem
svarar núverandi innheimtukostn
aði.
Hinir 13 þúsund félagsmenn,
sem eru í F.Í.B. og raunar flest-
ir aðrir landsmenn, munu fagna
því, að frumvarp þetta er fram
komið, og vænta þess, að það fái
góðar viðtökur á Alþingi. FuH-
víst má telja að alþingismenn,
sem gefa sér tóm til að íhuga
máilð muni brátt sjá, að þetta
er nauðsynja- og réttlætismál,
og þá muni það fá fljóta og far-
sæla afgreiðslu í Alþingi, ein-
staklingum og alþjóð til heilla.
—F r. S.
Baðskápar
Fjölbreytt úrval. — Hagstætt verð.
4
/Js. J. Þorláksson (r Norðmann hf.