Morgunblaðið - 24.12.1968, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.12.1968, Blaðsíða 10
10 MORGUNRLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 1968 Kvikmyndahúsin um jólin GAMLA BÍÓ FERÐIN ÓTRÚLEGA Kvikmynd þessi er gerð af Walt Disney og framleidd í Kan ada, að mestu með kanadiskum leikurum. Sagan segir frá pró- fessor, sem ætlar til Eng'lands Marion Finlayson og Síamskött urinn Tao í Ferðin Ótrúlega í Gamla Bíó. að balda fyrirlestra og hafa fjöl skyldunia með sér. Skapast þá það vandamá'l, hvað gera skuli við tvo hunda og einn síamskött, sem fjölskyldan á. Tekur vinur þeirra dýrin í geymslu. Þegar hann fetr að heiman og skilur dýrin eftir í vörslu nágranna, halda þau að hann hafi yfir- gefið sig og ákveða að halda til sinna fyrri heimkynna. Er það þrjú hundruð kílómetra ferð um Norð-austur Kanada, sem er stórbrotið svæði að náttúrufeg- urð. Er myndin í litum, svo að náttúrufegurðin nyti sín sem best. AU STURBÆ JARBÍÓ ANGELIQUE OG SOLDÁNINN Einn einu sinni sýnir Austur- bæjarbíó mynd um Angelique og hennar erfiða lífsferil. Að vanda lendir Angelique í þrengingum af völdum vondra manna. Aðal- hlutverk leika sömu leikarar og fyrr, Michele Mercier og Ro- bert Hossein. Má telja víst að þessi mynd nái vinsældum, eins og aðrar myndir um Angelique, sem virðast hafa fastan og trygg an hóp áhorfenda, hvað sem líð ur sjónvarpi og öðrum dægra- styttingum, sem dreifa huganum. Lana Turner sem Madame x LAUGARÁSBÍÓ MADAME Kvikmynd þessi er framleidd af Ross Hunter og aðalhlutverk leikið af Lana Turner. Flestir munu ekki þurfa að vita meira, til að gera sér grein fyrir þess- ari mynd. Fyrir áðra er rétt að geta þess, að hún fjallar um Holly, laglega vel ættaða konu, sem giftist mjög ríkum manni. Leiðist hún síðan út í að halda FLUGELDAR ÚRVALIÐ ALDREI FJÖLBREYTTARA NÝTT ! FALLHLÍFARAKETTUR Eldflaugar TUNGLFLAUGAR ST J ÖRNUR AKETTUR SKIPARAKETTUR Handblys RAUÐ — GRÆN BENGALBLYS JOKERBLYS REGNBOGABLY S RÓMÖNSK BLYS F ALLHLÍ F ARBL Y S SÓLIR — STJÖRNULJÓS — STJÖRNULJÓS — BENGALELDSPÝTUR VAX-ÚTIHANDBLYS, loga % tíma— VAX-GARÐBLYS, loga í 2 tíma. — HENTUG FYRIR UNGLINGA — Verzlun O. Ellingsen framhjá honum og verður fyrir slysni elskhuganum að bana. Fer hún á flæking og fer huldu höfði, lendiir í miklu volæði, en lætur ekki uppi hver hún er, til að vernda tilfinningar sonar síns Loks drepur hún annan mann og er fenginn ungur lögfræðingur sem verjandi. Og viti menn, hver var það annar en sonur hennar. NÝJA BÍÓ VÉR FLUGHETJUR FYRRI TÍMA Þessi ameríska gamanmynd, segir frá flugkeppni, sem efnt var til 1910. Skyldi sá maður sem flogið gæti hraðast milli Par ísar og London hljóta í verðlaun fimmtíu þúsund sterlingspund. Til mikils er að vinma, auk þess sem þjóðarmetnaður verður til þess, að hleypa meiri hörku í keppnina. Margiir kunnir leik- arar frá mörgum þjóðum koma fram í myndinni, svo sem Banda ríkjamaðurinn Stuart Whitman, ítalinn Alberto Sordi, Þjóðverj- inn Gert Frobe, Frakkinn Jeam Pierre Cassels, Bandaríkjamað- urinn Red Skelton, auk Bret- anna Robert Morley, James Ro- bertsson Justice, Terry Thomas, Erik Sykes o.fl. Mynd þessd var vandasöm í framleiðslu þar seim smíða þurfti margar einkennilegar flugvélar, sem sjást í myndinni. Tók það mikinn tíma, en gefur myndinni miklu meira gildi, þar sem raunverúlega er verið að fljúga eftirmyndum af gömlum flugvélum. Úr jólamynd í Nýja Bíó, Vér flughetjur fyrri tíma. HÁSKÓLABÍÓ ELTINGALEIKURINN Jólamyndin í Háskólabíói er ensk gamanmynd frá Rank. Seg- ir hún frá enskum manni, sem gengur í frönsku útlendingaher sveitina, í örvæntingu sinni eft- ir að hafa verið ásakaður um að hafa rangt við í kricket. Þeg- ar í ljós kemur að hann er sak- ’laus, eltir stúlka hann, en hann hafði verið mjög hrifinn af hennii. Lendir hún í kvennabúri Arabahöfðingja nokkurs og nær hann einnig manninum á sitt vald. Tekst þeim að komast burt við mikla erfiðleika og mann- raunir. Aðalhlutverk leika Phit Silv- ers, Jim Dale, Kenneth Willi- ams, Joan Sims og Angela Doug- las. F0LL0W THAT CAWtEL Angela Douglas og Phii Silvers í jólamynd Háskólabíós. Jólatrésskemmtun LANDSMÁLAFÉLAGSINS VARÐAR Jólatrésskemmtun fyrir börn félagsmanna verður haldin sunnudaginn 29. des. í Sjálfstæðishúsinu kl. 15 — 18.30. Aðgöngumiðar verða seldir í skrifstofu Sjálfstæðisflokksins 27. og 28. des. á venjulegum skrifstofutíma. Verð kr. 125 Skemmtinefndin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.