Morgunblaðið - 24.12.1968, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.12.1968, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. DESBMBER 196« Fæöingareinkennin fylgja manni gegnum lífið Afmælisrabb við Gunnar í Leiftri, 75 dra annan jóladag — VINNAN út af fyrir sig drepur engan, en það er tvennt sem drepur mann, iðjuleysi og ofát. Það er Guxmar Einarsson prentsmiðj ust j óri í Leiftri, sem talar, og mér finnst sem leiftranndi fjömgit auignanáð hans beinist að minni holdugu tilveru. Það er annars leyndardóm- ur móður náttúru og þessa hnellna manns hvernig hægit er að verða 75 ára án þess að mis9a anefil af lífakraftinum eða himni andlegu heilbrigði, a.m.k, án þess að samferða- mennirnár veiti því athygli. — „Þegar fjörið fer að dofma, færist kyrrðin nær“, segir Gunnar og bætir við, — það er mokkuð til í þessu. Ég er hræddur um að stutt sé í hrömunina, þegar lífs- fjörið fer að dofna. Sjómannssonurinn, sem ólst upp á trosi í kotunum í Skuggaíhverfinu, getur djarft úr flokki talað. — Ég held það sé skaðlegt að troða mat í böm, ef þau geta ekifei brennt honum með athafnasemi simni. Séu þau hæglát og værufcær, gerir of mikili matur þeim illt. Það er ekfei að sjá sem þessi fjörkálfur hafi liðið fyrir það að vera svangur í æsku. — Anmars er þetta, eins og allt, svo einstafelingsbundið. En það er svo lítið, sem mað- urimn hefir sjálfur á valdi sínu. Hann fær minnstu um sjálfan sig ráðið. Hann er fæddur með velfLestum þeirn einfeexmum, sem fylgja honum gegnum lifið. Og jafnvel hluta af anda foreldraimma ber hanin gegnum lifið, og hann skilar honum til sinna affeomenda að einihverju leyti. Þamnig lifir andi manns af eitífu, að hluta til í afkomendunum og að hluta til í himum andlega 'heixrd. Hið illla fjarar út og deyr með tímanum. Hið góða lifir og þroskast svo að ein- hvemtíma tökum við allir þátt í stjóm guðdómsins. Hvað er trú? Hverju eiga menn að trúa? Sýndu það í verki að iþú trúir. Elskaðu ná- ungann eins og sjálfan þig. Það sem þú vilt að mennim- ir geri þér það skaitu gera þeim. Ég trúi því a!S lífið komi ekki himigað með ofekur og feulni hér. Það væri tilgangs- laust ef allt hyrfi ábyrgðar- laust til eilífðarinnar. Þannig var kjarninn í lifs- sfeoðun prenitsmiðjiustjórans í Leifitri, sem verður 75 ára á annan dag jóla. Gunnar Einarsson er fædd- ur í Skálholtskoti, sem nú er við Laufásveg, þar sem Glæs- ir er til húsa. Faðir hans var einnig fæddur í Reykjavík, eixmig afi hans og langafinn, Einar Einarsson austanpóstur var fæddur að Nesi við Sel- tjöm. Það gerast ekki margir hreinræfetaðri Reykvífcingar en þessi 75 éu*a prentsmiðju- stjóri. Afi hans, Ólafur, var saumamaður, eins og klæð- skerar hétu í þann tíð. Þá voru ekki margir Islendingar í þeirri stétt. Og eittihvað hefir ruxmið til Guxmars úr móðurættinni. Fjórir landsfeunnir menn eru feomnir £if hverri systurinni fyrir sig í fjórða lið, en þær voru allar afkomendur Þórð- ar Þórðarsonar Sfeálholts- ráðsmanns. Hann þótti mifcill fyrir sér og ráðríkur, því að á Sfeáiholtsstað var hans getið til hinna veraldlegu verka, en biskupsins til hinna and- legu. Þessir landskunnu fjór- menningar eru Ásgeir Ás- geirsson frv. forseti, Magnús Kjaran stórkaupmaður, Matt- hías Einarsson læknir og Gunnar í Leiftri. Nú segir Gunnar ofctour of- urlítið firá feomu sinni í þenn- an 'heim. Sfðan drepum við á stafcsteina úr Mfi hans, eftir því sem þeir verða fyrir okk- ur í straumnum, Við getum efeki verið að eyða löngum tima frá útgefandanum mitt í jólabókaflóðinu, enda virðist langt að lokafeafla ævisögu hans. — Ég kom líftítill inn í þennan heim og þegar ljósa mín, Sesselja SigvaLdadóttir, var búin að rassskella mig einis og þunfti til þess að ég færi ærlega að grenja, vafði hún mig innan í ullarþrí- hyrnu, sem hún var sjaif með, því ekkert var til utan um króann. Síðan sagði hún við móður mína að nú mætti hún ekki eiga fleiri krakka. Sivona var fátæktin mifcil. Ég lærði að stafa hjá konu Eiríks frá Brúnum, sem hann segir svo um í ævisögu sinni, að hún hafi lognaat útaf á leiðinni vestur yfir sléttumar á leið- inni til mormónabyggðarinn- ar í Utah. Fyrsta verkið, sem ég man eftir að ég tæki að mér að vinna fyrir kaup, var að draga ís af Tjörninni í Nor- dalsíslhús. ísinn var sagaður suður á Tjörn og stundum var bestum beitt fyrir sögina. Síðan voru krakbar og ung- lingar fengnir til að draga jakana á sleða norður Tjörn- imta að fóhúsinu. Og við feng- um 5—7 aura fyrir jakann eftir stærð, en jakinn varð að standast mál til þess að við fengum eitthvað fyrir hann. Fyrir minni jakana fengum við 5 aura en hina stærri 7 aura. Ég var ö ára þegar þetta var. Það þótti gott að vinna sér inn krónu yfir daginn, við fengum hana borgaða út og það þótti þá stórtfé að eiga krónu. Næst roan ég etftir vinnu við að velta víntunnum, sem komu til Hóitel íslands. Það kamu bæði stórar brenni- vínstunnur og minni góðvína- kútar. Það var sami prfóinn fyrir verkið, 5 aurar fyrir að vielta kútnum og 7 a.urar brennivínstunmunni. Tunnu- veltingurinn gat verið l'jóta vinnan, því þá voru ekki mal- bikaðar eða steyptar götur í Reykjavík, en aurleðjan hlóðst utan á tunnurnar. Þriðja verkið, sem við krakk- amir gátium tfengið aura fiyr- ir í þamn tíð, var að bera heim ýsu fyrir betri borgara höíuð- staðarins. 'Þeir komu sjáltfir niðuir eftir í sínum þokkalegu fötum, völdu sér stóra ýsu, en fengu ofckur svo til að bera hana heim fyrir fimm aura. Þetta nægði til þess að við gát um sjálfir keypt ýsu til heim- ilisins og þá var búið að vinna fyrir matnium þann daginn. Þannig segir Guninar okkur ofiurlítið frá bemskuverkun- um. Þá var setnsé hægt að fá ýsuna borna heim fyriir sig og mjólkin var lí'ka borin í þurralbúðarkotin. Finnst mönnuim ekki þrátt fyrir allt eitthvert atfturfararbragð að þessu nú í dag? — Það elzta, sem lifiir af þessum gömlu verkum hér í Reykjavík, er hrognkelsaveið- in. Hún er stunduð með svip- uðum hætti og var. Karlarnir koma að snemma á morgnana og fyrstu rauðmagairnir eru seldir við bátinn niðri í fjöru. Hitt sett á vagn og farið með inn í bæ og selt þar. En signa grásleppan var í þá daga seld sveitamanninium. Ég vona að þessi atvinnugrein, þótt ekki sé stór, geti staðið sem lengst óbreytit. Þegar ég var á 9. árinu átti ég heima með móður minni uppi á háalofti í húsinu við Laugaveg 61, þar sem nú er Alþýðubrauðgerðin. Við hlið- ána á okkur bjó Helga systir Jóhannesar Kjarvais og Sveinn, maður hennar. Ég heyrði Svein þylja íslendinga- sögur og þjóðsögur Jóns Árnasonar á kvöldin. Ég hafði lítið að les-a og langaði til að fá lánaða bók hjá Sveini. Svo fór að ég herti 'upp hugann og fór til Sveins og bað hann um bók. Já, það var sjálfsagt að ég fengi bók. Ég fór síðan með hana og tók að lesa. En þetta var skrítin 'bók, fannst mér. Það vantaði víða í hana og það var t í stað ð víða og k í stað g. Og þarna var fullt af mannanöfnum. Þetta var leiðinleg bók. Ég fór með hana morguninn eftir til Sveins og skilaði henni. Nei, ég mátti ekki skila henni. Ég varð að lesa hana, sagði Sveinn við mig. Ég fór aftur ■og reyndi enn, en allt fór á 'sömu leið og svo gekk nokkr- um sinnum. En Sveinn þráað- 'fót við og það endaði með því að ég komst fram úr nöfnun- um og að efninu. Þá fór allt að skána og ég tók að lesa Gunnar Einarsson með tveim bókina „Himneskt er að lifa“. — Mjó'lkin var seld þannig í þurrabúðarkotin að unglings piltur bar þangað 5—6 potta brúsa með löngum stút. Við stútinn héngu tvö mál, pott- mál og pelamál. Pelinn kost- aði 5 ,aura, potturinn 16. Ef aðistæður voru þannig, mátti kaupandi drekka úr pelamál- inu, til dæmis ef hann var að vinnu úti við. Það var ekkert verið að skola málið á milli og engu skeytt þótt kannske færu ofurlítil tóbakgkom á brúnina á málinu. Og við stilkuðum á fleiru. Næst er það Bernhöfts-Mósi. — Um þessar mundir voru hér þrjú bakarí og höfðu þau útsölur á nokkrum istöðum í bænum. Bernhöftsbakarí átti gamlan, mósóttan hest, sem notaður var til að keyra út brauðin. Það brást ekki að Mósi nam staðar við hvern útsölustað og honum varð ekki þokað af stað, nema eitt- hvað væri tekið af vagninum. Svo komu vandræðin, þegar skipt var um útsölusbað. Þá iþurfti maður að ganga undir mannshönd til að koma Mósa af stað á ný. Ég segi því etundum, þegar mér finnst einhver seinn til, að hann sé istaður eins og Bemhöfts- ÍMósi. Og talið berst að fyrsta lestrarefni Gunnars og hvað vakti honum mestrar furðu á bernskuárunum. dætrum sínum og í höndum Ljósm. Ól. K. M. mér til ánægju. Síðan hef ég lesið íslendingasögurnar á hverju ári. Á neðstu hæðinni í þessu húsi bjó Guðmundur Jakobs- son trésmiður og kona hans. Hann var efnaður og gat því búið á neðstu hæð. Það vakti einhverja mestu undrun mína, er ég sá dag nokkurn fjórar kerlingar stinga saman nefj- um undir húsveggnuim og skoða einhvern lítinn hlut, sem kona Guðmundar sýndi þeim. Þetta voru fölsku tenn- urnar frúarinnar. Leikir okkar krakkanna voru ekki margbrotnir á þess- um árum. Fransmenn bjuggu í tveimur húsum við Austur- völl og af þeim lærðum við leiki, sem voru nýstáxlegir. Fransmenn þessir voru af skútum, sem lágu við veiðar hér við land. Þeir kenndu Okkur slagbolta, sem þannig var leikinn að skipt var í tvö lið, sem voru úti og inni, sem kallað var. Áttu þeir, sem inni voru að slá boltann, en hinir að reyna að grípa, eða skjóta þann sem þurfti að hlaupa að loknum höggum sínum milli marka, til þess að komast inn. Hinir leikirnir voru með tölur og hétu „klink“ og „®tikk“. Þátttak- enduir lögðu í púkk saman nokkrar tölur skammt frá vegg og síðan kastaði hver tölu i vegginn og reyndi að láta hana endurkastast sem næst tölubingnum. Sá átti binginn, sem næst komst. Þegar fram í sótti voru not- aðir við þetta smápeningar „Stikk“ var þannig að allir lögðu sína tölu á jörðina og var nokkurt bil milli þeirra. Síðan var kastað úr nokkurri fjarlægð og átti sá þær tölur, er hann gat spannað frá kasttölunni. Til var að ungl- ingar voru svo ákafir í þetta að furðu gegndi. Man ég eftir einum, sem skar upp í greip sér til að geta spannað töluna. — En svo hófst skólaganga þín, Gunnar. — Ég byrjaði í skóla vetur- inn, sem ég varð 10 ára, en var þar ekki nema þrjá vet- ur. í staðinn fyrir námið tfjórða veturinn fór ég I verzl- 'un. H. S. Hanson byrjaði verzlun sína í Kirkjustræti en tflutti hana gíðan á Laugaveg 29 þar sem nú er verzlunin Brynja. Þegar karlarnir komu ofan í bæinn að austan eða ofan úr sveitum komu þeir að þar sem skiptist Laugavegur ■og Hverfisgata, skammt innan við þar sem nú er Hlemmtorg. ‘Þar átti ég að standa og fá kaTlana til að koma niður í verzlun til Hansons. Þetta varð ég að gera 12 ára snáð- inn hvort mér líkaði betur eða ver, en fáa dró ég að landi. Hjá Hanson var ég í eitt ár. Hann var um marga hluti frjór og fyrirhyggjusamur kaupmaður. Þegar skipt var hér um mynt, keypti hann gömlu myntina, eftir að hún var fallin úr gildi, fyrir lítið verð, en seldi slðan sem safn- gripi til Ameríku. Hann fór síðan á höfuðið á útgerð og dó eignalaus. Kona hans var dönsk, falleg ágætis kona, sem 'lifði hér eins og drottning á velgengnistíma manns henn- ar, en lukkuhjólið er valt. Hún fór utan til Danmerkur aftur og þar seldi hún blöð á götuhornum. Margir munu kannast við dóttur þeirra ihjóna, danskennarann Rigmor 'Hanson. Eitt dæmí get ég sagt þér, segir Gunnar, — um það hvernig unglingum var í gamla daga trúað fyrir á- byrgðarmiklum verkum. Ég var þá hjá A. V. Carlquist, sem hafði kaffiverzlun á Laugavegi 10. Þar var kaffi- brenns'la og kaffikvarnir og annaðist ég blöndun, brennslu og mölun, blandaði Mokka- kaffi, Ríó-kaffi og Java-kaffi eftir kúnstarinnar reglum. Carlquist var giftur Dag- ibjörtu dóttur Hákonar í Staf- nesi og hafði fengið með henni talsverðan auð I jörð- um m. a. Apavatn í Gríms- nesi. Dag nokkurn var ég nú sendur austur að Apavatni og þaðan ofan að Kaldaðarnesi til að ganga frá skjöl-um varð- andi sölu jarðarinnar. — En 'hvernig lentir þú inn í prentlfótina? —' Það var fyrir blinda til- viljun. Faðir minn og báðir bræður voru sjóimenn og það var ætlast til að ég yrði það líka, því um aðra vinnu var lítið. En mamma gamla sagði nei, hann fer ekki á skútu. Leikbróðir minn var Jóhann- es Sigurðsson nú prentari og starfsmaður hér í Leiftri. (Kann spurði mig hvað ég ætlaði að leggja fyrir mig þegar ég væri fermdur. Ég bjóst við að fara til sjós. Ann- að væri ekki að hafa. Hann sagði að það værj ekki von- laust að ég gæti fengið að læra prentiðn í ísafioldar- prentsmiðju. Ég fór nú þangað niður leftir að hitta Ólaf Rósinkranz í Babýlon, sem svo var nefnd, en það var gamalt fjós, sem ÍBjörn JónsSon hafði átt, síðar bókageymsla og nú bókaverzl- un íaafoldar. Þar fann ég Ólaf. Samtal okkar var stutt í það sinn. Framhald & bls. 1Z

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.