Morgunblaðið - 05.01.1969, Page 3

Morgunblaðið - 05.01.1969, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 1969 Dr. Sigurbjörn Einarsson, biskup: Án hans Jesiús segir: Án mín getið þér alls ekkert gjört. Jóh. 15,5. Nýtt ár er runnið. Vér heilsum þvá með vonum og góðum óskum, biðjum farsældar sj'álfum oss, þjóð vorri og ÖJI- um mönnum á jörð. Vonir og óskir eru hjá flestum tengd- ar áformum og áætlunum, misjafnlega ljósri meðvitund um verkefni, sem fram undan eru, um það, sem vér munum þurfa að gjöra. I mörgum tillvikum er þó varla um að ræða áform eða áætl- anir eftir frjálsu vali og ákvörðun, heldur vitneskju um kvaðir lífsins, sem eru órðnar hlutskipti vort oig halda áfram að gjöra tilkall til tíma og krafta á því ári, sem kemur, eins og hinu, sem leið í aldanna skaut. Kynslóð vor er athafnasöm, ekki sízt hér á fslandi. Það er mikið, sem eftir hana liggur hvert árið, þó að misjafnit sé. Víst mun það ár, sem kvatt var fyrir stundu og var íslendingum örðugt í sumu, verða talið merkilegt ár í sögu athafna og enda afreka. Þá mun verða staldrað við þann atburð, sem varð í árslok, þegar mannánum tókat á flugi sínu að ná til tunglsins og komast svo í færi við það, að nú virðist maninkyn að því komið að geta gert sér mánann undirgefinin á sama hátt og móður jörð. Mikið er að gjört í sögu mannsins, og þó meiri venkefni, sem við blasa, því hvert unnið afrek opnar nýja mögu- leika fyrir önnur og jafnvel stærri. Samt er mörg áleitin spurning um framtíð mannsinis, mörg uggvænleg vafa- spurning, sem Stóru stökkin á braut framfaranna þagga ekki. Þvert á móti. Sálarlif nútímamannsnis er merkt af beyg, þar er nagandi ótti við þann mátt sem mannkyn ræður nú yfir. Albert Einstein sagði einu sinni (í við- . tali við Ilja Ehrenburg), að hann hefði oft sagt, að möguleikar þekkingarinn- ar væru ótakmarkaðir. En hann sagðist líka hugsa um það, að grimmdiin og litt- iimennskan ættu sér heldur engin tak- mörk. Það er kunnugt, að Einstein lagði fram sinn ómetanlega skerf til vísinda- eigra samtímans. Hann óttaðist það vald, sem maðurinn fengi með því að ná tök- um á kjarnorkunni. Þó studdi hann það að kjarnorkusprengja væri framleidd í Ameríku. Hann gerði það vegna þess, hann og aðrir vörðu það fyrir samvizku sinei með því, að ef Ameríka yrði ekki á undan, kymni grimmd og hrottaleg villimennska nazismans að ná þessum yfirburðum á hernaðairsviðinu, og þá væri alit tapað. Þetta var skiljanlegt, eins og á stóð, •hitt miður skiíljanlegt, að þessu vopni var beiitt, þegar það var gert. Og ekki er það gott að vera í slíku kapphlaupi við grimmdina, ekki gott að vera þanm- ig rekimn áfram af óttanum. Og nú sprengja Kínverjar í óða önn, í kapp- hlaupi við sinn ótta. Hver vinnuir síðast í þessu kapphlaupi? Hvar endar það? En eitt er engin spurning í öliu þessu: Mennirnir geta mikið, stórkostlega mik- ið. Og svo er það einrn, sem segir: Þér getið ekkert, alls ekkert gjört, án min. Hver segir þetta? Jesús Krisitur, hann, sem vér höfum ekkert enn á nýliðnum jólum hyllt sem „son Guðs, frelsun mannanna, firelsisins Jind konung lífs vors og ljóss“, svo vitnað sé í kærasta og kunnasta jólasáliminn. Hver er alvaran í þessari hyllingu? Og hver tekur hann alvarlega, þegar hann segir: Án mín getið þér alls ekkert gjört? Kristur — hvar kemur hann við sögu afrekamna í tækni, hver er hans skerfur á sviði framfiaranna? Tökum ísland. ísland hefur breytzt á örfáum áratugum svo mjög til bóta, að það er ótrúilegt ævintýri. Ég man alltaf, þegar ég spurði afa minn, hvað honum væri eftirminnileg- ast af öllum þeim breytingum, sem barnn hafði 'lifað. Hann var þá kominm á ní- ræðisaldur og kjarnorkuöldin var haf- in. Hann hugsaði sig um og svaraði síð- an: „Ég held, að það, sem einna mestu munaði fyrir okkur smælingjana, hafi verið það, þegar skozku ljáirnir komu“. Svo lítilþægir voru menn einu sinni, og ekki lamgt síðan. Það hefur margt gerzt síðan skozku Ijáirnir komu og leystu af hólmi heima- smíðuðu spíkurnair. Og amma mín eldaði lengst af í hllóðum og skilvindu átti hún ekki fýrr en síðast í búskapnum. Kyn- slóð afa og ömmu var alin upp við það að þurfa að tína fífu í kveiki og noita lýsi til ljósmetis. Svo kom steinolían. Hverju munaði það, þegar steinolían kom? Síðan kom rafimagnið. Menn á mín um aldri muna það vel, þegar rafmagn sem almenn gæði og þægindi var aðeins fjarlægur draumur. Svona má halda áfram. Ég nefni að- eins sára einfialda hluti, sem eru orðn- ir hreinn hégómi í ljósi þess, sem síðar hefur gerzt og er að gemst. Hefur Jesús Krisitur verið við þetta riðinn, öll þessi ævintýri vorra tíma? Hanin hefur kanniski átt þáitt í því, að mannúðim hefur aukizt? Kannski. En stundum er á það bent, að manmúðin hafi vaxið á sama tíma og guðræknin hefur þverrað og áhrif kirkjunnar dvín að. Og þá leyfa menn sér að efast um, að þessi þáttur í framförum mútímans sé neitt sérstaklega Kristi að þakka. Ætli það geti ekki eins verið hitt, að menm hafi orðið mildari, þjóðfélagið miskunn- sarmara af því að fól'kinu ‘líður betur en áður, er þar af leiðandi betur lynt? Hvað hefur Jesús Krsitur gjört, hver er þáttur hans í öllu því, sem áunnizt hefur frá því að spíkurnar hurfu og grútarlamparnir hurfu og íslendingar átti við að stríða það snærisleysi, sem nú er orðið heimsfrægt í skáldskap? Eða þá viðureignin við dauðamn. Læknisfræðin hefur gjört mikið. Kem- ur Jesús við sögu þar? Hefur ekki pen- icillínið varnað meiri sorg og stöðvað fleiri tár en hann? Ég gæti mefnt fleiri lyf og aðrir þó miklu fleiri en ég. Ég hugsa um konuna austuir í Meðal- landi fyrir tæpri öld. Maðurinn henmar fórst í brim’lendingu á árabáti um páska leytið. Og sama vor missti hún börnin sín hvert af öðru, fimm voru þau víst, sem fóru í gröfima, dóu öll úr barna- veiki. Hver famn upp bóluefnið gegn barna veiki? Ekki eir Jesús nefndur í því sam- bandi, sá Jesús, sem við allar þessar grafir var sagður „sigrarinn dauðans sanmi“. Það er önnur saga, að konan stóð Upprétt eftir allt þetta sitríð og harma, bugaðist ekki, brast ekki. Hún átti eitt þegar allt var misst, eina vissu, sem bar hama uppi: Ég veit minn ljúfur lifiir lausnarinm himnum á, hann ræður öllu yfir, einn heitir Jesús sá. Þetta er sem sagt önmur saga, löngu liðin, saga eins hins smæsta smælingja á fátæka íslandi, sem þó vanm e.t.v. stærri sigur en þótt hún hefði flogið til tunglsins. En önnur saga. Þæir sögur eru nýrri og áþreifanlegri, sem nú gex- ast hvern dag, að slysum sé forðað og dauða varnað með hjálp vísinda. Maðurinn, sem hefur leyst innst-u rúm efnisins, maðurinn, sem er að hefja land nám á öðrum hnöttum, hvað vantar hanm til þesis að geta allt? Og Jesús segir: Án mín getið þér alls ekkert gjört? - Nú er rétt að skjóta því inn, að þegar Jesús talaði þetta, þótt síðan séu nálega tvö þúsund ár, þá vissi hann það, að mennirnir gátu mikið. Þeir hafa alltaf unnið aðdáunarverð afrek, miðað við sin ar aðstæður. Þeir höföu t.d. lengst aftur í fornöld reist turn í Babel, frægan. Hann var hár, hann átti ekki að ná til tunglsins, heldur alla leið til himims. Hvar er hamm í dag? Þeir höfðu reist pýramída. Hvers virði eru þeir í dag? Fornöldin átti sín tæknilegu undur, sjö voru talin fremst, vöktu mesta aðdáun, kölluð sjö furðuverk heknsins. Þeir höfðu eignazt allan heiminn hveir af öðr um, Sanherib, Nebúkadnessar, Alexand- er, Ágústus, og hvað þeir nú hétu allir þessir miklu, þessir alvöldu menn. Hvað eiga þeir í dag? Jesús vissi þetta. Hanin vissi vel, að mennirnir geta býsna mikið án þess að spyrja hann eða sækja hamm að ráðum. Þeir gátu meira að segja tekið bann sjálfan og bundið og barið og dæmlt. Þeir gátu hengt hann á kross og stimpl- að gröf hans eilífri gleymsku, eilífri smán. Þeir gátu kosið að vera án hans, án hans að eilífu. Hann kaus annað. Með yður alla daga, sagði hamm, þegar þeir höfðu kosið að vera án hans, dæmt hann úr leik. Ég er með yður alla daga. Og án mín getið þér alls ekkert gjört. Og vér, nútímans sterka, volduga kynslóð, auðvitað getum vér meira en samtíðarmenn hanis, sem vildu vera ám hans. Hafi þeir gert út af við hann á sólarhring, ættuim vér að geta það á and artaki. Hafi þeir getað það eirau sinni, gætum vér sjá'Ifsagt gert það þúsund sinnum. Hafi þeir treyst sér tiil að gera hann og ríki hams útlægt af jörðinni, er ekki að umdra, þótt nútímamenn telj i fært og tímabært að gera hann og ríki hans útlægt úr geimnum. En það þarf ekki að taka svo stórt til orða. Ég veit fyrir mig, að ég get margt og hef gent roargt án hans. Þú líka. Það er alveg víst, að við gerum báðir margt, stígum margt spor, hugsum marga hugs- un og mællum margt orð, sem er ekki hans. Það eir alveg víst, að íslenzka þjóðin getur margt án þess að leita ráða hjá honum. Hún getur byggt upp sitt viðskiptalíf, fjármálalíf, menningar- líf án hans, heimilislíf, stjórnmálalíf og stjórnarkerfi án hans. Vér geitum byggt honum út. Vér getum álllt við hann gjö.rt, sem samtíð hans gjörði, og meira tif Ég hugsa, að Jesús Kristur viti þetta allt, sé það fullkomlega l|jóst, hafi ver ið það og sé það. Samt segir hamn: Án mín getið þér alls ekkert gjört. Nú leyfi ég mér að rifja upp orð, sem standa í jólaguðspjalli — ég bið þig að taka eftir þeim, hugsa út í þau. Þau ættu að vera fersk því þau standa í jólaguðspjalli: Allir hlutrr eru gjörðir fyrir hann og án hans varð ekkert til, sem til er orðið. Þetta er jafnsatt á nýársdag eins og á jóladag. Það er eilíflega satt. Hvað þýðir þetta? Guð -er að skapa heiminn sinn. Allar kynslóðir hafa lifað sinn þátt þeirar sköpunarsögu, vor kynslóð fær að lifia þátt, sem er stór, a.m.k. í vorum augum og á mælikvairða himmair kunmu mann- kynssögu. Og Kristur er orðið, hugsun in á bak við alla sköpun. Haran er það orð, sem segir frá öndverðu: Verði ljós, verði líf, víki dauðinn, hverfi harmar og böl og bölvun, komi heilsan, frelsið, friðurinn, kærleikuirinn. Án þessa orðs, þessa vilja, varð ekk- ert til, sem eiitthvað er, ekkert, sem mið- ar til góðs, hvort heldur var ljár eða lyf eða lampi, hvort heldur var hlý hugsun, mannúðlegt orð eða verk. Ekk- ert, sem miðar til góðs. Þar er vizkam að baki og gæzkan, það hugarfiar Guðs kærleika, sem Jesús Kristur hefur opim- berað. En vér getum farið eigin leið án hans. Getum það, bæði í smáu og stóru. Svo mikill er maðurinn. En það, sem vér gjörum þannig, — það geta verið stórkositleg afrek, en í hans augum er það — ekkert, það er í ætt við gapið myrka, það eyði og tóm, sem talað er um í 2. versi Biblíunnar, það eyði og tóm, sem var, áðuir en Guðs orð, Guðs elska, kállaði í myrkrin út. Og það stefnir til þeirrar upplausnar, þeirrar rotnunar dauðams, sem Guðs skapandi kærleiksorð vill sigra og ætlar að sigra. Vér getum, já án hams getum vér haldið áfram að keppa við og ala grimmdina og óttan í sjálfum oss. Án hans getum vér sprengt og sprengt afit- ur, umturnað, lagt borgir í rústir og lönd, jafnvel hnöttinn, án hans getum vér urið sjávarmið og aðrar auðlindir Guðs náttúru till þurrðar, án hans hald- ið áfram að eitna sjó og vötn og loft, án hans baldið áfram að dreifa sýklum halturs og hefndarþorsta. Vér getum sigrað sjúkdóma, en líka meira: Vér getum án hans búið til sjúkdóma, getum notað læknisvísindi til þess að drepa ó- æskillega þegna eða gera þá að fábján- um og þræluim. Vér getum allt án hans, allt sem er ekki neitt, af því að Guð afneitar því, Guð Jesú Krisfs. Vér getum brotið lífs- ins lög, öll lífsins lög. En vér getum ekki fundið 'lífsins lög, ekki lifað þeim, ekki þjónað þeim án hans. Vér getum eignazt al'lan heiminn án hans, eignazt hann þannig, að allt tapist. Vér getum glatað sjáilfum oss en ekki fiundið sjálfa oss án hans. Án mín getið þér alls ekkert gjört. Það er hans stóra og gilda orð, alvar- an miikla, náðin mikla og sannleikurinn sem kom fyrir Jesúm Krist, úrslitin miklu í lífi vor "allra, í Mfi þjóðair og heims. Með honuan eða án hans. Þiað eru vega- mætin sem skerast í hverri sál og skera úr um allt. Og nú hefst nýtt ár. Með honum, vin- ur, mót mýju ári, með horaum, fslancL Með honum til góðrar baráttu, fyrir réítlæti, sanngirni, sáttum, friði. Með honum í hverri viðleitrai, öllum áform- um, allri raun. Með honum. Þá er framtíðin björft. Þá er rikið hans þiltt, eitífa, sigrandi ríkið hans. Án hans ekkert. Með honum allt. Verzlunarhúsnæði við Bankastræti Mér hefur verið falið að annast um leigu á verzlunar- húsnæði við Bankastræti. Húsnæðið, sem er á jarðhæð, er laust nú þegar. HÖRÐUR EINARSSON héraðsdómslögmaður Túngötu 5 — Sími 10033. Til sölu Opel sendiferðabifreið árgerð 1964 Ásbjörn Ólafsson hf. Borgartúni 33 — Sími 24440. hefst að nýju þriðjudag 7. janúar Nemendur mcetið á sömu tímum og áður. Sími 32753 BA LLETÍ IKG II SIGRÍÐAR Ll ÁRMANN SKÚLAGÖTU 34 4. H ÆÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.