Morgunblaðið - 05.01.1969, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 1969
7
Hoppa ég bæði á hæ! og tá
Lilja Björnsdóttir rifjar gamlar minningar frá þrettándadanslcik á Þingeyri
Nýlega var haldinn hér á
Hrafnistu eftirminnilegur dans-
leikur. Á eftir rifjaðist upp fyr-
ir mér dálítið skemmtileg minn
ing viðvíkjandi dansi og virtist
mér dálítið gaman, að hún gæti
geymst á prenti.
Um dans hefir alltaf margt
verið skrafað og skrifað, og oft
er þar skammt öfganna á
milli.
Sumir telja dansinn kynæs-
andi og siðspillandi tilburði, en
vegna eigin reynslu og margra
annarra neita ég þessu. Frá því
fyrsta er sögur fara af, hefir
það tíðkast að hreyfa sig eftir
hljóðfalli og hljóðfæraleik, og
sumstaðar var dansinn hafður
um hönd sem helgiathöfn og oft
hefi ég verið á samkomum þar
sem konur hafa dansað saman
og skemmt sér vel.
En viðvíkjandi þvi, að dans
sé kynæsandi, gæti ég sannað að
þeir, sem aldrei hafa dansað,
hafa getað hrasað á hinni hálu
braut hreinlífsins. En það má
allt misnota ekki síður dans en
annað. Margt gæti ég sagt um
dansinn, en vík nú að minn-
ingu þeirri, sem varð tilefni
þess að ég tók mér penna í
hönd.
Það var fyrir meira en ald-
arfjórðungi, er ég bjó vestur á
Þingeyri við Dýrafjörð. Þar
tíðkaðist oft að halda grímu-
dansleik á þrettándanum. Þá
átti ég ungt bam og bjóst ekki
við að komast á dansleik, en
mér finnst nær því að forlögin
hafi gripið þama innl — eins og
svo oft áður — einn drengjanna
minna sem ætlað hafði að fara
á dansleikinn, stakk sig á nagla
í fótinn og varð að sitja heima.
Þá hugkvæmdist mér á siðustu
stundu, að gaman væri að kom-
ast á dansleikinn. Búningur sá
er ég hugðist nota var nú ekki
af verri endanum, sem sé ein-
kennisbúningur, „Uniform", af
Pétri skipstjóra, bróður mínum.
Þó búningurinn væri snjáður og
mér ætlaður til að sauma upp
úr-honum á drengina mína, var
hann með öllum sínum gylttu
hnöppum og borðum ákjósan-
legur sem grímubúningur
handa mér. Það mátti heita, að
hann passaði á mig, og þegar
það sannaðist, lá mér við að
efast um, að ég væri spengileg
í vextinum, en að eiga nú sjálf
að búa grímuna til á síðustu
stundu, þá vandaðist málið, en
það var eins og ég fengi inn-
blástur og gríman varð svo góð,
síðan náði ég mér í vélstjóra
„Kaskett" og þá var allt fengið.
Þá lagði ég af stað til sam-
komuhússins, þar tók nú ekki
verra við. Rétt, þegar ég var
komin í biðherbergið bak við
tjöldin kom ég auga á svo
spengilega peysufatadömu og
varð strax bál skotin i hermi
og bauð henni upp í dansinn.
Ennþá get ég séð okkur í anda,
svona montin og sæl, er við sem
„fyrsta par“ marserruðum inn á
dansgólfið. En þá upphófst nýr
þáttur hjá áhorfendum, að gizka
á hver þessi ánægðu „pör“ væru,
einkum þó skipstjórinn, sumir
voru að reyna að sprengja út
úr sonum mínum ungum, sem
þama voru, og segja við þá:
„Hún er myndarleg hún
mamma ykkar“, en þeir þögðu,
svo spyrjendumir vora alltaf í
óvissu. Þeir gátu ekki trúað þvi,*
að ég gæti dansað svona létti-
lega. en það var hvoratveggja,
að ég fann, að það var þægi-
legra að dansa í karlmannabux
um en í hinum siðu og þungu
peysufatapilsum, sem þá tíðk-
uðust, annað hitt að fró því ég
ung var í dansskóla hjá Stefan-
íu Guðmundsdóttur og Guð-
rúnu Indriðadóttur og lærði
gömlu dansana sem þærkenndu
svo taktfast, hafði ég getað
smástund I dansi haldið þeim
léttu hreyfingum.
Mér finnst líka gaman að rifja
það upp sem mér fannst nær
því furðu gegna, þegar ég kom
til Reykjavíkur, sögðu kunn-
ingjarnir við mig, þú hafðir
svei mér gert lukku á „grímu-
ballinu". Svona er lífið hugsaði
ég, þeir nefndu það ekki að ég
samdi gott kvæði þegar sam-
komuhús það — sem þessi dans
leikur fór fram í — var vígt.
Þá sagði einn af skemmti-
nefndarmönnunum við mig-
„Hver bað þig um að gera þetta
kvæði?“
Ég svaraði fáu, vissi sem var
að það þýddi ekki að segja
honum að kvæðið hefði komið
nær því fullskapað í huga minn
og svo fágætum Guðsgjöfum
tæki maður á móti með lotn-
ingu og þakklæti án þess að
spyrja þá leyfis, sem betur
væra settir að ytri ástæðum en
ég var þá. Síðan hefi ég oft
hugsað um hversvegna þessi
danstækni mín hefði vakið svo
mikla eftirtekt. Það var ekki al-
gengt þá að „útungunarvélacr"
eins og stórskáldið mundi hafa
nefnt mig, birtist I sviðsljósi
skemmtistaðanna, þær sátu allt-
af heima og rauluðu stundum
fyrir rollingunum um vísu Siglu
víkur-Sveins,
„Ég hefi ekki neitt td neins
nema börn og skuldir."
Oft síðan þegar ég hefi hitt
mírva spengilegu dansmey, sem
var Ragnar Ágústsson nú skip-
stjóri hjá Eimskip hef ég sagt
við hann að gaman hefði nú
verið að eiga mynd af okkur,
en tæknin var ekki komin á eins
hátt stig þá eins og nú. En þeg-
ar ég heyri gömlu danslögin vel
spiluð, koma mér í hug ljóð-
línur eftir E. Ben. „Hví veldur
mér trega tónanna slagur.“
Uilja Björnsdóttir.
Á morgun mánudag er 60 ára
Þorleifur Jónsson, fulltrúi á loft-
skeytastöðinni I Gufunesi, til heim-
ilis Löngufit 10.
Á gamlaárskvöld opinberuðu trú
lofun sína Sigurleif J. Sigurjóns-
dóttir Fosshólum, Holtum, Rang.,
og Jón Þ. Bárðarson Vík í Mýr-
daL
30. nóv. voru gefin saman í hjóna
band í Hafnarfjarðarkirkju af sr.
Garðari Þorsteinssyni ungfrú Sig-
rún Magnúsdóttir Fögrukinn 22 og
Jón Eðvarðsson iðnnemi Hverfis-
götu 101 A. Rvík.
(Ljósmyndastofa Hafnarfjarðaríris)
Á jóladag opinberaðu trúlofun
sina, Sjöfn Sverrisdóttir, Kapla-
skjólsvegi 37. Rvík, bg Halldór
Pálsson, Lönguhlíð 19, Rvik.
60 ára er í dag Magnús Jóns-
son, yfirmatsmaður og fyrrver-
andi skipstjóri, Mjallargötu 8,
ísafirði.
16. nóvember voru gefin saman
af séra Garðari Þorsteinssyni ung
frú Kristin Magnúsdóttir Hafnar-
firði og stud. occeon. Halldór
Kristjánsson, Akureyri. Heimili
þeirra verður að Víðimel 63 Rvík.
(Ljósmst. Hafnarfjarðar íris)
íbúð til leigu 4ra herb. íbúð til leigu á góðum stað í Kópavogi. Upplýsingar í síma 42367. Raðhús Til sölu fokhelt raðhús í Fossvogi. Uppl. í síma 13742.
21 árs stúlka óskar eftir skrifstofu eða verzlunar- starfi, helzt í Hafnarfirði. Reynsla á skrifstofu. Tilb. sendist afgr. Mbl. f. 10. jan m. „Skrifstofustúlka 6236“. 2ja—3ja herb. íbúð óskast til leigu með eða án hús- gagna. Greiðsla í dollurum, ef óskað er. Uppl. í síma 13965.
Bókhaldsþjónusta
Tökum að okkur, bókhald, ársuppgjör ásamt framtölum
til skatts.
BÓKHALDSÞJÓNUSTAN SF.
Hverfisgötu 76, efstu hæð.
Sími 21455.
Júdódeild Ármanns
Vegna mjög mikillar aðsóknar að æfingum
hjá deildinni, bæði í júdó og líkamsrækt eru
þeir sem ætla að æfa í janúar febrúar og
marz beðnir um að hafa samband við skrif-
stofuna nú þegar í Ármúla 15. Sími 83295
eftir kl. 13.
Skrifstofuhúsnœði
4—5 skrifstofuherbergi til leigu strax, í Miðborginni.
Upplýsingar á skrifstofu vorri Hallveigarstíg 10.
Ceymsluhúsnœði
á jarðhæð um 175 ferm. getur fylgt.
Hannes Þorsteinsson heildverzlun
Kennsla hefst
9. þessa mánaðar.
Uppl. í síma 8-48-42
í dag, 6., 7. og 8. þ. mán.
allettskólí
atrínai' uuðjónsdóttur
LINDARBÆ
DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS 000
Cítarkennsla
í Lindarbæ. — Upplýsingar í síma 8-48-42
í dag, 6., 7. og 8. þ. mán.
KATRÍN GUÐJÓNSDÓTTIR.
Bezt að auglýsa í MorgunblaDinu