Morgunblaðið - 05.01.1969, Page 13

Morgunblaðið - 05.01.1969, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 19»9 13 Stúdentar ákveði lann kennara? í Bretlandi hefur sú hugmynd verið sett fram að eins konar launamálanefnd, að stúdenitar á- kveði að nokkru laun háskóla- kennara. Ekki er hægt að segja að till'agan hafi hlotið almenn- ar vinsaöldir. Samtök kennaira hiafa þegar mótmælt héruni harð lega og nokkrir kennarar hafia þegar sagt af sér störfum til að leggja áherzlu á mótmælin. Sum b'löð skrifuðu þó með hugmynd- inni og sögðu hana skapa kenn- urum æskilegt aðhald. í sjálfu sér sýnist það ekki þurfa að vera fráleitt að taka þennan hátt upp, a.m.k. þar sem fleiri kennarar eru í sömu grein, svo að stúdentar geti valið þeirra í milli. Þegar svo háttar til sýn- ist eðlillegt, að sá kenmari, sem fær fjölda nemenda til sín, fái Vetrardagur í Reykjavíkurhöfn. REYKJAVÍKURBRÉF meiri laum heldur en hinn, sem nemendur sneiða hjá. Sem al- menn regla kemur þetta þó naumast til greina, því að aug- ljós hætta getur verið á misnotk un. En hér er dæmi þess, að menn 'leita nýrra ráða til að full- nægja þeirri kröfu nemenda, að þeir hafi raunveruleg áhrif á stjórn skólamna, sem þeir eru í. Þetta er og ólíkt skynsamlegri tillaga en sú, sem gerð var í Frakklandi að stúdentar próf uðu hver annan! Æskulýðslireyfing Brezki fasistadeiðtoginn, Sir Oswald Mosley, hefur nýlega gefið út endurminningar sínar. Mosley var á yngri árum tal- irnn eiga mikla framtíð fyrir sér í brezkum stjórnmálum. Hann var fyrst kosinn á þing sem íhalds- maður, síðan gekk hann í verka- lýðsflokkinn og varð ráðherra í stjórn MacDonalds 1929, en samdi ekki við félaga sína í verkalýðsflokknum og sitofnaði eigin flokk upp úr 1930. Flokk- ur hans þróaðist von bráðar upp í það að verða fasistaflokkur eftir ítalskri og þýzkri fyrir- mynd. Vegna útkomu þessarar bókar hafa sumir velt því fyrir sér í ritdómum, hvernig á því hafi staðið, að fiasistafilokkar urðu á tímabili jafnáhrifaríkir og raun bar vitni. í Bretlandi hlaut flokkur Mosleys raunar aldrei neitt verulegt fylgi, en í Þýzkalandi og ítalíu varð 'þessi hreyfing að fjölda- hreyfingu. Menn rifja nú upp, að þarna hafi verið um að ræða æskulýðshreyfingu og þá ekki sízt í Þýzkálandi, þar sem flest- ir forsprakkarnir og yfirgnæf- andi meirihluti fylgismann- anna voru menn mjög ungir. Ein af skýringunum á því, hversu margir létu ginnast í þennan félagsskap, er sú, að kommúnistar höfðu víðsvegar efnt til óeirða og upphlaupa. Vialdbeiiting kommúnista varð til þess, að ýmsir hugðu, að þeim yirði ekki haldið í skefjum nema með enn harkalegri valdbeit- ingu. Hugsunarháttur kommún- ista og fiasista er raunar ná- skyldur, enda var mikill fjöldi, sem sveimiaði á milli fylkinga og mru ýmist með kommúnistum eða fasistum. Fyrirgefanlegt er, að ungir menn vi’llist af réttri braut um sinn. En öfgar fæða ætíð af sér öfgar. Framferði eins og það, sem stúdentar í Vestur-Bérlín aðhöfðusit á jólanótt, að ráðast inn í kirkju og steypa Krists- mynd af stall'i er ekkj líkjlegt til að koma miklu góðu tiil leiðar. Það eitrar í senin huga þeirra sem um þáð gerast 9ekir og hinna er bregðast við því af ofstæki. Laugardagur 4. jan. Hlutleysis ekki m) gætt í sjónvarpi Mörgum hefur að vonum blöskrað sú vikalipurð frétta- manna sjónvarpsins að birta myndir í því skyni að reyna að gera götuóeirðalýð kommúnista hér að píslarvottum. Stúlkunni, sem ataði sjálfa sig blóði oghróp aði á sjónvarpið, varð að ósk sinmi. Þá þótti það einnig furðu- ‘legt, að annar óeirðamaður skyldi leiddur fram í sjónvarp- ið til að filytja þar mál sitt. Nú má segja, að mistök geti alltaf hent, og ekki sé ástæða til að sakast um of út úr einum eða tveimur atvikum, sem gætu hafa orðið fyrir hreina vangá. Eins er skylt að geta þess, að sjón- varpið hefur gert margt stórvel og þá ekki sízt í fréttaflutningi. En fréttamaðurinn, sem skýrði innlenda fréttayfirlitið um ára- mótin, — og það mun hafa verið birt bæði á gamlárskvöld og á nýjársdag, svo að ekki færi fram hjá neinum, — fór ekki dult með huga sinn. Um myndavalið má sjálfsagt ætíð deila, þar getur sitt sýnzt hverjum. En fréttamað urinn 'lét sér ekki nægja að sýna myndir, heldur gerði hann at- hugasemdir, sem a.m.k. voru sum ar í harla litúu samhengi við það sem hann var að sýna. Enginn getur amast við því að þessi maður hafi sínar skoðanir, eins og aðrir, en hann má ekki mis- nota stöðu sína til að koma þeim að, eios og hann gerði í þessum þætti. Skuldirnar ekki vaxið Það fer ekki á mil'li mála, að framsóknarkommar reyna við öll tækifæri að læða þeirri hugsun inn hjá almenningi, að skuldir fslands últ á við hafi vaxið við gengisbreytinguna. Skuldirnar eru allar í erlendri mynt og eru þess vegna álveg óbreyttar, þó að þær séu nú reiknaðar í fleiri krónum en áður var. Með geng- isbreytingunni var verið að filytja til f jármagn innanlands en afstaðan útávið breyttist ekki til hins lakara. Við fáum þeim mun fleiri krónur fyrir útflutnmgs- vörur og þess vegna er greiðslu- getan í heild ekki lakari en áður. Menn geta deilt um það, hvort þessi tilflutningur á verð- mætum innanlands hafi verið nauðsynlegur eða ekki. Það kem ur ekki hinu við, að staðan út á við er síst lakari en áður. Miklu fremur má halda því fram, að greiðslugetan út á við batni. Gengisbreytingin hefur þau á- hrif að dregið er úr innflutn- ingi og ýtt undir útflutning. Var anleg áhrif eru þess vegna þau, að auðveldara verður að standa við skuldbindingar erlendis en áður. Tilganguriinn er einmitt að ýta undir framleiðsliu á verðmæt- um, sem geri fært að aflia nauð- synja til landsins, þ.á.m. að standa undir þeim skuldbinding- um, sem menn hafa tekið á sig vegna kaupa fiskiskipa, flugvéla, farskipa og rafmagnsvirkjanna, svo nokkur dæmi séu nefnd. Frá leiitt er að halda því fram, að þjóðin sé ver stödd vegna þess að þvíiíkra verðmæti hefur verið aflað, jafnvel þó að um sinn þurfi að skúlda nokkurn hluta and- virðis þeirra. Með þessu er þvert á móti verið að gem auðveld- ara að lifa í landinu. Þjóðin er alveg öfugt við það, sem áróð- ursmenninniir reyna að lauma inn hjá fólki, orðin mun ríkari en áður var. Allt samanburði háð íslendingar hafia löngum litið til Danmerkur sem mikils gæða- lands, enda margir undrazt stærð húsa og ríkidæmi, þegar þeir hafa gengið um Kaupmanna- höfn. En allt er samanburði háð. í hinni skemmtilegu dagbók Sir Harolds Nioolsons getur hann þess að h-ann hafi komið ti'l Kaupmannahafnar í janúar 1952 og segir: „f þessu landi sér maður engin auðæfi og litflia fátækt. Lítil hús, óbrotndr lifnaðarhættir. Jafnvel Hróarskeldudómkirkja er lítil kirkja.“ Sínum augum lítur hver á silfr ið. Jafnvel þótt veldi Breta hafi hnignað, þá er Bretland enn ríkit land. Munurinn á ríkum og fiátækum hlasir þair þó enn ber lega við augum manna, þrátt fyr ir margra ára stjórn verkamanna flokksins og víðtæka þjóðnýtingu' Mat hins víðförla, brezka rit- höfundar á Kaupmannahöfn er fróðlegt til samanburðar við hina frumlegu lýsingu húmvezku kon- unnar, sem Guðmundur heitinn Hannesson, prófessor, segir frá í Emdurminningum úr Skagafirði. Hann segist hafa sent gamla, kjarkgóða konu úr Hún-avatns- sýslu með skipi til Skotlands, og skrifað rækilega með h-enni til Royal Infarmary í Edinburgh. „Skotarnir tóku vel á móti kon- un-ni . . . og konan komizt til fullrar heilsu. Þóttu mér þetta góð tíðindi. Koman fór síðan heim og leystu Skotar hana út með gjöfum. Á heimleiðinni kom hún til Akureyrar, og hafði séra Matthías tal af henni. Hafði hún lært margt í þessum leiðangri, en kyniegar voru hu-gmyndir henn- ar um ýmislegt. Þannig sagði hún að Skotar byggju í hömr- um sem þei-r hefðu hoiað ininan, en göturnar væru stóreflis gljúf ur, einnig gerð af mannahöndum. Þannig komu henni skozku stein- húsin og borgarstræti fyrir augu. Henni þóttu Skotar vænlt fólk og vel inmrætt, en furðan- lega ókurteisir. Kvað hún þá hafa kallað hjúkrunarstúlkuna ,,meri“ og hefði hún þó verið bezta stúlka, en þannig bera Englend- ingsu: fram mannsnafnið María (Mary).“ Tveir forystu- menn látnir Um áramótin létust tveir af þekktustu stjórnmálamönnum á Norðurlöndum, Tryggve Lie, fyrrverandi forstjóri Sameinuðu þjóðanna, og Julius Bomholt, rit- höfumdur, fyrrum ráðherr-a og forseti danska þjóðþingsins. Bomholt kom nokkrum sinnum hin-gað til lands og ferðaðist a.m.k. einu sinni nokkuð um landið. Bomholt hafði á sínum tíma mikinn hug á að leysa handritamálið á þann hátt a'ð handritin yrðu eins konar sam- ei-gn Da-na og íslendinga eða allra Norðurlandaþjóða en geymd hér á landi. ÍSlenzkum stjórnvöldum þótti þessi hug- mynd ekki aðgengileg og varð Bomholt fyrir miklum vonbrigð- um af því að geta ekki leyst mál- ið. Munu þau sárindi hafa setið fiast í huga hans, alit til ævi- loka. En jafnvel þótt honum tæk ist ekki að finna okkur aðgengi- lega lausn, ber okkur að meta góðvild hans, og minnast h-ans með þakklæti. Tryggve Lie var framkvæmda stjóri Sameinuðu þjóðanna, þeg- ar íslendingar gerðust þar aðili. Hann mun ekki hafia komið til íslands, nema einu sinni og þá til að sitja þing Norðurlanda- ráðsins er það var háð hér að vetrarlagi fyrir nokkrum árum. Tryggve Lie hafði mikinn hug á iðnvæðingu Noregs og var um skeið sérstaklega falið það verk efni að laða erlent fjárm-agn til landsins. Norðmenn hafa rniklu margbreyttari atvinnuvegi en við íslendingar en telja sér þó höfuðnauðsyn á því að gera at- vinnulífið fjöllbreyttara. Þeir hafia og langa reynslu af notk- un erlends fjármagns og eru síð- ur en svo hræddir við það, held- ur telja sér lífsnauðsyn að afla þess í sem allra ríkustum mæli. Eítirminnileg nngslit ¥ Tryggve Lie reyndist vel sem framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, en varð að láta af störfum fyrr en ætlað hafði ver- ið vegna ýfinga Sovétstjórnar innar í h-ans garð. Um eftirmenn Lies má raunar einnig segja, að þeir hafi hvor með sínum hætti reynzt mikilhæfir menn. Engu að síður hafa Sameimuðu þjóð irnar ekki fullnægt þeim vonum, sem við þær voru bundnar í fyrstu. Sök á því ber engin-n einn einstakur maður, heldur eru það y tri atvik og ástand heims mála, sem mestu valda. Ljóst er. að slík stofnun sem Samein- uðu þjóðirnar hlýtur að þróast á löngum tíma. Þess vegna má ekki líta á það með of mikffli svartsýni, þótt hægt gamgi. Hins- vegar er ekki von um bata nema menn geri sér grein fyrir, hve mikið skortir á, að vel sé. Þess vegna vöktu þingslit Sameinuðu þjóðanna nú fyrir jól meiri at- hygli en venj-a er til um þá at- höfn. Hún hefur ofitast farið svo fram, að þingforseti hefur flutt áferðarfal'lega ræðu, að vísu lát ið þess getið, að sumt mætti bet ur fara, en einkum lagt áherzlu á það sem hann taldi mega telja til ávinnings. Að þessu sinni var þingforseti úr hópi Suður-Amer- íkumanna og flutti mjög skelegga áminningarræðu yfir þingheimi fyrir það, að meirihluti fulltrú- anna sinnti lítt eða ekki þeim raunverulega vanda, sem við væri að etja, heldur fengist mest við hina og þessa tillögugerð, sem engu máli skipti og væri óraunhæf með öllu. Þingfúlltrú- ar munu hafa haft veður af því, sem forsetinn ætlaði að segja og brugðuat sumir svo illa við, að hann dró nokkuð úr mestu harð- yrðum sínum, en hélt þó kjarna ræðunnar óbreyttri. Að sjálf- sögðu má deila um, hvort slík hátíðleg athöfn, þar sem ekki gefst færi til að mótmæla, sé réttur vettvangur slíkra áminn- inga. En hér var vi-ssulega á- minningar þörf. Það er ekki um það að villast, að virðing Sam- einuðu þjóðanna fer minnkandi með ári hverju. Síðasta dæmi þess er val Nixons á væntan- legum ful'ltrúa Bandaríkjanna við stofnunina. Hingað til hefur verið leitazt við að fá sem aðal- fulltrúa áhrifamikinn stjórnmála manna st-undum úr hópi andstæð inga forseta. Með þessu hefur verið stefnt að því að fá sem víðtækastan hljómgrunn fyrir starf stofnunarinn-ar. Nú vald'i Nixon hinsvegar mann úr hópi sendiherra Ba-ndaríkjanna, sem áður hafði verið varafulltrúi og hefur getið sér gott orð en er ann arrar tegundar og miklu óþekkt- ari í 1-andi sínu en flestir fyrir- rennarar hans. Megiumálin afgeidd annars staðar Flest vandasömustu viðfangs- efn-i í milliríkjasamskiftum, eru nú afigreidd utan vettvan-gs Sam- einuðu þjóðanna og alls ekki tekin þar til umræðu. Svo er t.d. um Víetn-am málið, borgarastyrj- öldina í Nígeríu og að verúlegu leyti deilur Israelsmanna og Ar- aba, þó að einstakir þættir þeirra séu öðru hvoru teknir til umræðu í öryggisráðinu eða á sjáifu allsherjarþinginu. Því mið ur er ekki hægt ann-að að segj-a en að mjög ískyggilega horfi í öllum þessum málum og þá eink- um deilum ísrae'lsmanna og Ar- aba. ísraelsmenn hafia unnið mik il afrek. Þeir hafia endurnumið og umskapað sitt gamla ættland. Hol'lusta þeirra við landið er með eindæmum og mikil ógæfa væri, ef þeir yrðu hraktir það- an að nýju. En þeir eiga í vök að verjast og hafa einungis get- að haldið því, sem áumnizt hefur, með mikilli hörku. SkMjanlegt er, að þeir verjist, þegar á þá er ráðizt. En þegar litið er til mannfæðar þeirra miðað við hinn mikla fjölda andstæðinga, sem umlykur þá, sýnist hæpið af þeim að hafa ögranir í frammi eða efna ti'l hefndarverka, eins og gert var með árásinni á Lí- banon .nú á dögunum. Þeir telja sig almenningsálitið í heiminum en-gu skipta. Þó er það einmitt þetta álit almennings, sem hlýt- ur að verða þeim, er ti’l lengdar lætur, bezta vörnin. Arabar eru fsraelsmönnum að vísu miklu síðri að þjóðfólagsþroska og sam heldni, en mannmergðin er þeirra megin, svo að án styrks almenningsálits fsraelsmönnum til framdráttar meðal lýðræðis- þjóðanna, sýnist barátta þeirra von'lítil til lengdar. Ógæfa Gyð- inga hefur m.a. sprottið af því, að þeir hafa ofit fundið til hæfi- leika og yfirburða sinna umfram aðra, og þess vegna ekki hirt um álit þeirra. Þetta hefur of oft komið þeim í kolil, og ber að vorua, að svo fari ekki nú. Á meðal stórveldanna eru nú sagð- ar bolilaleggingar um lausn þessa mikla vandamáls, og yrði það öllum til margfaldra heilla, ef álík lausn finnst, á þann veg að ísraelsmentn geti óhultir lifað í sínu ævaforna ættlandL

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.